Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur I. júní 1947 MOKGUNBLAÐIÐ 7 REÝKJAV ÍKURBRJEF Valdboð komm- únista. DAGLEGA heldur Þjóðvilj- inn því fram að verklýðsfjelög- in í landinu geri alt sem kom- múnistar fyrirskipi þeim. Blað kommúnista tekur jafnvel svo djúpt í árinni, að þessi hlýðni við kommúnistana sje blátt áfram skylda allra vérkamanna í landinu. Almenningur hefir ekki fallist á að beygja sig und ir valdboð kommúnista. Flestir íslendingar eru því andsnúnir að hlýða erindrekum erlends valds. * Land okkar var bygt, vegna þess að þeir, sem fluttu hingað, vildu ekki þola kúgun. Þegar erlend ríki, hvort þau eru stór eða smá, hafa seilst hingað til yfirráða, þá rísa íslendingar gegn slíkri ásælni. Þessi hefir á öllum öldum verið hugur al- mennings í landinu. Og ekki síst nú. Valdboð kommúnista hafa frjálsbornir íslendingar að engu. Motmæli fjelag- anna. KOMMÚNISTAR í stjórn Al- þýðusambands íslands, hafa fyrirskipað fjelögum víðsvegar um land að efna til verkfalls nú á næstunni. Foringjar kom- múnista láta svo, í skrifum sín- um í Þjóðviljanum, að þeir telji það alveg blákalda skyldu fje- laganna að valdboði kommún- istanna í stjórn Alþýðusam- bands Islands verði tafarlaust og möglunarlaust hlýtt. Naumast líður sá dagur, að ekki sjeu gerðar samþykktir í verkalýðsfjelögum landsins til að mótmæla þessari verkfalls- kröfu kommúnista. Menn, sem aldir eru upp í anda hins austræna lýðræðis, bregðast hinir reiðustu við, þegar þeir heyra að þeir geta ekki.sagt íslenskum verkalýðs- fjelögum að sitja og standa eins og kommúnistar fyrirskipa. Þegar verkalýðsfjelagið í Vestmannaeyjum mótmælti - hinu pólitíska verkfallsbrölti ' kommúnista, birti Edvarð Sig- urðsson hótanir í Þjóðviljanum til verkamanna í Eyjum, og sagði að kommúnistar mundu muna þeim óhlýðnina(!) Fjelög verkamanna á ísafirði, á Eskifirði, á Eyrarbakka, á Akranesi hafa ijjeð fundarsam- þyktum neitað að taka þátt í hinu ofstækisfulla verkfalli kommúnistanna. Svo greinilegt er hvert stefnir fyrir „hinum austrænu“ hjer á landi. Eru það kjara- bætur(?) UM 130 manns af 3000 fjelags mönnum í Dagsbrún greiddu atkvæði með kommúnistum,^á síðasta fundi fjelagsins, er verkfallshiálið var þar rætt. — Síðan hefir Þjóðviljinn skrifað svo að segja daglega um hina miklu „einingu" í Dagsbrún. Kommúnistar sem í Þjóðvilj- ann skrifa, halda því mjög fram áð þeir sjeu að berjast eða ætli sjer að berjast fyrir kjarabót- um íjelagsmönnum tjl handa. Hvernig eru svo þær kjara- bætur, seín þessir menn hugsa sjer? Þeir ætla sjer að heimta að öll verkalýðsfjélög landsins fylgi sjer á þeirri braut, að hækka framleiðslukostnaðinn, svo að sú stund nálgist að fátt eitt af afurðum landsmanna verði ‘ seljanlegt á erlendum markaði. Eru það kjarabætur? Er unn- ið að því að bæta kjör verka- manna, m'eð því að gera alt verðlag á íslenskri framleiðslu svo hátt að hún verði óseljan- leg? Ætla kommúnistar að út- vega verkafólki atvinnu, þegar þeim hefir tekist að stöðva aðal atvinnuvegi landsmanna? Hvaða verkamaður treystir því, að þá geti kommúnistar hlaup- ið undir