Morgunblaðið - 19.10.1951, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.1951, Blaðsíða 9
í'östudagur 19. október 1951 MORCUNBLAÐIÐ 8 1 Ríkisfft!$ómsveitin túlkar Barahms og Grieg Gagnrýni eftir J ó k Leifs \ (útdráttur) 1 GÆRKVÖLDI varð undirrit- tlðum reikað upp í Þjóðleikhús til |>ess að fylgjast með tiífelli því, <er nefnist „SinfóníuWjómsveitin“ <og honum hefur lengi þótt mjög vonlaust. HIjómsveitarstjóraimT Olav Kiel- land heyrði jeg fyrst £ Beriín fyrir svo sem 15 árum stjórna Philhar- monie-hljómsveitinni þar. Virtist |>ann þá vera duglegur taktslátt- armaður með ónæmar taugar. Árið 1947 heyrði jeg anttan hljómsveit- arstjóra túlka verk eftxr Kielland á norrænu móti og birta skapmikla tónlistarhugsun, þrátt fyrir mjög Ijelega túlkun. Á tónlistarhátíð- inni í Helsingfors í fyrra heyrði | ýeg svo Kielland. stjórna nýju j verki eftir Geirr Tveítt. Var það vel gert, en veitti þó enga Ijósa hugmynd um stjómarhæfileika Kiellands, eins og skiijanlegt er, jþegar nm nýtt verk er að ræða. Ári síðar átti það fyrix mjer að Hggja, að heyra þennan listamann stjóma vorri ófullkomnu og hálf- sköpuðu hljómsveit. Með' blönduð- um tilfinningum vorkunnseminnar yfir þeim vonbrigðum og þeirri vinnuþrælkun, sem hann hlyti að verða fyrir hjer, nálgaðist jeg hl j ómleikasalinn. Hinir alnorsku tónar Griegs Enættu tnjer á tröppunum og hljóm uðu vel. En þetta vom ekki örðug verk; í' öndvegisverk inu eftir Brahms hlyta allir gaUar leiks- sns að koma í Ijós, hugsaði jeg, og væri þá gott að geía horfið,. svo að lítið bæri á. Eri þetta fór nnjög á annan veg. Jeg dvaldi í leikhúsinu allt verkið á enda og varð fyrir meiri listrænni opin- foerun en jeg hefi lengi upplifað í dvölum. erlendis. 1 fyrsta sinni heyrði jeg nú hljómsveit þessa hljóma, eins og virkilega siafoniska Wjómsveit. Bakveggir leiksviðsins eru nú loks komnir, og er það til bóta, þó að enn megi nokkuð lagfæra umbún- aðinn og bæta þannig hljóminn. r En ekki voru slíkar endurbætur út- kljáandi í gærkvöldi, heldur birt- ist sannarleg listtúlkun eins mesta listaverks, sem fyrir hljómsveit hefur verið skrifað. Fjórða og síðasta hljómkviðan eftir Brahms er hátindur listar hans, þó einkum seinasti þátt- urinn. Vjer minnumst þess, að jafnvel bestu vinir tónskáldsins voru undrandi og skilningslausir gagnvart þessu verki. Meira að segja svo mikil listakona, sem ekkja Schumanns (og nákomnasti vinur tónskáldsins) Ijet þau orð falla við Brahms, að ekki væri þetta lengur tónlist (musik), sem hann hefði samið nú. Tíminn sýndi hið gagnstæða. Furðulegast var, að hörð túlkun lítiliar hljómsveitar í litlu húsi, eins og í gær, virðist jafnvel gera verkið hugnæmara eyrum vorra tíma en hin smeðjuiega túlkun, sem venjuleg er úti um heim i stór- um sölum margra syngjandi og titrandi fiðlutóna. Einmitt þessi reynsla í gær var afrek Kiellands. Hann sleppti ekki tökum á einum einasta tóni. Að baki liggpxr hjer meiri vinna, en menn grunar. — Hljómsveitarstjórar „drýgja erfiði meira en menn vita", og að eins mikið líkamsþrek fær staðist slíkar prófraunir. Þó kom þama í ljós fullur næmleiki fíngerðari tilfinn- inga. Hver tónn virtist koma frá hjarta hljómsveitarstjórans og leik aranna. Nýr flautuleikari ljet heyra viðkvæmar laglínur. Básún- urnar hljómuðu heilsteypt. Jafnvel sum hranaleg hljómföll sómdu sjer vel í verkinu, — en stjórnandinn duldi fiðluskortinn með því að gera veiku tónana veikari og minnka hlutföllin. Túlkunin var í heild þannig, að áhrifin ómuðu hið innra lengi eftir, og örðugt var að leggjast til svefns, þó stundir væru frá liðnar. Hjer var einmitt það á ferðinni, sem eitt veitir lífinu gildi fyrir þá, sem öðlast hafa skilninginn. Hljómleika þessa þarf að end- urtaka (t. d. á sunnudags- eða Framh. á bls. 12 Vöxfur frjágróðurs mikifl á þessu sumri Grafíð í gömluin rúsfum Þeg-ar farið var að graifa í rúsíum bókasafns, ser< tilheyrði k i kjunni í Kantaraborg. Fundust þar leifar af ær. fpml tu s. sem sýndar eru hjer a r* ndinni. Hafa þa»r eitt n 1 rið I> velfingunr. undir sv* • « Lanfrane •’ n et isa 1680. Uten ui•; s .1 -ti. 