Morgunblaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. julí 1951 M O R (* U N H i. 4 Ol Ð 7 Hfl FYRIR 2000 ÁRUiVf GUNNAR Thoroddsen borgar- stjóri og frú hans komn heim með Gullfaxa á þriðjudagskvöld úr vikuferð tíl Parísar, cn þangað var borgarstjórahjónunum boðið, c-ins og kunnugt er, tíl að vera viðstödd tvö þúsund ára a.fmæli Parísarborgar. En líðin cru tvö þúsund ár síðan borgarhvnar vai getið í frásögn Cesars, af herferð- Vi m hans til Gallíu. Borgarstjórn Parfsar sá um, að þessi tvö þúsund ára mínning yrði lialuin, með þeim glæsibrag, er liæfði þeirri höfuðborg menningar og lista sem París hefur verið um margar undanfarnar aldir. 130 BORGARSTJÓRAR híEÐAL GESTANNA Morgunblaðið hitti borgarstjóra hjónin að máli snöggvast í gær, á heimili þeirra, Oddagötu 8, og fæiði í tal heimboSiS iil Parísar vg uátíðahöldin. Þau s'kýrðu svo frá; Meðal boðsgestanna voru 130 boi-garstjórar og yfirboi-garstjór- ar, en af þeim voru 65 frá f rönsk- um borgum hinir frá höfuðborg- um víðsvegar að úr heiminum. Þar á meðal frá öllum höfuðborgum Norðurlanda. 3. DAGA IIÁTÍÐ Borgaistjórn Parísar heldur þetta 2000 ára afmæli hátíðlegt með ýmiskonar víðtúifn á þessu sumri. En aðal hátíðin var haldin í sambandi víð þetta míkla gesta- boð b. 0.—8. júlí. Hún byrjaði með mikillí garð- veislu er yfirborgarstjóri Parísar hjelt síðdegis á föstudegí fyrir um tvö þúsund gestí. Síðan. voru allir gestirnir viðstaddir mikilfengleg- an sjónleik er haldínn var á torg- ^inu fyrir framan Noti*e llame- líirkjuna þá um kvöldið, þar sem komið hafði verið fyrír um tíu þúsund sætum. Komu þar fram um þúsund leikarar. Sýnd var þar píslarsaga Freísarans með fornu sriiði. Var það á allan hátt áhrifa- tnikil cýning. A laugardaginn 7. júlí hjelt foiseti verslunarráðs Parísarborg- íir hátíðagestunum árdegisverð. En um kvöldið var viðhafnar- veisla i ChaiIIot-hölI, þar sem sýnt var á leiksviði hallarínnar myndir úr lífi Parísarbúai. Bar þar að vonum margt fyrír auga, þar sem saman var komið á einn stað hin fágætasta glæsímennska flestra þ.jóða heims. Borgarstjórafrú Reykjavíkur var þar klædd íslenskum slcaut- búningi er vakti mikla, athygli, meðal hins g’tæsibúna fyrirfólks svo áberandi var. Þóttí hað tíðindum sæta er forseti Frakklands Auriol «r þar var í öndvegí, gcrði orð borgarstjórahjónunum frá höfuð- borg minnstu þjóðarínnar, að hann óskaði eftir að fá tækifæri til að tala við þau. Ræddi hann síðan við Gunnar Thoroddsen borgarstjóra og frú VBIu í stund- arfjórðung og lýstí meðal annars ánægju sinni yfir því, að fá tæki- færi til að kynnast þessum full- trúum „Einbúans í Atlantshafi“. FÆRBI PARÍS SÆ3MUND AD GJÖF Þá um morguninn hafði Gunnar Thoroddsen afhent yfirhorgar- sstjóra Parísarborgar, Pierre de Gaulle, gjöf þá, er hann hafði meðferðis frá Reykjavíkurbæ til Parísarborgar. Gjöfin er eintak af hinni frægu ntynd Ásmvmdar Sveinssonar, af Sæmundi á seln- um. Til