Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: SUÐ-AUSTAN eða sunnan kaldi. — Skúrir. Afgreiðsla nokkurra ftingmála HJEI\ skal getið afgreiðslu uokkurra mála á Alþingi, er lögfest voru síðustu dagana fyr ir hvitasunnu. Á þessu frumvarpi voru gerðar nokkrar hre\ tingar. aðal lega við kaflann um sölu mjólkur og mjólkurafurða. —- Hafði Gunnar Thoroddsen beitt sjer fyrir umbótum á þess um kafla. sem náðu fram að ganga. Iimiiganga fslands í ISernarsamhandið Efri deild setti inn í frum- varp þetta ákvæði um, að þýð- endur eða bókaútgefendur, sem þegar-hafi þýtt eða látið þýða eríendar bækur skuli hafa for- gangsrjett að útgáfu þeirra gegn hæfilegri þóknun til eig- anda þýðingarjettarins, enda verði bókirv gefin út fyrir 31. desember 1948. c!ulu þessir aðiljar senda menntamálaráðu- neytinu skrá um ba-kurnar innan þess tíma, er ráðuneyt- ið ákveður með auglýsingu í Ixigbirtingarblaðinu. Þannig breytt var frv. aígreitt sem lög. — Island mun vera 32. ríkið sem gengur í Bernar- sambandið. RíkisborgararjeUur Allmörgum mönnum var bætt inn í frumvarp þetta í Efri deild, þannig að alls fá 43 menn íslenskan ríkisborg- ararjett, samkvæmt þessum lög um. Þeir skiptast þannig: 15 eru fæddir á Islandi, 13 í Danmörku, 5 í Þýskalaridi, 4 í Noregi, 3 í Kanada. 2 í Færeyj um og 1 í Skollandi. .SkaUaívilnun Eimskips Efri deild felldi niður ákvæð ið í þessu frumvarpi, sem Neðri deild setti inn, um að S. 1. S. fengi samskonar skatta ívilnun fyrir flutningsskip sín. Komst Ed. að þeirri niður- stöðu að þetta ætti ekki heima í þessum lögum. Var frv. síðan afgreitt seni lög. Kommúnistar greiddu at- kvæði gegn málinu. Launahækkun hreppstjóra. Samkvæmt þesSum lögum hækka laun hreppstjóra þann- ig, að í hrepp með 100 ibúa eða færri eru launin 500 kr., í hreppi með 101—150 íbúa eru launin 560 kr., í hreppi með 151—200 ibúa 690 kr. og svo frv., þannig að launin hækka um 60 kr. fyrir jhverja 50 íbúa. Felld var burtu í Ed. 2. málsgr. 2. gr., að hreppstjórar fái % innheimtulauna af því fje, sem þeir innheimta í um- boði sýslumanns. Afgreiðslustöðvar fvrir áætlunarhifreiðar ' Þessu frumvarpi var breytt í það form, að sjerleyfishöfum er veittur kostur á að reisa og starfrækja þessar afgreíðslu- stöðvar með styrk úr ríkissjóði. Ef ekki takast samningar milíi ríkisstjórnarinnar og sjer leyfishafa innan ems árs um að hinir síðarnefndu reisi og reki stöðvarnar, þá er ríkis- stjóminni heimilt að byggja og reka stöðvar þessar á kostn- að ríkissjóðs. GREIN um breska knatt- spyrnuliðið, sem hingað kem- ur, á bls. 7. 120. tbl. — Sunnudagur 1. júní 1947 Burt mei slönguna. Altaf öðru hvoru berast þær frengir frá Þýskalandi, að mót- mælafundir sjeu haldnir, vegna matvælaskortsins í iandinu. A myndinni frá Hamborg hjer fyrir ofan bera kröfugöngumenn stórt spjald, sem á stendur „Burt með slönguna“. Er hjer átt við dr. Schlange-Schöningen, sem er yfirmaður maívæla og landbúnaðardeildar bresk-bandaríska hernámssvæðisins. Lík af óþektum manni finsl ÞANN 23. þ. m. fannst lík af karlmanni hjer í vesturhöfn- inni. Var talið að hjer væri um að r^>ða lík færeysks