Morgunblaðið - 23.01.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1951, Blaðsíða 6
6 « ORGUNBLAOIV Þriðjudagur 23. janúar 1951 JlbfpiélðMb Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkvktj,: Sigfus Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakiO. 1 króna með Lesbók. liættan á frelsisrani SÚ staðreynd að kommúnism- inn er að tapa fylgi meðal allra frjálsra þjóða hefir haft þær afleiðingar að margir álíta að kommúnistar sjeu ekki eins hættulegir þjóðfjelögum sínum og á meðan þeir áttu allmiklu fylgi að fagna við kosningar. Þessi skoðun hefði við nokkur rök að styðjast ef að atkvæða- seðillinn við frjálsar kosningar væri megin baráttutæki eða vopn kommúnista. En því er engan veginn þannig farið. — Kommúnistar berjast með allt öðrum tækjum en lýðræðis- sinnað fólk. Fimmtuherdeildir þeirra geta þessvegna verið hinar hættulegustu enda þótt flokkur þeirra sje örfámennur. Þetta hefir sannast greini- lega í ýmsum þeim löndum, sem kommúnistar stjórna nú. Bæði í Ungverjalandi og Póllandi höfðu kommúnistar aðeins lítið brot af kjósend- um bak við sig er þeir hrifs- uðu völdin í sínar hendur. Þeir höfðu hinsvegar vel skipulagða og harðsnúna fimmtuherdeild, sem undir- búið hafði valdaránið í skjóli hins rússneska hervalds. Nið urstaðan varð því sú að einn góðan veðurdag stóðu hlutað eigandi þjóðir frammi fyrir| þeim beiska sannleika, að þær höfðu verið sviknar,! ógnarstjórn var komin á íj landi þeirra, frelsi þeirra var liðið undir lok. í hverju einasta landi, þar sem kom- múnistaflokkur er á annað borð til, búa kommúnistar sig undir það að taka völdin í skjóli rússnesks hervalds. Að því takmarki vinna þeir með öllum þeim ráðum, sem samviskulaus skemmdar- verkaflokkur hefir yfir að ráða. Eyðilegging bjargræð- isvega þjóðarinnar, mold- vörpustarfsemi innan ein- stakra stofnana og fjelaga- samtaka og síðast en ekki síst, harðsnúin andstaða við allar varúðar- og varnarráð- stafanir þjóðarinnar, eru meðal þeirra. Það er þessvegna ekki nóg að treysta því að þverrandi fylgi kommúnistaflokkanna geri þá skaðlausa innan þeirra þjóðfje- laga, sem þeir starfa i. Þjóð- irnar verða að vera á verði gagnvart svikræði þeirra hvern einasta dag ársins, hafa vak- andi auga með moldvörpustarf semi þeirra og vera þess við- búnar að hindra frelsisrán og ofbeldisaðgerðir, sem undirbú- ið er af mikilli fyrirhyggju og með aðferðum, sem óþekktar eru í lýðræðisþjóðfjelögum. Sú þjóð. sem ekki gerir sjer þetta ljóst, getur átt það á hættu að vakna einn góðan veðurdag við að það versta hefir skeð: Að öryggi hennar og frelsi sje glatað í hendur ræningjum. tfflcverfl skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU KRABBAMEINSVARNIR ÞEGAR sagt var frá greininni í „Readers Digest“ um krabbameinsvarnir, var tilgang- urinn sá einn að benda á þessa grein, ef vera mætti, að hugmyndin, sem þar kom fram, gæti orðið okkur að gagni. — Á þessu stigi málsins mun jeg því ekki birta brjef þau, sem borist hafa í sambandi við þetta mál, en það virðist hafa vakið mikla athygli og áhuga meðal lesenda fyrir krabbameinsvörnum. Hæpið er að leikmenn ræði þessi mál mikið opinberlega, þess heldur, sem Krabbameins- fjelagið gefur út ágætt rit um krabbameins- varnir og þeir, sem að því standa munu án efa fylgjast með öllum helstu nýjungum. • KRABBAMEINS- RANNSÓKNASTOFA