Morgunblaðið - 12.04.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1950, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 12. apríl 1950 (Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.), Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, ». í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, Kon ungsvandamál Belgíu KONUNGSVANDAMÁL Belgíu er enn óleyst. Rúmlega 57% kjósenda lýstu yfir þeim vilja sínum í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór um það, hvort Leópold konungur skyldi koma heim aftur, að konungurinrt skyldi hverfa heim og taka víð konungdóini að nýju. En þrátt fyrir þessi úrslit virðist minni hlutinn, sem er andvígur heimkomu konungs vera þess stað- ráðinn að hindra hana. I því skyni hafa verkföll verið hafin. Áíökin um valdatöku Leóplods konungs hafa einnig haft þær afleiðingar að ríkisstjórnin hefur orðið að segja af sjer og þrátt fyrir margendurteknar tilraunir ýmsra stjórnmála- leiðtoga s.l. 3 vikur hefur ekki tekist að mynda nýja ríkis- stjórn, sem treysti sjer til þess að bera ábyrgð.á heimkomu lconungs. Flokkaskipting í belgiska þinginu er þannig að Kaþólski flokkurinn hefur hreinan meirihluta í efri deild þess, en vantar örfá þingsæti í fulltrúadeildinni til þess að hafa meirihluta einnig þar. Flokkurinn hefur því ekki bolmagn til þcss einn að knýja fram samþykki þingsíns fyrir heim- komu konungs, en hann hefur lýst því yfir að hann beygi sig i'yrir ákvörðun þingsins. Frjálslyndi flokkurinn, sem studdi íráfarandi ríkisstjórn, er hinsvegar nokkuð klofinn í þessu rnáli. Talið er að allmargir flokksmenn hans hafi greitt at- kvæöi með heimkomu konungs í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þingflokkur hans virðist einhuga í andstöðu gegn honum eins og flokkur jafnaðarmanna. ’ Auðsætt er að átökin um heimkomu Leópolds konungs hafa haft mjög slæm áhrif á ástandið í innanlandsmálum Belgíu. Landið logar í æsingum um málið. Nokkur meirihluti þjóðarinnar er konungi fylgjandi, en minnihlutinn sættir sig ekki við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar og sættir sig ekki við neitt annað en að konungur afsali sjer konurigdómi í hendur syni sínum. Þessi átök hafa jafnframt haft þau áhrif að hin gamla cieila hefur vaknað milli Vallóna og Flandernbúa. Skilnaðar- hreyfing hefur jafnvel skotið upp höfðinu meðal Vallóna. Um það, hver niðurstaðan verður í deilunni um heimkomu Leópolds konungs, er ekkert hægt að fullyrða á þessu stigi málsins. Talið er þó að hið misheppnaða allsherjarverkfall, sem jafnaðarmenn efndu til hafi bætt aðstöðu konungs- sinna nokkuð. En sú staðreynd verður ekki sniðgengin að L.eópold konungur hefur með fastheldni sinni við konung- dóminn átt þátt í miklu missætti, og deilum meðal þjóðar isinnar. • ♦ Omurlegt hlutskipti ALÞYÐUFLOKKURINN, sem fór með stjórnarforystu í þessu landi frá því í ársbyrjun 1947 til ársloka 1949 hefur nú valið sjer það ömurlega hlutskipti að vinna kappsamlega að því með kommúnistum að dylja þjóðina alvöru þeirra vandkvæða, sem hún á nú við að etja. Alþýðuflokkurinn, sem hafði forystu um hækkun tolla og skatta, ætlar nú að ærast þegar sumar álögur hans eru fram- lengdar, en aðrar felldar niður eða lækkaðar. Alþýðublaðið, sem lofsöng gengislækkun þá, sem flokksmenn þess í Bret- landi framkvæmdu, gerir nú hróp að þeim flokkum á íslandi, sem breytt hafa gengi íslenskrar krónu og telur þá seka um íilræði við alla launþega. Fyrirlitningin fyrir dómgreind og heilbrigðri skynsemi almennings hefur e. t. v. aldrei komið eins greinilega fram og einmitt í þessum málflutningi Alþýðuflokksins. Það er ekki ein báran stök hjá þessum flokki. Á s.l. hausti (lýsti formaður hans því yfir eftir kosningaósigurinn, að flokk urinn hefði ákveðið að draga sig út úr pólitík, fara