Morgunblaðið - 13.12.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1950, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. des. 1950 W O K G U n « L Atf i » 9* Ekkert má lengur koma okkur á óvart44 SIÐASTLIIÐINN fimmtudag flutti Thor Thors sendiherra og íormaður fulltrúanefndar Islands é allsherjarþingi Sameinuðu þjóð ranna erindi um störf þingsins og ástand og horfur í heimsmálun- iim. Erindið var talað á hljóm- plötu 1. desember s.l., en send- ing plötunnar tafðist nokkuð. — Morgunblaðið birtir hjer á eftir kafla úr erindi sendiherrans: SAMEIGINLEGAR FRIÐARRÁÐSTAFANÍR Síðast þegar jeg talaði heim gat jeg þess að pólitíska nefndin hefði samþykkt tillögur um sameiginlegar friðarráðstaf- anir. Allsherjarþingið samþykkti þessar tillögur hinn 3. nóv. og greiddu 52 ríki þessum ákvörð- unum atkvæði, þar á meðal ís- land. En aðeins 5 ríki, þ. e. a. s. Sovjetríkin 3, Pólland og Tjekkó- islóvakía greiddu atkvæði á móti þeim. í lok framsöguræðu minnar vjek jeg að því, að tiilögur þess- ar hefðu hið veglega heiti: „Sam- eiginlegar friðarráðstafanir“, og menn út um allan heim tengdu miklar vonir við allar sannar og sameiginlegar friðan-áðstafanir og fögnuðu þeim af heilum hug. Ennfremur ljet jeg í ljós þá von, að þær ráðstafanir sem gerðar yrðu í framhaldi af þessum sam- þykktum yrðu ekki til vonbrigða og hinar göfugu vonir manna um gjörvallan heim mættu rætast. í sjerstakri ræðu, sem jeg flutti sem fulltrúi íslands, Ijet jeg þess getið, að íslenska sendinefndin væri fylgjandi þessum ráðstöfun- um, sem miðuðu að því að styrkja Sameinuðu þjóðirnar. Þess vegna værum við mjög fylgjandi því, að Allsherj arþingið gæti þegar í stað gripið til ráðstafana, ef ó- friðarhætta eða árás vofði yfir, enda hefði Öryggisráðið reynst ófært til aðgerða í málinu. Það mætti aldrei koma fyrir að Sam- einuðu þjóðirnar reyndust óstarf hæfar végna sundrungar ein- stakra ríkja. Þess vegna vildum við að vaidsvið Allsherjarþings- íns yrði aukið og það mætti 'koma saman með sem stystum fyrirvara. Hvað hins vegar snerti það á- kvæði, að sjerhver hinna Sam- einuðu þjóða skyldi ætla nokkuð af herafla sínum til ráðstöfunar Sameinuðu þjóðanna, ef nauðsyn krefði, þá yrði íslenska nefndin að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um það atriði, þar sem ísland hefði engan her eins og glögg- lega hefði verið tekið fram, þeg- ar við gengum inn 5 Sameinuðu þjóðirnar hinn 19. nóv. 1946. Um þá tillögu, að stórveldin iskyldu enn á ný ræðast við og íreista þess að leysa deilumál sín, kvað íslenSka sendinefndin sig vera þess mjög fúsa að greiða slíkri tillögu atkvæði, en við vild um benda á, að lítill árangur hefði orðið að samþykkt slíkra tillagna á fyrri þingum. í þetta sinn vonuðum við að gagn og góður árangur hlytist af, enda biðu menn þess um allan heim með óþreyju og í einlægri von.... 20 ÁRA STEFNUSKRÁIN .... Miklar deilur urðu um starf og framkomu aðalforstjór- ans Trygve Lie í sambandi við tillögur hans, sem voru í 10 lið- um og nefndust „Tuttugu ára stefnuskrá til að koma á friði meðal Sameinuðu þjóðanna.