Morgunblaðið - 08.01.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1949, Blaðsíða 1
36. árgangur. 5. tbl. — Laugardagur 8. janúar 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins Stómuknar friðnr- IVIarshall biðst lausnar vonir í Pnlestínu Gyðingar eg Egypfar hætta vopnaviðskiptum London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. GYÐINGAR og Egyptar hættu vopnaviðskiptum í Suður-Pal- estínu í dag og hófust handa um að búa sig undir það að hefja beinar samkomulag'sumleitanii. Stjórn Ísraelsríkis skipaði land- her sínum, flota og flugher að hætta hernaðaraðgerðum kl. 2 : cRir Palestínutíma, eftir að aðalbækistöðvar Sameinuðu Þjóð- . anna í Haifa hijfðu komið símleiðis boðum til Tel Aviv um að Igyptar hefðu fallist á vopnahlje. Síðar í dag skýrði dr. Ralph Bunche, aðalsáttasemjari S. Þ., frá því, að hann hefði gert það að tillögu sinni við Gyðinga og Egypta, að þeir byrjuðu fi'iðarumræður á eyjunni Rodos 11. eða 12. þessa mánaðar. Enn í Egyptalandi ' Þrátt fyrir þetta, .skýrði einn ' af talsmönnum breska utanrik- ' isráðuneytisins frá því í London í dag, að fleiri Gyðingaher- menn hefðu í gær farið inn yfir landamæri Egyptalands. Er því haldið fram, að Gyðingaher- deildir sjeu um átta mílum fyr- ir innan landamærin. Mið-vígstöðvarnar Samfara því sem vopnahljeið hófst á Negev-svæðinu, bárust fregnir um nýja bardaga milii Gyðinga og herdeilda frá írak í námunda við Ramat Hakovesh á mið-vígstöðvunum. Ýmsir í Tel Aviv töldu þó, að hjer yrði ekki um langvinna bardaga að ræða. Engar breskar hersveitir Einn af talsmönnum S. Þ. i Haifa skýrði frá því í dag, að ekkert væri hæft í því, að bresk ir hermenn hefðu verið settir á land í Aqaba, hafnarborg Trans jordamu við Rauðahaf. Flugu- fregnir höfðu heyrst um það, að breskar hersveitir væru á leið- inni til Aqaba og að breskum hermönnum á Zuessvæðinu hefði verið skipað að vera reiðu íbúnum áð hefja vopnaviðskipti. Þretfándaboð hjá íslensku sendiherra hjónunum í Oslo Oslo í gær. Einkaskeyti til Mbl. Á ÞRETTÁNDANUM hjeldu is lensku sendiherrahjónin, Gísli Sveinsson og frú hans öllu is- lensku námsfólki í Oslo og grend ágæta jólaveislu á heim- ili sínu á Bygdoy. Var þar samankomið yfir 50 manns, þar á meðal nokkrir ís- lenskir námsmenn frá Svíþjóð. Skemtu boðsgestir sjer hið besta við fögnuð og afbragðs- veitingar fram á nótt. Róm- úðu allir hina frábæru gest- risni hdimilisins. — Skúli. Ilikii velmegun í Bandaríkjunum Washington í gærkveldi. TRUMAN Bandaríkjaforseti sendi þinginu í dag ársskýrslu sína yfir efnahagsástandið í landinu. Kemst hann þinnig að orði í skýrslunni, að mikil vel- gengni hafi verið í Bandaríkj- unum síðastliðið ár, en í ár muni reyna meira á landsmenn. Truman telur bráðnauðsyn- legt, að viðrqjsnaraðgerðum í Evrópu verði haldið áfram, því að öðrum kosti verði varla hægt að koma á aftur bærilegu versl unarfrelsi í heiminum.—Reuter Indonesíudeilan aftur fyrir Öryggisráði Lake Success í gærkveldi. DR. J. H. van Royen (Holland) skýrði Öryggisráðinu frá því í dag, að þar sem Hollendingar hefðu nú komið á „raunveru- legum friði“ í Indonesíu, mundu þeir halda fast við áform sín um að mynda bráðabirgða-sam bandsríkjastjórn fyrir alla Indonesíu. Þetta var fyrsti fundur Ör- yggisráðs frá því það fluttist til Bandaríkjanna frá Paris, og þrír nýir meðlimir — Noregur, Egyptaland og Cuba — tóku i fyrsta skipti sæti í því í dag. Allsherjarþingið í París kaus þessi lönd í stað Belgíu, Sýr- lands og Columbía. — RFeuter. Yísifalan óbreytt í LÖGBIRTINGABLAÐINU frá 6 þ. m., er skýrt frá því, að húsaleiguvísitalan sje óbreytt, 150 stig. Gildir þessi vísitala fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars næstkomandi. ■9 Einn fer, annar kemur George Marshall lætur af cm- bætti .... Dean Acheson tekur við embætti hans