Morgunblaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 6
6 M O liirL /V B L A O I tí Fimmtudagur 12. júlí 1951 1 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Válegur ÚRSLIT kosninganna í Mýra- sýslu eru válegur fyrirboði fyrir Alþýðuflokkinn, sem misti þar um það bil helming þess atkvæða magns, sem frambjóðandi hans hlaut við síðustu kosningar. Þetta gerðist þrátt fyrir það að flokk- urinn hefði þarna í kjöri geðþekk an mann, sem hjelt eftir atvik- um sæmilega á málstað hans. Þetta fylgishrun Alþýðuflokks- ins í Mýrasýslu er alvarleg að- vörun fólksins til forystumanna hans. Stefna þeirra hefur verið vegin og ljettvæg fundin. En í hverju hefur stefna Al- þýðuflokksins eiginlega verið fólgin síðan að hann „dró sig út úr póiitik“ að afloknum kosning- unum haustið 1949? • Hún hefur fyrst og fremst ver- ið sú að elta kommúnista í al- geru ábyrgðarleysi í innanlands- stjórnmálunum. Alþýðuflokkur- inn hefur þannig hafið kapp- hlaup við versta óvin sinn um lánlausa stjórnarstefnu í innan- landsmálum. Getur nokkur skyni borinn maður búist við öðrum afleiðingum slíks örvits en þve£r andi fyigis og trausts meðal þjóðarinnar? Sannarlega ekki. Þetta hefur Alþýðuflokknum og leiðtogum hans oftlega verið bent á. En þeir hafa aðeins for- herst í villu sinni. Svo blindur hefur illvilji þeirra gagnvart nú- verandi ríkisstjórn verið að þeir hafa ekki hikað við að leiða yfir sjálfa sig vaxandi vantraust mik- ils hluta sinna eigin kjósenda. Þessi afdæming Alþýðuflokks- ins hefur komið fram í baráttu hans gegn öllum raunhæfum ráð- stöfunum til þess að tryggja rekst ur atvinnutækjanna og afkomu almennings. Hann hefur hamast gegn gengisbreytingunni og gert þá baráttu að einustu „hugsjón“ sinni. Sjálfur hefur flokkurinn tvívegis staðið að lækkun krón- unnar þegar hann hefur verið í stjórn eða sjeð hilla undir ráð- herrastóla. Þetta er því hrapalegra sem vitað er að flestir leiðtogar Alþýðuflokksins vissu að geng isbreytingin var óhjákvæmi- leg og raunar aðeins staðfest- ing á ástandi, sem skapast hafði meðan að „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins" fór með völd. Loddaraleikur flokksins hefur þessvegna verið alþjóð svo auðsær að hann hefur vak- ið almenna fyrirlitningu hjá miklum hluta þjóðarinnar. Enn er eitt atriði, sem gert hefur baráttu flokksins sjerstak- lega yfirborðslega og óraunhæfa í augum almennings. Alþýðu- blaðið hefur lagt mikla áhersiu á að birta samanburðarverð á fjölmörgum vörutegundum nú og meðan að flokkur þess hafði for- ystu um ríkisstjórn. Hefur sá samanburður átt að sanna, hve miklu ódýrara og betra hefði ver- ið að lifa þá en nú. En einnig þessi blekking hefur verið gegn- sæ. Mikill f jöidi þessara vara var nefnilega ófáaniegur þegar Al- þýðuflokkurinn fór með völd. Al- menningur hafði lítið gagn af lágu pappirsverði 5 vörum sem hann alls ekki gat fengið. Honum voru gjörsamlega spöruð kaup á þeim, þær var hverg; að fá nema þá helst á svörtum markaði fyrir ránverð. Má reyndar segja að svarti markaðurinn hafi einkennt ástandið í viðskiptamálunum mcð an að „fyrsta stjórn Alþýðu- ílokksins“ sat að völdum. Nú htfur honum verið útrýmt, Nu fyrirboði fást vörurnar, sem fólkið hefur vantað, að vísu við hærra verði en pappírsverði kratablaðsins. En ,-ú verðhækkun hefur fyrst og íremst oiðið erlendis. Sá hluti hennar, sem stafar af gengisbreyt ingunni ci óhjákvæmileg fórn þjóðarinnar til þess að geta hald- ið áfram framleiðslu sinni og út- flutningi og þar með tryggt at- vinnu sína og afkomu. Allt þetta skilur hugsandi fólk i landinu. Þessvegna á kapphlaup Aiþýðufiokksins við kommúnista engan hljómgrunn meðal þess. Það veldur honum þvert á móti tjóni og niðurlægingu, eins og fylgishrun hans í Mýrasýslu ber greinilega með sjer. Hönd