Morgunblaðið - 27.02.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1946, Blaðsíða 6
6 (iOKtí (JNBtAUIB Miðvikudagur 27. febr. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Pólitísk heljarstökk HELJARSTÖKK er alkunnugt orð meðal íþróttamanna. Það þykir áhættusöm íþrótt og þeim einum við hæfi, sem stendur nokkuð á sama hvort upp snýr höfuðið eða fæt- urnir. Þess háttar íþróttir á stjórnmálasviðinu voru lítt þektar hjer á landi þangað til Hermann Jónasson tók við stjórn- artaumunum á Framsóknar Skjónu, en síðan hafa end- arnir verið uppi sitt á hvað á þeirri samstæðu og með öllu óvíst jafnan, hvað næst bæri við loft eða jörðu. Til hægri og vinstri fram og aftur, hafa stökkin verið þreytt sitt á hvað. Stundum hefir staðar numið hægra megin við í- haldsgjörnustu menn Sjálfstæðisflokksins, en hitt kastið langt til vinstrj handar við rauðustu liðsmenn kommún- istanna. Nýjustu og ljótustu dæmin þessarar tegundar eru þau, að í nýsköpunarmálum hefir allur Sjálfstæðisflokkurinn verið skilinn eftir til vinstri handar. Sama hefir og gilt varðandi kaupgjaldsmál og afurðaverð. Háar stunur hafa jafnan liðið um loft og sæ frá heljarstökks gandreiðinni, þegar afurðaverð eða kaupgjald hefir hækkað frá því, sem áður var. Og höfuðstefnunni í nýsköpunarmálum er að fullu lýst með ályktunarorðum eins af rithöfundum Tím- ans sunnudaginn 24. febrúar. Þar sdgir: ,,Fyr en dýrtíðin er að velli lögð, er „nýsköpunin“ glæfrafyrirtæki, sem er ósamboðin meningarþjóð, en hæfileg grafskrift á leiði nú- verandi ríkisstjórnar“. Þegar svo að heljarstökkið hefir hinn daginn eða hinn mánuðinn verið tekið öfuga leið yfir alla stjórnarflokkana til samans og numið við jörð langt til vinstri handar við alla yfirlýsta Sósíalista, þá ganga hljóðin úr öllum endum um ægilegan stríðsgróða útgerðarmanna, kaupmanna og iðnrekenda, sem taka verði til ríkisins þarfa með ótak- mörkuðum eignaaukaskatti og öðrum harðvítugum ráð- stöfunum. Til slíkra hluta vanti sýnilega allan kjark og manndóm í hina íhaldssömu Kommúnista, sem sjeu í vinnumensku hjá heildsölum og útgerðarmönnum, til að koma „glæfrafyrirtæki“ „nýsköpunarinnar“ áfram, auð- vitað til bölvunar fyrir þjóðfjelag vort og land. Á þeim grundvelli eru þeir Alþýðuflokksmenn, sem tengdir eru ævarandi ástar- og þrælsböndum við Tíma- hyskið æstir upp í kaupskrúfu og verkfallsbaráttu, treyst- andi því, að betri menn í hópi Kommúnista og Alþýðu- flokksins standist ekki ógnir og hótanir og láti vitsmuni, manndóm og þjóðhollustu undan síga fyrir vaxandi von um traustara atkvæðafylgi þess hluta þjóðarinnar, sem minst hugsar og lengst gengur á þeim syndarinnar vegi, að miða við líðandi stund eingöngu. Okkar skattalög eru samin á þjóðstjórnartímanum í samráði og með samþykki þess manns í Framsóknar- flokknum sem einna'mest hefir lagt sig að þess háttar málum. Það er formaður þingflokksins, Eysteinn Jónsson. Ef þessi skattalög eru of væg fyrir heildsala og útgerðar- menn, þá er það einnig hans sök og mundu þó fæstir, jafn vel ekki Kommúnistar færi sakir á hendur honum í því efni. Hermanni er a@ vísu trúandi til alls. Um álagningu á vörur, sem fluttar eru frá öðrum lönd- um, er það að segja, að þjóðstjórnin, sem hafði Eystein Jónsson fyrir viðskiftamálaráðherra, lagði grundvöllinn að þeim viðskiftamáta sem nú gildir, og sem byggir á þeirri meginreglu, að álagning öll sje miðuð við prósentu- gjald. Utanþingsstjórnin sáluga með Vilhjálm Þór, sem hinn valdamesta mann, fullkomnaði þetta kerfi sem hina ágæt- ustu fyrirmynd. Núverandi stjórn Sjálfstæðismanna, Kommúnista og Alþýðuflokks, hefir það eitt gert á þessu sviði, að lækka álagningu. Ber því nýrra við að heljar- arstökkva-gandreiðin skuli hljóða um stuðning hennar við heildsala og útgerðarmenn. En