Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. mars 1947, Á HEIMILI ANNARAR (j. (L*berhart 12. dagui „Konan yðar er laus allra mála. En það verður að héfja framhaldsrannsókn í málinu, því að einhver myrti Jack Manders. Að tilhlutun minni verður þó ekkert gert í þessu fyr en á morgun. En það þarf að hafa upp á morðingjanum, og gegn honum verður höfðað mál, en ekki gegn frú Thorne“. „Alice------?“ „Hún er algjörlega laus allra mála, eins og jeg sagði yður áðan. Hún verður aldrei fram- ar bendluð við morðið. Þannig eru lögin. Hún hefir verið sýknuð. Og jeg hefði ekki sýkn að hana nema því aðeins að jeg var sannfærður um að hún hafði verið ranglega dæmd. — Jeg vissi það vel, sem fyrver- andi saksóknari, að hún var að eins dæmd eftir framburði Webb Manders. Og það fanst mjer þá rjettur dómur. Jeg var þá ekki í neinum vafa um það að hún væri sek, þótt mjer á hinn bóginn virtist það afar undarlegt. En sannanirnar virtust óvjefengjanlegar. Og það rjeði úrslitum". Hann saup á kaffinu og mælti svo: „Annars er best að jeg segi ykkur báðum frá þvi hvernig á þessu stendur, því að það var bróðir yðar, ungfrú Lane, sem leysti hana úr varðhaldi“. „Tim“, hrópaði Richard. „Einmitt, Timothy Lane“. Hann leit í kring um sig. „Með yðar leyfi ætla jeg að fá mjer sæti“. Hann hlammaði sjer nið ur í hægindastól og dæsti við. „Timothy Lane kom til mín í gær með markverðar upplýs- ingar“. ,,Tim?“ mælti Richard aftur eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. Myra greip fastara taki um stólhægindið. „En Tim vissi ekkert um morðið", hrópaði hún. „Það er að segja — hann vissi ákaflega lítið. Hann sá aðeins að Webb ók heim að húsinu. Hann heyrði skotin. En þegar hann kom hingað, var alt um garð gengið. Hann gát ekki borið um neitt nema það sem hann sá þá“. „En það var nú einmitt mjög þýðingarmikið“, sagði rikis- stjórinn. „Bíðið þjer nú við, ungfrú Lane. Þjer voruð ekki hjerna þegar morðið var fram ið og vitið því ekki-----“ „Jeg las blöðin og jeg tal- aði við Tim þegar hann kom til Englands. Hann vissi ekki meira en hann hafði borið fyr- ir rjetti“. Ríkisstjórinn rjetti upp hönd ina til merkis um það að hann vildi ekki að gripið væri fram í fyrir sjer. „Við skulum tala um bróðir yðar þegar tími er til kominn. Eln nú skulum við fyrst athuga hvað hann bar fyrir rjetti“. „Honum bar þá alveg sam- an við Webb“, sagði Richard. „Hvað' hefir hann nú sagt?“ „Jeg ætla nú einmitt að segja ykkur frá því. Hann kom til mín í gærkvöldi. Hann vildi ekki skýra dyraverði frá erindi sínu og það var gott; Jeg veitti honum áheyrn. Hann var mjög vandræðalegur, sneri hattinum milli handanna og sagoi mjer merkilega sögu. Þið munið framburð hans fyr- ir rjetti“. „Hvert einasta orð. Hann var á leið hingað og ætlaði að eyða seinustu frídögum sínum hjer áður en hann færi með hersveit sinni til Englands. Hann rakst á V/ebb Manders í lestinni. Hann hafði setið að drykkju með fjelögum sínum og vildi því ganga heim frá járnbraut- arstöðinni, enda þótt Webb byði honum að sitja í bíl hjá j sjer. Hann hjelt að renna mundi af sjer á göngunni. Webb ók því einn heim til sín og þaðan rakleitt hingað, að því er virðist“. Ríkisstjórinn kinkaði kolli: „Webb bar það, að þegar hann kom heim hafi Jack ekki ver- ið heima. Webb giskaði á að hann hefði farið hingað og ók því hingað. Hann ók fram hjá Tim á leiðinni og sá hanp við ljósið af bifreiðinni, en bauð honum ekki sæti. Tim sagðist hafa sjeð bílinn“. Myra hafði aldrei fyr heyrt skýrt þannig frá sögunni, og henni fanst eins og þessi frá- sögn boðaði það að meira væri í vændum. Hvað hafði Tim gert? Hvað hafði hann sjeð? Ríkisstjórinn hjelt áfram sögunni: „Tim hjelt áfram og bíllinn hvarf honum fyrir