Morgunblaðið - 20.02.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. febrú'ar 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Frámkv.stj.: Sigfús Jónsson. Hitstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgg&rm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðrnundsson Auglýsingar: Árz.. Garðar Kristinsson. Eitstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalú kr. 10,00 á mánuði innanlanda, kr. 12,00 utanlands. t lausasölu 50 aura einíakið. 75 aura msE Leebók. Fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins SlÐAN árið 1939 að hin svokallaða Þjóðstjórn var mynduð hefur fjármálaráðherra landsins verið úr hópi Sjálfstæðis- manna. Af þeim ástæðum hafa sumir og þó einkanlega Tíma- menn haldið því fram að Sjálfstæðisflokknum hafi gefist gott tækifæri til þess að framkvæma hina raunverulegu stefnu sína í fjármálum. Þetta er þó ekki nema að nokkru leyti rjett. Sjálfstæðis- menn hafa allan tímann frá 1939 verið í minnihluta á Alþingi og þannig enga aðstöðu haft til þess að móta fjármálastefn- una algerlega eftir sinu höfði. En þeir hafa þó komið fram veigamiklu atriði stefnu sinnar í fjármálum ríkisins. Þegar þeir tóku við fjármálastjórninni af Framsóknarmönnum voru erlendar skuldir ríkisins 53 miljónir króna. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra við fyrstu umræðu fjárlag- anna voru erlendar skuldir ríkisins í árslok 1946 aðeins 6 miljónir króna. Síðan Sjálfstæðismenn tóku við fjármála- stjóminni hafa þannig nær allar erlendar skuldir verið greiddar. Hinum þunga skuldabagga, sem lá eins og mara á þjóðinni hefur þannig verið af henni ljett. Er sú staðreynd fjarri því að vera lítils virði. Með greiðslu hinna erlendu skulda hefur verið lagður nýr og traustari grundvöllur fyrir fjárhag ríkisins út á við. Þjóðin hefur færst drjúgan spöl áleiðis að því marki að verða fjárhagslega sjálfstæð í raun og sannleika. öllum landsmönnum má vera þetta mikið fagnaðai’efni en Sjálfstæðismönnum er það þó alveg sjerstakt gleðiefni. Ann- ar meginþáttur stefnu þeirra er efling hins fjárhagslega og atvinnulega sjálfstæðis þjóðarinnar. Það má að vísu segja að greiðsla hinna erlendu skulda hafi á undanförnum velgengnisárum ekki verið neitt þrekvirki, svo sjálfsagt hafi verio að nota arð þeirra til þess að grynna á skuldunum. En engu að síður má óhikað fullyrða að það hafi verið mikil gæfa fyrir þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi veruleg áhrif á fjármálastjórn landsins á þessu tímabili Það sannar m. a. reynslan af fjármálastjórn Framsóknar- manna. En þessi ár hefur þó f jölmargt gerst, og er enn að gerast, sem Sjálfstæðismenn telja að mjög fari miður í fjármála- stjórn okkar. En minnihlutaaðstaoa þeirra á Alþiagi og í ríkisstjóm kemur í veg fyrir að þeir geti framkvæmt stefnu sína eins og þeir helst kysu. Það er ekki of mikið sagt að í ljármálastjórn okkar fari margt miður en skyldi og mikið bresti á að skynsamlegt hóf sje þar á haft. Kemur þetta ekki einungis fram í ráðabreytni valdamanna þjóðarinnar á Al- þingi og í ríkisstjórn heldur og meðal almennings í landinu. Sá hugsunarháttur er altof algengur að um fjárhagsráðstaf- anir ríkisins gegni allt öðru máli en einstaklinga. Þar sje ekki þörf á sparnaði og hagsýni heldur megi láta þar vaða á súðum, eyða fjúrmunum gegndarlítið, oft og einatt til fá- nýtra hluta. Um þetta mætti nefna fjölmörg dæmi. Til þess ber brýna nauðsyn að þessum hugsunarhætti verði útrýmt, ekki síst hjá forráðamönnum ýmsra ríkisstofnana og almenningi í landinu. Þjóðin og ráðamenn hennar verða að skilja það, að hagur ríkissjóðs er fjarri því að vera þeim persónulega