Morgunblaðið - 09.03.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.1949, Blaðsíða 6
6 MORGVJSBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. mars 1,949. i JKmrgtistMtiMft Útg.: H.f. Árvakur, Reykj avík. , 1 Framkv.stjí: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Heilindi Framsóknar UMRÆÐURNAR um frumvarp fjármálaráðherra um eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana sýnir greinilega heilindi Framsóknarflokksins og afstöðu hans til raunverulegs sparn- aðar. Jóhann Þ. Jósefsson fjámiálaráðherra skipar nokkra starfsmenn stjórnarráðsins til þess að gera tillögur um sparn- að í rekstri ríkisins og stofnana þess. Öll ríkisstjórnin er þessari ráðstöfun samþykk. Embættismennirnir, sem þaul- kunnugir eru rekstrinum skila síðan tillögum og fjármála- ráðherra felur þeim að semja frumvarp um eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana. Þegar það hefur verið gert leggur ráðherrann síðan frumvarpið fyrir Alþingi. í beinu áframhaldi af þessu verður að taka það fram að sjálft Alþingi hefur a. m. k. tvívegis samþykkt ályktanir um að slíku eftirliti með ríkisrekstrinum skuli komið á fót. I fyrra skiptið árið 1945 og í síðara skipti árið-1948. Þá er i fjárlögum lagt fyrir fjármálaráðherra að sporna gegn frek- ari útþenslu ríkisbáknsins, þar til sett hafi verið löggjöf um eftirlit með rekstri ríkisins og stofnana þess. Af þessu er það auðsætt að fjármálaráðherra er beinlínis að framkvæma yfirlýstan vilja Alþingis er hann leggur nú fram frumvarp sitt um eftirlit með ríkisrekstrinum, þar sem gert er ráð fyrir að einum manni verði falið sjálfstætt og víðtækt vald til þess í senn, að koma í veg fyrir frekari fjölgun starfsmanna og vinna að því að ónauðsynleg embætti, nefndir og sýslanir verði lagðar niður. En þegar þetta frumvarp kemur fram gerist það furðulega. Eramsóknarflokkurinn, sem mest hefur rausað um nauðsyn sparnaðar, leggst hatramlega gegn því með þeirri aðalrök- semd að fjármálaráðherra, sem er yfirhlaðinn störfum eigi einn að vinna þetta verk. Enga löggjöf þurfi um það að setja. Þetta er þá allur sparnaðaráhuginn hjá'Framsóknar- flokknum. Hann kærir sig ekkert um að tekið sje föstum tökum á málinu. Það er eitur í hans beinum. Hann beinlínis óttast það að farið verði að spara í ríkisrekstrinum, fækka embættum, draga saman skrifstofubáknin. Hvernig ætli að á því standi? Ætli að það sje ekki vegna þess að Framsókn hefur frá upphafi verið iðnust við það að hrúga upp nýjum stöðum og bitlingum? Viðbótarskýring á andstöðu Framsóknarflokksins við frum- varp fjármálaráðherra er sú, sem liggur í augum uppi. Fram7 sókn getur ekki unnt SjálfstæðiSflokknum þess að hafa tekið upp forystu um sparnað og aukna hófsemi í rekstri ríkisins og stofnana þess. Þess vegna snýst hún gegn raunhæfum til- lögum Jóhanns Þ. Jósefssonar um tilraunir til sparnaðar. Hvílík heilindi, hvílíkur vilji til sparnaðar og umbótai! En sannarlega er þessi framkoma Framsóknarflokksins sam- boðin fortíð hans. 1Áhuerji óhnj^ar: ÚR DAGLEGA Ekki er hæverskunni fyrir að fara „HVERNIG stendur á því, að unglingum er ekki kennd al- menn kurteisi í skólum lands- ins?“, skrifar Þórarinn Árna- son frá Stórahrauni. Og það er ekki að ástæðulausu, að hann spyr, því hann nefnir dæmi: „Mig hefur oft furðað á að sjá ungmenni — allt frá barna- skólabörnum upp í stúdenta ■— gjörsamlega sneydd því, sem áður var- kallað kurteisi“. Það er víst rjett hjá Þórarni, að það er ekki alltaf hæversk- unni fyrií- að fara hjá ungling- unum. Og svo kemur hann með dæmi úr> strætisvagni: • ,,Er þetta hægt?