Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAfílÐ Laugardagur 24. des. 1949. í heimsókn hjú Clausenbræðrum Framh. af bls. 9. sem kunnugt er. Áður en keppn in fór fram, spáðu öll blöðin að hann yrði síðastur. Dönsku íþróttaleiðtogarnir Voru því yfirleitt mótfallnir, að íslendingar fengju að taka þátt í mótinu, hvernig sem á því stóð. En þær reglur giltu, að hver þátttökuþjóð skyldi fá- jafnan hluta af ágóða, sem varð af mótinu, að frádregnum helm ing, sem Svíar fengu í sinn hlut, af því mótið var hjá þeim Svo hlutur hinna rýrnaði við að íslendingar komu með. •i Þessir peningar (gjaldejrrir- inn), sem íslendingar fengu, ívoru svo notaðir til þess að kaupa nauðsynlegan útbúnað ifyrri þá, sem árið eftir fóru á ÍÖlympíuleikana. 2 Jeg hafði legið í fótarmeiðsli, segir Örn, skömmu áður en við ífórum þessa ferð, og dugði því Íítið. En Haukur kom þarna öll «m á óvart með sigri sínum í 1200 metra hlaupinu. Hann var iyngsti þátttakandi í þessu Norð iurlandamóti. Annars verðum við í þessu sambandi að geta sænska þjálf- árans Georgs Bergfors. Hann liafði verið hjer um tíma árið Úður. Hann reyndist okkur hinn hesti leiðbeinandi. Við teljum að þjálfun hans hafi gert okk- ur ákaflega mikið gagn. Auk þess hafði hann verið milli- ^öngumaður við heimsóknir sænskra íþróttamanna hingað ’og utanför ÍR 1947. Á Olympsvelli • Svo komu Olympíuleikarnir, segir Haukur. Og þá var það sem Örn sló sjer á tugþrautina Jyrir alvöru. Það er að segja, hann var þó ekki vel undir þá keppni búinn, því hann hafði aldrei keppt áður í um hclm- ing íþróttagreinanna. Á Ó- lympíukeppninni náði hann 6444 stigum. Svo kom keppnin við Banda- ríkjamonn í Osló á síðastliðnu sumri. Örn hafði náð 6980 stig- um í undirbúningsmóti hjer heima, þar sem menn voru vald ir til fararinnar. í Osló varð Örn svo næst bestur í tugþraut inni. Það kom mönnum á óvart, ekki síður en árangur Hauks í Stokkhólmi 1947. Hann náði 7197 stigum og var hinn bandaríski Olympíumeist- ari Mathias, einn honum fremri, með 7346 stig. En Olympíu- sigur sinn vann hann árið áð- ur með 7139 stigum. Örn Norðurlandameistari í Stokkhólmi í sumar var í fyrsta sinn háð Norðurlanda- meistaramót í tugþraut. Örn bar þar af keppinautum sínum og er fyrsti Norðurlandameist- arinn í þeirri grein. Bætti hann þá árangurinn sinn í 7259 stig, sem mun vera f jórði besti árang urinn í tugþraut í ár. Bestur er talinn Eistlending- urinn Heino Lipp, en vafasanit er að Erni gefist nokkru sinni tækifæri til þess að keppa við hann, þar sem svo er að sjá að Moskvastjórnin hafi lagt blátt bann við því, að hann fái að fara úr landi, vestur fyrir Járn- tjald. Hætt við, að hann myndi reyna að komast hjá því að fara til baka, eins og mörg dæmi eru til um íþróttamenn austan Járntjalds. 7259 stig — Hver er svo árangurmn í ihinum tíu greinum tugþraut- arinnar, spyr jeg Örn. —Er jeg náði 7259 stigum í Stokkhólmi var útkoman þessi: -■ 100 m. hlaup, 11.0 se. Langstökk 7,11 metrar. Kúluvarp 13,63 metrar. Hástökk 1,85 m. 400 m. hlaup 50,7 sek. Þetta voru greinarnar fyrri daginn. En síðari daginn varð árangurinn þessi: 110 m. grindahlaup 15,3 sek. Kringlukast 36,15 m. Stangarstökk 3,40 metrar. Spjótkast 45,14 m. 1500 m. hlaup 4.49,8 mín. Árangurinn sem jeg að þessu sinni náði í langstökki, kúlu varpi og hástökki, var hinn besti, sem