örlaganna hefur skrif- að aðvörun sína til Alþýðu- flokksins á vegginn. Ef hann heldur hinni neikvæðu og gjörsamlega ábyrgðarlausu stjórnarstefnu áfram bíður hans áframhaldandi fylgis- rýrnun og eyðimerkurganga í íslenskum stjórnmálum. Ef hann tekur upp svipaða að- stöðu og jafnaðarmannaflokk- ar annara lýðræðislanda gctur hann e. t. v. gert sjer nokkra von um traust og áhrif með þjóðinni. En engum getur dulist að sú stefna, sem hann fylgir nú hefur Ieitt yfir hann pólitíska limafallssýki og skap að honum vanstraust og álits- leysi almennings. Frjettafrelsið í Prag UNDANFARIÐ hafa .staðið yfir í Prag „rjettarhöld“ yfir einum af írjettariturum Associated Press, Heitir sá William Oatis. Hefur hann nú verið dæmdur tii langrar fangelsisvistar. Það, sem þessum blaðamanni var gefið að sök voru „njósnir í þágu erlends ríkis“. Þessi meðferð á frjettaritara einnar þekktustu frjettastofnunar heimsins gefur nolckra hugmynd um frjettafrelsið innan þeirra ríkja, sem fjötur kommúnismans hefur verið lagður á Það er ekki nóg með það að fijáls blöð sjeu bönnuð í landinu sjálfu og engin blöð leyfð nema kommúnista, sem hrifsað hafa völdin í sínar hendur. Erlendum frjettastofn- unum, sem starfa meðal lýð- frjálsra þjóða, er einnig gert ó- mögulegt að afla þaðan frjetta á venjulegan hátt. Ef þær reyna það eru frjettamenn þeirra tekn- ir höndum, einhver skrípa „rjett- arhöld“ haldin yfir þeim og þeir síðan dæmdir til fangelsis eða jafnvel lífláts fyrir njósnir. Frjáls frjettastarfsemi þýðir á máli kommúnista „njósnir í þágu er- lends ríkis“. !!! Að hverju stefna stjórnir hinna rússnesku leppríkja með þessum ofbeldisaðgerðum? Það er auð- sjeð. Takmark þeirra er að hneppa þjóðir sínar í sama svartholið og rússneska þjóðin hefur setið í undir stjórn kommúnista. Heim- urinn á ekkert að fá að vita um það, sem gerist í leppríkjunum. Þjóðir landanna bak við járntjald ið mega ekkert vita um það, sem gerist meðal lýðfrjálsra þjóða. Á þessum grundvelli byggja kommúnistar frjálsræði og menn ingu þeirra þjóða, sem þeir stjórna í skjóli ofbeldis og yfir- gangs. Svartnætti vartþekkingar- innar er sú gjöf, sem þeir færa þessum þjóðum. ÍSLENSKAR París, 7. júlí. VIÐ St. Germain des Preg-kirkj^ una, andspænis kaffihúsimp sem kennt er við apalia rófuláhsu (Deux Magots) og hýsir existen- tialistana, er stór auglýsing á luktarstaur, þar sem gefið er tii kynna, að HÖTWUR, peintre is- landais, haldi málverkasýningu steinsnar frá gatnamótunum, í Bonaparte-götu hjá Breteau. Þetta er í annað sinn að Hörður Ágústs- son opnar einkasýningu hjer í París, en auk þess sýndi hann í fyrra ásamt fjórum Islendingum öðrum, og fjórum sinnum hefur honum verið boðið að sýna á sam- sýningunum miklu haust og vor. Hörður sýnir að þessu sinni 30 olíumálverk og 20 vatnslitamyndir og teikningar. Hann er kominn býsna iangt frá þeim háttum, sem sáust á sýningu hans í Reykjavík um áríð. Má segja að hann fjar- iægist meir og meir mótívið, lagi það æ meir eftir sínu eigin höfði og rökvísi listaverksins sjálfs. Þó eru mótív hans greinileg, þrátt fyrir frjálslega meðferð. Þar leyna sjer ekki íslenskir litir og form. Þetta undirstrikar Robert Vrinat, aðalgagnrýnandi vikublaðsins „Arts“, sem eingöngu fjallar um listir. Ritar Vrinat forystugrein um sýningu Harðar og kallar hann athyglisverðan listamann, sem há- vaðalaust en af óþreytandi elju hafi skapað sjer öruggan sess í listaheirni Parísar. Þegar tekið er Um Kjöl og Kerlinga- LISTSÝMNGAR I PARÍS Höfpiir eg tekja athygli w «1 ffl ‘': tillit til þcss, að á viku hverri opna tugir, stundum hundruð ungra listamanna sýningar víðs- vegar um borgina, þykir hver sæll, sem nefndur er meðal þeirra 15— 20, sem blaðið hefur rúm til að geta um, og segir það ekki lítið um álit það, sem