ÞÓ GÉT jeg ekki stillt mig, að minnast á eitt brjefið, sem skrifað er í tilefni greinarinnar í „Readers Digest“. Brjefritari segir, að hann hafi einhvers- staðar lesið um krabbameinsrannsóknarstof- ur, þar sem menn geta komið til þess að láta rannsaka sig, þótt þeir finni ekki til. Sem sagt eingöngu til öryggis. Sje það rjett, að slíkar rannsóknarstofur geti gert gagn, vill brjefritari gera það að tillögu sinni, að byrjað verði á, að koma upp slíkri rannsóknarstofu hjer á landi og að Krabbameinsfjelagið hafi um það forgöngu. Hugmyndinni er hjer með komið á fram- færi til rjettra aðila. • FLUTNINGAR SKÍÐAFÓLKS FORSTJÓRI Ferðaskrifstofunnar hefur svar- að gagnrýni, sem fram hefur komið um sam- keppni Ferðaskrifstofunnar við skíðafjelögin um flutninga skíðafólks. Er svarið birt á öðr- um stað hjer í blaðinu í dag. Er engu þar við að bæta, öðru en því, að enn einu sinni vil jeg varpa fram þeirri spurn ingu, hvort mönnum finnist vit í því, að ríkis- fyrirtæki keppi við íþróttafjelög um flutning skíðafólks til og frá bænum. Um eignarjett á fjöllum, snjó og sólskini, deili jeg að sjálfsögðu ekki við.forstjórann, • ENGIN ÁGREININGUR UM SKIPTINGU TIL FREKARI skýringar þessu máli er hjer brjef frá formanni Skíðafjelags Reykjavíkur, Stfeáni G- Björnssyni, skrifstofustjóra: „Jeg þakka Víkverja fyrir orð hans í „Dag- lega lífinu“ 18. þ. m. um skíðaferðir Skíða- fjelagsins og Skíðadeildar K.R. Vildi jeg aðeins benda á, að þar sem sagt er „þar sem íþróttafjelögin töldu sjer síst hag að slíkri samvinnu“, er ekki að öllu leyti rjett túlkað. Enginn ágreiningur var um skiptingu milli fjelaganna og Ferðaskrifstofur.nar, en þegar en þegar hún vildi breyta verulega út frá fyrra samningi í, að okkar dómi, mikilsverðu framkvæmdaratriði, sáum við, að leiðir okkar og hennar gátu eigi farið saman“. Er svo útrætt um þetta mál frá hendi Vík- verja að sinni. • LITLA STÚLKAN í „MORGUNBLAÐS- BÚNINGNUM ‘ GRÍMUBÚNINGURINN, sem litla stúlkan ljet gera sjer úr Morgunbleðum eg myndin var birt af hjer í blaðinu íyrir skömmu, hef- ur vakið mikla athygli og fjöldi fyrirspurna hefur komið til blaðsins um búninginn og hvernig hann var gerður. Litlu er við fyrri frásögn blaðsins að bæta. Edda litla Bernhardsdóttir, sem er 10 ára, átti sjálf hugmyndina að búningnum, en móð- ir hennar gerði hann. Edöa er dóttir Bern- hards Pálssonar, skipstjóra. • UMBÚÐARSKORTURINN í SAMBANDI við umbúðarskortinn á öllum sviðum, var einhver hótfyndinn náungi að velta því fyrir sjer um helgina, hvernig á því stæði, að nú sæjist enginn með poka lengur, nema þeir, sem hefðu poka undir augunum. Flixtningar skíðafólks Kommiínistar á undanhaldi UM ÞESSAR mundir fara fram stjómarkosningar í ýmsum verkalýðsfjelögum. Lauk einn í slíkri kosningu nú um helg- ina í vörubifreiðastjórafjelag- inu Þrótti. Úrslitin í þessu fje- lagi urðu hin athyglisverðustu. Kommúnistar hafa undanfarin ár átt þar allmiklu fylgi að fagna þótt lýðræðissinnar hafi ráðið stjóm fjelagsins síðustu árin. En nú er svo komið að þeir eru orðnir aðeins hálfdrætt ingar að fylgi við lýðræðis- sinna, sem juku atkvæðamagn sitt að miklum mun í þessum stjórnarkosningum. Hafa þetta orðið kommúnistum mikil von- brigði. Þeir gerðu sjer vonir um að erfiðleikar vörubifreiða- stjóra undanfarið yrðu til þess að auka fylgi þeirra við hina austrænu