bagga? Vítahringur sá, sem komm- únistar hafa hugsað sjer að smeygja á þjóðina er þessi: Fyrst að auka útgjöldin, eins mikið og þeir lífs mögulega geta. Vegna hinna miklu út- gjalda þarf ríkissjóður stóraukn ar tekjur. Þegar að því er und- ið, að fá þær tekjur, mótmæla kommúnistar því að tekna sje aflað samkvæmt þeim útgjöld- um, er þeir sjálfir vilja að lögð sjeu á ríkissjóðinn. Þeir reyna að efna til póli- tísks verkfalls, vegna þess, að Alþingi gerði ráðstafanir til þess, að tekjur ríkissjóðs yrðu í samræmi við þau útgjöld, sem samþykt höfðu verið, og komm- únistar voru eindregnastir við að hækka. I fyrra og í ár. FYRIR nokkrum dögum tóku kommúnistar Þjóðviljans sig til, og reyndu að ,,rökræða“ verk- falls mál sitf einsog þeir köll- uðu það. Þeim var þá orðið það ljóst að almenningur sjer að skraf þeirra um það, að þeir berjist fyrir kjarabótum handa almenn ingi er útí loftið, vegna þess að þeir eru fyrst og fremst með framferði sínu, að kippa fótum undan allri atvinnu í landinu. Daginn sem þeir reyndu að „rökra?ða“, sögðust þeir vera með nýsköpun atvinnuveganna. Til sannindamerkis tilfærðu þeir ummæli sjálfra sín, í grein argerð, um kaupgjaldsmál, sem þeir sendu út þ. 4. jan. 1946 fyrir munn trúnaðarráðs Dags- brúnar. Þar segir svo: „Trúnaðarráðinu er fullkom- lega ljóst, hið mikla gildi ný- sköpunar atvinnuveganna fyrir alla þjóðina, og sjer í lagi fyrir atvinnuöryggi verkamanna. Trúnaðarráðið álítur, að adíki legastar væru ráðstafanir, er leiddu til þess, áð laun verka- manna — og þar með allra laun þega, og alþýðufólks — nýttust betur. Að kaupmáttur launa yrði aukinn“. Þegar Þjóðviljamenn tilfæra þetta ávarp sitt, frá í fyrra, þá eru þeir að reyna að rjett- læta sig gagnvart almenningi. Því þeir sjá sem er, að þetta er það sem almenningur vill. Að unninn verði bugur á dýrtíð- inni og atvinnan trygð á þann hátt. Meðan það er ekki gert, þá er öll framleiðsla lands- manná, allur efnahagur þjóðar- innar, og öll atvinna verkalýðs- ins í voða. Stefnan er skýr. ÞETTA bæði sáu kommún- istar og meira að segja viður- kendu í fyrra. Gáfu út ávarp, til þess að skýra þjóðinni frá því að þeir skildu hvað almenn- ingi væri fyrir bestu, og verka- fólki sjerstaklega náuðsynlegt. En hefir borið á því að þeir gerðu nokkuð til þess að lag- færa þessi vandamál síðan? Hef ir stefna þeirra verið sú, að lækka dýrtíðina, og auka kaup- mátt launanna, einsog þeir svo fagurlega komust að orði í jan. 1946? Eða hvað hefir breyst síð- an? Því er það ekkí hollráð nú í augum kommúnista, sem var hollráð í ársbyrjun 1946? Þeir voru í stjórn í janúar 1946. ,A meðan urðu þeir að látast' sem þeir vildu velferð alþjóðar og verkalýðsins ájer- staklega. Þeir eru nú í stjórn- arandstöðu. Þeir vilja nú að verkamenn verði atvinnulaus- ir. Þeir vilja nú að efnahagur þjóðarinnar komist sem fyrst í kaldakol. Þeir telja að nú sje þeirra augnablik, sem þeir hafa ! með ióþreyju beðið eftir, að | koma aðaláformum sínum í framkvæmd. Að kollvarpa nú- verandi þjóðskipulagi og koma hjer upp kommúnistisku ein- ræðisdvergríki. Reynslan af kommúnisma. EITT