þess að Parísarbúar viti <leili á myndinni og hver rök liggja til hennar, hafði Gunnar Thovodo- sen meðferðis stutta greínargerð um reviatriði Sæmundar Sigfús- sonar og þjóðsögurnar er um hann hafa skapast. Þar segir svo: GREINARGERD SIGURÐAR NORDALS Staðrcyndirnar. Sæmundur Sig- fússon hjnn fróði (f. 1056, d. 22. maí 1133) er eitt a.f stórmennum íslands frá frægðartímum hins halditi orfinu t.Sæmundur" Ásntundar f eínka- skrifsfofu yfirborgarsfjórans Frú Vala og Gunnar Thoroddsen. forna þjóðveldis. Hann fór ungur utan til náms og var fyrsti Norð- urlandabúi, sem gekk í skóla í Frakklarrdi, að líkindum í skóla Notre Dame dómkirkjunnar. Eftir heimkomuna varð hann prestur og voldugur höfðingi. Hann vitaði fyrstu bók, sem frumsamin var á Islandi, sögurit á latínu, og varð þannig brautryðjandi hinna klass- ísku íslensku bókmennta 12,-—14 aldar. Sonur hans kvæntist norskri konungsdóttur, niðjar hans voru bæði höfðingjar og lærdómsmenn, og mesti ritliöfundur Islands, Snorri Stui-luson (f. 1179), var fóstraður og lærður hjá sonarsyni hans, á óðali ættarinnar í Odda. FYRSTI NORÐURI.ANDA- STÚDENT í PARÍS Þjóðsögurnar. Sæmundur er einn þeirra manna, sem alþýðan finn- ur, að hinar þurru sögulegu staðreyndir geta ekki lýst til hlýtar. Aðeins ímyndunarafl þjóðarinnar getur gefið mynd af þeim. Hann varð í þjóðsögunum hinn mikli töframaður. Skólinn í París varð Svartiskóli, þar sem mikill meistari úr undirheimum kenndi ókunnuga fræði. Sæm- undur varð ekki aðeins hinn lærði maður, heldur niikið skáld, sem hafði ort frægustu forn- kvæði íslands, Eddukvæðin. — Óteljandi eru sögurnar um skipti hans og kölska, þar sem Sæm- undur alltaf bar hærra hlut. Ein af þessum sögum er um heimför hans til íslands. Sæmundi þótti of seinlegt að sigla á skipi. Hann kallaði á kölska og sagði: „Syntu nú með mig til íslands, og ef þú kemur mjer þar á land án þess að 'væta kjóllafið mitt í sjónum, þá máttu eiga mig“. Kölski brá sjer í selslíki og fór með Sæmund á bakinu. En á leiðinni var Sæmundur alltaf að lesa í salt- aranum. Voru þeir eftir lítinn tíma komnir undir land á Islandi. Þá sló Sæmundur saltaranum í hausinn á selnum, svo að hann sökk, en Sæmundur fór í kaf og synti til lands. Með þessu varð kölski af kaupinu. Greinargerð þessa samdi pró- iessor Sigurðnr Nordal. Ásmundur Sveinsson var í París 1918 og gerði þá myndina af Sæ- mundi á aelnum. En það er siðast af „Sæmundi" að írjetta að honum var búinn virðu legur staður í einlcaskrifstofu yfir borgarstjórans. HÁTÍÐALOK Sunnudaginn 8. júlí, var svo lokaþáttur hátíðahaldanna er fór fram á Invalidetorginu með há- tíðahljómleikum og skrautsýning um, þar sem meðal annars kom fram fólk úr öllum hjeruðum Frakklands í þjóðbúningum sín,- um. Hátíðahöldunum lauk með flugeldasýningu, er á að hafa verið hin skrautlegasta og til- komumesta er hingað til hefur sjest í heiminum. BRAGI HLÍÐBERG leggur í dag ásamt