Hörður hefur skap- að sjer, að greinin um hann skipar veglegasta sessinn í blaðinu og er lengst, ítarlegust og lofsamleg-1 ust. „Jeg ætla að hamra járnið með- an það er heitt“, sagði Hörður, þegar jeg Ieit inn á sýningu hans. „Jeg er ráðinn í því að halda aðra sýningu í haust, hvað sem sam- sýningunum líður“. Frá sýningu Harðar bregðum vip okkur út í Auteuil-hverfið, þar sem ungfrú Gerður Helgadóttir! sýnir noklcrar höggrnyndir í falleg- j um garði á bak við sýningarsal Colette Allendy í götu, sem kennd er við himnaför Maríu. Ungfrú Gerður hefur stundað nám í Reykjavík og á Ítalíu, áður en hún kom til Frakklands, og hefur hún hlotið mikið Iof kennara sinna. Heima fyrir hefur lítið sjest eftir hana,, annað en marmaramynd af Jóhanni Sigurjónssyni í forsal Þjóðleikhússins, haglega unnin mynd i hefðbundnum stíl. Myndirnar, sem Gerður sýnir hjerna, eru mjög langt frá hefð- bundnum höggmyndastíl. Hún cr að leita fyrir sjer, gera tilraunir með athyglisverða verkaðferð, og útkoman minnir á kúbisma. Mynd- ir hennar eru ýmist úr brenndum leir eða höggnar (kannske rjett- ara sagt skornar) í gibs. Það dylst ekki, að hún kann vel til verks, hefur þjálfað handbragð og gott smiðsauga. Robert Vrinat, er skrif ar í „Arts“ um Hörð Ágústsson, telur Gerði ákaflega eftirtektar- verðan myndhöggvara, enda þótt segja megi að hún hafi ekki enn- þá fundið sjer ákveðnar leiðir. Það er sómi fyrir Island, að hin- ir ungu listamenn hafa vakið at- hygli í mai'gmenninu hjer og unn- ið sjer lof merkra listdómara. Á því sviði er samkeppnin ákaflega hörð, og engir aðrir en þeii’, sem gæddir eru framúrskarandi hæfi- leikum og óbilandi starfsþreki, geta gert sjer vonir um að vekja nokkra athygli í þessari fremstu listaborg heimsins. Bjarni Gnðmundsson. '• fá skipan um aö fara til Evrópu : WASHINGTON, 10. júlí — Tvö bandarísk herfylki fengu í dag fyrirskipun um að fara til Evrópu í haust.. Eru þetta 28. herfylkið, sem er frá Pennsylvaniu og 43. herfylkið frá Rhode Island. Lið þetta var kallað til herþjónustu í fyrrasumar, skömmu eftir að Kóreustyrjöldin braust út og hef- ur verið í æfingum síðan. Taiið er að tveir mánuðir líði þar til herfylki þessi verða fullbúin til Eviópufei'ðarinnar. Þau muna verða staðsett í V.-Þýskalandi. . KJALVEGUR og Kerlingarfjöll eru sá hluti íslenskra óbyggða, sem Ferðafjelag íslands hefur lagt mesta rækt við. Á svæðinu frá Hagavatni til Hveravalla hef- ur það reist fimm ágæt sæluhús, fyrst við Hvítárvatn, því að þar er mesta gróðurlendið á þessu ó- byggðasvæði, og síðan við Kerl- ingarfjöll, á Hveravöllum, undir Einifelli við Hagavatn og loks í Þjófadölum. Milli þessara sælu- húsa eru hægar dagleiðir gang- andi fólki. En það vinnst við að fara í bíl- um milli húsanna, að þá er hæg- ára að fara ýmsa útúrkróka á fagra staði, vegna tímans, sem bifreiðin sparar. Skammt frá Hagavatnshúsinu eru Jarlhettur, hin einkennilegu strýtumynduðu randfjöll Langjökuls, sem sjást svo víða af Suðurlandsundirlend- inu. Og þegar dregur nær Hvít- árvatni er farið hjá Bláfelli, en það er auðvelt uppgöngu og er afbragðs góður útsýnisstaður. — Umhverfi Hvítárvatns og Karls- drætti þarf ekki að lýsa, því að þeim fer víst óðum fækkandi Reykvíkingunum, sem ekki hafa komið þangað. Og sama er að segja um Kerlingarfjöll og Hveravellina og Ieiðirnar þang- að. Öðru máli gegnir um leiðina vestan Kjalhrauns milli Hvera- valla og Hvítárvatns og sömu- leiðis gamla reiðvegina austan- með hrauninu, framhjá beina- þústinni, sem þeir urðu úti Reyni staðabræður árið 1781 og hjá hellinum, sem þjóðsagan segir vera gamlan verustað Grettis. Og eigi er langt af þesari leið upp að strýtunum í Kjalfelli. Á laugardaginn kemur gerir Ferðafjelagið út leiðangur á alla þessa staði, og svo rúm er ferða- áætlunin — fimm