Morgunblaðið - 21.01.1950, Síða 1

Morgunblaðið - 21.01.1950, Síða 1
16 síður 37. árgangur 17. tbl. — Laugardagur 21. janúar 1950. Prentsmiðja Morgunblaðsms SKIPASTÚLL REYKVÍKINGA ÞREFALDABUR Á 4 ÁR3IM í Fyrsti nýsköpunartogarinn, „Ingólfur Arnarson1 Trygve lie minnísl á Síldarverksmiðjur byggðar og hafnarskiSyrðin sférhæff Forysta Sjállstæðis- manna um ellingu s]át7- arútvegs og siglin ga ÚTGERÐIN liefur verið grundvallaratvinnugrein Reykvík- inga allt frá I»ví efnahagsleg viðreisn íslensku þjóðarinnai hófst. Hina síðari áratugi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um eflingu sjávarútvegs og siglinga í Reykjavík. Undir forystu Sjálfstæðismanna um hina miklu atvinnulífs- nýsköpun síðustu ára hefur skipastóll Reykvíkinga nær þrefaldast á s.l. fjórum árum, úr 18 þúsund rúmlestum í 52 þúsund rúmlestir. Þessi gífurlega aukning skipastólsins hefur stórbætt atvicnumöguleika bæjarbúa og fengið sjómönn- um, bæði á fiskiskipa- og verslunarflotanum, ný og full- komin skip, þægilegri aðbúð og tryggari lífsafkomu. Viðræðunum m efnahagsmá! lokiS \ London Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. KAUPMANNAHÖFN, 20. jan. — Bramsnös, fyrrverandi þjóð- bankastjóri talaði í útvarpið í kvöld. Sagði hann m. a. á þessa leið: „Efnahagssamvinna Norðuriandanna er nauðsynleg. Við yerðum að lifa í voninni um, að úr henni geti orðið, enda þótt afstaða Noregs til norræns tollbandalags sje ekki sem heppi- legust. Skeleggur formælandi Það var Bramsnös, sem að hernáminu loknu hóf baráttu lyrir tollabandalagi og hann hefur líka verið mjög skeleggur formælandi þess, er komið hef- ur til viðræðna milli Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur um þetta efni. í ræðu sinni drap hann á helstu atriði þeirrar skýrslu, sem gefin var út um seinustu viðræður milli' þess- öra aðila. Eru dómbærastir sjálfir. „Viðhorf Noregs vekur mesta athygli,“ sagði hann, „en vita- skuld eru það Norðmenn einir, sem færir eru um að meta stöðu landsins, og ef þeir telja sig ekki hafa neinn hag tollbánda- lags við hin Norðurlöndin, þá er heldur ekki rjett að halda viðræðunum áfram.“ Viðræðurnar í London. Viðræðum Skandinavíuríkj- anna og Breta um efnahagsmál mun sennilega ljúka í Lundún- um í kvöld. Fulltrúarnir hafa lagt allt kapp á að samræma þær ýmsu tillögur, sem komið hafa fram, en samkomulag er um í meginatriðum. Allmikill órangur mun hafa náðst á ráð- stefnunni. Rússar mm Harald Herdal úr bfslalandi Einkaskeyti til Mbl. KAUPMANNAHÖFN, 20. jan.: — Kommúnistinn og rithöfundurinn Harald Herdal fór í gær til Warne múnde og ætlaði í ferða- lag um þann hluta Þýska- lands, sem er á valdi Rússa. Rússnesku yfirvöldin stöðvuðu hann og ráku hann síðan úr landi í dag, sennilega vegna þess, að hann hefur verið bendl- aður við Titoisma. Blað kommúnista „Land og Folk“ rjeðst nýlega á síðustu skáldsögu Her- dals og hjelt því m.a. fram að í skáldsögunni væri stjórn kommúnistaflokks- ins gerðar upp sakir. — Páll. Einn enn fyrir sfríðsglæpi KÖLN, 20. jan. — Innan skamms verður Jósef Grohe, umboðsmaður Hitlers í Belgíu og N.