er hægt að segja komm únistum til hróss. Þeir ’ hafa aldrei farið dult með aðaláform sín. Þeir hafa gefið út stefnu sína, ekki síður en Adolf Hitler gerði á sinni tíð. Þeir vilja koll- varpa núverandi þjóðskipulagi á Islandi. Þetta heíir verið efst á baugi hjá þeim, og á opin- berri stefnuskrá þeirra, síðan tók að bera á 'kommúnistum hjer á landi í endalok heims- styrjaldarinnar fyrri. Fyrir 20—30 árum var lítil von til þess að kommúnistar gætu komið áformum sínum fram. Síðan hefir mikið gerst í heiminum. M. a. það að menn hafa lært hvernig kommúnismi er í reynd og hvernig einræði yfirleitt gefst þjóðum, bæði stór um og smáum. Framtíðin. Norðmenn eru sú Norður- landaþjóðin, sem hefir miðað best áfram í endurreisnarstaff- inu eftir að ófriðnum lauk. I ræðu, sem forsætisráðherra þeirra hjelt á þjóðhátíðardegi þeirra þ. 17. maí, komst hann m. a. að orði á þá leið, að til þess að hægt verði að bæta kjör almennings í landinu, verði hveí einstaklingur að leggja meira á sig. en áður. En norska þjóðin muni eiga sjer glæsilcga framtíð ef hún eyði ekki kröft- um sínum, í innbyrðis dejlur, heldur leggi áherslu á nýsköp- un í framleiðslu og atvinnu- lífi. Almenningur vill sagði hann, hafa tækifæri til þess, að hafa áhrif á fjármál þjóðarinnar. En merin koma ekki í lýðfrjálsu laridi aðeins með kröfur um völd og áhrif, heldur eru ménn um leið viljugir til þess að taka á sig ábyrgð. Það er nýjungin í þjóðfjelagi voru. Þetta sagði Gerhardsen. Þeim Ieist ekki á. FYRIR nokkrum dögum var frá því sagt hjér í blaðinu að sjertrúarflokkur einn ynni að því að eyða úlfúð og misklíð milli verkafólks og atvinnurek- enda. Þetta þótti Þjóðviljamönn um mjög ískyggilegt. Þeir sögðu: Hvað yrði þá úr okkur og starfi okkar, og pólitískri framtíð, ef stjettir þjóðfjelags- ins „gerðust svo ósvífnar“ við okkur komma að lifa í friði og eindrægni? Þannig ætla Norðmenn að tryggja framtíð þjóðar sinnar, án þess að spyrja komma leyfis. Með samvinnu stjetta og auk- inni ábyrgðartilfinning almenn ings. Það er með slíkum hætti, sem þjóðir geta trvgt allri al- þýðu lífvænleg kjör. Af sam- starfi, eindrægni og sanngirni, verður lagður grundvöllurinn undir farsæld íslensku þjóðar- innar á næstu árum. En alt slíkt er, sem alveg eðlilegt er, eitur í beinum kommúnistanna. Enda eru þeir utangátta í íslenskum stjórnmálum í dag. Og verða það framvegis. Frelsið og kommúnistar. OLD eftir öld hefir almenn- ingur barist fyrir því að öðlast frelsi, persónulegt frelsi, at- hafna- og skoðanafrelsi. Þessi hugtök eru sá grundvöllur, sem þjóðir Norðurlanda byggja á stjórnarfar sitt .og tilveru. Af öllum Norðurlanda Þjóð- um voru það Islendingar, sem fyrstir komu á hjá sjer frjáls- legu stjórnarfyrirkomulagi í anda þcss lýðfrelsis, sem íslend ingum er í blóð borið. Svo skýtur hjer upp austræn- um eftiröpnuarkindum er vilja köma hjer á einræði að aust- urlenskum sið. Heimta þeir með frekju að þeim sje hlýtt. Og skemdarstarfsemi sú, sem þeir |halda uppi í þjóðfjelaginu, verði látin afskiftalaus. Alt brauk kommúnista hjer ber vott um svo mikla blindni að furðu