Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. ágúst 1946 5 Minningarorð: PÉTUH T. TÓMÁSSON Fæddur 17. sept. 1859. Dáinn 11. ágúst 1946. Á MORGNI 20. aldarinnar voru uppi ýmsir sjermótaðir og heilsteyptir einstaklingar í hún vetnskri bændastjett, eftirtekt- arverðir og eftirminnilegir þeim, sem ólust upp á næstu grösum. Einn þessara manna, er borinn til grafar að Þing- eyrakirkju í dag. Það er Pjet- ur Tímóteus Tómasson, í Meðal heimi á Ásum. Meðal endurminninga minna frá bernskuárunum eru allskýr ar myndir af bændum í Torfa- læjarhreppi, er komu saman til hreppaskila og annara mann- funda á þingstað sveitarinnar, heima á Torfalæk. Ein fastmót- aðasta myndin er af Pjetri Tímo teusi, sem þá bjó á Orrastöðum. Maðurinn var tæplega í meðal- lagi að hæð, en samanrekinn og hnellinn,, rómdigur og allra manna fastmæltastur, laus við alla tilhneigingu til að bregða hulishjálmi yfir sig nje skoð- anir sínar og aðsópsmikill í orð bragði og fasi, einkum við skál. Pjetri heitnum mun um ýmis legt hafa svipað til föður síns, Tómasar, bónda og járnsmiðs, 1 Brekkukoti, Jónssonar, sem var maður svo óvílgjarn, að í ann- álum er haft. Tómas bjó við frekar þröngan kost og misti eitt sinn allar ær sínar, 40 að tölu, í aftakaveðri. Á næsta manntalsþingi í Sveinsstaða- hreppi, leiddi Lárus sýslumað- ur Blöndal tal að því að hlífa honum við þinggjaldi vegna þéssa tjóns, en Tómas bar sig borginmannlega og- sagði: „Hvað munar einnn bónda um það að missa 40 ær“. Ekki í- . lentust önnur börn Tómasar en Pjetur heitinn heima í hjeraði, en allmargt manna er af hon- um komið í Reykjavík, því að dóttir hans var Guðríður hús- freyja í Skálholtskoti, tengda- móðir Pjéturs, slökkviliðsstjóra og þeirra svila. Sæti Pjeturs Tímoteusar var jafnan fullsetið, þótt ekki bæri hann höfuð yfir aðra í mann- þröng. Hann var aldrei stór- bóndi, lengst af leiguliði og all- lengi á nokkrum hrakningi með jarðnæði, því að hann mun hafa búið á 8 jörðum alls. Þó var hann altaf mjög sæmilegur bóndi og gerði allmiklar um- bætur á Meðalheimi, þar sem hann bjó síðast og lengst. Hon- um og konu hans, Björgu Stef- ánsdóttur, sem dó fyrir rúm- um 30 árum, varð eklti barna auðið, en þau gengu í foreldra- stað Júlíusi Frímannssyni, sem tók við búi af fóstra sínum og varð honum ellistoð. Þegar jeg fluttist aft'ur heim í mína fornu sveit, fyrir 12 ár- um síðan, voru flestir gömlu bændurnir hennar gengnir fyr- ir ætternisstapa og hina sá maður hverfa sömu leið, þang- að til Pjetur gamli í Meðal- heimi var orðinn einn eftir. Jeg lagði stundum lykkju á veg minn til þess að heimsækja gamla manninn, sem orðinn var steinblindur, én var þó hréss í máli, fastmæltur, fastur á skoð unum sínum og moð fast og hlý legt -handtak. Á síðastiiðnúm vetri fjekk hann lungnabólgu og vildi þá ekki láta leita læknis, því að hann taldi sjer mál að sáfnast til feðra sinna. Svo varð jafnan að vera sem Pjetur Tímoteus vildi og var það látið heita svo, að jeg kæmi í heimsókn til hans ó- beðinn. Tók hann mjer hið besta og fór að ráðum mínum, þótt hann teldi það það hinn mesta óþarfa. Og enn var hug- urinn samur og áður, því að að fyrra bragði fór hann að tala um alþingiskosningar og kvað þá menn lítið erindi í framboð hjer, sem ekki væru bændur og ekki Húnvetningar. Hann lifði þessa veiki af, en þessi varð fun»'ur okkar hinn síðasti. Pjetur var maður trygglynd- ur, enda festu aðrir við hann trygð, oð hjúalán hafði hann, þótt ekki væri hann kjass- máll, ef svo bar undir. Helga gamla, sem orðin er 87 ára og einnig blind, hefur verið hjá honum yfir 50 ár og Hólmfríð- ur, sem er 70 ára og bogin af gigt, yfir 40 ár. Ekki hlúðu hendur annara kvenna að hon- um í ellinni, því að Júlíus fóstri hans er ókvæntur. Heim- ilisástæður í Meðalheimi voru því með nokkuð sjerstökum hætti, en