óviðkomandi. Hann snertir þvert á móti hvern einasta borgara þjóðfjelagsins. Sjálfstæðismenn munu berjast fyrir því að fá aukin áhrif á fjármálastjórn landsins og þarmeð aukna möguleika til þess að framkvæma þá stefnu sína og markmið að skapa þjóðinni fjárhagslegt öryggi og sjálfstæði. Þeir hafa stjóm- að fjármálum höfuðborgarinnar einir með þeim árangri að þrátt fyrir stórfeldar framkvæmdir er Reykjavíkurbær best stæða bæjarfjelag á Islandi. Þar hefur stefna Sjálfstæðis- flokksins notið sín. Það verður hún einnig að fá að gera í stjóm landsins. Þá mun þjóðin finna það greinilega, hver munur er á fjar- málastefnu stjómmálaflokkanna og komast að raun um. hverjum þeirra muni best trcystandi til þess að leggja traust- an og varanlegan grundvöll að atvinnulegu og fjárhagslegr cjálfstæði hennar. verfí Forseta-frímerkið. TIL ERU 320 tegundir ís- lenskra frímerkja. Þar af eru 115 með myndum af dönskum kóngum. Á sumri komanda verða fjög ur ár liðin frá því, að ísland varð lýðveldi með eigin for- seta. Ekki er til eitt einasta frímerki með mynd af forset- anum. Hvað ætli eigi að bíða lengi eftir því, að gert verði frí- merki með mynd af forseta vorum? Frímerkjasafnarar víða um heim skrifa hingað og spyrja hvers vegna þetta sje ekki gert. En einhvernsstaðar stendur. hnífurinn í kúnni. Einr'.takt tækifæri. ER EKKI sífelt verið að kvarta yfir því, að fáir þekki til íslands og íslendinga er- lendis, en þó eru tækifærin ekki notuð til þess að útbreiða þekkingu á landi og þjóð. Fátt er eins tilvalið til þess að útbreiða þekkingu á landi og þjóð. Nú mun vera í uppsiglingu ný gerð frímerkja. Svonefnd nýsköpunarfrímerki, þar sem myndir verða frá helstu at- vinnuvegum okkar, fiskiveiðum og landbúnaði. Það er gott og blessað út af fyrir sig. En við eigum eftir, að láta gera frí- merki, sem minnir á að ísland er sjálfstætt lýðveldi. Forseta- frímerki ætti að vera fyrst á dagskrá. „Thc kingdom of Iceland“. Á KINDAKJÖTSSKROKK- UM, sem sendir eru út úr land- inu, eru merkispjöld, sem gefa til k^ynna, að löggiltir matsmenn hafi skoðað kjctið og það sie góð vara. Á þessum merkispjöldum stendur að kjötið sje frá ,,The Kingdom of Iceland“ — kon- ungsríkinu íslandi —. Gáfu- leg kenningarstarfsemi það. Það er einn aðalútflytjandi íslenskra landbúnaðarafurða, Samband íslenskra Samvinnu- fjelaga, sem ekki heíir sjeð á- stæðu til að skifta um merki- spjöld á íslensku kindakjöti. Því varla er um að ræða að kindakjöt, sem nú er selt í versl unum, sje frá þeim tima er Is- land var konungsriki! Ekki leið þú oss í freistni .. . UNGUR MAÐUR skrifar, að hann hafi nýlega lesið í einu dagblaðanna grein um það efíir einhverja gæðakonu, að Ferða skrifstofa ríkisins ætti að gang ast fyrir ferðalögum íslenskra ungjinga til Norðurlanda. Er stungið upp á, að þessi ferðalög verði einskonar sára- bætur fyrir áfenga ölið, sem ekki fsést. Og brjefritari spyr: „Væri það ekki syndsamlegt, að fara nú að senda íslenska unglinga til landa, þar sem áfengt öí er selt í hverri búð. Er bað ekki sama cg að bjóða syndinni heim?“ Eigi leið þú oss í freistni . . . stendur þar. • Skjaldborgin. OG HINN ungi brjefritari hefir áhyggjur út af þeirri skjaldborg, sem slegið hefir verið um íslenska æsku. Hann segir: „Ef dæma má, eftir sam- þyktum kvenfjelagafunda og annara samkoma að undan- förnu er íslensk æska volaðir aumingjar, sem ekki þola nein ar íreistingar. Það verður að hlíf.a henni við öllu, sem reyna kann á manndóm hennar og sjálfsvirðingu. Það verður ao gæta þess, að íslensk æska fái enga erfiðleika að vfirvinna, engar hættur til að forðast. Kanski þetta sje ráðið til að ala hjer upp sterka kynsló5?