Morgunblaðið - 01.07.1951, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.07.1951, Blaðsíða 11
U Sunnudagur 1. júlí 1951 M O KG V n tt L. A tt IV . 1 ---------- ■nrt'baaaa*. .■auiMcata* I. O. G. T. Víkingup Fundur fellur niður annað kvöld, mánudag 2. júli, en í stað þess verð- ur farið að Jaðri. Lagt af stað kl. 8 e.h. frá Templarahúsinu. Æ.T. Templarar Reykjavfk Heimsókn til þátttakenda nám- skeiðsins að Jaðjri mánudagskvöld 2. júli. — Til skemmtunar: Erindi — Upplestur. — Frásöguþáttur — Söng ur o. fl. — Lngt af stað frá templ- aráhúsinu kl. 20 stundvislega. Allir templarar velkomnir. iÞngtemplar. I'át Itakcmlur Utflufningur til doflaraland- ana eyksf sfórum skrefum IjTFLUTNINGUR íslenskra afurða til dollaralandanna fyrir tíma- bilið frá 1. júlí 1950 til 30. júní þ.á. mun sennilega fara fram úr 6 miljónum dollara, eða tæplega 100 miljónum fsl. króna. Þetta er meir en tvöfalt verðmæti útflutningsins til sömu landa, eða 150% aukning, miðað við árið 1949, er verðmæti útflutningsins nam tamtals $2.485,000 eða 41 miljón ísl. króna, miðað við núverandi gengi. Langmestur hluti þessa útflutn-®' ings, eða ca. 96%, fer til Randa- ríkjanna. Afgangurinh er fluttur út til Kúba og Kanada. leiðsluna og má búast við að hún hafi enn meiri þýðingu fyrir fram- tíðarþróun þeirra mála. í námskeiði templara að Jaðri. — Mætið við templarahúsið kl. 18 í dag Þaðan verður haldið að Jaðri. U ndirbúningsnef ndin. Samkomnr Kristniboðshúsið Bétanía I-aufásvegi 13. Sunnudaginn 1. juli, Almenn sam koma kl. 5 e.h. Cand theol. Gunnar Sigurjónsson talar. Allir velkomnir. K. F. U. M. Fórnarsamkoma í kvöld kl. 8.30. Allir velkomnir. K. F. U. M. og K. Hafnarfirði Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Cand. theol. Þórir Kr. Þórðarson, tal- ar. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn 1 dag kl. 11 Helgunarsamkoma. Jtin Jónsson talar. KI. 4: Útisam- koma. Kl. 8: Bænasamkoma. Kl. 8.30: Hiálpræðissamkoma. Kapteinn Óskar Jónsson og major Gestur Árskóg stjórna og tala. Allir velkomnir! ziorv Safnaðarsamkoma í kvöld kl. 8. / / afnarfjörður Almenn samkoma í dag kl. 4. — Allir velkomnir. Filudclfia Ahnenn samkoma iTcvöld kl. 8.3Ö. Allir velkomnir. SAMKOMA á Bræðraborgarstíg 34 í dag kl. 5. Allir velkomnir. Almenner samkomnr Boðun Fagnaðarerindisin* er é lunnudögum kl. 2 og 8 e.h. Austur- götu 6, Hafnarfirði. Vinna Hrcingerningar — Gluggahreinsun Bika þök o. fl. — Sími 4663 Magnús GviSmnndsson. Hreingernmgastöðin Sími 6813. —— Ávalt vanir menn. Fyrsta flokks vinna. Hreingerningastöðin Simi 7768 — Vanir menn til hrein gerninga. Akkorð eða timavinna eft- ir samkomulagi. «•***»» Kaap-Salo Minningarxpjöld Slymrarnaf jelags- in$ eru /allegust HeiV'ð á Siysavarna fjelagið. Það er bes, Minningarspjöld Bamaspítalasjóðg Hnngsfna aru afgreidd í hannyrðaversl, Refill, Aðalstræti 12 (áður versl. Augústu Bvendsen) og RókabvíS Auiturbsújar, tjirni 4258 SKARTGRIPAVEPZUIN -H A P- M- A -R.