“ Þessar tillögur hafði Trygve Lio s.l. vor lagt fyrir stjórnend- ur stórveldanna. Þá fór hann til Washington og átti tal við Tru- man forseta og Acheson utan- ríkisráðherra. Til London og átti tal við Attlee forsætisráðherra og Bevin utanríkisráðherra. Til Par- ísar og talaði við Bidaux og Schumann utanríkisráðherra og til Moskva og talaði við Stálm íorsætisráðherra og utanríkisráð- herrana Molotov og Wishinsky. Trygve Lie kom aftur til Lake Success í byrjún júni og var þá vongóður og kvað hann sjer alls staðar hafa verið vel tekið. Vildi ailar úr útvarpsræðu Thor Thors sendiherra, frá S.l*. SE iily - - • — “ 1 JJJ í STJÓRNMÁLANEFND Sameinuðu þjóðanna: (Talið frá vinstri): Dr. Arbelaez, ambassador og ráðherra frá Colombia, Dr. Protich, forstjóri óryggisdeildar S. Þ., ritari og Thor Thors, sendi- herra, framsögumaður nefndarinnar. hann nú vinna áfram að fram- gangi þessara tillagna, sem send- ar voru ríkisstjórnum allra hinna Sameinuðu þjóðanna. Vildi hann bíða eftir svörum víðsvegar að, en eitt hávært svar annars eðlis en Trygve Lie í bjartsýni sinni hafði búist við barst slcömmu síð- ar. Það voru drunur fallbyssanna í Kóreu. Og friðartalið fjell nið- ur. Enn >á ný skyldi þó reyna á friðarviljann og voru því tillög- urnar lagðar fyí'ir Allsherjar- þing. Svör Ráðstjórnarríkj- anna bárust skjótt í skarpri ræðu Wishinsky, þar sem hann endur- tók að Trygve Lie væri aðeins sendisveinn Bandarikjanna og hinar svokölluðu friðartillögur hans hefðu verið samdar i utan- ríkisráðuneytinu í Washington. Trygve Lie svaraði því til að tillögurnar hefðu eingöngu verið sitt verk og hinna nánustu að- stoðarmanna sinna. Enginn óvið- komandi aðili hefði fengið að breyta þar staf eða kommu. Ein aðal tillagan var sú, að að- al ráðamenn þjóðanna skyldu sjálfir mæta öðru hvoru í Ör- yggisráðinu, og þar leitast við að leysa vandamál þeirra. Sovjetríkin kváðust ekki and- víg þeirri tillögu, en vildu koma þeim fleyg inn í að fulltrúar hins kommúnistiska Kína skyldu eiga sæti í ráðinu, en það mál er nú í athugun hjá Allsherjarþinginu hverjir skulu teljast löglegir full- trúar Kínaveldis. Ennfremur báru Sovjetríkin fram breytingartillögu út af at- omorkunni, svipaðs efnis og hið fræga Stokkhólmsávarp. Hafði þó Allsherjarþingið fellt sam- hljóða tillögu frá Sovjetríkjunum og gert aðra ákvörðun í málinu, sem síðar skal skýrt frá. Svo fór að breytingartillögur Rússanna voru allar felldar, en tillaga frá nokkrum ríkjum um það að vísa uppástungum Trygve Lie til hinna ýmsu stofnana Sameinuðu (risfmann Guðmundsson skrifar um BÓKMEINIIVTIR þjóðanna til frekari athugana og til ákvörðunar næsta Allsherjar- þings var samþykkt með 51 at- kvæði geg'n hinum venjulegu 5 atkvæðum Rússaveldis. Jafnframt fólst í þessari álykt- un viðurkenning til Trygve Lie fyrir viðleitni hans í þágu frið- arins. Verður því ekki annað sagt en að aðalforstjórinn hafi unnið sigur og fengið uppreist eftir allar ásakanir Rússa í hans garð., FRIÐUR MEÐ DÁÐUM Sovjetríkin báru fram í póli- tísku nefndinni tillögur, sem þeir nefndu „Yfirlýsing um afnám ó- friðarhættu og trvgging fiiðar og öryggis meðal þjóðanna“. Þessi yfirlýsing fól í sjer ýmis ákvæði hins svokallaða Stokkhólms- ávarps eins og jeg minntist á áð- an. — Pólitíska nefndin kom með aðra tillögu sem nefndist „Frið- ur með dáðum“ og hafa þær til- lögur nú náð samþykkt Allsherj- arþingsins. 