Morgunblaðið - 02.04.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.1949, Blaðsíða 14
MORGUTSBLAÐIÐ Laugardagur 2,. apríl 1949. Framhaldssagan 45 KndJiiiiiiiiiiin HESPER Eftir Anya Seton III1IMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII* Fólkib í Rósalu.n.di Eftir LAURA FITTINGHOFF 45. * 1 Hann gekk upp tröppurnar og inn í eldhúsið. Hann stóð í ►lósinu k miðju eldhúsgólfinu. Börðin á hattinum skyggðu á andlit hans. en hún sá hvasst nef, grátt yfirvara'skegg og hökutopp. Hann var í brúnum frakka með flauelskraga. Hún var búin að fá ákafan hjartslátt og virti hann undr- andi fyrir sjer. Þó að óttinn færi heldur minnkandi, þokaði hún sjer þó í áttina að síman- um. Hann horfði kæruleysis- hega í kring um sig og hann heit á Hesper með engu meiri áhuga en hann horfði á hús- Cögnin. „Það hefur ekki breytst rnikið hjer“, sagði hann. „Þó að við höfum breytst. H\rernig stendur á því að þú hefur látið rnála gólfið?“. Hann tók af sjer hattinn og íagði hann á borðið. Hár hans var þykkt og grátt og einn lokkurinn fjell fram á ennið. Hesper gapti af undrun. ,,Evan?“, stundi hún upp. Hún Creip um bakið á stólnum við arininn. Henni fannst háls- vöðvar sínir herpast saman og hana langaði til að skelli- hlæja. Hann yppti öxlum kærulaus h svip. „Jeg var dreginn til Boston til að sitja þar kjána- jaga veislu, sem Listasafnið atóð fyrir. Jeg hugsaði með injer, að úr því að jeg væri hominn svona nálægt, gæti jeg íitið við í Marblehead. Jeg málaði myndina, sem þeir keyptu eftir minni“. Hann sett ist niður. „Hvar er eiginmaður þinn?“: Hesper settist líka. Löngun- in til að hlæja var horfin, en eftir var ánægjublandin kald- hæðni. „Amos dó fyrir tuttugu og fimm árum. Og jeg gæti svo sem líka hafa verið dáin, þó að þú hefðir ekki vitað það“. Hann krosslagði fætur og hún tók eftir því, að hann hreyfði vinstri fótinn með iniklum erfiðleikum. „Mjer datt ekki annað í hug en að þú værir hjerna á gamla staðnum. Geturðu ekki lofað mjer að gista hjerna í nótt? Mig langar til að fara upp á klettinn við Castle Rock á morgun. Jeg man eftir sjer- stökum grænum lit á steinun- um þar. Jeg þarf að ná hon- um aftur“. Svo hann kom ekki til að hiíta mig. hugsaði hún. Hið innra undir gráu hárinu, lotnu herðunum og harðneskjuleg- um andlitsdráttunum var hann óbreyttur. Fólk breyttist ekki hið innra, þó að útlitið breytt- ist. Það eina, sem hvarf með öllu var ástríðan. Það var leitt að aðrir hæfileikar skyldu ekki hverfa þá um leið, svo sem þrá og söknuður. ,.Ja, jeg er ein í húsinu“, pagði hún. „En jeg býst við að jeg gæti látið þið fá gulmálaða herbergið, sem þú varst í einu sinni“. Hún beit saman vörunum. Henni þótti miður að hafa sagt þetta. Það var kjánalegt, að fara að minnast á það, sem ‘ skeð hafði fyrir .... fyrirj íjörutíu og fimm árum. Hann kinkaði kolli eins og annars hugar. Hann hallaði sjer fram og fór að strjúka um hnje sjer. „Jeg hef verið veik- ur“, sagði hann í vesældartón. „í fyrsta skipti á ævi minni. Jeg fjekk aðsvif og datt. Og þá hljóp einhver skratti í fót- inn á mjer“. Hann leit skyndi- lega upp. „Segðu engum að jeg sje