Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. apríl 1947 Sundmeistaramót jr Islands heldur áxram í kvöld í Sundhöllinni kl. 8,30. Spenn- andi keppni í 200 m. bringusundi kvenna. Hver verður þrísundsmeistari 1947? S. R. R. <$x$x§X$K^<$X^<§x§X§X^<§X§X$X$X^<§X§X$X$X$X§X$X$X$k£<$X$X$X$X$X§X§X$K§X^<£<§X§X$x£<^<$X^<^^<$>3>< íbúðir til sölu 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýjum húsum í Vestur- | og Austurbænum eru til sölu. Uppl. gefur Cjúótaj Oicijóóon Austurstræti 17. Sími 3354. IMokkrir duglegir menn óskast í vinnu við háspennulínur frá Andakýlsár- virkjun. Uppl. í síma 5852 á sumardaginn fyrsta. RÓBERT BENDIXEN Hringbraut 48. <Sx$X^$k§X§X§x$x$x$X$X§X$X$x§x$X$X^<§X$x$x$x§x$s$x$X$X§X$X§X$X§X§x$x$X§X$x§X§x§X$x$K§><§x$x^<£<§> 1 Frönsk ullarefni Höfum fyrirliggjandi frönsk ullarefni gegn gjald- # eyris- og innflutningsleyfum. OJeiiclueróiunin Oiuir h.j Grettisgötu 3. Símar: 5774 &6444. Til söiui Ræktað og girt land í Keflavík, 3,7 hektarar að stærð ásamt gripahúsi 100 fermetra. Húsið er sjerstaklega hentugt fyrir hænsnarækt. Tilboðum sje skilað til Steindórs Pjeturssonar, Austurgötu 16, Keflavík, sími 78, íyrir 1. maí n.k., er gefur nánari upplýsingar Áskilinn rjettur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* *♦♦»♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦> Vil borga 5—600 kr. á mánuði fyrir 1 herbergi og eldhús Tilboð merkt: „fbúð — x“, sendist á afgr. Mbl. fyrir hádegi á laugardag 26. þ.m. Minningarorð um Guðrúnu Eggertsdóttur á Skarði Komið í verslanir. Þekt fyrir gæði i rúml. 200 ár. Biðjið um þessa frábæru framleiðslu sem er herramannsmatur Crosse & gLACKWELL Estab. 1706 HINN 5. mars síðastliðinn andaðist á heimili sínu Skarði á Skarðsströnd merkiskonan Guðrún Eggertsdóttir og var hún jarðsungin á Skarði 9. þessa mánaðar. Guðrún fór síðast hjeðan og var þó elst hinna þriggja dætra Eggerts Stefánssonar og Kristrúnar Þorsteinsdótt- ur prests Hjálmarssonar. — Hinar eru báðar dánar fyrir nokkrum árum, Ragnheiður síðari kona sjera Arnórs Árnasonar í Hvammi í Laxár dal og Guðborg, kona Snorra Jóhannssonar, bankaritara í Reykjavík. Guðrún fæddist á Hvalgröfum á Skarðsströnd 25. apríl 1860 og ólst upp hjá foreldrum sínum á ættareign- unum Ballará og Staðarhóli. Eggert faðir hennar var bróð ursonur sjera Friðriks Eggerz og voru þau því þremenning- ar Guðrún og Sturla kaup- maður Jónsson, sem nú er ný- látinn, hann aðeins ári yngri, fæddur 1861. Eggert Stefáns- son var einn af merkustu bændum í Dölum á sinni tíð, vel efnum búinn og höfðingi heim að sækja og var heimili hans mesta myndai’- og greiðaheimili, fór sjerstak- lega orð af því, að húsfreyjan sæist lítt fyrir í góðgerða- semi sinni og hjálp við fá- tæka. Dæturnar, sem allar voru vel gefnar, þóttu því góðir kvenkostir, er þær óxu upp. Elsta dóttirin, Guðrún, þurfti ekki heldur lengi að bíða eftir mannsefninu. — Á hinum kirkjustaðnum, Hvoli, en þá voru 2 bændakirkjur í Saurbæ, bjó velættaður stór- bóndi, Indriði Gíslason, hrepp stjóri, bróðir hins lands- kunna Fjölnismanns Konráðs Gíslasonar. Eldri sonur hans, Indriði, einn af fyrstu lærling um Torfa heitins í ólafsdal. bað elstu heimasætunnar á Staðarhóli og giftust þau haustið 1882. Vorið eftir byrj uðu þau búskap á Hvoli, en Indriði faðir hans byggði upp 1 Hvolsseli á Svínadal, sem hann átti einnig og fluttist þangað búferlum. — Á Hvoli bjuggu þau Indriði og Guð- rún í 11 ár, en fluttu þá að Króksfjai'ðarnesi í Geiradals hreppi, en bjuggu þar að eins í 4 ár. Þá fluttu þau búferlum að Ballará á Skarðsströnd og bjuggu þar samfleytt í 17 ár eða til vors 1915. Brugðu þau þá búi og fluttust á heim- ili sonar síns Kristins, að