Morgunblaðið - 14.08.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1948, Blaðsíða 2
2 MORGVNBl 4 & IB 1 \ Dönsku KFUM drengirnir kunnu ve! viS sig á Islandi Laugardagur 14. ágúst 1948 1 ________ ^ Voxandl óhugi fyrir íslenzkum fræðum í Bretlundi K.höfn í ágúst 1948. Eftir Pál Jónsson. DÖNSKU K.F.U.M.-drengirn- ir, sem dvalið hafa á Islandi hálfsmánaðar tíma, komu til Kaupmannahafnar með Drottn ingunni 10. þ. m. Jeg hitti þá að máli og spurði þá, hvernig ferðin hefði gengið. íslandsferðin var alveg „en- estaaende Oplevelse“, sögðu þeir allir. Okkur hefur liðið svo vel, að það er næstum ekki h'ægt að trúa, að það geti verið satt, sagði Hobel, einn af leið- togum drengjanna. Allt það sem við höfum sjeð og allt það sem gert hefur verið fyrir okk- ur var svo að segja eina umtals efnið á leiðinni heim. Hvernig leist ykkur á Is- land? Á leiðinni til íslands höfð- um við sjeð Færeyjar. Þótti okkur þessar klettaeyjar fall- egar. En ekkert var þetta þó í samanburði við þá mikilfeng- legu sjón að sjá íslensku jökl- ana rísa úr sjó. Við dáðumst allir að hinni fjölbreyttu ís- lensku náttúrufegurð. Mikið fannst okkur til fjallanna koma. Drengirnir gleyma aldrei fjalla ferðinni, sem farin var frá Vatnaskógi. Gullfoss og Geysir. Hvað fannst ykkur mest til um? Gullfoss og Geysir, segja drengirnir. Mjer þótti mjög gaman að sjá Geysi, segir einn af leiðtogum drengjanna, en Gullfoss bar af öllu. — Mjer vöknaði blátt áfram um augu. Svo aðdáanlega fögur og mikil- fengleg var þessi sjón. Jeg kom til íslands fyrir rúm lega 20 árum og svo aftur í fyrra. Mikið finnst mjer til um framfarirnar. Af verklegum framkvæmdum held jeg að jeg dáist mest að hitaveitunni. Það ar einkennilegt að sjá jarðhit- ann leiddan inn í stofurnar, jsegir Persson, fararstjóri. — Attnars get jeg sagt yður, að eitt af því, sem vakti mesta eftirtekt okkar leiðtoga drengj anna var að heyra íslendinga syngja. Var það mjög ánægju- legt. Islenskan er hljómmikið mál. f Reykjavík. Drengjunum og leiðtogum þeirra geðjaðist vel að Reykja- vík. Fyrst kunni jeg ekki við öll þessi mörgu gráu hús, segir Hobel. Fannst mjer þau gefa bænum tilbreytingarlausan blæ. En það leið ekki á löngu áður en jeg kunni vel við Reykjavík. Og mjög fannst mjer lega bæjarins falleg, sjer- staklega sjeð frá sjónum. Við furðuðum okkur á, hve .mörg „dollarabros“ við sáum í Reykjavík. — Útlendingum finnst bílarnir vera margir. En það er í rauninni eðlilegt í járnbrautarlausu landi. Mjög þótti okkur viðkunnan le'gt að sjá konu.r í íslenskum þjóðbúningi á götunum í Reykjavík, segir ungur maður í hópnum. Þær voru bara of fáar. Hvernig geðjaðist ykkur að fólkinu? Okkur var tekið með gestrisni og vinsemd, sem við munum aldrei gleyma. íslendingum er það auðsjáanlega hjartagleði að gera sem mest fyrir gestina, segir Persson. Einstæð vináttuhót. Okkur fannst mjög til um þá vinsemd, sem okkur var sýnd allsstaðar, segir Hobel. Okkur hafði verið sagt áður en við fórum frá Höfn, að íslending- um geðjaðist ekki að Dönum. Við vorum því við því búnir, að okkur yrði tekið kuldalega. En það var nú fjarri því að svo væri. Aldrei höfum við mætt annari éins gestrisni. Okkur voru meira að segja gefnar miklar gjafir, og