Morgunblaðið - 16.06.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.1949, Blaðsíða 6
6 '■-’yjPJ' •> MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16- juní 1949. fsleiskir miðstöðvarkatlar öefa sparað þ]óðinni mikinn erlendan gjaídeyri Aðaifundur Skógrækfarfje lags Reykjavíkur Á SÍÐUSTU áratugum hefur upp hitun og lýsing húsa tekið stór- feldum breytingum til bóta. Kuld inn og myrkrið, svo og djöflar og draugar, sem áttu víða inni, — öll þessi hersing- hefur verið á hröðum flótta úr híbýlum okkar til sjávar og sveita. Að vísu finn- ast enn, því miður, húsakynni, þar sem skortur er yls og birtu. En vonandi heyra þau brátt for- tíðinni til. Þau gera það í raun og veru .nú þegar, því að í hugs- unarhætti er þjóðin vaxin frá kuldanum og myrkrinu. Lýsis- lampinn er horfinn og kominn í tölu forngripa, þótt ýmsir, sem nú eru miðaldra, hafi notið rökk- urbirtu hans í bernsku. Steinoiíu- lampinn þokaði lýsislampanum með miklum yfirburðum til hlið- ar, og með engu minni yfirburð- um er rafljósið að leysa olíulamp ann af hólmi í bæjum og dreifð- um byggðum landsins. Að sama si:api á sólarljósið nú greiðari að- gang að híbýlum okkar en áður var. í upphitun húsa hefur orðið samskonar bylting. Fólk situr ó- viða við hitann frá sjálfu sjer eða kúnurn. Kolaofninn er einnig að hverfa. Miðstöðvar, rafmagn og heitt vatn úr iðrum jarðar miðl- ar nú meginhluta þjóðarinnar hita í hú.s sín. Þróunin hefur verið ótrúlega stórstíg og undraör síðustu ára- tugina á fiestum sviðum og eng- in furða, þótt mörgum hafi veist örðugt að fylgjast með. Öllum er nú ljóst, hversu mikil vægur hæfilegur hiti er íbúum húss og húsi. Undanfarið og til þessa eru það hinar kolakyntu miðstöðvar, sem flestir hafa notað. En nú er olíu- kynding að ryðja sjer svo til rúms að ætla má, að kolin lúti í al- gjöru lægra haldi á örskömmum tíma. Enda hefir olía mjög veiga- mikla kosti fram yfir kolin, svo að engin, sem reynt hefur olíu- kyndingu, mun hverfa aftur að upphitun með kolum. Aftur á móti munu flestir, sem horfið hafa að upphitun með olíu, nota áfram kolakatlana, láta setja í þá olíubrennara. Má það furðu.legt heita, að þrátt fyrir hinar feikna- miklu byggingarframkvæmdir síðustu ára og allt nefnda- og skriffinskufarganið, þá hafa eng- ar leiðbeiningar verið gefnar um val hitunartækja. Skiptir það þó ekki litlu máli. Hjá mjer voru í fyrstu settir upp kolakatlar, sem reyndust á- gætlega. En þar sem engin var kolastían í húsinu, voru þeir fyr- irfram dæmdir og ljettvægir fundnir, þrátt fyrir ágæti sitt. Hugur stóð til sjálfvirkra olíu- t'nkja, amerískra eða enskra, þar eð jeg var kominn út fyrir hita- veitusvæðið. Og þótt jeg hefði átt hennar kost, myndi jeg ekki hafa tekið hana, nema hafa trygg ingu fyrir skemmtilegri og betri kynnum af henni, en áður hafði jeg í einu af háhverfum bæjarins, þar sem hún kom að engum not- um, ef brá frá blíðu til kalsa- veðurs. Sjálfvirk tæki voru aftur á móti ekki fáanleg nema á svört- um markaði við verði, sem var iangt utan og ofan við alla sann- girni og almenna getu. Skal því þó ekki neitað, að þau freistuðu mín. En jeg kastaði þeim freist- ingum bak við mig, eins og Hjálp- ræðisherinn syndum sínum og sneri allri athygli að hinni inn- lendu framleiðslu á olíutækjum. Og vissulega er það æskilegast