50 ríki greiddu þeim atkvæði, en aðeins hin vnjulegu fimm at- kvæði Rússaveldis voru þeim andvíg. í þessum tillögum var meðal annars fordæmd íhlutun rikis í innanlandsmálefnum annarra ríkja og því lýst yfir, að árás með hvaða nafni og í hverju formi sem væri, táknaði hinn al- varlegasta glæp gegn friði og ör- vggi í heiminum. Ennfremur að þjóðirnar skyldu vinna að því að veita sameiginlega hverri árás, hvar sem hún brytist út og kom- ið skyldi á alþjóðaeftó'liti me'ð atomorkunni innan vjebanda Sameinuðu þjóðanna eins og áð- : ur hafði verið samþykkt af Alls- herjarþinginu, með það fyrir aug um að geta fullkomlega hindrað framleiðslu og notkun atomork- , unnar til hernaðar. I Ennfremur skyldi öllum alls- herjar vígvjelum útrýmt og fram leiðsla hernaðartækja og vígbún- aður minnkaður undir öruggu eftirliti Sameinuðu þjóðanna. — Loks var það að þessum mark- miðum yrði því aðeins náð að allar þjóðir sýndu friðarvilja sinn í verki. Arnesþing á landnáms- og söguöld. Eftir Einar Arnórsson. (Árnesinga saga II.). Utgefandi Árnesinga- fjegið í Reykjavík. BÆKUR Einars Arnórssonar vekja fróðleiksfúsum lesanda þá þægilegu kennd að vera í góðum og öruggum fjelagsskap. í þeim fer eintt saman ná- kvæmni júrístans í gagnrýni heimilda, staðgóð þekking hins ábyrga fræðimanns, og þjálfað- ur ritháttur, með sjerkennileg- um stílblæ. Auk alls þessa er málið jafnan hreint og kjarn- gott. Efni bókar þessarar er lýsing á landnámum og l^ndnáms- mönnum í Árnessþingi. — Höf. segir svo sjálfur, í formála: „— Er og getið þeirra manna flestra, er þar hafa ver- ið á landnámsöld og söguöld og sögð verða deili á, og atburða, sem þar hafa gerst, svo sem heimildir vinnast til. Þá hefur bótt rjett að greina nokkuð niðja landnámsmanna, eftir því sem föng eru til, og býli þau, sem gerð voru á landnámsöld og kunn eru á söguöld. Greind- \r eru og bæir þeir, þar sem kirkja var gerð í fornöld, og nokkuð sagd frá eignum kirkna og eignarmönnum býlanna. Þá hefur rjett þótt að greina nokk- uð háttu manna og hagi í ýmis- um efnum, svo sem um trú og J trúarsiðu, atvinnuvegi og efna- hag, husaskipun, samgöngur o. s. frv.“. Eins og sjá má af ofangreíndu er efni bókarinnar mjög yfir- gripsmikið og hefur hún út- heimt mikla vinnu og ná- kvæmni höfundar. En honum hefur tekist að gæða þetta mikla efnisbákn furðulegu lífi, þannig, að unun er að lestrin- um, — og öldin sjálf, menn og málefni standa lesandanum ljóst fyrir hugskotssjónum. Er bókin mikill fengur og góður og munu margir kunna höf. þakk- ir fyrir hana. íþróttir fornmanna á Norðurlöndum. Eftir Björn Bjarnason. Bókfellsiitgáfan. LOKS er þá komin önnur ut- gáfa af þessari ágætu bók — og útgefin með list og prýði. — Hún var upprunalega samin á dönsku og kom út hjá Vilhelm Priörs Hofboghandel í Kaup- man,nahöfn. Nefndist hún á dönskunni Nordboernes legem- lige Uddannelse i Oldtiden og var doktorsritgjörð Björns. — Varði hann hana við Hafnarhá- skóla vorið 1905 og kom hún út sama ár. Þýddi og endursagði höf. síðan bókina á móðurmáli sínu og gaf Sigurður Kristjáns- son hana út 1908. Líklega