öllu er um þá.trúandi, sem stöðugt eru að stökkva heljarstökk og engír geta giskað á hvar næst muni nema staðar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Flækingur. TALSVERT hefir borið á því síðan styrjöldinni lauk, að ís- lenskir menn hafa leitað til út- landa — og þá einkum Norð- urlanda — án þess að eiga þang að nokkuð erindi. Flestir hafa farið í atvinnuleit, aðrir hafa ráðið sig á erlend skip og lent í hafnarborgum Evrópu, vega- lausir með öllu. Fæstir þessara manna, sem nær eingöngu eru óreyndir unglingar, hafa haft neitt fje milli handa og þeir, sem ein- hver auraráð höfðu, voru fljót- ir að koma peningunum í lóg. Dæmi eru til þess, að ISlensk- ir strákar hafa flækst um illa til reika, sníkjandi og snapandi ofan í sig og á. Nýlega var birt um það yfir- lýsing frá utanríkisráðuneyt- inu, að sendiráðin erlendis og ræðismannsskrifstofur myndu ekki lána fólki fje, sem færi til útlanda peningalaust. Mun ekki vera að ástæðulausu að sú yfirlýsing var birt. — Það er full ástæða til að vara unga menn við að leggjast í þenna flæking. Þeim finst það ævin- týralegt að „fara í siglingar" út um heim, en gæta þess ekki, að ástandið er þannig víðast hvar í heiminum, að það er alt annað en gaman að ferðast eða vera í atvinnuleit. • Bregður við. FLESTIR ÞEIRRA ungu manna, sem ráðast í að fara til útlanda í atvinnuleit, eða á skip um, hafa haft ágæta vinnu hjer á Íslandi styrjaldarárin. Fæstir þeirra þekkja önnur vinnubrögð en hjer tíðkast of víða og þeir þekkja ekki ann- að en há laun fyrir litla vinnU. Erlendis er þetta alt öðru- vísi. I Svíþjóð hafa þessir sömu menn t. d. neyðst til þess að vinna fyrir kaUpi í heilan dag, sem samsvarar í krónum því, sem þeir fengu hjer heima fyr- ir klukkustundar vinnu. Þetta eiga þeir bágt með að skilja og enn ver að sætta sig við. En þeir verða að gera það til þess að halda í sjer líftórunni. Það er heldur ekki hlaupið að því að fá vinnu víða um lönd eins og er. íslenskir sjó- menn fá yfirleitt ekki skipsrúm á Norðurlöndum á öðrum skip- um en þeim, sem enginn vill vera á. Kaupið er ef til vill 5—6 krónur á dag. — íslend- ingar, sem eru á flækingi er- lendis, fá sumir hverjir ekki vinnu vegna þess, að þeir eru ekki í neinu verklýðsfjelagi og innlendir meðlimir ganga fyrir fjelagslausum útlendingum víð ast hvar. • * XI 0 » Oþokkabragð. HJER Á dögunum kom það fyrir, að systkini, fjögra og sex ára, voru send út í verslun til að kaupa steinolíu á lítið ílát. Þau höfðu gert þetta áður og þótti gaman að því, að geta ver ið að einhverju liði á heimil- inu. Þóttust heldur en ekki meiri menn fyrir, að þeim var trúað til þess að fara í búð til að kaupa til heimilisins. En er þau voru á leiðinni í búðina mættu þau stálpuðum strák, sem gaf sig á tal við systkinin. Er hann heyrði, að þau voru í verslunarferð, tókst honum að telja þeim trú um, að þau væru altof lítil til að fara í búð og kaupa og sagðist skyldi gera það fyrir þau. Litlu skinnin ljetu að orðum pilts- ins, eftir miklar fortölur, og fengu honum olíuílátið og pen- ingana, sem þau voru með. En þetta var óþokki, sem gerði þetta til að narra börn- in, og hann sást ekki meira. Eftir að systkinin litlu höfðu beðið í klukkustund eftir að strákurinn kæmi aftur, komu þau skælandi heim til sín og sögðu sínar farir ekki sljettar. Þetta óþokkabragð er von- andi einsdæmi, því ljótt er það. • Ráðhúsið. RÁÐHÚSMÁLIÐ er ofarlega á baugi, eins og jeg gat um í gær. Kjartan Ólafsson hefir sína tillögu'— eins og vafalaust fleiri — um hvar ráðhúsið eigi að vera. Gerir hann grein fyr- ir sínu máli í eftirfarandi brjefi: „Nú þegar í alvöru er farið að ræða um byggingu Ráðhúss Reykjavíkur, og það að velja því stað, vildi jeg með fullri einurð leyfa mjer að benda á hið dásamlega