Morgunblaðið - 30.09.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.1947, Blaðsíða 10
VVvV'W 10 MORGUNBLAÐIÐ Þnojucjagur 30. sept. 1947 Skýrsla Fjárhagsráðs og sala sjávarafurða Framh. af bls. 9 ingarráðs. Þætti mjer nú vel til íallið og enda skylt að Fjár- hagsráð fetaði í fótspor Ný- byggingaráðs hvað það snertir að auka sölu brjefanna á ný í samráði við Landsbankann. — Gæti það leyst vandræði margra þeirra, sem nú bíða eftir að fá þau lán úr Stofnlánadeildinni, sem ætlast var til að veitt yrðu, samkvæmt lögunum um þá stöfnun. Freðfiskurinn. Amcríku- markaður. Öllum ber saman um, að neysla hraðfrystra matvæla, og þá líka fiskjar, muni vera miklu útbreiddari í Ameríku heldur en í Evrópu og aðstæður allar til að versla með þessháttar vörur í fullkomnasta lagi. Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hefur lagt mikið kapp á það alt frá árinu 1943 að vinna hraðfrysta fiskinum markað í Bandaríkjun um. Að vísu miðar því verki hægt áfram enn sem komið er, því samkeppnin á þeim markaði er hörð þar sem bæði New- foundlandsmenn og Canada- menn, — auk Bandaríkjamanna sjálfra — hafa hraðfrystan fisk á boðstólum. Ef talinn er með sá farmur af hraðfrystum fiski, sem nú er verið að senda af stað til Banda ríkjanna, mun láta nærri að til þessa dags nemi samanlagt verð íslensks hraðfrysts fisks, sem seldur hefur verið á Bandaríkja markað síðan árið 1943, um 16,5 millj. kr. Hraðfrystihúsin hafa lagt mikið á sig til þess að kom- ast inn með þessa vöru í Banda- ríkjunum og oft tekið á sig stór- kostleg töp í þessu skyni. Fisk- urinn frá íslandi líkar yfir höf- uð vel, og neytendur í Banda- r-íkjunum sækjast eftir að fá hann. Og þó að hraðfrystihúsin hafi oft orðið fyrir tapi, þá hef- ur samt sem áður einmitt ís- lenski fiskurinn selst fyrir öllu hærra verð, vestur þar, heldur en fiskur keppinautanna. Hrað- frystihúsin hafa því í raun og veru verið að vinna fyrir fram- tíðina og fórna fjármunum með starfsemi sinni á Bandaríkja- markaði, með það fyrir augum, að þegar framleiðslukostnaður- inn hjer heima er kominn í það horf, sem vonandi verður innan skamms tíma, að unt sje að halda velli gagnvart keppinaut- unum í Bandaríkjunum, þá eigi þessi vara vísan stóran hóp neyt enda þar, og er þá líklegt að takast megi að selja, einmitt til Bandaríkjanna mikið magn af þeim hraðfrysta fiski, sem við framleiðum. Það er ekki fyrr en á þessu ári, að hraðfrystihúsin hafa rík- isábyrgð fyrir framleiðslu sinni og hafa því ekki getað sent vör- ur á Bandaríkjamarkað frekar en annað, án samþykkis ríkis- stjórnarinnar. Nú er verið að senda hið nýja skip þeirra, Vatnajökul, vestur um haf með farm af hraðfrystum fiski, en verðið sem fæst fyrir þennan fisk er svo miklu lægra en rík- isábyrgðarverðið, að auðsætt er að þessi fiskur, eins og annar, sem sendur hefur verið til Banda ríkjanna á þessu ári, krefst stórra fórna af ríkissjóði, sök- um ábyrgðarverðsins. En bæði er það, að fiskverðið mun fara heldur hækkandi þar í landi sem stendur og neyslan fer vaxandi einmitt haust- og vetrarmánuð- ina, og væri því mjög óráðlegt, þegar tekið er tillit til þessa mikla markaðar, sem getur orð- ið fyrir hraðfrystan fisk í Bandaríkjunum, þegar viðskifta vinir okkar þar vestra leggja UNGLINGA Vantar okkur til að bera Morgunblaðið til kaupanda. Víðsvegar um bæinn Við sendum blöðin heim til barnanna. Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. Þessar bækur verður hver íþróttamaður að eiga og kynna sjer: Sundreglur Knattspyrnulög Skíðahandbók Hnefaleikareglur Leikreglur í frjálsíþróttuni Knattspyrnumótareglur Handknattleiksreglur Tennis- og badmintonreglur Fást í flestum bókabúðum í Reykjavik og úti á landi. 'óhaútc^á^a J). Sj. J). Pósthólf 546 — Reykjavík mest upp úr því að hafa þessa vöru á boðstólum og neytendum hins íslenska fisicjar fer fjölg- andi, að stöðva útflutninginn. Ilorfur. Jeg hef hjer aðallega gert að umtalsefni þær af afurðum okk ar, sem verðtryggðar eru með fiskábyrgðarlögunum og þó eink um hraðfrysta fiskinn. Saltfiskurinn á enn sína gömlu markaði vísa, svo fremi verð og gæði falla kaupendum í geð. Yfirleitt þarf að hafa fjölbrevtni í verkunaraðferð- um, það eykur söluhæfni afurð- anna. Nú er matarskortur víða í álfunni vegna uppskerubrests og eru því líkur til að þær þjóð- ir, sem eins og við framleiða matvörur muni ekki þurfa að verða í vandræðum með sölu á afurðum sínum. En fiskveiðaþjóðirnar, sem við eigum að keppa við eru dug- legar og harðskeyttar í sam- keppni á heimsmarkaðinum og ef við stöndum þeim ekki á sporði hvað verð og vörugæði snertir, hljótum við að verða undir í samkeppninni. Vegamót. Jeg ætla, að það muni vera alment viðurkent meðal þjóðar- innar, að verklegum fram- kvæmdum og atvinnu á öllum sviðum hafi verið haldið áfram fullum fetum. líka eftir ófrið- inn, en þá hurfu sem kunnugt er, hinar miklu tekjur, er menn höfðu af vinnu fyrir setuliðin. Á það hefur verið lögð höfuð- áhersla að reyna að halda í horf inu, þrátt fyrir dýrtíð og verð- bólgu, bæði með fjárgreiðslum úr ríkissjóði, til að lina dýrtíð- ina, og með því að ríkið hlaupt undir bagga með sjálfri útflutn ingsframleiðslunni. Jafnframt hefur verið að því unnið og miklu til kostað að afla nýrra framleiðslutækja til að ljetta þjóðinni lífsbarátuna í framtíð- inni. Nú stöndum við á vegamót- um. Það er ekki hægt að halda áfram öllu lengur baráttu gegn dýrtíðinni á þann hátt sem ver ið hefur. Við verðum að láta okkur skiljast það, að hjer verð- ur ekki unt að lifa jafnan í alls nægtum, þrátt fyrir aflabrest og lækkandi afurðaverð. Ef ekki á að dynja yfir þjóðina stöðvun útflutningsframleiðslunnar og atvinnuleýsi í kjölfar hennar, verðum við að slaka á kröfun- um hvert til annars og til þjóð- arheildarinnar. Tryggjum framleiðsluna. Úr útgjöldum verður að draga og velferð landsins krefst þess, að allir slaki á kröfum sínum. Ef við lítum til nágranna þjóð- anna má sjá, að þær beina nú kröftum sínum af alefli til þess að auka útflutningsverðmætin og minka eyðsluna innanlands. Til eru þeir, sem látast halda að við þurfum í engu að breyta til nje reyna neitt á okkur til að sigrast á hinum geigvænlegu af leiðingum verðbólgunnar. Þess- ir menn tala . um hrunstefnu, þegar þjóðin er vöruð við hætt- unni, sem nú bíður við hvers manns dyr. Hrunið er samt þá fyrst óumflýjanlegt, ef þjóðin ljeti glepjast til að trúa fals- rökum í svo alvarlegu máli, sem hjer um ræðir. Útflutningi og atvinnu al- mennings verður ekki haldið uppi með háspenntum fram- leiðsluáætlunum, sem eiga sjer litla eða enga stoð í veruleik- anum, nje heldur fullyrðingúm um sölumarkaði, sem reynast hyllingar, þegar að er gáð. — Framleiðslukostnaðurinn er svo miklu hærri hjá okkur en vera má til bess að vörur okkar sjeu hvað verð snertir frambærilegar á erlendum markaði. Þetta er hin