í fýlu vegna þess að hann fjekk ekki nógu mörg atkvæði. Ekki var þetta karlmannlega mælt. En við þetta bætist svo það ein- staka ólán flokksins að byggja vonir sínar endurreisn á kapp- •blaupi við kommúnista um ábyrgðarleysi og skrum. Alþýðu- Tlokkurinn má vera þess fullviss að þeirrar endurreisnar verður langt að bíða. •"Hkatií. . __ MORlrVlStiLAÐltí \Jíhar óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Næsta tíðindalaust ÍSLENSKIR skíðagarpar, sam- an komnir til keppni á Siglu- firði, unnu ýmiskonar afrek, en að öðru leyti má segja að helgi- dagarnir hafi verið næsta tíð- indalausir. „Þúsundir Reykvík- inga“ þustu á skíði á skírdag og föstudaginn langa, voru vel heppnir með veður og sneru rjóðir og sjálfsánægðir aftur til bæjarins. En fyrir norðan, þar sem skíðakeppendurnir voru að vinna ýmiskonar afrek, háði þeim fyrst votviðri og síðan snjókoma og loks hvassviðri. Svona erfitt er að gera mönn- um til hæfis á frídögum þeirra. "* • Strandaglópar í Eyjum FJÖLDI manns eyddi páskafrí- inu hjá vinum og vandamönn- um. Frá Reykjavík fór meðal annars álitlegur hópur til Vest- mannaeyja, og í gærdag var þar vænt safn strandaglópa, sem biðu óþreyjufullir eftir flugvjel um frá höfuðstaðnum. Flestir þessara strandaglópa munu hafa haft í hyggju að fara frá Eyjunum á annan páskadag, en þá voru vindstigin þar orðin tíu talsins og alls ekkert flugveður. Um tvöleytið í gærdag ljet flugveðrið til Vestmannaeyja enn standa á sjer. • Biðraðir við bíóin EN hvað um það, allir tala mætavel um frídagana bless- aða, gerast jafnvel háfleygir og kalla þá, eins og kunningi minn einn, „upplyftingu fyrir líkama og sál“. Og vissulega voru þeir ein- mitt það. Þó verður því ekki neitað, að svo var komið á mánudag, að mörgum bæjarbú- um fannst sem nóg væri komið af kyrrsetu, bókalestri og legu- bekkjahvíld; þetta sást greini- lega á biðröðunum, sem mynd- uðust við bíóin löngu áður en miðasalan hófst. Kallað á lögreglu VIÐ Austurbæjarbíó var komin geysilöng biðröð klukkustundu áður en auglýstur sölutími byrj aði, og skömmu fyrir kl. 11 var kallað á lögregluna, til þess að hafa hemil á fólkinu. Börn voru þarna í miklum meirihluta, og þau gerðu nokk- uð hróp að lögreglunni, að lík- indum til þess að stytta sjer stundir. Vandamálin óbreytt OG svo hefst vinnan aftur og skömmtunarseðlarnir eru tekn- ir fram og kaupmennirnir spurðir blíðlega, hvort þeir eigi nú ekki svolítið kaffi. Við er- um endurnærð eftir hvíldina og „upplyftingu líkama og sál- ar“, en að öðru leyti hefur eng- in breyting orðið á högum okk- ar svo sjáanlegt sje. Og þótt óstaðfest sje að vísu af ríkis- stjórninni, má að líkindum slá því föstu, að við horfumst í dag í augu við nákvæmlega sömu vandamálin og í síðastliðinni viku. Enn um sumartímann FYRIR páska var tvívegis drep- ið á það hjer í dálkunum, að menn virtust almennt óánægð- ir með „fiktið við klukkuna“. Birt var brjef frá einum óá- nægðum, en sá fullyrti, að það hefði alls enga hernaðarlega þýðingu að flýta klukkunni og taka til við svokallaðan sumar- tíma. En nú er komið brjef frá manni, sem er allt annars sinnis og hefur eftirfarandi að segja um tímabreytinguna: Sjálfsögð ráðstöfun „ÞEGAR rætt er um sumartíma (skrifar hann), langar mig til að láta í Ijós skoðun mína á því máli. Sumartími er að mínu á- liti sjálfsagður. Það er mjög hagkvæm tilhögun að flytja þá birtu, sem allur almenningur notar á morgnana á þessum tíma árs, yfir á síðari hluta dagsins, þar sem þörf er fyrir hana, eins og gert er í nær öll- um löndum heims. • * Ef ekki væri sumartími „JEG er mikill sundlaugamað- ur og sólbaðsunnandi, þegar jeg kem úr vinnu kl. 5. Er það mík- ill munur á sumrin, hve sólin er sterkari þá en klukkustundu seinna, og þar er sumartíman- um fyrir að þakka. Þetta á og sjerstaklega við um Nauthóls- vikina, því varla nokkur mað- ur fer þangað áður en hann fer í vinnu. Það væri því nær ó- mögulegt fyrir fólk, sem vinn- ur úti að fara í sjóinn eftir há- degi, ef ekki væri sumartími, nema þá um helgar“. • Tvo vantar sambönd TVEIR erlendir frímerkjasafn- arar hafa skrifað Morgunblað- inu og segjast vilja komast í brjefasamband við safnara á ís- landi. Nafn og heimilisfang annars er: Basil Coombe, Post Office Staff, Palmerston North, New Zealand. Hinn heitir Karl Sanne og hefur heimilisfangið: Aspe- haugvn. 