bugðu á veginum, en rjett á eftir heyrði hann skotin. Þá tók hann til fótanna og hljóp, heim að húsinu. Hann. stökk yf ir garðinn þarna úti og hljóp í gegn um runnana og upp á ver öndina hjerna fyrir framan. Og þá sá hann inn um glugg- ann að Jack Manders lá á gólf- inu. Frú Thorne var þá farin, eftir beiðni Webbs, til þess að síma til lögreglunnar. En Webb :— og hjer kemur þungamiðj- an — Webb var þá að stumra yfir Jack. Þannig sagðist Tim frá og Webb bar það að þetta væri rjett. Þeir sögðu báðir að enginn hefði verið í herberg- inu nema Webb, og hann var að stumra ýfir bróður sínum, sem var látinn. Frú Thorne var við símann frammi í gangi. En nú-------“. Hann þagnaði sem snöggvast Qg það var eins og herbergið, alt húsið stæði á öndinni og hlustaði. „ „I gærkveldi breytti Tim þessum framburði", sagði rík- isstjórinn og dæsti. Hann stóð á fætur og gekk yfir í hinn enda herbergisins. Þar voru tvær bókahillúr og tveir breiðir og lágir gluggar yfir þeim og voru fyrir þeim gul tjöld eins og fyrir frönsku gluggunum. Hann tók á tjöld- unum og sneri sjer að þeim Myru og Richard. „Meðan á málaferlunum stóð athuguðum við gaumgæfilega alla afstöðu hjer innanhúss og því kannaðist jeg svo vel við alt þegar Tim fór að segja mjer frá því í gærkvöldi. Jeg kann- acist við þessa glugga, bóka- hillurnar, frönsku gluggana, dyrnar fram í anddyrið og ar- inipn og arinhelLuna, þar sem ] líkið af Jack Manders lá. Webb • Manders kvaðst hafa verið á leiðinni upp að aðaldyrunum þegar hann heyrði skotin. Hann þóttist heyra að hljóðið kæmi úr þessu herbergi og hann sá inn um glugga, að frú Thorne stóð með marghleypu í hendinni yfir líkinu. Hann hafði sama sem sjeð bróður sinn myrtan". Hann tók sjer málhvíld og horfði út um gluggann. Richard mælti lágt: „Og hann laug því“. „Biðið nú við, hlustið á mig“, sagði ríkisstjórinn. „Hann sagðist ekki hafa hlaupið inn um aðaldyrnar og inn endilang an ganginn, því að það hefði verið fljótlegast að komast inn um franska gluggann. Hann stökk því yfir garðinn og upp á veröndina. Þá var skothríðin búin, skotin kofliu hvert á eftir öðru. Og hann sagði, að er hann kom inn í herbergið þá hefði frú Thorne kropið hjá líkinu“. Myra mintist þess að hún hafði sjeð Jack Manders. Hann var hár maður og þrekinn, fríð ur sýnum með hrokkið hár, viðkunnanlegur í umgengni og varð gott til vina. Enginn vissi til þess að hann ætti neinn óvin. Þess vegna var það svo undarlegt að hann skyldi vera myrtur. Það hafði enginn á- stæðu til að myrða hann, nema ef vera skyldi Alice. Richard náði sjer í vindling, en gleymdi að kveikja sjer 1 honum. Ríkisstjórinn þuldi áfram: „Webb skýrði frá því að sjer hefði fyrst orðið hugsað um það að ná í lækni. Hann bað því frú Thorne að síma eftir lækni og hún gekk fram í and- dyrið í þeim erindagerðum. Þá kvaðst hann hafa kropið nið- ur hjá bróður sínum til þess að vita hvort hjartað bærðist ekki, og í sömu svipan varð hann var við það að Tim kom inn utan af veröndinni. Þjer kannist við þetta Thorne, en jeg verð að segja svo ítarlega frá þessu vegna þess sem á eft ir kemur“. „Haldið þjer bara áfram“, sagði Richard. „Jæja, samkvæmt samhljóða vitnisburði þeirra Tims og Webbs varð Tim fyrst að orði: Hvað er þetta? Hvað hefir kom ið fyrir? eða eitthvað í þá átt- ina.