Morgunblaðið - 16.06.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1949, Blaðsíða 1
16 síður Bandarísk flugsprengja Hjer sjest er verið er að skjóta upp nýrri, bandarískri flug- sprengju. Hún komst upp í 78 kílómetra hæð og náði 3.400 kílómetra hraða á klukkustund. Flugsprengjan fjell til jarðar um 15 kílómetra frá staðnum, sem lienni var skotið frá. R.ætt um íriðarsamninga við Austurríki Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. PARÍS, 15. júní. — Utanríkisráðherrar fjórveldanna sátu lok- aðan fund í dag. Var rætt um Berlínarvandamálið og friðar- samninga við Austurríki. Þegar fundinum lauk var Vishinsky allur eitt bros og vona menn að samkomulag náist um friðar- samninga við Austurríki. Frestað um tvær klst. í fyrstu hafði verið setlunin að halda ráðherrafund klukk- an fjögur, en honum var frestað um tvær klst., eftir beiðni Vis- hinskis. Hófst fundurinn klukk- an sex í franska utanríkisráðu- neytinu. Var hann lokaður, en eftir fundinn gáfu utanríkisráð herrarnir út sameiginlega til- kynningu um að þeir hefðu rætt tilvonandi friðarsamninga við Austurríki og ástandið í Þýska landi. Ráðstefnunni er að Ijúka Á morgun sitja utanríkisráð- herrarnir enn einn fund og get- ur verið, að það verði síðasti fundur þeirra að þessu sinni. Fijettamenn telja líklegt, að árangurinn af Parísarárðstefn- unni verði að friðarsamningar verði undirritaðir við Austur- iíki og samgöngubanninu ljett af Berlín_ Verkíalli lýkur LONDON, 13. júní: — Hafnar- verkamenn þeir í Liverpool, er undanfarið hafa verið í verk- falli, hafa nú allir snúið aftur til vinnu sinnar. Hófst vinna í dag við öll þau skip, er biðu í höfninni. — Hafnarverkamenn í Bristol samþykktu hinsvegar á fundi sínum í dag, að snúa ekki aftur til vinnu. —- Reuter. „Fanney" leítar að síld UNDIRBÚNINGUR að væntan legum síldveiðum er hafinn fyr ir nokkru. Ákveðið hefir verið að senda skip norður til að leita sildar. Vjelskipið Fanney hefir ver- ið valið til síldarleitarinnar. Skipið er nú hjer í Reykjavík, en mun leggja af stað norður einhvern næstu daga. Kostnaðinn af þessari síldar leit greiða bæði ríki, síldarút- vegsnefnd og eigendur síldar- verksmiðjanna, en slíkt greiðslu fyrirkomulag hefir verið haft á síldarleitinni nyrðra. Aukaráðuneytisíundur á Spáni MADRID, 15. júní: — Ráð- herrarnir í stjórn Francos voru skyndilega kallaðir sam- an á aukaráðuneytisfund í dag og ræðir almenningur mikið um það hver ástæða til þessa fundar sje. Franco var nýlega kominn til Madrid úr heimsókn til Barcelóna og Katalóníu. — Reuter. Ógnaröld í lingverjalandi Gamlir kommúnistar handteknir unnvörpum Laszlo Rajk fyrrum ufanríkisráðherra sakaður um njósnir. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BUDAPEST 15. júní. — Laszlo Rajk, sem fyrir skömmu sat í utanríkisráðherraembætti Ungverjalands hefur verið rekinn úr ungverska verkamannaflokknum. í tilkynningu frá flokksstjórn- inni í dag er því lýst yfir, að hann hafi verið trotsky-smri og r.jósnari. Tveir aðrir háttsettir kommúnistar voru um leið reknir úr flokknum. Eru þeir ákærðir um njósnir og um andúð á Rússum. Dagsbrúriar- verkfall DAGSBRÚNARVERKFALL hófst á miðnætti í nótt, eins og boðað hafði verið, ef ekki næðust samningar fyrir þann tíma. Torfi Hjartarson, sáttasemj ari ríkisins, Iiefur undanfarna daga haldið fundi með full- trúum Dagsbrúnar og Vinnu- veitendasambandsins, en þeir liafa engan árangur borið. Fundur hófst með þessum aðilum kl. 5 í gærdag. Stóð hann enn yfir er blaðið fór í prentun. — Var ætlunin að halda áfram viðræðum fram eftir nóttu. Hvort þær hafa borið einhvern árangur var blaðinu ekki kunnugt. Vcrkfallið í Frakk- landi var ekki alvarlegl PARÍS, 15. júní: — Verkfall það, .sem