-.S r Rft : | 4 FREÐFISKUR ER STÆRSTI LIÐURINN Meir en helmingur þessa út- flutnings er freðfiskur og frá 1. júlí 1950 og til maíloka þ. á., eða um 11 mánaða tímabil, hafa verið flutt út 10,077 tonn af freðfiski til Bandaríkjanna að verðmæti tæplega 3,5 miljónir dollara. Sýna þessar tölur stórfellda aukiningu í þessum efnum þar sem útflutningur freðfisks til Banda- ríkjanna á árinu 1949 nam aðeins 2,480 tonnum, er voru 763,000 dollara virði. Búast má við énn frekari aukn- ingu á útflutningi freðfisks vest- ur um haf, þar sem frysting karfa úr togurum hefur færst í aukana að undanförnu og þátttaka vjel- báta í lúðuveiðum hefur verið góð í vor. AÐRAR ÚTFLUTNINGS- VÖRUR Næst á eftir freðfisknum er þorskalýsi, en á sama tímabili, eða frá 1. júlí 1950 til 31. maí s. I. var búið að flytja út 1,830 tonn af lýsi til Bandaríkjanna fyrir samtals 645 þús. dollara. Að undanförnu hefur útflutn- ingur ýmissa annarra vörutegunda til Bandaríkjanna einnig aukist töluvert, en þar má nefna fryst dilkakjöt, ull, gærur og fiskimjöT. Einnig hefur verið selt þangað dálítið af söltuðum og niðursoðn- um fiski. Til Kúba hefur eingöngu verið seldur þurrkaður saltfisk- ur. MIKILSVERÐ ÞRÓUN Aukning útflutningsins til doll- aralandanna er mjög mikilsverð" þróun fyrir þ.ióðarbúskapinn vegna minnkandi efnahagsaðstoð- ar til kaupa á innfluttum vörum fyrir dollara. Bein efnahagsaðstoð, sem ísland varð aðnjótandi frá apríl 1948 til júní 1949 nam 8,3 miljónum dollara; 7 miljónum doll ara frá júlí 1949 til júní 1950 og 5,4 miljónum dollara frá 1. júlí 1950 til 30. júní 1951. Einn höfuðtilgangur Marshall- aðstoðarinnar er sá að stuðla að aukinni útflutningsframleiðslu og þá fyrst og fremst að auka dollara tekjur landsins og þannig minnka greiðsluhallan við dollarasvæðið. Gildir þetta jafnt um ísland sem önnur lönd Vestur-Evrðpu. Hjer á landi hefur þessi aðstoð beinst að því að auka fjölbreytni í fisk- iðnaðinum, m. a. með kaupum nýrra og fullkomnari framleiðslu-. vjela og jafnframt til kaupa -á nauðsynlegum rekstrarvörum sjáv arútvegsins, svo sem vjelavara- hlutum fyrir fiskiflotann, umbúð-- um fyrir freðfisk, stálplötum í lýsistunnur, o. fl. Tæknileg aðstoð Marshalláætl- unarinnar hefur einnig haft nokkra þýðingu fyrir aukinn út- flutning til Bandaríkjanna og má þar nefna athugun og rannsókn Cooley’s og fjelaga hans á íslenska freðfiskiðnaðinum; för Dr. Þórðar Þorbjarnarsonar til Bandaríkj- 1 anna, þar sem hann kynnti sjer nýjar aðferðir á hagnýtingu fisk- úrgangs; för Gísla Hermannsson- ar verkfræðings hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, til athugunar á frystingú og kælingu matvæla og loks námsdvöl Dr. Sigurðar Pjeturssonar, en hann leggur eink- um stund á gevlarannsóknir í sam- bandi