drengjunum voru gefnir peningar og skömt- unarmiðar, til þess að þeir gætu keypt sjer ýmislegt, sem þeir geta ekki fengið í Dan- mörku. Þetta var eitt af því sem gladdi drengina mest. Jafnvel fólk, sem við mætt- um á götunum og þekktum ekki sýndi okkur vinsemd á ýmsan hátt. Sumir stöðvuðu t. d. bílana sína og buðu okkur að aka með, þótt, við hefðum aldrei sjeð þá áður. Þetta þótti okkur alveg einstæð gestrisni. Mikla ánægju höfðum við af að kynnast sjera Friðrik Frið- rikssyni. Hann á ekki sinn líka. Allur drengjahópurinn biður Morgunblaðið að flytja Reykja víkurbæ, K.F.U.M., gestgjöfun um og öllum öðrum,, sem gerðu þessa ferð ógleymanlega, bestu kveðjur og þakklæti. Að lokum tekur fararstjór- inn það fram, að þessi íslands- ferð var ekki eingöngu skemti ferð heldur öllu frekar kynnis- ferð. Nú hafa nokkrir danskir drengir komist að aun um það, að þeir kunna vel við sig á Is- landi, og þegar þeir koma heim, segja þeir kunningjum sínum frá þessu. Svona' ferðir geta upprætt margan misskiln- ing og skapað betri sambúð milli þjóðanna. Svíar unnu Emaft- spymukeppnina London í gærkvöldi. ÚRSLITALEIKIR í knatt- spyrnu á Olympíuleikunum fóru fram á Wembley-lelkvang inum í dag. Fyrst kepptu Dan- mörk og England um þriðju verðlaunin og báru Danir sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 3. Síðari leikurinn var um fyrsta og annað sætið á milli Svíþjóðar og Júgóslavíu og sigr uðu hinir fyrr nefndu með 3 mörkum gegn 1, eftir harðan og jafnan leik. Leikvangurinn var mjög erfiður, blautur og glerháll eftir að ringt hafði frá því snemma um morguninn. Olymp'iuleikunum lýkur á morg uni (laugardag) — Reuter. HINIR ENSKU prófessorar komu hingað til bæjarins í fyrrakvöld úr fjögra daga ferða lagi um Norðurland. Hafa þeir ferðast þar um og skoðað ýmsa sögustaði með leiðsögn Sigurð- ar Nordals prófessors. Morgunblaðið hafði í gær tal af þrcmur hinna ensku menta- manna, þeim G. Turville-Petre frá Oxford, Gwyn Jones frá Aberystwyth í Wales og Mrs. Ida L. Gordon frá Manchest- er. — Turville-Petre hefur verið hjer oft áður og talar íslensku eins og hann væri her fædd- ur og uppalinn. Finnst jeg vera kominn heim. — Mjer finnst eins og jeg sje kominn heim, segir hann G. Ílurville-Petre — Jeg er eiginlega orðinn hálf gerður íslendingur. — Hvernig gekk ykkur fyr- ir norðan? — Ágætlega, við fengum á- gætt veður og nutum ágætrar leiðsagnar Sigurðar Nordals prófessors. Mjer þótti mest varið í að heimsækja Hóla í Hjaltadal. Það er líklega vegna þess að jeg hefi altaf haft mikinn á- huga fyrir íslenskum biskupa- sögum. — Þjer hafið skrifað um Hólabiskupa? — Já, jeg hefi þýtt Guð- mundar sögu góða á ensku. Mjer þótti þessvegna afar gam- an að komunni á hið forna biskupssetur. Það var líka á- nægjulegt að koma í Eyjafjörð inn og á slóðir Víga-Glúms- sögu en þangað hafði jeg nú komið áður. — Hvernig er aðsóknin að íslenskukennslunni hjá yður í Oxford um þessar mundir? — Hún er góð og fer vax- andi. í vetur stunduðu 10 nem- endur þar nám í norrænum fræðum. Jeg held að í framtíð- inni muni ýmsir velja nám í forníslensku í stað gotnesku. — Hvað getum við íslending ar gert til þess að auðvelda út lendingum nám í norrænum fræðum? — Það væri