'rU , rst.... i. ÞÓ VORIÐ væri óvenjulega kalt og seint voraði um land allt hefur það ekki haft nein áhrif á vöxt skógargróðurs, eftir því sem Einar G. E. Sæmundsen, skógarvörður, hefur sagt Morg- unblaðinu. Sitkagrenið hjer sunnanlands er með 5G—70 cm árssprota eftir sumarið og lerkið frá Arkangelsk í líallormsstaðaskógi hækkaði um allt að 70 cm á þessu sumri. Þó er öspin í Múlakoti með lengsta árssprota eftir sumarið, því hún hefur vaxið um og yfir 1 metra. FRÆTEKJAN LIÐUR I TltJÁRÆKTINNI Á undanförnum árum hafa skógræktarmenn fylgst því með athygli hvaða trjátegundir bæru fter þroskað fræ. Að sjálf- sögðu er það mikil trygging fyr- ir framtíðarræktun tegundanna að trje sjeu alin upp af fræi, sem hjer hefur þroskast. Starfsmenn skógræktarfjelags Reykjavíkur hafa undanfarnar vikur starfað að fræsöfnun hjer í bænum og nágrenni með meiri árangri en r.okkru sinni áður. SITKAÐ VERÐUR ÍSLENSKT Merkasti atburðurinn í þeim efnum er að sitkagreni hefur bor ið köngla í fyrsta sinn hjer á landi. Er ekki annað að sjá, en fræið sje fullþroska, þó ekki sje hægt að fullyrða um það, fyrr en reynslan sannar að svo sje. En tilviljun varð til þess, að sitkatrje báru hjer fræ að þessu sinni. Því hjer er sitkagrenið svo ungt, að engar plöntur þess hafa náð þeim aldri, að ætla megi að þær beri þroskað fræ. Erlendis er þeirri aðferð beitt, til að fá ung trje til að bera fræ, að höggva sundur nokkrar af rót- um trjánna. Þegar hin ungu trje fá þetta áfall, bregðast þau þann- ig við, að þau bera þroskað fræ fyrr en ella. TRJEN RÓTARHUGGUSTU í stöð Skógræktarfjelags Reykjavíkur í Fossvogi er ofur- lítil skák með sitkagreni. Innan- um grenið voru gróðursett birki- trje til skjóls. Þessi sitkatrje eru frá árinu 1943. í vor voru birkitrjen tekin upp úr þessari skák með rótum og flutt á annan stað. En ekki varð hjá því komist að höggva nokk- uð af rótum sitkatrjánna þegar birkitrjen voru tekin. Þetta varð til þess að hin ungu sitkatrje báru köngla í sumar. Inni í Ártúnsbrekku í hinum fagra trjálundi Sveinbjarnar Jónssonar, voru nokkru sitkatrje flutt til í fyrravor, vegna þess að of þröngt var orðið um þau. Þau eru um 4 metra há, eru frá árinu 1937. Eins fór með sitka- trje Sveinbjarnar við það að þau rótarhjuggust við flutninginn, að þau báru köngla í sumar. Ef svo reynist, að þetta fræ sitkagrenisins sje fullþroska og af því verði aldar upp sitka- plöntur, má segja að sitkagrenið hafi á þessu ári helgað sjer heim- kynni í hinu íslenska gróður- riki. ÁLMUR TIL SKJÓLBELTA — Af hvaða trjátegundum öðr- um hafið þið fengið fræ í haust? — Fyrst og fremst af álmi. Mikil eftirspurn hefur verið eft- ir álmplöntum undanfarin vor, vegna þess að reynslan hefur sýnt, bæði í Múlakoti og í Foss- \ vogsstöðinni, að álmvíður er til- j valinn í skjólbelt:. Á nokkrum árum hafa skjóibeiti af álmi vax- ið upp í stöðinni í Múi.ikoti, er það nú yfir mannhæð og svo þjett að álmurinn veitir n- -ið skjól. Það hefur verið miklum ríól- leikuni bundið, að ná fræi t áinn (:á norðlægum stöðum I Nort-gi, svo hörgull hefur ''er •’ .. uim- i pióntum hjer Fræiekja meiri m nokkru sinn) áSur. Þessi mynd er af sitkagrenitrjánum í Skógræktarstöð Skógrækt- arljelags Reykjavíkur í Fossvogi, sem báru köngla nú í haust. — Þau voru gróðursett vorið 1943. — Myndin var tekin í skógrækt- arstöðinni í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) — Við höfum fyrst og fremst fengið fræ af álminum, sem Þor- valdur ThoroddSen gróðursetti fj<rir sunnan húsið sitt við Lauf- ásveg 5, fyrir nálega 60 árum síðan. En auk þess hefur álmur- inn í Fossvogsstöðinni borið fræ og eins er álmur við