ofbeldisstefnu. En úrslitin sýna hið gagnstæða. Hið ábyrgðarlausa yfirborðs- gaspur kommúnista hefur opn- að augu stöðugt fleiri manna fyrir skemmdarstarfsemi þeirra og svikræði við íslenska hags- muni. Það er cinnig athyglisvert, að kommúnistar hafa lagt formann Þróttar, Friðleif Friðriksson,. í einelti með rógi og svívirðingum. En sú herferð hefur aðeins borið þann árangur að auka fylgi hans og traust meðal stjett- arbræðra sinna. Friðleifur Friðriksson hef- ur ekki hikað við að taka einarða og djarfa afstöðu gagnvart kommúnistum. — Þessvegna hafa þeir hamast gegn honum og afflutt störf hans í þágu stjettarsamtaka vörubifreiðastjóra. Meðal þeirra ávirðinga, sem fimmta herdeildin hefur talið for- manni Þróttar til lasts, er að hann vilji vinna að sem bestri samvinnu launþega- samtakanna við atvinnurek- endur. Er þetta í fullu sam- ræmi við þá skoðun komm- únista að hagsmunir laun- þega verði best tryggðir með fjandskap og illindum milli starfstjetta þjóðfjelagsins. Bifreiðastjórar, bæði í Þrótti og Hreyfli hafa hafnað þess- ari skoðun með því að rýra fylgi kommúnista ár frá ári, en efla fylgi lýðræðis- sinna. Allt bendir til þess, að þró- unin innan verkalýðssamtak- anna gangi nú yfirleitt í sömu átt og í Þrótti. Kommúnistar eru að tapa. Skriðan og byrj- uð að falla frá fimmtu her- deildinni hjer á íslandi, eins og í öðrum lýðræðislöndum. Allir ^ heiðarlegir menn með nokkurn- j veginn óbrjálaða dómgreind,' sjá, að fyrir kommúnistum vakir aðeins eitt, það, að þjóna hagsmunum erlendrar ógnar- i stjórnar. íslenskir hagsmunir skipta þá engu máli. Það er ástæða til þess að fagna þess- um straumhvörfum. Það væri íslendingum mikil vansæmd ef að þeir yrðu síðastir allra I til þess að uppræta pestarsýk- i il kommúnismans úr þjóðlífi sínu. FRÁ FORSTJÓRA Ferðaskrif- stofu ríkisins hefur blaðinu bor- ist eftirfarandi: Að gefnu tilefni og út af grein- arstúf í dálkum Víkverja 18. þ. m., þar sem veitst er að Ferða- skrifstofu rikisins, og því haldið fram, að hún haldi uppi „ósmekk legri samkeppni“ við íþróttafje- lögin, þykir rjett að taka eftir- farandi fram: Eitt af megin verkefnum Ferða skrifstofu ríkisins er að greiða fyrir innlendu og erlendu ferða- fólki og stuðla eftir að ódýrum og heppilegum ferðum til ým- issa þeirra staða, er fólk vill sækja heim, sjer til hvíldar og hressingar, og á þetta einnig við um skíðaferðir. Strax haustið 1947 hóf Ferðaskrifstofan skipu- lagðar skíðaferðir, fyrir allan al- menning, vitandi það, að utan skíðafjelaganna stóðu þá þegar hundruð manna, er áhuga höfðu fyrir skíðaferðum og í fullvissu um það, að þeim myndi æ fjölga, er iðka vildu þá ágætu íþrótt. Reyndist þetta og svo, því að þessum þætti í starfi skrifstof-j unnar var tekið með ágætum og segja má, að þátttakendum hafi fjölgað með ferð hverri, og var svo komið, að Ferðaskrifstofan flutti veturinn 1948—1949 nokk- uð á fjórða þúsund manna á skíði. | Síðastliðinn vetur leituðu Skíðafjelag Reykjavíkur og Skíðadeild K. R. eftir samvinnu við Ferðaskrifstofuna og tókust samningar, enda þótt hæpið mætti teljast fyrir Ferðaskrif- stofuna, sem opinberan aðila, er skiptir við fjölda bifreiðaeig-' enda, að fallast á eitt atriði í samningsgerðinni, en það voru1 forrjettindi til skíðaakstursins tveimur bifreiðaeigendum til handa, sem að vísu höfðu áður annast flutninga