að mega byggja úr innlendum iðn- aði. Þegar jeg fór að kynna mjer íslenska olíubrennara, reyndist vera um ótrúlega auðugan garð að gresja. Margir höfðu tekið sjer fyrir hendur að smíða þá náung- anum til bjargar, því að alltaf er hjálpsemi landans söm við sig. Vandræði mín voru því aðallega fólgin í því að velja milli allra þessara ágætu tækja. En kunn- ingi minn einn, margfróður og vís, sagði mjer, að í raun og veru væru öll þessi tæki eitt og sama tóbakið. Og þar sem hann hafði sjálfur smíðað handa sjálfum sjer forláta brennara og tignaði sannleikann öðru fremur sem sinn guð, tók jeg ummæli hans alvarlega. Allar upplýsingar, sem jeg aflaði, færðu mjer heim sann- inn um, að hann hefði rjett að mæla. Jeg ákvað því að bíða á- tekta. Dag nokkurn litlu síðar beindi hamingjan hug mínum niður í Landsbanka, hvaðan jeg ætlaði að fara með fulla vasa fjár, en fór tómvasaður, því að auðvitað var bankinn af aurum innan tóm- ur. En samt varð för mín til fjár, því, að þar hitti jeg Björn hinn sterka frá Gullberastöðum og tókum við tal saman um okkar ágætu sænsku hús, sem fagmanna nefndin sællar minningar hrós- aldrei þreytast á að lofa og reyna að gera eins ódýr og unnt er, — og sem að kalla enginn tollur hef- ur verið reiknaður af — eða eitt- hvað álíká og af húsgögnum. Björn sagði mjer þá frá olíu- tækjum. Og þau voru, að sögn hans, svo lýgilega sparsöm og góð, að mjer varð á smá hug- renningasynd. Það hvarflaði sem sje að mjer að efast um, að Björn stæði báðum fótum á götu sann- leikans. En hann benti mjer á hús, þar sem reynsla var fengin fyrir tækjunum. Símaði jeg þang að. Og mjer til mikillar furðu fjekk jeg staðfestingu á upplýs- ingum Bjarna, svo og leyfi til að skoða þau. Fjekk jeg með mjer þangað vin minn, hinn vísa og margfróða, því að eigin ketilvit stóð á núlli, en taldi mig hins- vegar vera búinn að kynnast há- titluðum fagfúskurum nóg til þess að ástæða væri til að hafa með í ráðum mann, sem jeg vissi að var fagmaður, er jeg veldi húsi mínu hitunartæki. Að hans ráðum pantaði jeg þessi tæki og hrósaði brátt happi yfir að hafa ekki getað fengið enska eða ameríska brennara. Allar upplýsingar, sem jeg hef síðan fengið um erlend sem inn- lend tæki, sanna ágæti þeirra tækja, sem jeg loks valdi. Þau brenna til muna minna en nokk- ur önnur, sem jeg hef heyrt get- ið um. Jeg tel því ástæðu til að vekja opinberlega athygli á þeim, svo að fleiri geti notið góðs af en jeg, því að líklegt tel jeg, að flestir muni fúsir að spara um eða yfir hálfan hitunarkostnað. Og þá má telja víst, að þeir, sem fara með gjaldeyrísmál þjóðar- innar, grípi tveim höndum tæki- færi til að spara til muna inn- flutning kola og olíu, einnig katla, sem smíða má í landinu sjálfu fyrir brot af þeim gjald- eyri, er þeir spara. Umrædd olíutæki eru smíðuð í vjelsmiðju Ol. Olsen, Ytri-Njarð- víkum. Hann smíðar ketil ásamt blásara og „karborator11, sem tryggir jafna olíugjöf inn í ketil- inn, hvort sem mikið eða litið er í olíugeymi. í ,,karboratornum“ eru einni-g sjálfvirk öryggistæki, sem loka fyrir olíurennsli frá geymi, verði það örara en frá ,,karborator“ til ketils. Eldhætta á því að vera útilokuð að kalla. Katlar ■ Olsens eru fyrirferðar- minni og þannig smíðaðir, að hit- inn nýtist miklu betur en í kola- kötlum. Og þar í eru