sjómanns, er hvarf af skipi sínu hjer í höfninni 13. apríl s. 1. Nú hef- ur komið í ljós, að svo er ekki. Og er rannsóknarlögreglunni ekki kunnugt um af hverjum lík þetta er. , Skip það er hinn færeyski sjómaður var á hefir komið hing að til Reykjavíkur og hafa skip verjar athugað líkið og föt þess Fullyrða þeir, að hjer sje ekki um að ræða fjelaga þeirra er hjer hvarf. Fötin eru ekki hin sömu og Færeyingurinn var í. Þá hefir maður þessi einhvern- tíma hlotið högg á vinstri augnabrún og telur læknir sá er rjettarkrufninguna fram- ‘kvæmdi, að maður þessi muni hafa haft mikið ör á augábrún þessari. Annar maður, inplendur, kom til greina, en við rannsókn gat það ekki staðist heldur og bar margt í milli. Lík þetta er af mannj á að giska 50 ára.' Ekkert fanst í vösum á fötunum, sem gat gef- ið til kynna hver maður þessi væri, en í streng á nærbuxum eru stafirnir H. L. Svíarnir keppa viö Innan- iý*r'nv8r' ■ I London í gærkv. LÍKLEGT er nú talið, að ráðstefna fjórveldanna um framtíð ítölsku nýlendnanna fyrverandi muni hefjast í London 6. júní n. k. í KVÖLD kl. 9 keppir úr- valslið Reykjfívíkurfjelaganna við handknattleiksflokkinn sænska í íþróttahúsinu við Há- logaland. í gærkveldi fór þar fram leikur milli IKF Kristian- stad og Armanns, en bví mið- ur er ekki hægt að skýra frá úrslitum þess leiks í blaðinu í dag vegna þess hve blaðið fer snemma í prentun á laugardög um yfir sumarmánuðina. Lið íslendinga í kvöld verð- ur þannig skipað: Markmaður: Stefán Halldórsson (Val). Bak verðið: Björn Vilmundarson (KR), Sigfús B. Einarsson (Ár manni), Skúli H. Norðdahl (Ár manni) og Karl Jónsson (Val). Framherjar: Sveinn Helgason (Val), Kjartan Magnússon (Ár manni), Sig Norðdahl (Árm.), Bjarni Guðnason (Víking) og Garðar Halldórsson (Val). Má gera ráð fyrir skemtileg- um leik, og að þeir verði marg ir, sem leggja leið sína inn að Hálogalandi 1 kvöld. Lahore. VEL getur svo farið, að hverri einustu indverskri borg og öllum þorpum verði skipt í Hindúa- og Múhameðstrúar- mannahverfi, áður en sú skipt- ing Indlands sjálfs verður fram kvæmd, sem nú þykir einna lík legasta afleiðingin af valdaaf- sali Breta. Öl! brot á umferiarreglunum, veria dæmd jafnóium -------- i Sekktir htsia vertð hækkaðar MJÖG víðtækar breytingar verða gerðar á rekstri umferð- armála hjer í Reykjavík í þessari viku. Öll brot gagnvart umferðarlöggjöfinni verða tekin fýrir og dæmd jafnóðum og þau eru framin. Valdimar Stefánsson sakadómari og Signrjón Sigurðsson lögreglustjóri, skýrðu blaðamönnum frá þessu í gær. 11.500 smáleslir á verlíðinni I VERTlÐARLOK höfðu borist á land á Akranesi um 11.500 smálestir af fiski (slægt með haus). Helmingur aflans hefur verið hraðfrystur, en hitt saltað. Lifraraflinn er 782 þúsund lítrar, en var i fyrra 620' þús. lítrar. Þó að heildarafhnn sje all- miklu meiri en í fvrra, stafar það af betri gæftum og meiri róðrafjölda, en afli í hverjum róðri er sem svarar rúml. einni smálest minni í róðri nú en í fyrra. Fram í miðjan fehrúar var afli mjög tregur, en var góður frá miðjum febrúar fram um miðjan april, en eftir þann tíma var afli