t. d. gott ef þið gæfuð út íslendingasögurnar með enskum skýringum. Enn- þá eru aðeins örfáar sögur til með enskum skýringum en Ensku prófessorarnir mjög ánægðir með dvölina hér miklu fleiri með þýskum. Enn- fremur væri gaman að fá ridd- arasögurnar prentaðar þó á ís- lensku væri. Þær eru svo að segja ófáanlegar nú. Að hvaða rannsóknarefni vinnið þjer aðallega um þessar mundir? — Jeg hefi undanfarið feng- ist við leit erlendra heimilda fyrir Maríusögunni og íslensk- um homilíum. Með því vil jeg freista að komast á snoðir um menningarviðskipti íslendinga þeirra tíma við útlönd. Turville-Petre lætur mjög vel af ferðinni norður og seg- ir að koman hingað hafi ver- ið honum og fjelögum hans mjög ánægjuleg og gagnleg. Margt er líkt með skáld- skap íslendinga og Wales-manna. — Það er margt líkt með fornum skáldskap ykkar Is- lendinga og okkar Walesbúa, segir Gwyn Jones prófessor, t. d. hetjukvæðin. Og afstaða fólksins til skáldanna meðal þessara þjóða er ekki ósvipuð. Þau nutu mikillar virðingar og jafnvel sjerstöðu að lögum. Mjer finnst líka að landslagið í mörgum íslenskum sveitum minni mig mikið á landslag í Wales. — Hvað álitið þer um fram- tíð welskunnar? — Jeg álít að hún muni lifa áfram. í Wales eru nú um 214 miljón íbúa. Þar af talar ein miljón manna welsku. En allir landsmenn skilja að sjálfsögðu ensku. í sveitunum talar yfir- gnæfandi meirihluti fólksins Gwyn Jones welsku. — Þjer kennið norræn fræði við háskólann í Aberysth- wyth? — Já, í Wales er einn há- skóli, sem starfar á fjórum stöðum í landinu. Á tveimur þeirra eru kennd norræn fræði, í Cardiff og í Aberysthwyth, þar sem jeg kenni. A báðum stöðunum eru samtals 15 nem- endur í forn-íslenskum fræð- um. I Háskólann í Aberystwytb! sækja nemendur allstaðar frá! af Bretlandseyjum og frá öðr- um lördum svo sem Egyptal. og Indlanui. Þær eru rúmlega 1100 stúdentar. Það væri gaman að fá þangað íslendinga. Annars finnst mjer, segifl Frú Ida L. Gordon Jones prófessor að íslendingap ættu að leggja meiri rækt við keltnesk fræði en þeir gera. En það er ánægjulegt að sja að Háskóli íslands skuli nú£ vera miðstöð norrænna fræða, Jeg er afar hrifinn af kom- unni hingað og hinni dæma- lausu gestrisni, sem okkur hef- ur mætt. Ferðin um Norðurlönd vaij dásamleg og hlýtur að verð^ okkur ógleymanleg. í Ætla að koma aftur eins fljótt og jeg geí. — Jeg ætla að koma til ís- lands aftur eins fljótt og jeg get, segir Mrs. Iaa L. Gordon, sem kennir ensku og fornís- lensku við háskóíann í Manc- hester. Hún tók við kennslu- störfum manns síns, Gordona prófessors er hann Ijést og hef- ur stundað kennslu og vísinda- störf af frábærum dugnaði síð- an jafnframt því, cem hún hef- ur alið upp fjögur börn þeirrsf hjóna. Hún segist ætla að senda börn sín til íslands til þess að láta þau læra íslensku þega^ þau eru komin upp. — Jeg er mjög þakklát fyr- ir þetta tækifæri til þess aöj koma til íslands, segir Mrs, Gordon. Það er erfitt að finnq orð til þess að láta í ljós til- •finningar sínar gagnvart þeirrij alúð, sem við höfum mætt hjer, En á þessum skamma tíma, seiq við dveljum hjer, 4.—15 ágústa höfum við sjeð mikið af iand- Frh. á bls. 8, J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.