við framlciðslu fiskafurða. Þessi starfsémi hefur þegar sýnt að hún hefur haft nokkra þýðingu fyrir útflutningsfram- Skilnaðarveisla fyrír Gísla Sveinsson SKILNAÐARVEISLA sú, sem taiað var um í blaðinu í gær, að halda skyldi fyrir Gísla Sveins- son, sendiherra og frú hans, í Osló, var haldin í gærkvöldi. Var þaf margt stórmenna sam- ankomið, svo> sem forseti Stór- þingsins, Gustav Natvig-Peter- sen, forseti Oðalsþingsins, Her man Smitt Ingebretsen, og Lög- þingsforsetinn, Jakob Lothe, fylk ismaður Akershus, Karl Platoou, forseti bæjarstjórnar Oslóborgar, yfirrjettarmálaflutningsmaður- inn Brynjulf Bull og ritari Nor- ræna fjelagsins, Henrik Backe, Kaare Fostervoll, útvarpsstjóri, fyrrverandi háskólarektor Didrik Arup Seip, prófessor Olav Kols- ruf og formaður fyrir Bandalagi norskra myndlistamanna, list- málarinn Ulrik Hendriksen og margir fleiri. Sigvard Friid, fyrrverandi blaðafulltrúi Norðmanna hjer á landi, tók fyrstur til máls og bauð gesti velkomna. — Síðan flutti talsmaður ríkisstjórnarinn- ar, Henning Bötker, ræðu fyrir sendiherrahjónunúm. Hann komst m.a. að orði á þessa leið: „Við viljum hylla þig persónu- lega í dag og þakka þjer góða vináttu. Þú hefur verið vinsæll maður eins og þeim mönnum er lýst í íslendingasögum og Háva- málum, hvernig vinsæll maður eigi að vera. Við hyllum þig í dag, sem besta fulltrúa þjóðar þinnar í okkar hóp, og þökkum þjer, fyrir allt, sem þú hefur gert tiLeflihgar góðri vináttu og samúðar milli íslendinga og Norð manna’L Er hann hafði rakið helstu at- riðin úr starfsæfi Gisla Sveins- sonar í þjónustu íslensku þjóðar- innar, sagði hann: „íslendingar hefðu ekki getað sent annan slíkan hæfileikamann til þess brautryðjendastarfs, sem þú hefur innt af hendi, sem sendi herra Islands í Noregi. Þú hefur einskis látið ófreistað í daglegu starfi þínu, til þess að vinna góð- um málefnum gagn, og hefur sýnt einstakan,. viljastyfk og þrautseigju. Endáihefur þú kom- ið miklu til leiðár, með því að kynna fyrir Norðmönnum hið nýja ísland. Þú hefur verið landi þínu góður sonur og Noregi góð- ur vinur“. Síðan beindi ræðúmaður orð- um sínum til konu Gísla Sveins- sonar, sem hefur verið honum ó- metanlegur styrkur í átarfi hans, og óskaði þeim hjónuin heilla- ríkrar framtíðar. Síðan flutti forseti Óðalþings- ins, Herman Smitt Ingebretsen, ræðu fyrir íslandi, þar sem hann lýsti vináttu íslendinga og Norð- manna og bar fram þá ósk að samvinnan milli þessara tvéggja frændþjóða mætti styrkjast kteð hverju ári, er fram líða stundir. Gísli Sveinsson flutti nú ræðíi, þar sem hann þakkaði með mörg- um fögrum orðum öllum þeim,; er hann hefur kynnst í Noregi á ■ undanförnum árum, fyrir vel- vilja þann og skilning, sem hann hefur mætt. L Er sendihérfann hafði lokið máli sínu, sagði Davið Knudsen, leikari, fram „Ó Guð vors lands“ með undirleik hljómsveitar. H 