mjög rýr. Alls stunduðu 22 hátar veið- ar .frá Akranesi á vertíðinni allir með línu. M.b. Böðvar byrjaði þó ekki ve>ðar fvr en 27. mars. Hann var svo síðbú- inn sökum þess'að hann hafði frosið inni í Svíþjóð. Afli hans var um 500 skippund. Aflahæstir voru bræðurnir Þórður og Jóhanues Guðjóns- synir á m.b. Sigurfara og m.b. Farsæl. Sigurfarinn aflaði 1460 skippund og 48.900 lítra lifrar og Farsæll rúm 1400 skippund og 48 þús. lifrarlítra. Meðal- afli er um 1050 skippund og 36 þús. lítr. lifur. Ekki er hægt að segja með vissu hverju hásetahlutir muni nema, með því að lifur og hrogn eru óseld og hafa ekki verið verðlögð, en giskað er á, að hlutir á hæstu bátum munj verða um 20 þús. krónur og meðalhlutir um 14 þús. krónur. tJr öllum beinurn og úrgangi frá frystihúsunum hefur verið unnið fiskinrjöl í fiskimjöls- verksmiðjunni og hefur hún framleitt um 1000 smálestir af fiskimjöli. Salri og útflutning- ur á fiskimjöhnu hefur gengið mjög greiðlega og mun útflutn- ingsandvirði þess nema um 1 millj. króna. Einnig hefur verið unnið lýsi úr allri lifrinni í sömu verksmiðju og framl. um 460 smálestir af lýsi. Veiðarfæratjón var með minna móti. Engin slys urðu á mönnum nje verulegt tjón á skipum. ’ Þessari nýbreytni verður þannig hagað, að hver sá lög- regluþjónn er verður þess var, að brot á umferðarreglunum er framið, skal þegar taka sak- borninginn og færa hann niður á logreglustöð. Þar verður mál hans þegar tekið fyrír af sjerstökum full- trúa sakadómaraembættisins og dæmt í því. Nýlega hafa sektir við brotum á umferðareglunum verið hækkaðar nokkuð. Þá skal þess-getið að þessi fulltrúi mun ekki taka fyrir árekstra milli bíla, eða slys. Slík mál verða eftir sem áður afgreidd af full- trúum sakadómara í Bindindis- höllinni. Að lokum gátu Valdimar Stefánsson og Sigurjón Sigurðs son þess, að nýlega hefðu verið tekin í notkun ný gerð af öku- skýrteinum. Verða færð inn á þau brot handhafa á umferðar- reglunum. Þessi breyting mun verða til mikilla þæginda fyrir allan slík an málarekstur. Hingað til hef- ir það verið svo, að lögreglu- menn hafa gefið skýrslu um brot manna á umferðarreglun- um og þau send sakadómara- embættinu sem tekið hefir þau fyrir. Hefir slíkt oft á tíðum valdið allskonar leiðindum og löngum málarekstri. Nefnd lil að athuga endurbætur á sallfisksverkun NÝBYGGINGARRÁÐ hef- ur í samráði við sjávarútvegs- málaráðherra skipað nefnd til athugunar á bættum aðferð- um til þurrfisltverkunar. Verkefni nefndarinnar er eft irfarandi: Að rannsaka og gera tillögur um saltfiskverkun eins og nefndinni líst best á að verk- uninni verði fyrir komið í framtíðinni. Sjerstaklega verði þá athugað hversu nota megi nútíma tækni til þessara hluta og yfirleitt allar þær leiðir sem geta gert framkvæmdirnar auð veldári og ódýrari en verið hef- ur. Nefndarmenn eru: Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, sem er form. nefndarinnar, Guð- mundur Eiríksson, verkstjóri, Ásgeir Þorsteinson, verkfræð- ingur, Gísli Halldórson, verk- fræðingur og Sveinn Árnasoris fiskimatsstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.