Morgunblaðið - 12.04.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1950, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ. FAXAFLÓIs NA-gola eða kaidi. — LjfeU- skj jað._________ tgutj|)laí>iö 81. tbl. — Miðvikudagur 12. apríl 1950. _RÆÐA utanríkisráðherra c? hann flutti í páskavikunni. es birt á 9. síðu blaðsins. ___ m Ðauðaslys varS á Hafnar- ífjarðarvegi um páskana Drukkinn bílsijóri hvolfir btl í skurð ElNN fnaðuí- beið bana af völdum bílslyss er varð um bæna- dagana, Maður þessi hjet Ólafur Jóhannsson, verkamaður, til ■trPt^llis'að Barmahlíð 37. Hanri var farþegi í bíl er hvolfdi út ( skurð suður í Fossvogi, aðfaranótt skirdags. — Maðurinn, sem ók bílnum, var drukkinn, og í ofsahræðslu, hljóp hann burt af rly-staðnum áður en lögreglan kom. Siundaði nám á vegum Lockheed fiugijeiadsins MYNDIN cr tekin á Keflavíkurflugvelli, skönimu eftir heiin- komu IJjarua Jenssonar frá Bandaríkjunum, cn þar stundaði hann nám á vegnm Lockheed-fjelagsins. Biarni er þriðji frá vinstri, en með honum er Iiaukur Claesscn flugvallarstjóri og aðrir flugvallarstarfsmcnn. Slysið varð nokkru eftir mið-® •wétti^skammt frá gatnamótum Alfhólsvegar og Hafnarfjarðar- vegar. Maður nokkur var slyss- tns v-ar, rjett eftir að það varð, og brá hann þegar við, til hjálp- er. Aðkoman. Þegar hann kom að bílnum, fie.T. er G-1451, var hann á ♦weifi ofan í skurði, sem þama er við veginn. Maðurinn hjálp- aði manni þeim út er bílnum ók, Eymundi A. Friðleifssyni, MiStúni 84. — Var hann að sjá ómeiddur. — Inni í bílnum var ólaxur heit. Jóhannsson og var toann fastur, svo ekki var unnt að hreyfa hann fyrr en lögregl- an var komin á staðinn og hægt var að rjetta bílinn við. Ólafur var þá strax á eftir fluttur í sjúkrahús ,enda mjög slasaður. Þar ljest hann um kl. 11 á skk- dagskvöld. Ofiahræðsla f$reip bílstjórann. Án þess, að því væri veitt nein athygli fyrr en skömmu eftir að slysið vai'ð, hafði sá er fciteum ók hlaupið á brott frá síysstaðnum. Var hans lengi leit að árangurslaust. •íjrast kjark. Hefur hann skýrt svro frá við rannsókn þessa máls, að ofsahræðsla hafi gripið sig. Var ‘♦mfmrlengi nætur á vakki, um ■thbkin-vþar syðra og fór ekki '♦je-m- 'til sín um nóttina. Á ckirdag segist Eymundur hafa ætlað að fara niður á lögreglu- r.töð, til að skýra frá málavöxt- um, en sig hafi þá brostið kjark. .tíann spurði lát kunningja síns, er einn af prestum bæjarins k .m.heim til hans og tilkynnti li um það. ísing var á veginum þessa nótt. Ólafur Jóhannsson var 46 ára afi aldri. Hann lætur eftir sig , .bflleiðis landa milli" feOFTLEiÐIS landa milli, heit- * r • aukamvnd, sem sýnd er í Gamla Bíó um þessar mundir. ■»— Er myndin svipmyndir úr •*n •Ililandaflugi með flugvjelum ♦te' L’ðftleiða og hafa starfs- *h-íu> fiugfjelagsins sjálfir gert |itrssa;:.m.ynd. Skýringartexti er taiaður inn á myndina. Margt mjög fallegra mynda er-að sjá í mynd þessari og V’ða að, allt suður til Suður- A.veríku, um Bandaríkin: þá c .. mvndir frá ýmsum löndum E yrópu. „Stíganda" bjargað frá slrandi