hefur engin doktorsritgjörð verið meira lesin af almenningi á ís- landi og er hún, að vonum, löngu uppseld. Spái jeg því, að ekki lig'gi þessi útgáfa lengi kyrr á búðarborðunum, því bæði er hún fróðleg mjög og feikna skemmitleg aflestrár.,—. Mun okkar ungu íþróttakappa ekki síst fýsa að kynnast áð- ferðum fyrirrennai'a sinná á landnámsöld. Og vissulega er hverjum manni, ungum sem gömlum hollt að lesa þessa j merku bók. Það er athyglisvert, að ,hún er skrifuð laust eftir aldamótin, en á þeim tíma var íþróttastarfsemin enn á byrjun- arstígi, — eftir að hafa fallið niður að mestu um margra alda skeið. — „íþróttir forn- manna“ voru æsku landsins mikil og hressandi hvöt til dáða á fyrstu tugum aldarinnar og mætti svo enn verða. Bókin er vel og skipulega skrifuð, málið gott og lifandi. Segir höf. frá vopnaburði landnámsmanna, skylmingum, bogaskotum og kastfimi; ennfremur öðrum íþróttum allskonar, svo sem sundi, hlaupi, skíðagöngu, stökki, glímu, knattleik og afl- raunum. Er ljóst og læsilega skýrt frá öllu, sem vitað er um þessa hluti í fornöld. Faðir minn. Gefin út af Pjetri Olafssyni. Bókfellsútgáfan. ÞETTA er fróðleg bók og mjög skemmtileg aflestrar. Tuttugu og sjö kunnir borgarar hafa rit að minningar um feður sína, er lifðu á hinum miklu tímamót- um í sögu íslands, sem hófust á síðari hluta nítjándu aldar. Líf þeirra flestra var mjög á aðra lund en okkar, sem nú lifum, og er því fróðlegt fyrir æsku- raenn að lesa þessa bók. Margir þeirrá Voru tniklir menn og mik ils virtir og talsvert um þá rit- að áður. En í þessari bók kýnn- ; ist lesandinn þeim frá þeirri Framh. á bls. 12. FORDÆMING ÁRÓÐURS GEGN FRIÐI Önnur tillaga, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæð- um nefndist „Fordæming áróðurs gegn friði.“ Þar var meðal ann- ars bent á það, að til að tryggja frið í heiminum væri nauðsyn- legt að koma frjálslega fram fregnum af því, sem gerist í heim inum til allra landa og allra þjóða. Heimurinn mun nú bíða þess með óþreyju hvort allar þessar friðartillögur beri nokkurn ár- angur. í framsöguræðu minni á Allsherjarþinginu, gat jeg eigi varist að láta þessi orð fylgja: Herra forseti. Allsherjarþingið hefur nú nýlega samþykkt álykt - un sem nefnist „Sameiginlegar friðarráðstafanir" og stjórnmála og öryggismálanefndin leggur nú fram 2 nýjar friðarsamþykktir „Friður með dáðum“ og „For- dæming áróðurs gegn friði“. Fólk víða um veröld kann að meta það, að þetta Allsberjar- þing hefur svo rækilega og rögg- samlega látið til sín taka þetta höfuðmál mannkynsins „Friður á jörðu“. Þegar allar þessar ályktanir um frið hafa verið samþykktar, má svo virðast, sem vegurinn til friðar sje vel varðaður. Við skul- um vona að sú verði raunin. En þegar þetta er talað 1. des., verð jeg, þótt sárt sje, að bæta því við, að vörðurnar á vegi frið- arins eru að hrynja. Inm'ás og framrás 300.000 Kínverja í Kór- eu stofnar alheimsfriðnum % beina og bráða hættu. Ástandið í alheimsmálunum hefur aldrei á friðartímuni verið geigvænlegra og ískyggilegra en nú. Þetta verður íslenska þjóðin að gera sjer Ijóst. Ekkert má leng- ur koma okkur áð óvörnm."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.