engin heyrðust þar æðruorð, enda hefði það ekki verið að skapi Pjetri karlinum, sem sjálfur var orðinn 86 ára, en með hetjuskapið óbreytt. Slíkir menn mörkuðu sig geirs- oddi í gamla daga, þegar þeir höfðu lifað nóg, og það hefði átt vel við hann. Nú er hann horfinn, síðastur af gömlu bændunum í sveit minni. Með hlýju og virðingu minnist jeg hans, þessa kjark- mikla, stórbrotna og skapfasta bónda. Þúsundir ísvetra höfðu mótað þann stofn, sem hann var spröttinn af, og meitlað skapgerð hans, sem hjelst ó- molnuð til endadægurs. Það er hressandi að verða samferða slíkum mönnum einhvern hluta lífsleiðarinnar. P. V. G. Kolka. Flugferðir milli Ú.S.A. og Indlands LONDON: — Tvö flugfjelög í Bandaríkjunum hafa nýlega tekið upp beinar flugsamgöng- ur milli Bandaríkjanna og Ind- lands. lands. Ferðir verða tvisv ar í viku. 4340 skilnaðarbeiðnir LONDON: 4.34CJ skilnaðay- beiðnir liggja nú 'fyrir rjetti í Loftdon. Á fimm viium hafa' 1250 þeirrá verið afgreiddar. MOHGDNBLABIÐ Iþroltamaðurinn og Ijósmyndarinn Jón Kaldal fimmtugur JÖN KALDAL — einn kunn- asti ljósmyndari landsins og maðurinn, sem fyrstur setti verulegan ljóma á nafn íslands á íþróttaleikvöngum nútímans — er fimtugur í dag. Hann er fæddur 24. ágúst 1896, sonur hjónanna Ingibjarg ar Gísladóttur og Jóns Jóns- sonar, bónda í Stóradal. Jón ólst fyrst upp hjá foreldrum sínum, en fór síðan að Löngumýri til föðurbróður síns, Pálma, föður Jóns Pálmasonar, alþm. 1915 kom hann hingað til Reykja- víkur og var hjer í 2!4 ár hjá Karli Ólafssyni við Ijósmynda- nám. „Minnisstæður dagur“. Á sumardaginn fyrsta 1918 lagði hann svo af stað til Dan- merkur til frekara náms í iðn- gréin sinni. „Mjer er sá dagur mjög minnissíæður“, sagði Kal- dal við mig um daginn, er jeg hitti hann að máli, „því þá fór Víðavangshlaup ÍR fram í þriðja sinn, en jeg-gat ekki tek- ið þátt í því, þótt jeg væri í Reykjavík, því jeg þurfti að vera um borð í skipinu“. Kal- dal hafði unnið hlaupið tvö fyrstu árin. Mátíi gera við hann, hvað sem hann vildi. Hann hafði þannig tekið ást- fóstri við íþróttirnar strax hjer heima, og þegar hann kom til Kaupmannahafnar, sneri hann sjer til Kreigsmann, sem nú er heimskunnur íþróttaþjálf ari, og sagði honum, ,,að hann mætti gera við rriig, hvað sem hann vildi“. Enginn vafi er á því, að Kreigsmann hefir fljótt sjeð, hvað bjó í þessum unga Islendingi, því hann lagði sjer- staka stund á að þjálfa hann. „Það var mín gæfa að lenda hjá Kreigsmann og A.I.K. (Arbej- dernes Idræts Klub)“, sagði Kaldal. Minnisstæð keppni. Svo bað jeg Kaldal um að segja mjer eitthvað frá keppn- um sínum, en þá bað hann mig lengstra orða að fara ekki að gera neitt veður út af sjer. — Samt komst jeg að þvi, að sú keppnin, sem honum þykir vænst um, var í raun og veru ekkert merkileg og engin verð laun veitt fyrir hana. Það var á innanfjelagsmóti hjá fjelagi hans, A.I.K. Jón yar þá ekki orðinn neitt þekktur hlaupari, en er velja átti menn í 42 km boðhlaup, vildu fjelagar hans endilega, að hann hlypi með. Spretturinn var 10 km (5 km fram og til baka). Keppendur voru-um 50 og hafði Jón aldrei lent í slíkri þvögu fýrr. „Fvrst í stað þótti mjer hlaupið leik- ur einn“, sagði hann, ,;takt- hljóðið bar mann áfram'*. íljólreiðamenn með munn- hörpnr. Er Kaldal kom að 5 km stein- inurn, var hann, orðinn fyrst- ur; iog fann ek*ki tíl þi'eytu. •— „Þá: komtr hjpU'ejðan\9ÍÍh''úPP aðjliliðinni á mjer“, sagði hann, „ljeHnjýá 'munhhöfþur og fóru að firósa mjer fyrir, hvað þetta gengi vel. Sennilega hefi jeg látið það hafa of mikil áhrif á mig“, hjelt hann áfram, „því þegar jeg sá til íþróttahúss- ins, var jeg orðinn það þreytt- ur, að jeg taldi vonlaust um, að jeg kæmist þangað.Einhvern veginn tókst það samt, en þá var enn eftir um 200 m vega- lengd í „Stadion“, en þar hafði fjöldi manns safnast