kostir Oi- sens-ketilsins aðallega fólgnir. Og jeg held, að hverjum manni, sem skoðar Olsons-ketilinn verði ljós- ir gallar kolaketilsins hvort sem brennt er kolum eða olíu. f kola- katlinum er aðeins eitt trekk- spjald milli eldhols og revkháfs. Og þetta trekkspjald er altaf meira eða minna opið, svo að hiti fer hindrunarlítið út, engum að gagni. En höfum við efni á að láta gjaldeyri okkar rjúka lítt nýttan út um reykháfinn? Á undanförnum árum hefur verið byggt meira en dæmi eru til áður, líklega síðan land bvggð ist. Og þótt nokkuð hafi dregið úr byggingaframkvæmdum, má telja víst, að mikið verði byggt á næstu árum. Meginhluti þeirra húsa verður að líkindum hitaður upp með olíu. Öllum mun því ljóst, að það getur oltið á allstór- hvort notuð eru góð eða Ijeleg hitunartæki. í viðtali, er blaðamenn áttu við Oisen fyrir skömmu, upplýst- ist það, skv. fenginni reynsiu, að Olsens-katlarnir lækka hitunar- kostnað um að minnsta kosti 100 kr. miðað við meðalstóra íbúð. Skv. minni reynslu, er þetta síst of hátt reiknað. En reiknað með 100 kr. sparnaði mánaðarlega á íbúð, nemur sparnaðurinn 1 milj. 200 þús kr. á hverjar 1000 íbúðir árlega. Það munar um minna. Jeg er í engum efa um, að versl unarstjettin hefði ekkert á móti því að fá þann gjaldeyri, sem sparast gæti á þessum lið. til að fylla einhversstaðar í vöruþurrð- ar skörðin. Eða myndu húsmæð- ur nokkuð þybbast gegn því, að hinn sparði gjaldeyri væri notað- ur til kaupa á heimilisvjelum, er nú fást trauðla nema á svörtum markaði. í blaðaviðtalinu kom það einnig fram, að Olsen hefur átt við svo mikinn efnisskort að etja, að hann -hefur jafnvel orðið að loka verkstæðinu mánuðum sam- an. Hvað veldur? Hver heldur? Manni hrýs hugur við að trúa, að Viðskiptanefnd neiti um gjald eyri fyrir efni í katlana, þegar sannað er að því fleiri katla sem Olsen smíðar því meira sparast á innflutningi kola, olíu og ann- ara katla miklu verri og að sjálf- sögðu dýrari en efni í Olsens- katlana. Fremur verður að ætla, þótt ótrúlegt sje, að Olsen hafi vanrækt að leggja fyrir nefndina nauðsynleg gögn. Og þá er sök- in hans, því að víst er með öllu, að þeir., .’:sem reynt hafa katla hans, munu með gleði veita hon- um þó að hann vildi mörg vott- orð um ágæti þeirra. Engin viðskiptanefnd í veröld- inni myridi neita um gjaldeyri fyrir efni í katla, er smíða ætti innanlands, en veita gjaldeyri fyr ir erlendum kötlum hálfu eyðslu frekari. Kötlum, sem skila óþarf- lega drjúgum hluta hita,- kola,- Framh- á bls. 12. AÐALFUNDUR SKOGRÆKT- ARFJELAGS REYKJAVÍKUR var haldinn í Reykjavík mið- vikudaginn 8. júní. Formaður fjelagsins, Guð- mundur Marteinsson verkfræð- ingur, setti fundinn og tilnefndi fundarstjóra Guðbrand Magnús son forstjóra, en hann kvaddi til fundarritara Ingólf Davíðs- son magister, ritara fjelagsins. Skýrslu um störf fjelagsins á síðastliðinu ári gáfu í sam- einingu formaður fjelagsins og framkvæmdastjóri þess, Einar G. E. Sæmundsen. Gjaldkeri fjelagsins, Jón Loftsson stór- kaupmaður, lagði fram endur- skoðaða reikninga fjelagsins, og voru þeir samþykktir. Þá fóru fram kosningar. Úr stjórn gekk, samkvæmt fjelags- lögum, Jón Loftsson, og var hann endurkosinn. I varastjórn var kosinn mað- ur í stað frk. Rögnu Sigurðar- dóttur, sem er flutt úr bænum, og hlaut Hákon