hljómsveit sinni af stað í hljómleikaför um Vestur- og Norðurland. Með hljómsveitinni verður hinn vinsæli dægurlaga- söngvári Haukur Morthens. Bragi ffiun hafa allvíða við- komU á ferð sinni og efna til dansskemmtana, og mun Bragi þá leika einleik á harmonikkuna af sinni alkunnu snilld. Á dansleikjunum mun hljóm- sveitin einkum leggja áherlsu á að leika danslög þau er komu fram í sambandi við danslaga- samkeppni þá sem Skemmtifjelag Góðtemplara efndi til í vetur, og Ihljómsveit Braga Ijek þá, og Haukur Morthens söng. Einnig verða að sjálfsögðu leikin erlend vinsæl danslög. Hljómsveitin hyggst halda fyrstu dansskemmtunina á föstu dagskvöldið í Ólafsvík. Óttast ekki olíuskort RÓM: — Henry Ford, yngri, seg- ist hvergi óttast olíuskort í Banda ríkjunum, þótt illa horfi í Persíu. Gnægð olíu sje í S-Ameríku, Bandarikjunum og Kanada. Eftir CIIARLES CROOT, fregnritara Rcuters. KAUPMANNAHÖFN — Danir leggja allt kapp á að lífskjörum al mennings hraki ekki. Við mikla ei’fiðleika er að etja í þeim efn- um, svo að sumum finnst jafnvel vera unnið fyrir gýg. Ríkissttjórn- in telur samt, að meginverkefni hennar sje að hamla því, að kjör manna versni. Hún setur það mark sitt meira að segja ofar landvörn- unum. OFAR LANDVÖRNUNUM í ræðu, sem Ole Björn Kraft, utanríkisráðherra, hjelt fyrir skömmu, fórust honum orð á þessa leið: „Ekki er rjett að taka landvarnirnar fram yfir tilraunir okkar til að halda kjörum almenn- ings í horfinu, þeim kjörum, sem eru í samræmi við lýðvæðishug- myndir okkar. Ef okkur glejnnist þetta, mundum við lúta í lægi'a haldi í baráttunni innan lands“. Hernaðarútgjöld Dana eru ein ]'au lægstu allra þjóða Atlants- hafsbandalagsins. Til þessa hefur verið varið 300 millj. danskra kr. til vígbúnaðar. Kjörv.m almenn- ings stafar mest hætta frá miklum samdrætti í utanríkisverslun landsins, síðan Kóreustríðið hófst. Teist Dönum svo til, að þeir verði að flytja þriðjungi meira út eftir gengisfelling'una 1949 til að geta flutt inn eins mikið og þá. í fyrra nam óhagstæður við- slciftajöfnuður 1.318.300,000 dönsk i:m krónum, eða röskum fjórðungi heildarinnflutningsins. SKYLDUSPARNAÐUR Skömmtun var hætt í fyrra nema á kaffi og sykri. Niður- staðan varð sú, að neyslan varð meiri en aflað var. Á ofanverðu árinu hóf stjórnin gagnráðstaf- anir sínar með því að herða eftir- lit með innflutningnum. En þetta var elcki annað en upphafið. Slyng- ustu fjármálamenn stjórnarinnar hafa síðan leitað ráðstafana til að draga úr eftirspurninni innan lands, og sem hefði ekki áhrif á lífskjörin .Iafnframt. Árangurinn var sá, að tvær til- lögur komu fram, og stóð um þær mikill styr. Urðu þær þó sigursæl- ar áð lokum. í fyrsta lagi var tekinn unp skyldusparnaður. — Skattgreiðendur greiða ríkinu mis munandi hundraðshluta af tekjum sínum, er. ríkið ábyrgist aftur að skila því fje aftur eftir nokkurt árabil, sem þar.nig er fengið með skyldusparnaðinum. Skattgreiðendxu- ségja, að