VJELSKIPIÐ Stígandi frá Ól- afsfirði varð fyrir því óhappi í gær, að vjel þess bilaði og mun- aði minstu, að skipið hefði rek- ið stjórnlaust upp á sker. Þetta gerðist skammt norður af Skagatá, en þar mun Stíg- andi hafa verið að veiðum. — Vindur var nokkur af norðri eða norðaustri og rak bátinn í áttina að landi. Var einkum talin hætta á að hann bæri upp á svonefnt Skallarif. Skipverj- um tókst að stýra skipinu fram hjá því, á síðustu stundu, með seglaútbúnaði skipsins. Slysavarnafjelagið bað nær- stödd skip að fara Stíganda til aðstbðar og um kl. 1 var vjel- skipið Stjarnan frá Akureyri komin Stíganda til hjálpar. — Mun hann þá hafa verið kominn mjög nærri landi. Að öðru leyti hefur allt ver- ið tíðindalaust af sjónum nú undanfarna daga, enda besta veður flesta þeirra. Hver fær að keppa við Botvinik! Á FÖSTUDAGINN langa hófst austur í Budapest í Ungverja- landi skákmót, þar sem keppt er um áskorunarrjett til ein- vígis við heimsmeistarann í skák, Rússann Botvinik. Upphaflega munu 14 þjóðir hafa ætlað að senda skákmenn til keppni á móti þessu en sam- kvæmt síðustu frjettum munu f jórir þeirra hafa heltst úr lest- inni. Meðal skákmannanna er einn frá Norðurlöndum. Er það Sviinn Stalberg, þá er Argen- tínumaðurinn Naydorf, Res- evsky er þar væntanlega og Szabo frá Ungverjalandi. — Hvorki Euwe eða Fine Banda- ríkjameistari, taka þátt í mót- inu. Sláðsfefna um fhigmál LONDON, 11. apríl. — Á Kúbu hófst í dag ráðstefna 32 þjóða um flugmál. — Mun ráðstefna þessi standa a. m. k. um þriggja \úkna skeið. — Reuter, Louise fer til Bretlands Stokkhólmi, 11. apríl. — Skýrt var frá því í dag, að Louise, vænt anleg drottning Svíþjóðar, mundi fara til Lundúna 15. þ. m. í hálfs mánaðar heimsókn til móður sinnar. Diesellogararnir verða stærilu skipin í togara- flolanum í SAMBANDI við frásögn Mbl. af togurunum 10, er ríkisstjórn- in samdi um smíði á í Bretlandi 1948, og nú hafa verið auglýstir til sölu, skal á það bent, að ekki var allskostar rjett með farið, er sagt var frá stærð þeirra í samanburði við aðra íslenska togara. Sagt var að gufutogar- anrir væru jafnlangir og t. d. Fylkir og Röðull. Þetta er ekki rjett. Gufutogararnir átta verða jafnstórir og þeir Neptúnus og Mars, en dieseltogararnir tveir verða hálfu öðru feti lengri og hálfu feti breiðari. Verða þessir tveir togarar því þau stærstu og burðarmestu fiskiskip, sem byggð hafa verið fyrir íslend- inga. Akureyringar unnu SigHirðinga í bridge AKUREYRI, 11. apríl. — Hin árlega keppni í bridge milli Akureyringa og Siglfirðinga var háð hjer 3.-5. apríl. Spi1- að var á þrem borðum öll kvöld -in. Leikar fóru þannig, að Ak- ureyringar sigruðu með 6 vinn- ingum gegn 3. Þetta er í fyrsta sinn, sem Akureyringar vinna í þessari keppni, en jafntefli varð í fyrra. Nokkrir góðir spila- menn Siglfirðinga dvelja nú ut- an heimilis síns í atvinnu og var því lið þeirra veikara en ella. — H. Vald. Bandaríkin veifa Síam lán LONDON, 11. apríl. — Skýrt var frá því í dag, að Band<y- ríkin mundu veita Síam veru- legt lán