hjerna. Jeg þoli ekki að fólk fari að hópast í kring um mig“. „Jú, þú ert frægur núna“, sagði Hesper. „Þig langar náttúrlega í eitthvað að borða áður en þú ferð að sofa“. „Já“, sagði Evan. „Jeg hafði enga lyst í þessari veislu. Jeg var píndur til að halda ræðu. Það lítur helst út fyrir að jeg sje einn af fremstu málurunum í Ameríku. Hvað segir þú um það “. Hann hallaði undir flatt og horfði glettnislega á hana. ..Jeg býst við að þú hafir þá náð því takmarki, sem þú sett- ir þjer“. Glettnin hvarf úr augum hans og hann varð alvarlegur á svipinn. „Nei, það er ekki rjett tilgetið. Takmarkinu næ jeg aldrei“. „Svo?“, sagði Hesper. Hvað annað hafði Evan viljað en að mála og verða viðurkenndur listamaður? .... og frelsi? Hann hnyklaði brúnirnar og leit inn í eldglæðurnar, en svaraði ekki. Hún fór fram í litla eldhúsið, setti mat á bakka og bar honum. Hann borðaði og drakk þegj andi. Hesper sat í ruggustóln- um og virti hann fyrir sjer. Hjer sátu þau tvö, tvær gaml- ar mannpersónur í gömlu húsi, tengd hvort öðru aðeins með sameiginlegum endurminning- um. Endurminningum um skammlífa ást, en langvinn mein. Hvers vegna kom hann, hugsaði hún. Hvers vegna þurfti hann að troða sjer aftur inn í líf mitt með sjálfelsku sinni og málaratali, og ýfa upp gömul sár, sem henni hafði fyrir löngu tekist að græða. Hann lauk við allan matinn, sem hún hafði borið honum, og þurrkaði skegg sitt með munnþurkunni. „Þakka þjer fyrir“, sagði hann. „Þetta var ágætt“. Og hann brosti. Þrátt fyrir skeggið sá hún að bros hans var alltaf jafn skemmti- lega aðlaðandi. „Þú ert falleg ennþá, Hes- per“, sagði hann. „Þú varst líka vel vaxin, og hafðir sterka byggingu. Það er það sem gildir, þegar maður er orðinn gamall., Hlutföllin verða hin sömu, nema hjá þeim, sem safna utan á sig spiki. En hvers vegna umhvefur þú þig svört- um og gráum fötum? Þú hafðir heldur aldréi neinn smekk fyr- ir litum“. Hún leit niður á kjólinn sinn og svarta prjónaklútinn. „Jeg er ekkja“, sagði hún kuldalega, „og jeg er orðin gömul. »Viltu að jeg fylgi þjer upp núna?“. Hún tók upp litlu handtösk- una, sem hann hafði komið með og bjóst til að fylgja hon- um til herbergis hans. „Láttu þetta kyrrt hann út úr sjer. „Jeg að fólk sje að föndla mitt“. Hún yppti öxlum og lagði töskuna frá sjer. Um nóttina lá hún andi í svefnherbergi ofan gamla eldhúsið, út í myrkrið. hreytti þoli ekki við dótið lengi vak sínu fyrir og starði Morguninn eftir var þokunni Ijett af og sólargeislarnir ljeku sjer á sjávaryfirborðinu. Suð- vestan-golan bar með sjer liljublómaangan inn um glugg- ana á „Arninum og Erninum“. Þegar Hesper vaknaði var henni ljett um hjartarætur. Henni fannst vorið renna í æð um sínum. Hún vandaði sig við að greiða hár sitt. þiátt fyrir innri rödd. sem gerði gys að henni, og hún fór í eina mislita kjólinn, sem hún átti. Hún tók til morgunverðinn. Um leið og klukkan sló átta, kom Evan niður. Hún hrökk við, þegar hún leit á hann. Um nóttina hafði hún hugsað um hann, sofandi í gulmálaða her- berginu, eins og hann hafði verið. þegar hann svaf þar nóttina fyrir brúðkaup þeirra. Henni var erfitt að átta sig á breytingunni, sem orðin var á honum. Nei, það er ekki aðeins það, hugsaði hún. Hann er líka veiklulegur. „Svafstu vel?