Hefur aldrei hikað við að gagnrýna kommúnista og útþenslusfefnu Rússa Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HARRY TRUMAN Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag, að George Marshall utanríkisráðherra, mundi leggja niður embætti 20. þessa mánaðar. Við utanríkisráðherraembættinu tekur Dean Acheson, fyrverandi aðstoðarutanríkisráðherra og einn af á- kveðnustu gagnrýnendum útþenslustefnu Ráðstjórnarríkjanna. Marshall, sem heimsþekktur er meðal annars fyrir viðreisnar- áætlunina, sem kennd er við hann, lætur af embætti heilsu sinnar vegna. Fjöldi þekktra stjórnmálamanna víðsvegar um heim hefur þegar lýst yfir vonbrigðum sínum yfir fráför utan- ríkisráðherrans, en jafnframt notað tækifærið til að hrósa starfsferli hans öllum, bæði á hermála- og utanríkismálasviðinu. 3evin um Marshall London í gærkveldi. BEVIN utanríkisráðherra ljet í kvöld í ljósi hryggð sína yfir því, að Marshall skuli hafa tek- ið þá ákvörðun að sækja um lausn frá embætti. I tilkynn- ingu, sem Bevin birti í sam- bandi við þetta, lýsir hann bandaríska^utanríkisráðherran- um sem „þessum mikla Banda- ríkjamanni, sem lagði fram jafn stóran sk.erf og nokkur maður annar til sigurs í styrjöldinni“. Ekkert heimilisfang LONDON — Breska póstsjómin hef- j ur skýrt frá því, að í jólapóstinum ’■ siðastliðið ór, hafi verið })úsundir . brjefa og böggla, sem ekkert heimilis {fang var á. Lovett hættir einnig Truman tilkynnti ennfremur í dag ,að Robert Lovett, aðstoð arutanríkisráðherra, mundi. láta af störfum samfara Mars- hall, en við embætti hkns mun taka James E. Webb, yfirmað- ur skattstofunnar bandarísku. 68 ára Marshall baðst lausnar í brjefi, sem hann ritaði Tru- man forseta þriðja þessa mán- aðar. Jafnframt því sem for- setinn nú hefur fallist á lausn- arbeiðni þessa 68 ára gamla hershöfðingja og stjórnmála- manns, hefur hann farið fjöl- mörgum viðurkenningarorð- um um hæfileika hans og starf, og látið í Ijós hryggð sína yfir því, að Bandaríkin Framh. á bls. 8. Nýárssókn kommúnista gegn Nanking og Shanghai haíin Nanking í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SAMKVÆMT góðum heimildum var skýrt frá því í Nanking í dag, að öflugar kommúnistaherdeildir hefðu nú byrjað nýárs- sókn sína gegn stórborgunum Nanking og Shanghai. Sjö komm- únistaherfylki eru lögð af stað suður á bóginn til að ráðast á ytri varnarlínu stjórnarherjanna við Hwaifljót, um 175 km. fyrir norðan höfuðborgina. Hernaðarsjerfræðingar telja< þó, að ólíklegt sje, að kommún- istum takist að brjótast í gegn á þessum slóðum, fyrr en stjórn arhersveitir þær, sem umkringd ar eru norðar í landinu, hafa verið algerlega þurrkaðar út. Friðartilraunir Aðrar fregnir í dag hermdu, að kínverska stjórnin hefði í hyggju að halda áfram friðar- umleitunum sínum við komm- únista. Er jafnvel talið líklegt, að stjórnin grípi til þess ráðs að senda samninganefnd til Yenan, höfuðborgar kommún- ista. Tientsin Í Tientsin hjeldu ákafir bar- dagar áfram í dag. Kommún- istar halda uppi mikilli fall- byssuskothríð á vesturhverfi borgarinnar. Engin „Marshall- : áæflun" um fram- fíðarslörfin Pinehurst, North Carolina. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. GEORGE MARSHALL tjáði frjettamönnum í dag, að hann hefði enn enga ákvörðun tekið um það, hvað hann mundi gera í náinni framtíð. Hann kvað uppskurð þann, sem gerður var á honum í Washington í s. 1. mánuði, hafa tekist ágætlega. Undanfarna tvo daga, sagði hann, hefði hann getað gengið nokkuð um á heimili sínu, en læknar hefðu tjáð sjer, að hann yrði að minnsta kosti sex vikur að ná fullu þreki. Marshall vildi ekkert ræða utanríkismál. Hann kvaðst hafá. haft lítið tækifæri til að fylgj- ast með þeim málum, síðan hann lagðist á sjúkrahúsið í desember. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.