jeg nokkru sinni hefi náð, eða persónuleg met, sem kallað er. í stangarstökki hefi jeg náð sama árangri áður (í Osló). En hver eru hin persónulegu met í öðrum greinum? — í 100 m. hlaupi 10,8 sek. í 200 m. hlaupi 22,2 sek. í 400 m. hlaupi 50,6 sek. í 110 m. grindhlaupi 15,0 sek., í kringlu- kasti 41,99 m., spjótkasti 49,08 og í 1500 m. hlaupi 4.39,6 mín. Menn, sem fylgjast lítið með íþróttum, hafa kannski ekki veitt því athygli, sem skyldi, að með frammistöðu sinni í Osló í sumar vann Örn sjer heims- frægð á sviði íþróttanna með keppni sinni við Bandaríkja- menn. Hann fer fram úr ár- angri Ólympíumeistarans sum- arið áður, þó hann næði ekki stigatölu hans að þessu sinni. í Osló sigraði Örn Banda- ríkjamanninn Irving Mond- schein, er hafði verið Banda- ríkjameistari í mörg ár, eða þar til Olympíumeistarinn Mathias sigraði hann. Þó náði Mond- jschein í Osló betri árangri en jnokkru sinni áður. Persónuleg met Hauks Við þurfum líka að minnast hver eru hin persónulegu met Hauks. Hans met eru þessi: 100 m. hlaup 10,6 sek., sem var íslandsmet, þar til Finn- björn Þorvaldssin hljóp á 10,5 sek. í haust. 200 m. hlaup 21,6 sek., 300 m. hlaup 34,7 sek., 200 og 300 m. tímarnir eru ís- landsmet. Og 400 m. hlaup 50,4 var íslandsmet til ársins 1947, að Guðmundur Lárusson hrtt því. í 110 m. grindahlaupi átti Haukur íslandsmetið 15,3 sek., þangað til í sumar. að bróðir hans „rændi“ því. Þegar mest á reynir. Er hjer var komið samtalinu. tók jeg að spyrja bræðurna að því, hvaða lífsreglum þeir fylgdu, til þess að geta náð sem mestri þjáJfun og árangri í íþróttunum. Þeir ljetu fremur lítið yfir því, að um aðrar lífsreglur væri að ræða, en þær, sem menn gætu sagt sier sjálfir. Að lifa reglusömu lifi, og fara þannig vel með líkamskrafta og heilsu. — En er þetta ekki mikil taugááreynsla, að taka þátt í íþróttamótum, einkum þegar um er að ræða keppni við marg æfða erlenda íþróttamenn, og mikið er í húfi, að manni fipist ekki í neinu? —- Vitanlega er það mikils- virði fyrir mann, segir Örn, að vera vanur því að taka þátt í slíkum mótum. Vandinn er, að halda sjer rólegum, áður en maður á að „starta“. En þegar út í það er komið, gleymir mað- ur öllu öðru en því að standa sig, og þá er ekki lengur um neinn taugaæsing að ræða. Jeg hefi tekið eftir því, að margir íþróttamenn eru svo af sjer gengnir, þegar þeir eiga að leggja af stað, eða þegar líður að keppni, að þeir eru ekki við mælandi. Ekki til neins að yrða á þá. Þeir vita hvorki í þenna heim nje annan. Mjer hefur fundist, að blökkumenn væru einna verst á vegi staddir í þeim efnum. — Það gerir nú ekkert til þó maður skjálfi ofurlítið, áður en lagt er út í sprettinn, skýtur Haukur fram í. Þá fer hjartað vel af stað, og það gerir manni ljettara á hlaupinu. — Ber ekki á, að þið eigið erfitt með svefn á nætui'na, þeg ar mikil íþróttamót standa fyr- ir dyrum? — Nei, aldrei hefi jeg orðið var við það, segir Örn, ef jeg á annað borð hefi frið til þess að sofa. — Og hvernig undirbúið þið ykkur undir keppnina hverju sinni? — Fyrsta skilyrðið er að vera vel útsofinn, og hafa ekki orð- ið fyrir neinni óþarfa áreynslu undanfarna daga. Helst þarf maður að hafa sofið vel und- anfarnar nætur. Borða staðgóða máltíð, eins og nautasteik, þetta þrem klukkustundum áður en til átakanna kemur. Kraftsúp- ur eru