“, spurði hún. Hann settist við borðið og brosti til hennar. „Sæmilega, nema hvað afturgöngurnar sóttu á mig“. „Afturgöngurnar?“. „Minningarnar. — Hvernig kemst jeg yfir að Castle Rock?“. Ætlarðu nú að fara að telja þjer trú um að minningarnar væru um þig?, sagði hún við sjálfa sig- Nei, hann kom hing að tíl að fá grænan lit á stein- um við Castle Rock. „Jeg skal senda boð til son- ar míns, Walt“, sagði hún. „Hann getur róið með þig á bátnum sínum við háflæði. alveg upp að ströndinni við klettinn“. í— „Það er ágætt. En þú verður að koma líka, Hesper“. „Jeg er orðin of gömul til að fara í ferðalög á litlum árabát- um“. Evan stundi. „Ef til vill er jeg það líka. En gerðu það komdu með. Mjer þykir svo ó- bægilegt að vera einn með ó- kunnugum manni“. Já, einmitt. En því ekki að fara. Sjórinn og sólskinið og þægilegar hreyfingar báts á öldunum var ekki aðeins fyrir ungt fólk. Walt lagði bátnum við klettinn, þar sem Evan hafði dregið Hesper upp úr sjónum daginn, sem þau kynntust. En hvorugt þeirra minntist á það. „Jeg ætla að bíða hjerna í bátnum“, sagði Walt. Evan staulaðist upp klett- inn, þangað til þau komu á grasbalann. Hún heyrði að hann var orðinn móður og rauður í framan af áreynsl- unni.' „Jæja við skulum setjast hjerna, Evan“, sagði hún. Það var eins og Gústaf ætlaði allur að úthverfast af illsku. Hann leit upp til Jóhannesar, steytti hnefana framan í hann og öskraði. , — Þetta skaltu fá launað, þrællinn þinn. Svo tók hann til fótanna og var fyrr en varði horfinn inn í skóginn. — Aumingja Jóhannes, sagði Þyrí. ’Sá fær að kenna á því hjá Gústaf, því að jeg veit, að hann getur aldrei gleymt þessu. Og ef að þú v.issir, hvað hann ef hefnigjarn. — Já, en hann Jóhannes gerði bara það sem var rjett, Jeg hefði getað rifið allt hárið af höfðh stráksins, kjökraði Maja um leið og húh beygði sig niður yfir svöluhreiðrið, sem lá allt sundurtætt á grasinu hjá þeím. Jóhannes var fölur sem nár þegar h^nn steig niður úr trjenu og hann horfði fullur örvæntingar á sundurtætt hreiðrið, sígarettustubbana og hengirekkjuna. — Komið þið, sagði hann. Það er best að fara heim. Við getum ekki lengur haft ánægju af þessari skógarferð. — Hversvegna ekki, sagði Maja hressilega. Við skulum reyna að hreinsa hjerna til allan óþy,errann. — Komdu Þyrí og hjálpaðu mjer. Maja lagði brúðurnar varlega frá sjer og fór að losa hengirekkjuna. Þyrí hjálpaði henni eins og hún gat. Hún var farin að skammast sín fyrir hegðun bróður síns, en skildi ekki almennilega, hversvegna Jóhannes hafði orðið svona ofsareiður út af einu aumu fuglshreiðri. Ekki var það vegna þess, að hún væri vond stúlka, að hún skildi það ekki, heldur var það aðeins vegna þess, að hún var frá borginni og skildi ekki hverja ást börilin í sveitinni hafa á náttúrunni. En til þess að bæta úr um ^yndir bróður henn- ar, reyndi hún nú að hjálpa til við að hreinsa ruslið af vellinum, safnaði saman sígarettu- og vindlastubbunum og faldi það í holu undir trjárótum. Síðah' tóku þær vinkon- urnar brúðurnar og lögðu þær í rjetta' röð við hliðina á hverri annarri. Þetta tók ekki langan tíma. — Þarna sjerðu, að við myndum geta lagað allt aftur, sagði Maja og sneri sjer við til Jóhannesar, — en hvað var þetta — Jóhannes var allur á bak burt. Hann var hvergi sjáanlegur. 