skyldusparnaðurinn hjálpi stjórn- inni til að skei'ða kaupgetuna. —- Þegar fram í sækir kemur har,n skattgreiðendunum lika að haldi, þar sem þeir fá þannig sparað nokkurt fje. Þeir, sem líta tor- tryggnisaugum á þessa ráðstöfnn, efast um, að þetta sparifje verði ýkjamikils virði eftir nokkur ár. FULL VÍSITÖLUUPPCÓT EKKI GREIDD Hin tillagan var í því fólgin, að taka upp breytingar á vísitöluupp- bótinni. Þar ssm vísitalan fyrir janúar hækkaði hvorki meira nje minna en um 13 stig, hækkuðu laun manna verulega til samræm- is. Og það, sem stjórninni blöskr- aði enn meira, var, að með því ó.v kaupgetan um margar milljómr króna og framleiðslukostnaðurinn óx að mun. I tillögu stjórnarinnar var gert ráð fyrir, að full vísitölu- . uppbót yrði ckki greidd. MINNI NEYSLA Því er svipað farið í Danmörku I og öðrum löndum Norðurálfu, að j þeir, sem nægilegt fje hafa handa milli geta keypt hvað eina. Þar sem skömmtun er hverfandi lítil, ber ekki mikið á leynimarkaði. En ekki hafa margir efni á að eta kjöt á hverjum dégi, vei'ða þeir í lægstu og miðlungslaunaflokk- unum að láta sjer lynda saxav) k.jöt og hafragraut. Varla verðu# sagt, að margú* Danir hafi efni á að kaupa föi sín í Danmörku. Þeir, sem tíma hafa til, skreppa heldur til Málm- eyjar í Svíþjóð og kaupa klæðnaö sinn fyrir þriðjungi lægi'a vejð có. heima. En þessi fjárskortur á vitaskuhl eftir að gera enn meira vart vi3 sig, er áhrifanna af ráðstöfuRurn stjórnai innar tekur að gæta íyrir alvöru. Fleiri og fleiri spara meir:i og meira. 1 Danmörku eru daga>' harðræðis fi'am undan og með hlið • sjón af baráttu stjórnarinnar fyr - ir minni innanlandsneyslu, kann svo að fara, að ekki líði á löngu, þar til það verður talið lýsa föð urlandsást að nýta fötin betur ojj eta minna. MiiMiy! Stefánsson Fædclur 12. 7. 1913. Dáinn 8. 6. 1351. I blóma lífs er bágt að kveðja vini, er burtu kallast eftir liðna þraut. Þó einatt sjáum Isíands góðu syni á aídri besíum hverfa lífs af . braut. Þú kvaddir þjáður konu og unga syni, og kærust dóttir var í huga þjer, Þú áttir marga trausta, trygga vini sem trega þig mcð óstvinúnum hjer. Við skiljum ekki vísdóm Guðs og vegi, en vonarbjarminn er í huga skær; að upprisunnar æðstum mun á degi þjer aftur mæta vina hópur kær. i Hann til mín leitar læt jeg ei burt víkja svo lausnarinn rjeð mæla fyrr á ííð. Þau orðin munu sönnu aldrei svikja því sigurvissan er í huga blíð. Þú utmir fegurð, aumt ei líta ’náttir og allra vildir bæta og Ijetta raun. Þú gladdir marga, auðlegð þó ci áttir því öðlast muntu góðverkana laun. Nú ertu horfinn, lífsins þraut er liðin, og læknuð fengin hver ein svíða und. Þeir sótt leitandi sanna hljóta friðinn og svnir Guðs þeir kallast lifs á grund. Ó. Á. Á leið til Tíbets KALKÚTTA:— Nýlega kom t i. Indlands 6 manna sendinefnd kín verskra kommúnista á leið til Tí- bets.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.