líka góðar. Ofreyna sig ekki. Eruð þið ekki uppgefnir eft- ir líkams- og taugaáreynsluna þegar búið er? — Ekki tiltakanlega að jafn- aði. En jeg gekk nærri mjer við tugþrautina í Osló í sumar í keppninni á móti Bandaríkja- mönnunum. Þegar jeg var bú- inn með 1500 metra hlaupið í það sinn, þá var jeg utan við mig. Alveg. Heyrði ekki, þó á mig væri yrt. Og hugsaði með sjálfum mjer, að þetta skyldi jeg aldrei gera aftur. Daginn eftir gat jeg ekki á heilum mjer tekið. Þegar svo til Stokkhólms kom, og jeg var kominn í síð- asta þátt tugþrautarinnar þar, þá gætti jeg þess, að draga held ur af mjer er kom fram í 1500 metra hlaupið. Og þá fór alt vel. Jeg kendi mjer einskis meins er búið var. Framtíðin. — Hve lengi getið þið búist við, að þið haldið íþróttahæfni ykkar óskertri, ef þið á annað borð haldið áfram þjálfun? — Hingað til hafa íþróttirnar skapað okkur tækifæri til að komast til útlanda, og kanna ókunna stigu. Við vonum að þetta geti haldið áfram, eitt- hvað fram eftir ævinni. Tugþrautarmenn geta haldið sjer „á toppi“ fram til 30 eða 33 ára, ef þeir leggja alúð við það, segir Örn. En hjer á landi hætta íþróttamenn yfirleitt fyrr en'tíðkast í öðrum löndum. Það kemur kannski m. a. af því, að erfiðara er að halda þjálf- uninni við alt árið, en í suð- lægari löndum. Og svo giftast menn, þegar þeir hafa náð full- orðins aldri, og hætta þá sumir íþróttaiðkunum, taka heimilis- lífib fram yfir daglegar æfing- ar. Ekki sýndist mjer, að þeir bræður væru neitt í slíkum hug leiðingum að skilja við íþrótt- irnar. Enda er jeg alveg viss um, að allur almenningur, sem hefur fylgst af áhuga með þess- um bræðrum og öðrum þeim, sem borið hafa hróður íslands út um heiminn með afrekum sínum óskar þeim alls hins besta á framabraut þeirra og vonar, að þeir eigi eftir að vinna lengi og vel, á þessum vettvangi, sjer og þjóð sinni tii gagns og gleði. V. St. Togarann Sindra rekur á land TOGARANN Sindra frá Akra- nesi rak mannlausan á land, undir túnfætinum að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í gærmorg- un. Óvíst er hvort skipinu verði bjargað. Nokkru eftir að Sindri kom af síldveiðum á liðnu sumri, var togarinn fluttur inn í Hvalfjörð og lagt þar, en sem kunnugt er liggja nú því nær allir gömlu togararnir við festar. Nokkru fyrir hádegi í gær veitti heimilisfólkið því eftir- tekt að skip kom, að því er virtist siglandi upp að landinu. Þótti heimilisfólkinu þetta all kynlegt, en hjelt að hjer væru á ferð erlendir fiskimenn á skipi sínu, villtir af leið. Segir nú ekki frekar af ferð um skipsins, fyrr en það strand ar í fjörunni, skammt vestan við túnfótinn í Saurbæ. — Var veður þá hið besta. Kom þá skýrt í ljós að þetta var Sindri, sem legið hefur í Hvalfirði í allan vetur. I gærkvöldi var óvíst hvort takast myndi að bjarga togar- anum. 88 hefðu óhræddir viljað reyna LONDON. — Nýstárl. skoðana könnun fór nýlega fram í einu af úthverfum Lundúna. Eftirfar andi spurning var lögð fyrir menn: Ef þú hefðir vitað fyrir- fram, hvað fyrir þjer átti að liggja í lífinu, og ef þú hefðir sjálfur getað ákveðið það, hefð- irðu þá kosið að fæðast? Af hverjum hundrað, sem spurðir voru, svöruðu 88 játandi en átta sögðu nei og fjórir voru óákyeðnir. — Reuter. Jófamessur í Rvík og nágrenni Dómkirkjan. Aðfangadagskvöld kl. 6 sira Jón Auðuns. Jóladag: Messa kl. 11 Síra Bjarni Jónsson. Kl. 2 síra Bjarni Jónsson (Dönsk messa). Kl. 5 sira Jón Auðuns, Annan jóladag: Messa kl. 11 síra óveinn Víkingur (síra Jón Auðuns þjónar fyrir altari). Kl. 5 síra Magnús Bunólfsson. Nesprestakall. Aðfangadagskvöld kl. 6 aftansöngur í kapellu Háskólans Jóladag kl. 2 Messa í kapellu Há- skólans, herra biskupinn dr. theol. Sigurgeir Sigurðsson prjedikar, en sr. Jón Thorarensen þjónar fyrir altari. Annan jóladag. Messa í Mýrarhúsa- skóla kl. 2,30. —- Sr. Jón Thoraren- sen. Kapella Háskólans. Messa 2. jóla dag kl. 5. — Sr. Magnús Már Lárus- son, settur prófessor, prjedikar. Hallgrímskirkja. Aðfangadags- kvöld kl. 6 aftansöngur, sr. Sigurjón Árnason. Jóladag kl. 11 árd. Messa sr. Jakob Jónsson og kl. 5 síðd., messa sr. Sigurjón Árnason. Annan jóladag . kl. 11 árd. Messa sr. Sigurjón Árna- son. Barnaguðsþjónusta kl. 1,30 sr. Jakob Jónsson og messa kl. 5 síðd,- sr. Jakob Jónsson prjedikar. Laugarneskirkja. Aðfangadag: Aftansöngur kl. 6 siðd. .Tóladag: Messa kl. 11 árd. oe kl. 2.30. Annan jóladag: Barnaguðsbícnusta kl. 10 árd. og messa kl. 2 síðd. — Sr. Garðar Svavarsson. Kapeltan í Fossvogi. Jóladag: Messa kí; 4,30 siðd. — Sr. Garðar Svavarsson. Fríkirkjan. Aðfangadag jóla: aft- ansöngur kl. 6 e.h. Tóladagur: Messa kl. 2 e.h. Annan dag jóla: Kl. 11 f.h. Barnaguðsþjónusta. — Sr. áigurbjörn Einarsson. Kaþólska kirkjan. Biskupsmessa kl. 12 á jólanótt. Lámessa ’ jóladag kl. 8,30 og hámessa kl. 10. Bæna- hald kl. 6 síðd. — Lámessa kl. 8,30 og 10 á annan jóladag. Elliheiniilið Grund. Messa á jóla dag kl. 10 árd. Sr. Sigurjjörn Á. Gislason. Annan jóladag: Messa kl. 10 árd. Sr. Ragnar Benediktsson. Jólumessur í Ha/narfirSi. HafnarfjarSarkirkja. Aðíangadags kvöld: Aftansöngur kl. 6 e.h. Jóla- dagur: Messa kl. 2 e.h. Annar jóla- dagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Sr. Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Að- fangadagskvöld kl. 8,30 aftansóngur. Jóladag kl. 2 síðd. Messa. Annan jóla dag barnaguðsþjónusta kl. 2 siðd. —- Sr. Kristinn Stefánsson. Kálfatjörn. Jóladagur: Messa kl. 4 e.h. Síra Garðar Þorsteinsson. Bessastaðir Jóladagur. Messa kl. 11 f.h: Síra Garðar Þorsteinsson. cltskálaprestakall. Aðfangadag: Keflavik kl. 6. Útskálum ki. 8. Jóla- dag: Hvalsnes kl. 1. Njarðvik kl. 3,15 Keflavík kl. 5.30. Annan jóladag: (Jt- skálum kh 2. Sandgerði k). 5. Grindavíkurprestakall. Grindavík Aðfangadag kl. 6 siðd. Kvöldsöngur. Jóladag. messa kl. 2 e.h. Annan jóla- dag. barnaguðsþjónusta kl. 2 e.h. Hafnir. Messa kl. 5 síðd. á jóladag. — Sóknarpresturinn. Messað að Reynivöllum jóladag- inn og messað að Saurbæ annan jóla dag að forfallalausu. — Sóknarprest ur að Reynivöllum. Garðaprestakall á Akranesi. Akra neskirkja. Aftansöngur kl. 6 síðd. íiðfangadagskvöld. Jóladág: Messa kl. 2. — Innra-Hólmskirkja. Messa ann- an jóladag kl. 2 síðd. Messað verður i Elliheimilinu kl. 10,30 árd. á jóla- dag. — Sóknarprestur. Fræðsiumyndir BREMEN — j.Nj'rega komu til Þýskalands nýjar bandarískar fræðslukvikmyndir, sem túlka eiga lífið í Ameríku. Myndir þessar eru kallaðar „Tíu mín- útur i Bandaríkjunum“. — Reuter. ; Funchal, Madeira. —■ Tilkyn hefur verið, að C-hurchill gam komi hingað bráðlega. — Mi hann sigia frá Southanipton hii 29. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.