1 mö” | Auglýsendur athugiðl I a3 Isafold og VörSur er vinsæl- | | asta og fjöibreyttasta blaðið í j ] sveitum landsins. Kemjr út ] : einu sinni í viku —- 16 síður. j úitiiiitmtiiiituiiinitnnniunminittiiimMttinitttMn BARNALJÓSMYNDASTOFA Guðrúnar GuSmundsdóttur er í Borgartúni 7 Sími 7494. aiiiiiiiiuiiiiuiiiiiimiiiiiimimiiuiiiiiiiiiiMiiiiiiiiHn tiiiiiiiiiiiiiiiiiitmititiiititiiiiniiititmim Smíðum húsgögn inhrjettingar og hús við allra hæfi HÚS & HÚSCÖGN Mjölnisholt 10, Simi 2001 iiiimiimiimimmmimmimmimiimiiiiiuuiumim< ECGERT CLAESSEN CÚSTAV A. SVEINSSON ) hæstarjettarlögmenn j Hamarshúsinu við Tryggva götu^ Allskonar lögfrBíðistörf — ‘ Fasteignasala. ................... ' tRafnúi C. Satíviniit* Ú«A. OO fÚAUTO»lf*VI«tOI» tAuoivt a t» iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiHiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiimiiniiiil MINNINGAUPLÖTÚ R áleiði. j j Skiltagerbin, . , Skólavörðustíg 8. fiiiiiliiiiiiliiiiiiiiimmiiiiimimmimiiiitiiiiiiminiliil Kt LOFTVH GETVR ÞAÐ EKKÍ ÞÁ BVERt LOK AÐ vegna sumarleyfa frá 2.—15. júlí. MATARBÚÐIN, Laugaveg 42. KJÖTBÚÐIN, Sólvallagötu 9. Á meðan er viðskiptavinum vorum vinsamlega bent á að beina viðskiptum sínum til Matardeildarinnar, Hafnar- stræti 5 og Kjötbúðarinnar, Skólavörðustíg 22. SLÁTURFJELAG SUÐURLANDS. I 8 I •i : ■ ■Hmr¥n ■ ■ ii ■ 3 »>«4 I SOLUMAÐU ■ ■ ■ ! Eitt af stærstu fyrirtækjum bæjariíis vantar sölu- á • mann nú þegar. Vjelfræðileg þekking og enskuliunnátta I ■ nauðsynleg. Einnig væri æskilegt að umsækjandi hefði ; I nokkra reynslu í almennum skrifstofustörfum, Reglu- ■; ■ ■ ■ semi áskilin. — Umsóknir, er greini aldur, menntun ög | ■ fyrri störf, ásamt öðrum upplýsingum, sendist afgr. jj ; blaðsins fyrir þriðjudagskvöld, merkt „Sölumaður — 442“ ; ■ i aaa a aaaa a B aa a a H aaBa BHa •• M "’Mv ■ (i ni*» ■■Jia • ■! ■■■■■■■■■ qqMB —jui u iiiiniTlififirt *• # mrm- «”■■■" I AÐVÖRUN I ■ ■ ■ ■ til kaupenda ■ B IVIorgunblaðslns ■ ■ ; Athugið að hætt verður án frekari aðvörunar að senda • ; blaðið til þeirra, sem ekki greiða það skilvíslega. Kaup- ; : endur utan Reykjavíkur, sem fá blaðið sent frá afgreiðslu j ; þess hjer, verða að greiða það fyrirfram. — Reikninga 5 ; vcrður að greiða strax við framvísun og póstkröíur innan ■ : 14 daga frá komudegi. '»»■* Sonur minn og bróðir okkar ÞÓRÐUR JÓNSSON verður jarðsettur frá Kapellunni í Fossvogi,.þriðjUdag- inn 3. júlí kl. 3 e. h. Jón Ólafsson, Ágúst Jónsdóttir, Guðmnndur Jónsson. Jarðarför mannsins míns PJETURS EYVINDSSONAR fer fram þriðjud. 3. júlí og hefst með húskveðju frá heimili hans, Miðtúni 74, kl. 1 e. h. — Jarðsctt verður að Lágafelli. — Bílferðir frá Ferðaskrifstofu ríkisins. — Þeir, sem vildu minnast hins látna, eru vinsamlcga beðnir að láta Krabbameinsfjelagið 'rijótá þess. Guðrún Daðadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.