-Frakklandi írá 1944 til styrjaldarloka, stefnt fyrir þýsk an sakamáladómstól fyrir stríðsglæpi. Grohe e>' nú í gæslu varShaldi. — Reuter. Spénarmálln LAKE SUCCESS, 20. jan. — Acheson hefir lýst yfir, að á- stæða væi’i til að endurskoða afstöðuna til Spánar Trygve Lie sagði við frjetta- menn í dag, að stefnuyfirlýs- ing Bandaríkjanna í Spánar- málunum væri sjer „ekkert undrunarefni". Sagði aðalrit- arinn, að hann hefði heyrt, að sendinefnd Bandaríkjamanna hjá S. Þ. hefði haft fyrirmæli um svipaða stefnu að undan- förnu. Loks sagði Lie, að hann byggist við, að þessi mál yrðu á dagskrá allsherjarþingsins í september í haust — Reuter. Útgerð fjögurra nýsköpunartogara í samræmi við þá stefnu Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur að tryggja rekst- ur, sem flestra nýsköpunartog- ara í bænum, hóf Reykjavíkur bær útgerð fjögurra nýrra tog ara á síðasta kjörtímabili. Tveir þeirra eru dieseltogarar og hef ur bærinn þannig haft for- göngu um útgerð slíkya skipa hjer á landi. Útgerð þessara skipa hefur haft gefist prýði- lega og allir hafa togarar bæj- arins verið fengsæl veiðiskip og útgerð þeirra farið vel af stað í hvívetna. Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálf stæðismanna hefur einnig lagt á það áherslu að sem flestir hinna nýju togara, sem ríkis- stjórnin hefur nú samið um smíði á í Bretlandi til viðbótar yrðu gerðir út frá Reykjavík. Jafnframt hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu vjelbáta- útgerðarinnar í bænum. Nýjar síldarverksmiðjur Þegar að hinn mikli síld- arafli úr Kollafirði og Hval- firði hafði borist hjer á Iand árin 1947 og 1948, án þess að nokkur aðstaða væri til þess að hagnýta aflann hjer, hafði bæjarstjórn forystu um að úr því yrði bætt, með því að komið væri hjer upp síld arverksmiðjum. Kostnaður- inn við síldarflutningana norður síðara árið hafði numið nær 20 millj. kr. og stórkostlegt gjaldeyris- og vinnutjón orsakast af verk- smiðjuskortinum. Reykjavíkurbær gerðist meðeigandi í tveimur síldar verksmiðjum, fljótandi síld- arverksmiðju, sem er alger nýung hjer á landi ásamt síldarverksmiðjum ríkisins og útgerðarmönnum við Faxaflóa ,og ennfremur Faxaverksmiðjunni ásamt hlutafjelaginu Kveldúlfi. Aflabresturinn undanfarin ár hefur lamað þessi nýju at- vinnufyrirtæki í bili. — Vonir standa hinsvegar til þess að með nýjum veiðiaðgerðum tak- ist í framtíðinni að hagnvta þau auðæfi, sem felast í síldar göngunum í Faxaflóa enda þótt síldin gangi ekki í firðina. j Hefur núverandi ríkisstjórn undir forystu eins reyndasta forvígismanns sjávarútvegsins, Jóhanns Þ. Jósefssonar, at- vinnumálaráðherra, skipað fjöl i Frh. á bls. 2 Fullkomin skil Reykjavíkurbæjar við Tryggingarstofnunina SIGFÚS ANNES tvítyggur í gær ósannindin um „óreiðu- skuld“ bæjarins við Tryggingarstofnunina. Staðrcyndirnar eru þessar: 1. Samkvæmt reikningsyfirliti Tryggingarstofnunarinn- ar sjálfrar, dags. 5. júlí 1948, var INNEIGN bæjarins hjá stofnuninni hinn 1. jan. 1948 kr. 799.613.56. 2. Samkvæmt samskonar yfirliti frá Tryggingarstofn- uninni, dags. 1. október 1949, var INNEIGN bæjar- ins hinn 15'janúar 1949 kr. 256.432.90. 3. Skuld bæjarins nú um þessi áramót við Tryggingar- stofnunina, sem enginn veit enn hversu mikil kann að vera, er ekki óreiðuskuld fremur en skuldir Trygg- ingarstofnunarinnar við bæinn um tvenn síðustu ára- mót voru óreiðuskuldir. 4. Allt „kjaftæði“ Sigfúsar, svo að orðbragð hans sje notað, fellur um sjálft sig með því, að enginn sjer- stakur samningur hefur verið gerður við Tryggingar- stofnunina um greiðslu framlaganna árið 1949. 5. Það er aukaatriði, en sýnir innrætið og „heiðarleg- heitin“, að Sigfús fer rangt með allar tölur. Hann fer rangt með áætlunarupphæð Tryggingarstofnunarinn- ar og liann fer rangt með greiðslur bæjarins. Fleiru vcrður varla logið í ekki lengra máli, enda er Sigfús enginn viðvaningur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.