starfsmenn franska ríkisins boðuðu til í dag varð ekki nærri eins alvarlegt og menn óttuðust. Allmikill hluti starfsfólksins mætti í vinnu þrátt fyrir boð verkalýðssam- bandsins. Alger vinnustöðvun var samt í hinu þjóðnýtta flug- fjelagi og hjá götuhreinsurum. Taka ekki tillil til mólmæla Banda- ríkjanna LONDON, 15. júní: — Banda- ríska utanríkisráðuneytið bar nýlega fram mótmæli-við Breta vegna viðskiptasamnings þess, sem í ráði er að undirrita milli Bretlands og Argentínu_ —■ Það sem Bandaríkin höfðu aðallega á móti samningnum, var að hann skyldi gilda í fimm ár. Töldu þeir að slíkur samningur yrði til að útiloka frjálsa versl un. Fregnir þær bárust í dag frá bresku sendinefndinni í | Argentínu þar sem segir, að mótmæli Bandaríkjanna muni engin áhrif hafa á orðalag samningsins. — Reuter. Skýringin á hvarfi Rajk Laszlo Rajk fyrrum utanrík- isráðherra Ungverja hvarf fyrir nokkrum dögum og hafði ekk- ert spurst til hans lengi, þegar skýrt var frá því í dag, í til- kynningu frá verkamanna- flokknum, að komist hefði upp að hann væri trotskýsinni og njósnari fyrir auðvaldsríkin. Ekki var skýrt frá því 1 til- kynningunni hver hefðu orðið örlög Rajks, hvort hann hefði verið tekinn af lífi eða honum hefði tekist að komast undan; en tekið var fram, að hann hefði verið rekinn úr ungverska verkamannaflokknum. Hittir harðast gamla kommúnista Samtímis voru tveir aðrir aðrir háttsettir kommúnistar reknir úr úr flokknum. Annar þeirra Tibor Szonyi var með- limur í miðstjórn flokksins. •— Ekkert er vitað með vissu um, hvort þessir menn hafa verið handteknir, en ungverska lög- reglan hefir undanfarna daga framkvæmt fjölda handtökur í Budapest og víðar í landinu. Er nú sannkölluð ógnaröld í Ung- verjalandi, sem harðast hittir gamla kommúnista. Vers lunarþvingun gegn Júgóslavíu skipulögð Fundi Kominform lokið. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. VARSJÁ, 15. júní. — Vitað er með vissu, að lokið er Komin- form-fundinum, sem haldinn var í Slesíu í Póllandi nýlega. Á fundi þessum var rætt um sameiginlegar hefndarráðstafanir Austur-Evrópulandanna ‘gegn ríkisstjórn Títós í Júgóslavíu. Er talið, að Rússar hafi krafist þess á fundinum, að öll Kominform- löndin slitu stjórnmálasambandi við Júgóslavíu. «------------------------- Krefjast meiri hlýðni Fundur þessi sem var þriðji Kominform fundurinn, sem haldinn hefir verið, fór fram með mikilli leynd, og þó hefir frjettamönnum tekist að afla sjer ýmissa upplýsinga um hann. Er talið víst, að Rússar hafi krafist meiri hlýðni frá kommúnistum í leppríkjunum og að einkum hafi þeir látið í ijós óánægju yfir hve Pólverj- ar hafa verið óhlýðnir. Skipulögð verslunarþvingun Fram að þessu hafa Pólverj- ar haldið alla viðskiptasamn- inga við Júgóslavíu. Er talið að á Kominform fundinum hafi Pólverjum verið fyrirskipað að fylgja fordæmi Tjekka og Ung- verja um að rifta verslunar- samningum þeim. Væri það þá upphaf að skipulagðri verslun- arþvingun í baráttu Komin- .form gegn Tító. Berjast gegn þjóðernisstefnu Tilkynning stjórnarinnai* fylgir löng skýring á handtök- unum. Segir þar meðal annars, að flokksstjórnin verði að berj ast hlífðarlaust gegn allri þjóðernisstefnu í landinu, þvi að slíkt leiði ekki til neins nema fylgis við Tító. Þá verður þeg- ar í stað að uppræta alla andúð á Rússum, „hvort sem hún kem- ur fram þannig að menn dáist að Vesturveldunum eða þegi um hið mikla hlutverk sem Rúss landi er ætlað til frelsunar allra þjóða!!!“ Kiisten Flagstad hin heims- fræga norska söngkona var ný- lega í Londop og söng í Covent Garden. Var henni haldið mik- ið samsæti í tilefni þess, að hún söng í Tristan og Isolde í 150. skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.