*Webb svaraði því að Jack væri dauður. Svo sagði hann að þeir yrðu að ná í lækni og lögreglu. Hann kendi ekki frú Thorne um ódæðið þá •— og það hefir nú mikla þýðingu. Hann kendi henni ekki um það fyr en eftir að hann hafði heyrt framburð þeirra Tim og frú Thorne. En hvorugt þeirra breytti einu orði í fyrsta fram- "burði sínum — þangað til í gærkvöldi“. Hann þagnaði enn. Richard muldi vindlinginn milli fingra sjer. svo að tóbakið hrundi of- an á gólfið. Ríkisstjórým mælti enn: Rf liOftni *eru» þafl *kkl hA h-sr«rr“ Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 108. til að sofa á. En þegar hún heyrði til mín, hentist hún eins og tígrisdýr á fætur. — Jeg hata þig! æpti hún. * , Þegar jeg kom inn í hinn dimma skúta, var jeg með ofbirtu í augunum vegna sólarinnar úti, svo jeg sá ekki andlitsdrætti hennar, og þetta gladdi mig hálfvegis, því mjer var á móti skapi, að hugsa um allt það hatur, sem lesa mætti úr svip hennar. í fyrstu talaði jeg alls ekki til hennar. Jeg óð bara yfir hellinn og greip um úlnlið hennar, og þegar hún streittist á móti, greip jeg utan um hana með annari hendi og hjelt handleggjunum á henni fast niður með síðum hennar. Hún barðist eins og tígrisdýr, en jeg reigði höfuð hennar aftur á bak með lausu hendinni — jeg geri ráð fyrir, að jeg hafi allt í einu verið orðinn hálf viltur, að jeg hafi horfið þús- und miljón ár aftur í tímann og orðið eins innanbrjósts og steinaldarmanninum, sem tók sjer maka með valdi — og svo kyssti jeg þennan fagra munn hvað eftir annað. — Dían, hrópaði jeg og hristi hana harðneskjulega, jeg elska þig. Geturðu ekki skilið það, að jeg elska þig? Að jeg elska þig meir en nokkurn í þessari og minni eigin veröld? Að jeg er staðráðinn í að eiga þig? Að ást á borð við mína hlustar ekki á neinar mótbárur? Jeg hafði tekið eftir því, að hún hún lá nú alveg hreyf- ingarlaus í fangi mínu, og er augu mín vöndust myrkrinu, sá jeg að hún var brosandi. Næst varð jeg þess var, að hún var hægt og mjúklega að reyna að losa handleggi sína, og jeg losaði því tak mitt, svo henni mætti takast þetta. Og hægt og hægt læddi hún handleggjunum um hálsinn á mjer, dró svo varir mínar niður að sínum og kyssti mig langan og heitan koss. — Hversvegna gerðurðu þetta ekki strax? sagði hún. Jeg hefi beðið svo lengi. — Hvað segirðu? hrópaði jeg. Þú sagðist hata mig! — Ætlastu til þess, að jeg fleygði mjer í fang þjer og tjáði þjer ást mína, áður en jeg væri viss um að þú elsk- aðir mig? spurði hún. — En jeg hefi ætíð sagt þjer, að jeg elskaði þig, sagði jeg. Hjer eru. nokkur máltæki um börnin frá mismunandi löndum. Austurríki: — Hvergi er snjórinn eins hvítur og hvergi er sólskinið jafnhlýtt og í hug arheimi barnanna. Kína: — Barnið skal læra að virða og elska leiksystkini sín, vera hlíðin við foreldra sína, og hugulsöm við sjúka og j ellihruma. Danmörk: — Látið barnið ekki vera heimilisplágu. Kenn ið því að hlíða. England: — Gott uppeldi er besta kjölfestan fyrir barnið á siglingunni um lífsins sjó. Finnland: — Börn, sem finna að matnum, er rjett að svelta. Frakkland: — Barnssálin er garður, sem hink’ fullorðnu eiga að rækta og vökva með kærleik. Spánn: — Kendu barni þínu að samviskan er vopn, sem við höfum smíðað gegn oss sjálf- um. Svíþjóð: — Æskan er fagur aldingarður með læstu hliði. Og vjer höfum týnt lyklinum. Þýskaland: — Barnið skal læra að vinna áður en það fær að njota, og hlíða áður en það fær að skipa. ísland: — Það nema börn, sem á bæ er títt. ★ Norðurálfubúi var að skoða sig um í kirkjugarði í' Kína. Þá kom þar Kínverji og setti mat á gröf eins og þar er sið- ur: — Hver er hjer grafinn? spurði Norðurlandabúinn. — Faðir minn, svaraði Kín- verjinn. — Og hvenær kemur hann upp úr gröfinni til þess að jeta þetta? — Um líkt leyti og faðir þinn kemur upp úr sinni gröf til þess að lykta af blómunum, sem þú hefir sett á leiðið hans. ★ Astfanginn maður sendi stúlkunni varalit í jólagjöf og skrifaði með: — Jeg vona að jeg fái mest af honum aftur. •nipuituiinummm Hreinar Ljereftstuskur keyptar hæsta verði. ísaf oldarprentsmið j a Þingholtsstrætr 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.