“ „FYRIR nokkrum dögum var jeg í strætisvagni, sem var fullur af fólki. Tók jeg eftir því, að öldruð kona stóð í vagninum og hjelt á pakka. — Ungur piltur, á að giska 18— 20 ára sat í stól. Hann var með skólatösku. Jeg ávarpa piltinn og bið hann standa upp fyrir gömlu konunni. Hann horfir fyrst stórum augum á mig, en horfir siðan yfir til sessunautar síns og mælir fram þessa ný- móðins setningu, sem virðist vera á allra vörum: „Þetta er nú ekki hægt“. „Það er hægt“ EN Þórarinn ljet ekki þar við sitja og frásögn hans heldur áfram: Jeg„ stugga við piltin- um og segi: Þetta er hægt. Það er hægt að standa upp fyrir gömlu konunni". Þá stóð hann upp, stórmóðgaður, en gamla konan settist og virtist vera mjer þákklát fyrir afskipta- semina. „Mjer finnst að unglingarnir beri svo litla virðingu fyrir ellinni nú orðið, en auðvitað er það foreldrunum að kenna. Því nú þykir það fínt að banna ekkj börnum. Það eru nýtísku vísindi (að banna barni á að vera að gerd það taugaveikl- að“). Þeir, sem ráða ANNAÐ dæmi segir Þórarinn Árnason í þessum hugleiðing- um sínum. Það er á þessa leið: „Jeg kom fyrir nokkru heim til virðulegs embættismanns, sem jeg átti við stutt erindi. Hann bauð mjer inn í skrif- stofu sína. Honum fylgdu tveir ungir synir hans, um 6 og 9 ára. í skrifstofunni voru þrír stólar. Drengirnir settust strax í sinn hvorn stólinn, en hús- bóndinn í þann þriðja. Em- bættismaðurinn bauð mjer sæti og bað annan drenginn að standa upp. Snáðinn var nú ekki alveg,á því. Hann segir að bróðir sinn geti staðið upp. Faðirinn varð að gefast upp eftir nokkurt þras við syni sína. En jeg stóð á meðan jeg lauk erindinu og var feginn að komast út undir bert loft, eftir heimsóknina í þessa virðulegu uppeldisstofn- un“. • Við hverju er að búast? „ÞAÐ er ekki hægt að búast við, að þessir ungu menn standi upp fyrir gjer eldra fólki, þegar að því kemur að þeir fara að ferðast í strætis- vögnum, eða koma innan um fólk, þegar þeir fara að stálp- ast“. Þetta var úr pistli Þórarins Árnasonar. Og víst er margt rjett af því, sem hann segir. Það eru foreldrarnir og skól arnir, sem eiga sökina á því, að unglingar kunna ekki sjálf- sögðust umgengnisvenjur. — Þeim hefur ekki verið kennt að temja sjer þær. Fálkinn er dauður FÁLKINN, sem konan, náði á dögunum á Grettisgötunni, er hann var að gæða sjer á dúfu- tetri er dauður. Finnur Guð- mundsson, náttúrufræðingur, fjekk fálkapn og ljet drepa hann og verður víst ekki langt að bíða þar til gestir á náttúru gripasafninu geta virt fuglinn fyrir sjer uppstoppaðann eftir kúnstarinnar reglum. LÍFINU Er fálkinn að verða útdauður? ÞAÐ er fjarri mjer að skrifa eftirmæli um fálkann, en í sambandi við heimsókn hans til bæjarins dettur manni í hug, hvort ekki væri ástæða til að friða fálkana í nokkur ár, því margt virðist benda til, að þeir sjeu að deyja út. Fálkinn er okkar fugl, ís- lendinga. Við höfum haft mynd hans í þjóðarmerki okkar og því verður ekki neit- að, að fálkinn er í flestra aug- um hinn göfugasti fugl, sem heimkynni á hjer á landi. Er þar örninn ekki undanskilinn. Kunur danskur fuglateiknari Falke Bang að nafni, benti mjer á fyrir nokkrum dögum, að íslenski fálkinn væri orð- inn sjaldgæfur og hætta væri á ferðum, ef hann myndi hverfa með öllu. Okkur myndi leiðast það síðarmeir, ef fálkinn hyrfi með öllu. • Síðasta Skotasagan FYRIR nokkrum árum kom maður einn til ritstjóra Morg- unblaðsins og benti honum á, að það væri móðgun við Skota, að vera sífellt að segja sögur af þeim, sem væru niðrandi í þeirra garð. Maðurinn meinti vel, en hefur sennilega ekki vitað, að Skotar hafa manna best gaman af Skotasögum og búa þær flestar til sjálfir. — Hjer er ein af þeim nýjustu (ættuð frá Skotlandi): Skosk- ur kaupsýslumaður þurfti að ferðast til Ameríku. Honum fanst fargjaldið með skipinu dýrt og' þagnaði ekki á því alla leiðina, hvað það væri dýrt að ferðast. Þegar skipið kom í höfn í New York stóð Skotinn við borðstokkinn held ur en ekki hnýpinn. En þá stóð svo á að kafari var að koma upp þar skamt frá. Þá varð Skotanum að orði: „Nei, hve skrambinn! Er líka hægt að ganga til Amer- íku? Jeg vildi að jeg hefði vit- að það áður en jeg lagði af stað í þessa rándýru skips- ferð!“ fMiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiii,iii,i iliii,i,liiliIMIi,iiill,llll,iMiii,iiliiMiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiliii,liimi,l± I MEÐAL ANNARA ORÐA .... I LeilaS að dýrmæfum málverfcum í Frankfurf. ,.Hlægileg fjarstæða “ RÍKISSTJÓRN Danmerkur hefur nú með stuðningi yfir- gnæfandi meirihluta danska þingsins tekið endanlega ákvörð- un um að taka þátt í samtökum vestrænna lýðræðisþjóða til verndar öryggi og sjálfstæði lands síns. í fyrradag komst utanríkismálaráðherra Dana, Gustav Ras- mussen þannig að orði um þá fullyrðingu kommúnista, að Danir hygðu á árásarstyrjöld. „Það er hlægileg fjarstæða að nokkrum skuli geta dottið það í hug, að Danmörk hyggi á þátttöku í árásarbandafagi. Frá aldaöðli hefur utanríkisstefna Danmerkur miðað að því, að varðveita friðinn og verja frelsi þjóðarinnar. Þeir að- iljar, sem að Atlantshafsbandalaginu standa, munu áreiðan- lega leggja höfuðáherzluna á það, að bandalagið er einungis stofnað í friðsamlegum tilgangi.“ Norðmenn og Danir hafa tekið ákveðna afstöðu til varnar- samtaka lýðræðisþjóðanna. Þeir hafa ákveðið að taka þátt í þeim. Engum heilvita manni kemur til hugar að það sje gert í þeim tilgangi að fá aðstöðu til þess að ráðast á aðrar þjóðir. Þessar friðsömu smáþjóðir hafa um aldaraðir reynt að halda sjer utan við styrjaldir. Fýxúr þeim vakir það eitt að tryggja grundvöll sjálfstæðis síns og skapa fólkinu tækifæri til þess að lifa í friði. Frá frjettaritara Reuters. FRANKFURT — Þýsku yfir- völdin hjer í Frankfurt hafa boðið 10,000 ríkismarka verð- laun fyrir upplýsingar, sem leitt geti. til þess, að 137 mjög dýrmæt málverk komi í leit- irnar. Talið er, að málverkum þessum hafi verið stolið úr loft varnabyrgi í Bad Wildungen í ófriðarlokin. Samahlagt verð málverk- anna, sehx tilheyrðu einkasöfn urum í Frankfurt og tveimur listasöfnum í borginni, er svo hátt, að ókleift er áð áætla það nákvæmlega. — Málverkasjer- fræðingar segja, að meðal mál- verkanna sjeu vei'k ítalskra meistara, nýtísku franskra impressionista, hollenskra, flæmskra og frægra þýskra listmálara. • • KOMIÐ í GEYMSLU 1944 EINN af embættismönnum þeim, sem haft hafa afskipti af málverkastuldinum, segir 1 að aðeins 10,000 ríkismarka verðlaunum hafi verið heitið, sökum þess að menn óttuðust, að hærri laun mundu gera þjófum málverkanna ljóst, hversu dýrmæt þau eru, en það aftur leiða af sjer, að þeir j'rðu tregari til að láta þau af hendi. Þessi sami embættismaður skýrir frá því, að málverkunum hafi fyrst verið komið fyrir í, loftvarnabyrgi í Ziegenberg iHessen 8. ágúst 1944. Nokkru j seinna voru þau flutt í annað j loftvarnabyrgi, að þessu sinni í Bad Wildungen. • • MIKIÐ LEITAÐ HAUSTIÐ 1945 voru gerðir út menn til þess að athuga um listaverkin, sem þarna voru geymd. Þeir komust að því, að 114 málverk í eigu Frankfurt- safnanna og 23 í eigu einka- safnara voru horfin. Mikil leit var þegar í stað ^ hafin að verkunum. Leitað var j til þekktra safnara, í þeirri von, að þeim hefði verið boðin málverkin til sölu, fjöldi manna var yfirheyrður og geysistór auglýsingaspjöld sett upp, þar sem málverkunum var lýst. En allt kom fyrir ekki. MÁLVERKIN „GLEYMAST“ ÞEGAR hjer var komið, und- irrituðu Þjóðverjar skilyrðis- lausa uppgjöf sína, og menn höfðu um annað að hugsa en týnd listaverk. Allt var í hin- um ægilegasta glundroða, og þessi frægu málverk „gleymd- ust"‘ um tíma, enda þótt eig- endur þeirra hefðu vissulega fullan hug á því að fá þau aftur í sínar hendur. En nú er leitin hafin á ný, og ekkert látið óreynt til þess að hafa upp á þjófunum. Meðal hinna stolnu mál- verka eru verk eftir Paolo Ver- onese, Giovanni Tiepolo, Sim- one Martini, Cezanne, Renoir, Theodore Rousseau, Maillol, Corot. Courbert og Millet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.