7 •— 9, Smestad, Oslo, Norge. Sá síðarnefndi segist helst vilja hafa brjefaskipti og frí- merkjaskipti við 14—15 ára ís- lenskan strák. | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . nitiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiHiiniiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiHi'iniiimiiiMmimiiMHmimiHiiiiiiimtiiiiii 7n Um náttúruvernd í HAUST sem leið flutti Sig- uðrur jarðfræðingur Þórarins- son fyrirlestur í Náttúrufræði- fjelaginu um náttúruvernd og nauðsyn þess, að samin verði og samþykkt lög um það efni hjer á landi. Birtist þetta erindi hans í Náttúrufræðingnum. Lagasetning um þessi efni er sjálfsögð, svo föst skipun geti komist á verndun náttúruverð- mæta. En 1 aga smíðin ein er ekki nægileg. Fróðir menn og færir í náttúrufræðum, verða að gera grein fyrir því, hvað það er, sem varðveita þarf frá skemmdum og gera almenningi sklljanlegt hvers vegna hvað- ein er verðmætt. Þeir, sem rjeðust á Rauðhól- ana t.d., hafa sennilega aldrei heyrt þess getið, að hjer er um sjerstakt náttúrufyrirbrigði að ræða. Annað dæmi tilfærir Sig- urður í erindi sínu hjeðan úr nágrenninu, Grænavatn við Krýsuvík, sem er stórmerkileg- ur gígur. S. Þ. segir frá því, að eigend- ur Krýsuvíkur hafi gerst ó- þarflega nærgöngulir við þetta einkennilega vatn, eða gíg, með því að byggja fjós, og hlöðu- turna, rjett hjá og farið með jarðýtu út á vatnsbakkann. • • HANN KOMST M.A. ÞANNIG AÐ ORÐI: Þá talar hann líka m.a. um þær hugleiðingar, sem fram hafa komið um, að hækka vatns borð Mývatns, svo hægt yrði að nota vatnið í miðlun við Lax, árvirkjunina. Vonandi tekst, að afstýra slíkum spjöllum á hinni óvið- jafnaanlegu Mývatnssveit. Ann ars er ekki nema eðilegt, að ein mitt „Hið íslenska náttúru- fræðifjelag" beiti sjer fyrir því, að löggjöf um náttúruvernd komist hjer á sem fyrst og komi að sem fylstum notum. • • NÁTTÚRUSPJÖLL Yfirleitt virðist mjer vera ó- þarlega mikið um náttúruspjöll og slæma umgengni í sambandi við mörg mannvirki hjerlendis, einkum eftir að jarðýtur og önnur stórvirk vinnutæki komn til sögunnar. í okkar nakta, skóglausa landi er slíkur sóða- skapur meir áberandi en víðast annars staðar, og því meiri á- stæða til að varast hann. Það er ömurlegt að sjá frágang eins og t.d. á Skeiðfossrafstöðinni eða sumum vegarspottum, sem gerðir hafa verið með jarðýtum. Sem betur fer eru undantekn- ingar. T. d. er frágangurinn á Ljósafossstöðinni til fyrirmynd ar, sama má segja um t.d. veg- ina yfir Vatnsskarð og Holta- vörðuheiði. Eitt dæmi um fyrir myndar frágang vildi jeg sjer- staklega nefna. Fyrir einum f jór um árum var byggð brú yfir Laxá í Þingeyjarsýslu á vegin- um frá Arnarvatni norður með Mývatni að vestan. Laxá renn- ur þarna sem annars staðar milli fagurra, gróðursælla hraunbakka og á brúarstæðinu er undurfagur hólmi í ánni, vaxinn hvönn og blágresi. Þeir Mývetningar, er stjórnuðu brú- arbyggingunni, fluttu grjót og hnausa í hleðslu allangt að, til að þurfa eki að skemma bakk- ana, og svo nærgætnislega var unnið, að í hólmanum var varla troðin niður Öin einasta blágres isplanta. Slík ræktarsemi og snyrtimennska er sannarlega þess verð, að henni sje haldið á lofti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.