Guðmundsson hæstarjettarritari kosningu. Loks voru kosnir 10 fulltrú- ar á aðalfund Skógræktar- fjelags íslands, sem haldinn verður í byrjun júlímánaðar í Borgarfirði. Þessir hlutu kosningu: Dr. Helgi Tómasson, Guðm. Marteinsson, verkfræðingur, Guðbr. Magnússon forstjóri, Vigfús Guðmndsson frá Keld- urri, Ingólfur Davíðsson magist- er, Sveinbjörn Jónsson hæsta- rjettarlögmaður, Egill Hall- grímsson kennari, Jón Jósep Jóhannesson magister, Guðm. Ólafsson bakarameistari, Jón Loftsson stórkaupmaður. Úr skýrslu formanns og fram kvæmdastjóra er þetta heist: Félagatala er svipuð og fyrir ári, eða um 1350 ársfjelagar og 83 æfifjelagar. Starfsemi fjelagsins í Foss- vogsstöðinni er allmikil og vax- andi. Plöntuuppeldi hefir verið stóraukið, og græðireiturinn stækkaður til mikilla muna, bæði sáðreitir og plöntubeð. Munu nú vera trjáplöntur í upp eldi í Fossvogsstöðinni svo skiptir hundruðum þúsunda, birki, reyniviður og urmull af barrtrjáplöntum ýmiskonar, en flestar mjög ungar. Húsakostur í Fossvogsstöð- inni er mjög ljelegur, og hefir hin stórum aukna starfsemi þar knúið fram nauðsyn þess, að þar yrði reistur vinnu- og geymsluskáli. Teikning að slík- um skála var gerð s. 1. sumar, að fyrirlagi framkvæmdastjóra fjelagsins, lán fjekkst úr Land- græðslusjóði, að upphæð 50 þús. kr., til þess að standast kostnað við byggingu hans, og hefir nú nýlega fengist fjárfestingarleyfi fyrir skálanum, og undirbún- ingsvinna þegar hafin við bygg- inguna. Þá var frá því skýrt, að all- verulegur hluti Heiðmerkur hafi þegar verið girtur. Bæjar- stjórn Reykjavíkur ljet fram- kvæma það verk síðastliðið sum ar og haust, og var verkið unn- ið af starfsmönnum Skógrækt- arfjelags Reykjavíkur og öðr- um, undir forustu Einars Sæ- mundsen. Formaður skýrði frá því, að hugmynd stjórnarinnar hefði verið, að hafist væri handa um skógrækt í Heiðmörk á þessu vori, en óvíst hvort það gæti orðið. Stjórn fjelagsins hefir gert uppkast að tveimur skjölum varðandi Heiðmörk og starfsemi þar; er annað þeirra uppkast að samningi milli Bæjarstjórn- ar Reykjavíkur og Skógræktar- fjelags Reykjavíkur, en hitt er uppkast að reglum um landnám og skógrækt í Heiðmörk. Skjöl þessi hafa verið send bæjaryfirvöldunum, en ekki af- greidd ennþá, og fyrri en það hefir verið gert verður vitan- lega ekki hægt að hefjast handa þar efra. Þess er þó vænst, að ekki verði langt að bíða, að endan- lega verði frá þessu gengið. Hugmynd stjórnar Skógrækt arfjelags Reykjavíkur er að fjelög, starfsmannahópar o. s. frv. sem þess óska, fái úthlut- að spildum í Heiðmörk, mis- munandi stórum, eftir því hve margi-r þátttakendur vetða í hverjum hóp, til skógræktar og umráða. Plöntur gerir stjórnin ráð fyrir að verði látnar þess- um aðiljum í tje ókeypis. Spild- ur þær sem úthlutað verður verði afmarkaðar, en ekki af- girtar. Þegar endanlega hefir verið gengið frá umræddum samningi og reglum, mun það verða til- kynnt, og mönnum þá um leið væntanlega gefinn kostur á að sækja um spildur í Heiðmörk til landnáms og skógræktar. Guðmundur Marteinsson. Stnrfsstúlkur vantar til ýmissa starfa yfir lengri eða ske'mmri tíma. Góð kjör. Upplýsingar hjá Hirti Nielsen. Hótel Borg aði svo mikið, sem meistararnir ,um fúlgum í erlendum gjaldeyri,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.