saman“. „Það er Is!endingurinn“. — Er hjer var komið, sagði Kaldal, gafst jeg alveg upp. gat mig alls ekki hreyft. Þá heyrði jeg allt í einu kallað meðal á- horfenda: „Það er íslendingur- inn“. Við það að heyra nafn íslendings nefnt, jókst mjer skyndilega óskiljanlegur kraft- ur, jeg lagði af stað aftur og kom fyrstur í mark. Síðar í keppnum hjálpaði hugsunin um það, að jeg væri Islendingur, oft. Miklir sigrar. Síðan vann Kaldal sína miklu sigra, bæði í Danmörku og í keppni víð íþróttamenn annara þjóða. Hann var t. d. tvisvar Danmerkurmeistari í 5 km hlaupi og vann fjölda afreks- merkja, þar á meðal kunna bikíjra til eignar, svo sem ,,Sparta“-bikarinn, „Marseilles borg“-bikarinn og „Urania“- bikarinn. Þar að auki tók hann þátt í fjölda sveitakeppna og boðhlaupskeppna fyrir fjelag sitt og bar A. I. K. afar oft sig- ur úr býtum í þeim viðureign- um. Fer ,,Medlemsbladet“ — blað A.I.K. — frá þeim tíma ekkert dult með það, hvern.þátt Kaldal átti í þeim sigrum. Hann tók og þátt í Olympíu- leikunum 1920. Itali fenginn til keppni við Kaldal. Keppnin um ,,Sparta“-bikar- inn var alþjóðakeppni. Kaldal vann þann bikar í þriðja sinn og til eignar 1922 Þá var hon- um þó ekki ætlað að vinna keppnina, því að frægur ítalsk- ur hlaupari, Negri að nafni, var fenginn til þess að keppa á móti honum. Negri hafði únn- ið„ Olympíumeistarann frá 1920 í 5: km hlaupi í París, viku áð- ur. Var því gert ráð fyrir, að hann 'æt’ti ljett með áð vínna íslendinginn, en raunin varð önnur. Varð að hætta að keppa vegna Iasleika. Síðasta keppnin. sem Kaldal tók þátt í var í maí 1923 um „Urania“-bikarinn. Vann hann bikarinn þá í þriðja sinn og til eignar. Vegna lasleika gat harin ekki keppt eftir það, en þá hefði hann óefað átt eftir að vinna sín stærstu afrek. Glæsilegur fulltrúi íslands. Kaldal var glæsilegur full- trúi Islands erlendis á þessum árum. Þótt hann keppti fyrir erlent fjelag, var hann fyrst og fremst Islendingur, og þess var oftast getið í sambandi við sigra hans. Og vel geta menn gert sjer í hugarlund, hve mikill af- reksmaður hann hefir verið á sviði íþróttanna, þar sem nú, 23 árum eftir að hann hætti að keppa, er nafn hans enn að finna í íslensku metaskránni. Met hans í 5 km og 3 km hlaup um írá 1922, standa enn ó- högguð. „Ovenjulegur íþróttamaður“. Ejnar Midtgaard, sem tók við þjálfun Kaldals eftir Kreigs- mann, segir m. a. um hann: „ .. . . jeg hefi kynnst Kaldal, sem óvenjulega áhugasömum og af- burðasnjöllum íþróttamanni,- sem af líf og sál og sjerstaklega miklum skilningi hefir lagt stund á frjálsar íþróttir“. — — Madsen, sem á þeim árum var formaður „Köbenhavns Athlet- ik Forbund“, segir m. a. um Kaldal: „Hann er óvenjulega góður íþróttamaður, framsæk- inn, þegar um keppni er að ræða og sjerstaklega dreng- lyndur gagnvart keppinautum sínum. Hann hefir alltaf verið dáður af íþróttamönnum, starfs mönnum móta og áhorfendum“. — Fleiri slík samtíma ummæii mætti vitna í, ef rúm væri til. Sjerstaklega þótti Kaldal hafa fallegan hlaupastíl. Þegar Jón Kaldal sneri aft- ur heim til Islands, hjelt hann áfram að láta íþróttamál til sín taka. Hann gerðist virkur fje- lagi í sínu gamla fjelagi hjer, IR, og hefir unnið því mjög mikið gagn á þessum árum. — Átti hann lengi sæti í stjórn fjelagsins og var um skeið for- maður þess.------Þá hefir Kal- dal og átti sæti í stjórn I.S.I., og verið varaforseti sambands- ins. I dag óska allir íþróttamenn og iþróttaunnendur þessum. fimtuga brauðryðjanda til ham ingju með afmælisdaginn og þakka honum fyrir unnin ströf. —Þorbjörn. Fjársöfnun handa Pólverjum LONDON: — Griffin kardí- náli, erkibiskup af Westminst- er,, hefir birt ávarp til bresku þjóðarinnar um fjársöfnun handa Pólverjum. Hann gaf sjálfur 1.000 sterlingspund í sjóðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.