Bókhlöðu- stíg, sem við fengum fræ af. Álm fræinu var safnað í ágústmán- uði, þá er það fullþroskað. Þarf að sá því strax eftir að það er tekið af trjánum. Er sumt af því þegar farið að spíra í Fossvogs- stöðinni, en von er til að meira spíri næsta vor. Einnig fengum við nokkuð af álmfræi frá Nor- egi í ágúst. Ef engin óhöpp vilja til, með þetta álmfræ getum við haft tals- vert af álmplöntum til sölu eftir 3—4 ár. NORSKT BIRKI Fræ af birki af norskum upp- runa fengum við í garði Hauks Thors við Sóleyjargötu. En auk þess fjekk Skógrækt ríkisins um 20 kg af birkifræi frá Noregi er safnað var við Rognan náiægt Bodö. HLYNUR OG FLEIBA Þá höfum við getað safnað' hjer í bænum óvenjulega miklu af fræi af hlyn, en talsvert höf- um við fengið af hlynfræi á síð- ustu árum og eigum nú töluvert af hlyn-plöntum í uppeldi. Þá hefur verið hjer í bænum óvenjumikið af fræi af silfur- rejrni og gráreyni. Og af gull- regni höfum við safnað fræi, en fræ af þeirri tegund hcfum við fengið hjer áður. HUMALLINN Loks er að geta þess, að í fyrra haust reyndum við í fyrsta sinn að taka fræ af humli. Mjög mikil eftibspurn er eftir þeirri plöntu, sem er notuð til að vaxa upp eítir húsveggjum. Humal- fræið spíraði ágætlega í Foss- vogsstöðinni í Vor og eigum við því til sölu nokkur hundruð plönt ur af humli næsta vor. Að sjálf- sögðu verður haldið áfram fræ- söfnun af þessari tegund, þvi humallinn hefur borið mikið fræ í haust, segir Einar. Alþingi tekur á ný fyrir stofnun Akademíu Islands Á FUNDI neðri deildar í gær var tekið til 1. umræðu frv. Björns Ólafssonar um Akademíu íslands. Er þetta í annað sinn, sem frv. er flutt. — AKADEMIAN SKIPUÐ 12 MÖNNUM Skv. frumv. skal Akademía ! ið til af Jóni Helgasyni prófess- íslands vera skipuð tolf islensk-j Þessu frv. var vísað samhijóða um rithofundum, fræðimonnum m annarar umræðu og mennta- og vismdamonnum. Er ætlast til, máianefndar. að forseti Islands velji fyrst, er j _____________ Akademían er stofnuð, sex menn og skipar jafnframt einn þeirra fyrsta forseta hennar. Síðan skulu þessir sex velja aðra sex menn, svo að Akademían verði fullskipuð. Hver sá, sem kjörinn er í Akademíuna skal eiga þar sæti til 75 ára aldurs. Til þess’ að víkja manni úr Akademíunni þarf samþykki minnst níu með- lima og sama gildir um að kjósa nýjan mann í hana. AÐALIILUTVKRK A KADEMÍUNN AR Akademían skal hafa forystu um allt það, er varðar rækt við islenska tungu og skal að öðru leyti láta til sín taka viðgang og þroska íslenskra mennta og menn ingar eftir því sem ástæður leyfa. í greinargerðinni segir. að hvað snerti heiti stofnur.arinnar þá þyki rjett að halda ninu | gríska heiti, sem tekið hefir -cr- ið upp í mál flestra menninr ar- þjóða. Virðist engin minnkun að taka þetta orð upp í tunguna, sem hefir tileinkað sjer grísk 3 eins og t. d. orðið kirkja O 3: 3 Lokið að medu 1 vegalagningu i að Narfeyri 1 STYKKISIIÓLMI: — Tíðarfar hefir verið fremur milt hjer und- anfarið og unnið hefir verið í vegavinnu allt fram að þessu. Lokið er nú að mestu byggingu vegar í Narfeyrarhlið á Skógar- strandavegi og hefir vegarhluti þessi nú verið opnaður til um- ferðar. Er að honum stór um- ferðabót. Til að hægt sje að kom- ast örugglega fyrir Álftafjörðinn vantar áð ýta upp vegi á litlu svæði og eins að brúa Kársstað- ará, en þá er líka kominn greið- fær vegur inn fvrir Narfeyri. — Á. H. þpi iim \LMUR ÞOKV ALD V i THORODDSEN I —- Og hvar haíið fer.gið áimíræ nu? getað Cfíen Cfíeng hefir bt'M Eausnar 3 Akademía ht:.r oftas* hvorugkyrs, er það heiir venðlch notað í í densku, en þægilegra' ar og vit u n.-'ulegra er að hafa það a: i'< i... o.ns og lagt heiir ver-sijo 'AIPEH, 18. okt. — Forsætisr' * íe • Þjóðernissinna í I ma C >, horsþöfðingi, b öst.lau. n- Kunnugir telja, að ásis.'ð komulag við la:.d- ,új uiar. —■ Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.