Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstud^gur 18. jan. 1946 Útvarpsfrjettir — Framsóknarum- hyggja — Hrelíingar Alþýðu- flokksins — Og hrundar borgir FRANK SINATRA söngvaranum fræga brást heldur en ekki bogalistin á dögunum. Eins og kunnugt er, hefir hann haft mikil áhrif á æskuna í Ameríku, einkum hálfsokkastelpurnar svonefndu. Því var það, að þegar 5000 nemendur í mentaskóla einum gerðu „verkfall“ til þess að mótmæla því, að negraungl- ingar væru meðal nemenda, var Frankie fenginn til að tala til nemendanna í útvarpi og hvetja þá til að koma aftur í tíma. En nemendur höfðu áskoranir hans að engu. ÚTVARPSHLUSTENDUR eru að velta því fyrir sjer þessa daga, hvort komin sje kosn- ingaskjálfti í frjettastofu út- varpsins. Á hverjum degi er nokkrum hluta frjettatímans eytt til þess að koma þar að ýmsum frásögnum austan frá Volgubökkum, um hið ágæta menningarástand sem þróast undir verndarvæng „hins austræna lýðræðis“. I gær var m. a. sagt frá því, að sovjetríkin ættu 55 milj- ónir bóka í bókasöfnum sín- um, íyrir utan það sem til væri af barnabókum í barna lesstofum, og í Lenin-bóka- safninu væri einar 10 milj- ónir binda. Ekki var sagt frá því, hvort þessi æsifregn hefði borist útvarpinu á öld um ljósvakans samdægurs ellegar hinn austræni Björn útvarpsins hefði fundið hana í einhverri kenslubók. ★ EYSTEINN JÓNSSON, sem sektaði menn fyrir að fá sjer fiskiskip, hefir skýrt frá því í Tímanum, að Framsóknar- menn vilji auka hjer heimil isþægindin og gera heimilin í bænum vistlegri. — Áhugi Framsóknar gömlu í þeim efnum lýsti sjer best í því, þegar flokkurinn rauf þing í ofboði til þess að reyna að koma í veg fyrir að Reykja- vík fengi möguleika til þess að virkja Ljósafoss í Sogi. Flokkur með slíkri fortíð ætti að hafa vit á því, að gera enga tilraun til áhrifa á bæj armálefni Reykjavíkur. ★ JÓN AXEL PJETURSSON kvartar yfir því í blaði sínu, að Gísli Halldórsson verk- fræðingur hafi snúist í lið með Sjálfstæðismönnum, bæði í hitaveitumálinu og öðrum framfaramálum bæj- Sigfúsar arins. Sú var tíð, segir Jón, að Gísli Halldórsson fylgdi Alþýðuflokknum. Já. Sú var tíð, að fylgis- menn Alþýðuflokksins voru fleiri, en þeir eru í dag. Þeim hefir fækkað, Jón, einmitt vegna þess, hve margir þeir, sem áður voru í Alþýðu- flokknum, fylgja nú Sjálf- stæðismönnum að málum. — Þetta veit Jón A. Pjetursson. Hann ætti líka að vita, að ekki þýðir að sakast um orð- inn hlut. ★ ÞAÐ ER EITT, sem ræður því, að jeg kýs með Sjálfstæðis- mönnum nú, sagði einn aí fyrrverandi fylgismönnum Alþýðuflokksins hjer á dög- unum. Og það er það, að ef það einhverntíma ætti að koma fyrir, að Alþýðuflokk- urinn og kommúnistar héfðu hjer meirihluta í bæjar- stjórn, þá er fyrirsjáanlegt að hinn fullkomnasti glund roði kæmist í öll málefni bæj arins. — Þá ættu kommún- istar að verða ráðandi flokk ur í bænum, en Alþýðuflokk urinn þjónar þeirra. Nei takk, sagði Alþýðu- flokksmaðurinn. Jeg kýs Sjálfstæðismenn. Jeg kýs Bjarna Benediktsson. — Og sama gera margir fyrrver- andi andstæðingar Sjálfstæð isflokksins. ★ NÚ SPRAKK SKÝJABORGIN hjá Sigfúsi Sigurhjartarsyni. Hann ber fram tillögu sína um 500 íbúða-viðbótina í september. Síðan hefir hún legið í salti fyrir nefinu á honum í bæjarráði. Þangað til nú 10 dögum fyrir kosn- ingar, að hann ber tillöguna fram að nýju. Þetta kalla menn að halda heldur illa á spöðunum. í september átti þetta áð verða