1 fiflibcr mohauArtko.1 Asnu Líta bost út klæðlausar. Virginia Mayo, Jane Russel og Betty Grable eru í hópi þeirra tiu kvenna, sem baðfataframleiðendur i Bandarikjunum hafa kosið sem þær tíu fegurstu án klæða. „Menn kæra sig ekki svo mjög um þær tiu best klæddú1, segir ritari baðfataframleiðendasambandsins. ..Konan er meira aðlaðandi án klæða“. ★ Keisarabrjef sem umbúðarpappír. Þessa dagana hefir orðið vart við mjög dýrmæta gjafapakka í Trieste, sem komið hafa frá Júgóslaviu. Og það einkennilegasta við pakkana er, að innihaldið hefir ekki verið það dýrmætasta heldur umbúðirnar. Þeir, sem: pakkarair voru sendir, veittu því athygli.; að á brjefið, sem þeir voru þakkaðir inn í, var skrifað. Við nánari athugun kom svo í ljós, að þetta voru brjef frá Napoleon keis- ara. Á styrjaldarárunum hafa Þjóð- . verjar flutt þessi brjef fró Frakk- landi og þau af einhverjum ástæðum lent til Júgóslaviu. Þar hafa þau síð- an verið þar til Júgóslavar hafa nú „nýtt“ þau á þann hátt að nota þau sem umbúðapappír. ★ Kornbankar í Hyderahad 1 Hyderabad eru margir bankar þar sem veltufjeð er korn. Menn get.r borgað þar skuldir sínar með korni. og geta einnig fengið kom í staðinn fyrir peninga, ef því er að skipta. Bændurnir geta t.d. tekið þar ,.sáð- kornslán" — gegn rentum auðvitað -—- og greitt það aftur í sömu mj'nt, Þeir geta lika „lagt inn“* kom að haustinú, ef þeir eiga eitthvað a‘ • gangs, og fá rentur greiddar af þv. Allir jarðeigendur í Hyderabad verða að greiða til rikisins ákveðinn skatt af korai á hverju hausti, en það ábyrgist: í staðinn að „kornbank ana“ skorti aldrei „gjaldeyri". ★ „Glataði sonurinn“ kemur heim. Nýlega var klórað í dymar hjá Bill Nichols í New Jersey. Þegar hann opnaði stóð hundurinn hans, ,,Tiger“ fyrir utan. Hann hafði horf ið fyrir sex árum og ekki komið heim síðan, en nú hljóp hann rólega inn og lagðist á sinn „venjulega“ stað, eins og ekkert hefði í skorist. Ac Öryggisráðstöfun. Bóndinn hafði fengið nýjan vinnu- mann. Hann veitti þvi eftirtekt, að vinnumaðurinn hafði alltaf lugt með sjer. þegar hann fór út á kvöldin til næsta bæjar. — Hversvegna hefirðu alltaf lugt með þjer? spurði bóndi hann eitt sinn. — Jeg er að heimsækja unnustuna mína, svaraði vinnumaður. — Þegar jeg var ungur, gat jeg fundið kærastuna mina án þess að hafa lugt til þess, sagði bóndinn. —- Það getur verið, sagði vinnu- maður, en horfðu bara á konuna þína, þa geturðu sjeð hver útkomau hefir orðið. Hjónavígsla. Fógetinn var orðinn allhrumur, og eitt sinn, er hann átti að gifta gekk allt á afturfótunum hjá honum. -— Viljið þjer giftast N. N.? spurði hann brúðina, og eftir að hún hafði sagt „Já“, snjeri hann sjer að brúð- gumanum og sagði: — Þjer hafið heyrt framburð stúlk tmnar, viðxu-kennið þjer sekt yðar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.