“ Þetta segir ungi maðurinn. Jafnrjeíti karla og kvanna. MÓÐIR BIÐUR UM, að minst sje á það misrjetti, að veita fermingardrengjum heilan fata stofnauka, en fermingarstúlk- um ekki nema hálfan. Telur hún að hjer sje um mesta misrjetti að ræða og að fermingarbörnum yfirleitt veiti ekkert af heilum stofnauka til að fata sig fyrir ferminguna, hvort, sem um er að ræða pilta eða stúlkur. Svo mún og fleirum sýnast. En til þess eru skömmtunaryfir völdin, að setja reglugerðir og reyng að skifta því jafnt niður, sem til er af þessa heims gæð- um í landinu. • Ótæmandi tekjulind. ÞAÐ ER ekki til sá bíleig- anai hjer í bænum, sem getur baldið reglurnar um bílstæði. Á hverjum einasta degi brjóta hundruð bílaeigenda þessar reglur. Með skipulagðri her- ferð á hendur bílaeigendum gæti hið opinbera aflað sjer tekna svo tugþúsundum króna skifti með sektum fyrir brot á bílastæðisreglunum. Það vær,i að vísu rangt að segja, að hið opinbera hafi al- veg gengið fram hjá þessari tekjulind, en það hlýtur að vera hægt að gera betur! MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . HðfuSvígs kartmannanne er fetíiS VIKURITIÐ Collier’s fræddi lesendur sína nýverið á því. að enda þótt 127 ár sjeu liðin frá því land fyrst var uppgötvað við Suður-heimskautið og þús- undir karlmanna hafi síðan lagt leið sína á þessar slóðir, hafj ennþá ekki einn einasti kvenmaður stigið fæti á þær 5.001). 000 fermílur af landi, sem ætlað er að sje þarna. Og þetta, bætir blaðið við, er hvorki meira nje minna en einn níundi hlutj alls landssvæðis veraldarinnar. © © UPPÖRFANDI, EN ... Sannast að segja veit maður varla hvort maður á að hlæja eða gráta yfir þssum upplýs- ingum. ÞaS er að vísu uppörf- andi fyrir karlmennina að frjetta það, að enn sjeu til í heiminum 5.000.000 fermílur af landi, þar sem þeir geta „tekið einn slag“ og fengið sjer nokkra gráa án þess að eiga refsivönd kvenmannsins hang- andi yfir höfði sjer, en svo er líka sú hliðin á málinu, að Collier’s hefir alveg vafalaust gert mesta glappaskot með þessum upplýsingum sínum: þess verður, úr því sem komið er, áreiðanlega ekki langt að' bíða, að drjúgur hluti kven- þjóðarinnar bregði sjer í heims skautabúninginn og byrji að skoða sig um í þessu einkalandi karlmannanna. • c. HEFÐI ÁTT AÐ ÞEGJA. Þegar öllu er á botninn hvolft, hefði Collier’s sjálfsagt átt að steinþegja yfir öllu sam-’ an. Það er rneira að segja ekk- ert ólíklegt að blaðið hafi með þessu málæði sinu bundið endi á ílesta eða al!a rannsóknar- leiðangra framtíðarinnar; eða hver þorir að sverja fyrir það, Byrd fjehk sjer í pípu í :■Uasta Suðurpólsleiðangri sínum að náungar eins og Nansen og Amundsen og Byrd og Vil- hjálmur hafi ekki bara verið að leita sjer að örlitlu næði til að r^ykja pípurnar sínar, þeg- af þeir settu upp skinnskóna og hjeldu út á ísáuðnirnar? © ® SÍÐASTA VÍGIÐ. í bessu sambandi er ef til vill vert að benda á það, að Colli- er’s hefir að öllum líkindum svipt síðasta virkinu ofan af i karlmönnun.um með þessu j fleipri sínu um fimm miljón fermílurnar. Sú var tíðin að veitingakrárnar voru nokkurs- konar Suður-heimskaut ailra myndugra karlmanna, en nú er svo komið, eins og allir vita, að menn eiga ekki einungis á hættu að fá kvenmannsolnboga í augað á forhertustu drykkju- búlum, heldur er ekkert lík- legra en það sje jafnvel kven- maður, sem útdeili mjöðnum á knæpunni. e ® AÐEINS TVENT. Konan hefir þannig á síðari árum borið sigur úr býtum í hverri orustu. Ileimsstyrjöldin rak smiðshöggið á sigurvinn- ingana. I henni sannaði „veik- ara“ kynið það, að það er ekki einyngis fyllilega samkepnis- Frsmh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.