byggingarstæði fyrir það, þar sem er Arnar- hólstúnið. Jeg hefi áður minst á þetta í greinarkorni, og bent á, að Ráðhúsið ætti að byggj- ast þar sem Ingólfsstyttan stendur. Yrði þá hóllinn lítið eitt lækkaður, og húsið bygt meðfram Ingólfsstræti, þar sem inngöngudyr yrðu inn á skrif- stofur bæjarins og almenna af- greiðslu, og upp í hina veg- lega útsýnisturn þess. En höfuð inngöngudyr þess sneru að Kalkofnsvegi, þaðan sem breið ur gangstígur yrði að vegleg- um tröppum og inngöngudyr- um inn í viðhafnarsal þess, og fundarherbergi bæjarstjórnar, bæjarráðs og borgarstjóra“. • : 1 Skreytingar.. „LISTAVERK, þar á meðal Ingólfsmyndin, og minningar- töflur úr ~sögu Reykjavíkur, ættu að skreyta tröppur og þessa framhlið hússins, en sval ir yrðu yfir inngöngudyrum, þaðan sem ræðumenn gætu tal að til fólksins, og þar sem hljóm sveit mætti koma sjer fyrir á góðviðrisdögum og kvöldum og leika yndisleg tónverk fyrir almenning, þar sem mikill mannfjöldi gæti hlustað í tún- brekkunni fyrir neðan. Jeg málá svo ekki þessa mynd skýrar. En allir munu sjá og viðurkenna, að þarna er dá- samlegur staður fyrir Ráðhús Reykjavíkur, og að veglegra grunnstæði verði því vart fundið. Kjartan Ólafsson“. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI FerSalag sakleyslngjaat KALDAN vetrarmorgun í fyrri viku sigldi hið gráa og aldraða herflutningaskip Arg- entina inn í höfnina í New York, eftir hryllilegt ferðalag yfir Atlantshafið. Farþegar voru 452 breskar konur, sem giftar voru amerískum her- mönnum, og börn þeirra 175. Níu dögum áður hafði skipið farið frá Southampton og kon- urnar ýmist sungið við brott- förina: Það verður altaf til England, eða Guð blessi Amer- íku. Argentína hafði lent í versta stormi, sem komið hafði á Norður-Atlantshafi þenna vet- ur. Stundum varð vindhraðinn 112 km. á klukkustund. Einn daginn voru 85% af konunum fárveikar. Þær.gátu ekki ann- ast um börn sín, þau lágu grát- andi \ klefunum. Víða köstuð- ust smáþörnin út úr vöggun- um. Þegar að landi var komið, voru margar konurnar enn á- hyggjufullar. Hvernig skyldi Ameríka vera? „Skyldu amer- ískar konur vera andúðarfull- ar í okkar garð?“ Á eitt barnið hafði ferðin ekki fengið hið minsta. Það var Claire litla Fiedler, fjögra ára gömul. Hún var á leiðinni til Chicago með móður sinni, til föður síns, sem verið hafði sjó- liði. Blaðam^ðurinn Rellman Mo- rin frá Associated Press átti viðtal við Claire litlu. Bar fram beinar spurningar og fjekk bein svör. „Hvað ætlar þú að gera í Chicago?“ „Veiða tígrisdýr“.- „Það eru engin tígrisdýr í Chicago". „Víst eru tígrisdýr þar. Pabbi sagði, að þau væru þar. Og þau jeta allar kýrnar, svo maður verður að veiða þau.... Það voru kýr á skipinu. Viss- irðu það?“ „Nei, ertu viss?“ „Já, þessvegna fengum við Trudy mjólk á hverjum degi. Við fáum líka mjólk á hverj- um degi í Chicago. Og við þurf um enga skömtunarSeðlá . . . . Pabbi minn segir, að á hverjum degi komi hundrað og ' fimtíu kýr til Chicago óg þáð geti hver fengið kú, sem bara vill“. „Hvar fáið þið kýrnar?“ „í búðunum. Pabbi segir, að alt sje hægt að fá þar“. „Og ætlar þú að fara í skóla í Chicago?“ „Ó, já, í Chicago-New York“. „En Chicago og New York eru nú tvær borgir, Claire mín litla“. „Pabbi segir, að þær sjeu alveg eins, nema bara að Chi- cago sje betri“. „Því heldurðu þá, að þú far- ir í skóla í New York?“ „Vegna þess, að þar eru fleiri Indíánar og kúrekar og þeir eru altaf að skjóta hverjir aðra“. — (Time). Óðinn lekur báf í FYRRAKVÖLD tók varð- báturinn Óðinn mb. Gottu frá Vestmannaeyjum, að veiðum í landhelgi, við Vestmannaeyjar. - Gotta hefir að undanförnu stundað botnvörpuveiðar. — Skipstjórinn hefir játað brot sitt og bíður hahn nú dóms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.