dagar — að gott tækifæri er til að komast víðar en á þá staðina, sem nefnd- ir hafa verið. Verður gist til skiftist í sæluhúsum fjelagsins. Vitanlega ræður veðrið — og vilji þátttakenda — því hve víða verður farið, en í öllu skaplegu má gera ráð fyrir því að hjer verði um skemmtilega ferð að ræða, því að ótæmandi er það, sem gaman er að skoða á þessum slóðum — ekki síst í Kerlingar- fjöllum, en fæstir þeir, sem þang að koma í stuttum ferðum sjá annað en hverina, þó að Loðmund ur og Snjókollur sjeu á næstu grösum. —Vikverji skrifarr —---- ÚR DAGLEGA LÍFINU Ónærgætni á almannafæri FRÆGAR eru hrindingar og troðningur í samkomuhúsum bæjarins, einkum kvikmynda- húsunum. Þar geta menn jafnan búist við að fá olnbogaskot frá bráðókunnugu fólki og engum dettur í hug að biðjast afsökun- ar þótt hann hendi sjer af alefli á náungann, eða troði honum um tær. Unga kynslóoin gengur best fram í hrindingum og kann ekki að skammast sín fyrir. „Það verður víst að hafa þetta eins og hvert annað hundsbit“, sagði kona, sem var að segja sín- ar farir ekki sljettar úr hljei í kvikmyndahúsi. Ekki ósennileg saga IBRJEFI frá H. S. er sögð eftir- farandi saga, sem vafalaust er dagsönn: „Jeg fór með strætisvagni bæj- arleið á dögunum. Við einn án- ingarstaðinn stóð ófrísk kona. — Það leyndi sjer ekki að hún var uppgefin, enda komin langt á leið. „I þetta sinn voru öll sætin setin í vagninum og fylltu sætin ungt og hraust fólk. að mestu. Margir þeirra er sátu gláptu á konuna, en ekki einum einasta manni datt í hug að bjóða henni sæti sitt“. „Kvenrjettindi“ EINU sinni heyrði jeg dóna segja, að honum dytti ekki í hug að standa upp úr sæti sínu í strætisvagni fyrir konum. Þær væru sí og æ að mala um kven- rjettindi og vildu vera jafnrjett- háar og karlmenn í lífinu. Það væri þá best að lofa þeim það og eitt væri það, sem fylgdi iafn- rjettinu, að konur gætu ekki ætl- ast til að meira tillit væri tekið til þeirra, en karla, hvorki í strætisvögnum, eða annarsstað- ar. — Nú verður hver að eiga það við sjálfan sig, hvort hann vill heita dóni. eða maður með mönnum. — Furðulega margir virðast veija fyrri kostinn, þegar ekki finnst einn maður af 30—40 í strætis- agni, sem býður ófrískri konu sæti sitt. Stcrin í íjarnarendamim NÚ MÁ ekki draga cllu lengur að slá störina í suðurenda tjarnarinnar. Hún er orðin jafn- há bakkanum og hætta er á, að börn og unglingar átti sig ekki á þeirri hættu, sem býr þarna, ef engið er út á störina, því kvik- syndis leðja er undir. Það hefur verið venja undan- farin ár að slá störina þegar hún hefur sprottið jafn hátt og hún. er nú. Ekki er seinna vænna að byrja á þessu verki nú. Varist ofmetnað, piltar! I' ÞRÓTTAMENN okkar hafa staðið sig eins og hetjur í sum- ar, bæði heima og heiman. Það hefur heldur ekki farið leynt og enginn ástæða til þess að fela sigra þeirra. En hitt er jafn leiðinlegt, ef menn fyllast ofmetnaði af unn- um íþróttasigrum, eins og setn- ing í auglýsingu gaf til kynna, sem birtisí í blöðum bæjarins. í auglýsingum um knattspyrnu keppni við norskan flokk stóð eitthvað á þessa leið: „Verður þetta annar „Svíasrg- ur““. Heldur óheppileg, svo ekki sje sagt kjánaleg setning, þegar tekið er tillit til þess, að landinn van þó ekkí nema cinn leik við Svíana. „Töknm þá í bakaríið" 4617TÐ tökum þá í bakaríið“, T segja strákarnir í Reykja- vík, þegar þeir þykjast hafa yfir- höndina yfir einhverjum. Og í auglýsingunni var það gefið í skyn, að norsku knattspyrnu- mennirnir yrðu nú teknir „í bak- aríið“. — Það fór á annan veg, sem kunnugt er. Iþróttamenn vorir eru alls hróss maklegir, en á meðan nógir eru til að hæla þeim, þurfa þeir, eða forystumenn þeirra, ekki að gera það sjúlfir á opinberurn. vettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.