fyrir nefnd fje- lög. En hvað um þetta, þá hófst samvinna, skíðafólki til hag- ræðis og aðilum, er að henni stóðu, til ávinnings og jeg held ánægju, nema bifreiðaeigendum, jafnt íorrjettindamönnum, sem hinum. Báðir þessir aðilar voru óánægðir. í vetur var svo rætt á ný um samvinnu, en samningar strönd- uðu á því, að skíðafjelögin settu það á oddinn að hinum tveimur bifreiðaeigendum yrði veittur, að óbreyttu, forgangsrjettur til akst ursins. — Að þessu sá Ferða- skrifstofan sjer ekki fært að ganga, þótt hún hefði gert það, til reynslu, síðastliðinn vetur. Og að fenginni reynslu taldi hún sjer skylt að virða rjett og óskir hinna 16 annarra bifreiðaeig- enda, sem afgreiðslu hafa í skrif- stofunni og sem reiðubúnir eru að flytja skíðafólk, í hundraða tali, út í snjóinn og sólskinið, þegar því hentar. Einkafjelög og einstaklingar geta veitt slík for- rjettindi, sem hjer um ræðir, en Ferðaskrifstofan verður að hliðra sjer hjá því. Hennar hlut- verk er að miðla vinnunni eins jafnt niður og frekast má verða, til þeirra, sem kröfu til henn- ar. hafa. Hjer að • framan hefur verið skýrt frá því, hvað olli sam- vinnuslitunum og skal það ekki rætt nánar, nema að frekara tilefni gefist til. En víkja skal nokkrum orðum að því, sem Víkverji kallar „ósmekklega sam keppni" og fullyrðingar hans um það, að' Ferðaskrifstofan hafi ekk ert upp á að bjóða í skíðalönd- um Reykvíkinga. Rjett er það, að Ferðaskrif- stofan er ekki skrifuð fyrir neinum fasteignum þar efra og að Skíðaskálinn er bókuð eign Skíðafjelags Reykjavíkur. En á það skal bent, að hann er opin- bert veitingahús og gestgjafinn þar hefur tjáð oss, að þeir, sem þangað komi á vegum Ferða- skrifstofunnar, sjeu engu síður velkomnir þangað en aðrir. — Dráttarbraut á Ferðaskrifstofan heldur enga, hún mun vera í eigu nökkurra einstaklinga, sam- kvæmt upplýsingum blaðanna og jeg held að ganga megi að því vísu, að dráttarbrautargjald- Frh. a bls. 8 3357 flugyjelar lenfu r a velli s.I. ár Á ÁRINU 1950 lentu 3357 flugvjelar á Keflavíkurflug- velli. Millilandaflugvjelar voru 2338. Aðrar lendingar voru ís- lenskar flugvjelar, svo og björg unarflugvjelar vallarins. Með flestar lendingar millilanda- flugvjela voru eftirfarandi flug fjelög: Flugher Bandaríkjanna 907, Trans-Canada Air Lines 291, Air France 223, British Over- seas Airways Corp. 193, Americ an Overseas Airlines Inc. 105, Lockhead Aircraft Overseas Corp. 98, Seaboard & Western Airlines 93, Royal Dutch Air- lines (K. L. M.) 89, Pan Ameri- can World Airways 66, Scandi- navien Airlines System 42, Flying Tiger Line 40, Trans Ocean Airlines 33, Trans World Airlines 32. Farþegar með millilandaflug vjelunum voru 49.352. Til Keflavíkurflugvallar komu 1985 farþegar. Frá Keflavíkur- flugvelli fóru 2159 farþegar. Flutningur með millilanda- flugvjelunum var 1140.779 kg. Flutningur til íslands var 278.317 kg. Flutningur frá Keflavíkurflugvelli var 40.915 kg. Flugpóstur með millilanda- flugvjelunum var 363.929 kg. Flugpóstur til Keflavíkurflug- vallan var 6.955 kg. Flugpóst- ur frá Keflavíkurflugvelli var 4.504 kg. Verslimarsairniingrur. LONDON —; Frakkland og Argentína gerðu nýlega með sjer nýjan verslunarsamning. Frakk- ár selja Argentínumönnum meðal annars vjelar, e'n fá í staðinn gærur, ull og fóðurvöru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.