sætir. Blindni á það, hvað Íslendingar láta bjóða sjer. Blindni á það, hvað hægt er að telja fólki með almennri menntun trú um miklar fjar- stæður. Kommúnistar þykjast vilja jafna kjör manna. Reynd- in'í ríki kommúnismans er sú, að sumir, fáir einstaklingar, hafa ekki tífalt, ekki tuttug- falt, heldur hundraðfalt liærri tekjur en sauðsvartur almúg- inn. Og hvar er frelsið, þar sem kommúnistar ráða ríkjum? í hvaða mynd birtist það? Menn mega vinna, sem ánauðugir fyr- ir afskamtað kaup, þar sem þeim er skipað að vinna og það sem þeim er skipað að vinna. Punktum. Svo halda óvaridaðir snápar og flugumenn sem munatí völd á einræðisvísu, að íslerisk al- þýða sje Svo skyni skroppin, að hun sjái ekki gégriúm blekk ingavef þeirra. Laugardagur 31. maí. Verslunin og kaupgeta al- mennings. FÁTT af því, sem í Þjóðvilj- anum er birt, er með meiri end emum, en hinn sífeldi rógur um kaupmannastjettina. Jafnaðar- lega er því haldið þar fram, að heildsalar vilji helst, að all- ir lifi við hin verstu kjör í landinu. Því þá geti kaupmenn grætt mesta periinga í sinn vasa. Það sem Þjóðviljinn skrifar um kaupmannastjettina er yfirleitt svo fráleit vitleysa, að ekki er svaraverð. Fyrir nokkrum dögum var að alfundur Verslunarráðsins hald inn hjerna í Kaupþingssalnum. Þar flutti Eggert Kristjánsson varaformaður ráðsins ávarp til fundarmanna þar sem hann gerði í aðalatriðum grein fyrir afstöðu kaupmanna til við- skiftamálanna og þjóðmálanna yfirleitt. Hann benti alveg rjettilega á, að verslunarstjett þessa lands sem verslunarstjettum annara landa er það keppikefli, að möguleikar sjeu á því að við- halda sem mestri og raunhæf- astri kaupgetu. Þessu^gleyma rógberar Þjóðviljans. Engin stjett í þjóðfjelaginu á eins mikið undir hag og velferð al- mennings einsog frjáls verslun- afstjett, sem getur aukið verk- svið sitt, og haft þeim mun meiri hagnaðarvon, sem hagur almennings í landinu stendur með meiri blóma. Eggert Kristjánsson komst m. a. þannig að orði: I framtíðinni verður versl- unarstjettin eins og aðrar stjett ir að byggja afkomu sína á þeirri þjónustu, er hún selur landsmönnum sjálfum eða fyrir þá. Hún verður að byggja á dugnaði sínum við að afla góðr- ar og ódýrrar vöru og það hef- ir stjettin sýnt, að hún getur betur en nokkur opinber aðili vegna þess að einkarekstui’inn er sparneitnari en skriffinnsku bákn hins opinbera. Á ríkisráðsfundi höldnum 31. maí 1947, staðfestu handhafar valds forseta Islands, samkv. 8. gr. stjórnarskrárinnar, forseet- isráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti hæstarjett- ar, 6 eftirtalin lög: 1. Lög um vátryggingarfje- lög fyrir fiskiskip. 2. Lög um breyt. á 1. nr. 7 14. júni 1929, mn tannlækning ar. 3. Lög um eftirlit með fram- leiðslu og verslun með fóður- vörur. 4. Lög um breyt. á 1. nr. 29 23. april 1946, um hafnargerð ir og lendingarbætur. 5. Lög um viðauka við og breyt. á 1. nr. 24 12. febr. 1945 um flugvelli og lendingarstaði íyrir flugvjelar. 6. Lög um Ræktunarsjóð Is- lands. (Frjettatilkynning frá ríkis- ráðsritara).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.