blákalda staðreynd sem ekki verður framhjá komist. Niðurlagsorð. Ef við leggjum höndina á hjartað, hljótum við að kannast við, að undanfarin verðbólguár höfum við að ýmsu farið fávís- lega. Þótt margt hafi verið vel gert er hitt þó alt of margt, sem miður hefur farið. Það er næsta fánýtt að halda uppi illvígum deilum milli stjetta og milli stofnana eða jafnvel einstak- linga, um það hver eigi sök á því, að hjer er alt að kafna dýrtíð, og því, að við erum fyrir löngu orðnir að viðundri í aug- um heimsins fyrir það, hve dýr- seldir við erum. Engin erlend öfl geta snúið ctaðreyndunum við, okkur í vil, ef við sjálfir gerum ekkert í því efni. Við verðum sjálfir að smíða gæfu okkar í þessum efnum, aðrir munu ekki gera það fyrir okk- ur. Við höfum að vísu borið gæfu til að nota verulegan hluta þess fjár, sem þjóðin átti í stríðs lok, til þess að tryggja tækni- lega aðstöðu þjóðarinnar til að efla framleiðsluna og fyrir- byggja atvinnuleysi. Með þessu hefur stórmikið áunnist, en langt er frá því að með þessum ráðstöfunum einum sje það trygt, sem átti að tryggja, að fyrirbyggja atvinnuleysi í land- inu. Það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla ann- ars, segir máltækið, og jeg vona að þjóðin láti sjer skiljast það, að við þurfum að standa sam- an sem einn maður til þess að Vyggja heilbrigt atvinnulíf í landinu og þar með sjálfstæði í þjóðarinnar. Auglýsing Nr. 3/1947 frá skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 15. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, er hjer með lagt fyrir alla þá, er hafa undir hendi skömtunarvörur þær, sem tilgreindar eru í auglýsingu nr. 2/1947 frá skömtur.arstjóra, dags. í dag, að framkvæma hinn 30. þ. m. birgðakönnun á skömtunar- vörum, áður en viðskifti hefjast hinn 1. október n. k. Utan Reykjavíkur hefur öllum bæjarstjórum og oddvit- um verið sent eyðublöð undir birgðaskýrslu, þar sem til- fært er, auk heitis varanna, tilvísanir í tollskrána (kafli og nr.), til leiðbeiningar fyrir hlutaðeigendur, og geta þeir fengið eyðublað þetta afhent hjá nefndum aðilum. í Reykjavík ber þeim aðilum, sem ekki hafa þegar feng- ið eyðublaðið sent í pósti, að snúa sjer til skömtunarskrif- stofu ríkisins og fá afhent eyðublað. Útfylla ber eyðublaðið rjett og nákvæmlega, eins og form þess segir til um, þannig að magnið sje tilfært í þeim einingum, er eyðublaðið greinir, en heildarverðmæti hverr ar vöru sje tilfært með smásöluverði, eins og það er hinn 1. október 1947. Eftir að eyðublaðið hefur verið útfylt að öllu leyti eftir því, sem við á, ber eiganda vörubirgðanna að undirrita það, og afhenda viðkomandi bæjarstjóra eða oddvita eigi síðar en fyrir kl. 12 á hádegi hinn 2. október n.k. í Reykjavík ber að afhenda birgðatalninguna til skömt unarskrifstofu ríkisins, Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 18. gr. nefndrar reglugerðar er heimilt að leggja við 20—200 króna dag- sektir vegna vanrækslu á að gefa umrædda skýrslu á til- settum tíma. Reykjavík, 25. sept. 1947. SKÖMTUNARSTJÓRINN. é f f i Halló, Halló Nú hef jeg hús með niðursettu verði. Jeg er að byrja út- sölu til að rýma fyrir nýjum birgðum. Góðir Reykvíking- ar. Spyrjist fyrir um verð og vörugæði. Komið og kaupið. Verið velkomin. Þið munuð mikið græða. Virðingarfylst. PJETUR JAKOBSSON, löggiltur fústeignasali, Kárastíg 12. Sími 4492.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.