Skarði, en hann var þá ný- kvongaður einkadóttur Boga Magnussens, Elínborgu, frændkonu sinni. Þar dvöldu þau síðan Indriði og Guðrún til dauðadags, en hann dó á síðastliðnu ári, hinn 25. mars og voru þau þá búin að vera saman í hjónabandi í rúm 63 ár. Þau eignuðust 3 syni, Indriða, er dó 1912, Kristinn, sem nú er hreppstjóri Skarðs- hrepps eftir föður sinn og sjálfseignarbóndi á ættarsetr inu Skarði og Sigvalda, sýslu | skrifara m/m, sem kvæntur er frændkonu sinni Friðborgu Kamillu Kristjánsdóttur frá Borgarnesi. Guðrún var mæt og merk kona. Hún var vel gefin, eins og hún átti kyn til, söngkona mikil, eins og móðir hennar, skýr og minnug á margt, er við hafði borið á langri lífs- leið. Hún átti mikla kímni- gáfu, var oft fundvís á hið sjerkennilega og broslega i fari manna og gat brugðið upp málrómi og látbragði manna og með því gert frá- sögn sína lifandi og skemmti- lega, enda kunni hún og mundi lengst af ósköpin öll af samtölum, tilsvörum og hnitt inyrðum, tækifærisstökum og kvæðum. Hún var því sjerlega skemmtileg í viðræðum, ljett og glaðleg í framkomu, hlý og aðlaðandi. Mörg síðari ár- in átti hún oftast við líkam- legar þrautir að búa og gat lítið verið á faraldsfæti, en hún bar það eins og hetja. Hún gerði lítið að því að láta dekra við sig eða spilla gleði- brag heimilisins með harma- tölum. Einstaklega var hún trygglynd kona og vinföst og hafði jafnframt næmar til- finningar fyrir bágindum annara og erfiðleikum. Fátt mun hafa glatt hana meir en að fá tækifæri til að gera ein- hverjum gott og liðsinna þeim sem bágt áttu. Henni var mik il ánægja að taka á móti gest- um, láta þeim líða vel, veita þeim eftir föngum og greiða fyrir þeim eftir þörfum og gefa þeim það sem þá vant- aði, ef hún gat það. Það munu fáir hafa komið svo á hið gestkvæma og gest- risna Skarðsheimili, að þeir heilsuðu ekki upp á Guðrúnu Eggertsdóttur. Það þótti svo mörgum vænt um hana og gaman að tala við hana. Jeg býst við að sveitungunum og öðrum byggðarbúum, sem röbbuðu svo oft við hina elsku legu og skemmtilegu gömlu konu á meðan þeir biðu eftir kaffinu, finnist nú stofan á Skarði tómleg. Jeg átti tíðförult að Skarði öll þjónustuár mín þar og hafði oft viðdvöl dögum sam- an. Jeg á því þaðan margar góðar minningar. Myndin af Skarðsheimilinu, eins og hún hefur mótast í huga mínum, er mjer mjög kær og verður mjer oft að líta á hana. Þar er Guðrún Eggertsdóttir ekki minnst áberandi, enda gladdi hún mig oft, fræddi mig um margt og bar ávallt innilega umhyggju fyrir vellíðan minni. Móðureðli hennar var svo ríkt, að hún ljet sjer ekki að eins móðurlega annt um ástvinina sína á heimilinu, heldur alla heimilismenn, þótt þeir væru henni óvandabundn ir, enda var hún þar virt og elskuð af öllum. — Hún var hinn góði engill á heimili sonar síns. Frá henni stafaði birtu og yl inn í líf samferða- manna hennar. Sjálf er hún nú eftir langan æfidag flutt til bústaða ljóssins og ylsins. Þar munum vjer, sem sökn- um hennar, hitta hana aftur á sínum tíma í glöðum og sæl um vinahópi. Ásgeir Ásgeirsson. Þýskt blað ræðst á ChurchiII LONDON: Breska utanrík- isráðuneytið hefur borið fram harðorð mótmæli við yf- irmann blaðadeildarinnar á rússneska hernámssvæðinu í Þýskalandi. Eru mótmæli þessi fram komin, vegna svæs innar greinar, sem nýlega birt ist í þýsku blaði um Churchill fyrverandi forsætisráðherra. Elnstakar íbúðir, verslunarpláss og heil hús hefi jeg til sölu nú þegar. Oiajur f^orcjrimóóon, Lri\ Austurstræti 14. LJOSAPERUR Höfum fyrirliggjandi mjög góðar ljósaperur, stærðir, 15, 25, 40, 60 og 75 W, mattar og glærar. Ocjcjed OCriótjánóóon (O Oo. li.j 1 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.