mikill kosn- ingaáróður fyrir kommún- ista. Það mistókst. í gær á bæjarstjórnarfundi tókst Sig fúsi aftur á móti að sanna það fyrir bæjarbúum að hann hefir aldrei meint neitt alvarlegt með þessari tillögu sinni. ★ EN SPAUGILEGAST var það, þegar hann vakti upp tillögu sína eftir 4 mánaða svefn í handarkrika hans í bæjar- ráði. Þá var engu líkara en að hann treysti sjer ekki til þess að fylgja henni fram og hafa framsögu í málinu, og þóttist verða „grút fornem aður“ við borgarstjóra, fyrir að hann skyldi ekki taka ó- makið af þessum pólitíska gerfismið skýjaborganna, flutningsmanninum sjálfum. ★ ÁÐUR EN FUNDI LAUK var kominn ákaflega mildur og kristilegur tónn í ræðu Sig- fúsar Sigurhjartarsonar. Tók hann sig til að hæla borgar- stjóranum, en gleymdi þá ekki að þeir væru nokkuð skyldir, báðir komnir af Grími nokkrum á Fjöllum, er uppi var fyrir 150 árum eðá svo. - SíSa S. U. S. Framh. af bls. 6. Við æskuna vil jeg segja: Þú ættir síst að vera sporlöt. Eldri kynslóðin hefir skilað okk ur í hendur fagurri höfuðborg, sem þróast hefir á undra- skömmum tíma úr fátæku fiski þorpi í framfarasinnaða atorku borg. Okkar er að tryggja fram hald þessarar þróunar. Undir viljans merki skal Sjálfstæðisflokkurinn vinna sinn glæstasta sigur á höfuð- borg íslands. Fjártiagsáælion Reykjavíkur fyrir 1946 FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja víkurbæjar og stofnana hans var til fyrri umræðu á bæjar- stjórnarfundi í gær. Sagði borgírstjóri að sam- komulag hefði orðið um það í bæjarráði, að ganga ekki frá fjárhagsáætluninni fyrri en eft ir kosningar, en leggja frum- varp að henni fyrir bæjarstjórn í janúar, eins og nú hefði verið gert. Hann sagði, að litlar breyting ar væru í frumvarpi þessu frá fjárhagsáætlun fyrra árs, og væri frumvarpið að mestu skrif stofuvinna. Hækkun væri á út- svörum frá því í fyrra er næmi 3—4 miljónum. Stafaði sú hækk un af því að nú væri vísitala reiknuð 285 en 270 í fyrra. Talsverðar lcauphækkanir hefðu átt sjer stað. Og' áætlað var meira fje til ýmiskonar á- haldakaupa en áður. — Macteie Kíng Framhald af bls. 9. á að ráða, heldur sú stefna, sem allar aðrar þjóðir geta sætt sig við“. Fyrir þetta varð Macken- zie King einn af helstu leiðr andi mönnum San Francis- co ráðstefnunnar. , ............................■■■■■■■.................................... 3 I X-9 . tk & & a Eflir Roberl Slorm i ........................................... : TME JAP6 BUMPED 0FF /MV KID BE0TMER...TM/1T 5M0ULD ölVE VOL) AW IDEA OF MOW1 FÉEL ABOUT DRAFT D0DQER$. TMAT QETð ME WHERE IT HURT5; JUUE...I Wl$H, NOW, THAT I HADN'T RATTED ON , AM BOARD. > NO GCOD, FRANKIE.. VCU ” F0R6ET VOU'RE WANTED FOR DRAFT EVA5I0N...I COULDN'T 41ARRV A 6UV WH0EE PICTURE I5 UABLE TO POP UP ON 50,M£ P05T 0FFICE WALL! .-! LI5TEN, JULIE...I THi VCÚRE TERRIFIC! LEl QET 4IARRIED...ILL UNCOUPLE FRO/Vt "DREAMER'5'' BUNCH v AND------- r^s Franki: Heyrðu nú, Júlía. Við skulum bara koma okkur burtu hjeðan og giftast. — Júlía: Ekkert þýðir það, Franki minn. Þú gleymir alveg að þú ert liðhlaupi. Jeg get ekki giftst manni, sem þeir geta sett myndina af út í sýningargluggana á lög- reglustöðvunum hvenær sem er. Japanirnir drápu bróðir minn. Það gæti gefið þjer hugmynd um hvernig mjer er við liðhlaupa. — Franki: Þetta var sárt, Júlía. Jeg vildi, áð jeg hefði ekki verið með þessa pretti við herinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.