eða sem nemur 10 millj. dala. Allmikill hluti láns- ins verður hergögn auk annars útbúnaðar. — Reuter. Guðmundur Sveinbjörmsoii skrifslofusfjóri iátinn GUÐMUNDUR SVEINBJÖRN- SON fyrv. skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu andaðist að heimili sínu hjer í bænum, á laugardaginn fyrir páska. aBna mein hans var heilablóðfall. Hann var 78 ára að aldri. Hafði hann verið vanheill síð- ustu fjögur árin. Hann var framúrskarandi reglusamur og hreinskiftinn maður, eins og allir þekktu, sem höfðu sam- skifti við hann, á hinum langa embættisferli hans. Mætur mað ur á alla lund. Jarðarför hans fer fram á föstudaginn kemur. 3örn kveikja í nelaskúr 'UM bænadagana< var heldur rólegt hjá slökkviliðinu. Var það aðeins kallað út einu sinni, vegna elds í skúr vestur í Ánanaust. I skúr þessum voru geymd net, en utan við hann var mikið af allskonar drasli og munu litlir krakkar hafa borið eld að þesssu rusli, er tók fljátlega að loga. Nokkur eldur var er slökkvi- liðið kom á staðinn, en því tókst fljótlega að kæfa hann og munu litlar skemmdir hafa orðið af völdum hans. Skipshöfnin var öll bólusefí í GÆR fór Hafnarfjarðartogar inn Venus áleiðis til Grimsby með ísvarinn fisk. Það sem einkum þótti sögu- legt við brotfför skipsins var, að áður. en það lagði úr höfn var öll áhöfn þess bólusett. Svo sem kunnugt er hefur bólusótt gert vart við sig í Glasgow, enj þó skipið eigi ekki að fara þang að, þótti ráðlegra að viðhafa' slíkar varúðarráðstafaný.-. i KYNDARAR A SUR- PRISE BRENNAST KYNDARARNIR báðir á Hafn- arfjarðartogaranum Surprise, brenndust nokkuð, er þeir voru að gera við rör í vjelarúmi skips ins. Er þetta gerðist, aðfaranótt mánudagsins, hafði Surprisa verið að veiðum um vikutíma, Suður á Selvogsbanka. Kyndararnir, sem heita Páll Guðmundsson og Kristján Brynjólfsson, voru að gera vicS gufúrör í vjelarúmi skipsins, er leki hafði komið að. Ætluði* þeir að setja tappa í það, en þá vildi svo slysalega til, að sjóð- heit gufan þeyttist út um gatið á rörinu, með þeim afleiðingum, að þeir Páll og Kristján brennd ust báðir nokkuð, einkum þé Páll. Var þegar siglt áleiðis til Hafnarfjarðar með hina slösuðu menn, og kom Surprise þangað á mánudaginn. Var Kiistján fluttur heim til sín að lokinni læknisaðgerð, en Pál varð acS leggja í sjúkrahús. Báðum lei3 eftir atvikum vel í gær. Surprise hafði aðeins skamraa viðdvöl. Fór aftur út á miðin, þegar að lokinni viðgerð á gufti rörinu. Nýff mel í svifflugi NÝTT íslenskt met var sett I gærdag í svifflugi. Helgi Filippusson flaug eins manns flugu, af svonefndri Olympíugerð, frá Sandskeiði austur að Hvolsvelli við Hellu, í einum áfanga og var hanm fúma tvo tíma á leiðinni, sem er um 75 km. í fluglínu og er þetta nýtt íslenskt met í lengd- arflugi. Gamla metið var frá Sandskeiði til Keflavíkurílug- vallar en sú leið er um 50 kra. löng. Með þessu flugi sínu, lauk Helgi Filippusson svonefndu silfur C-prófi og er hann þriðji Islendingurinn sem lýkur þessu prófi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.