Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 16
Veðurúfíií í dag: Allhvass eða hvass SA. Rign ing öðru hvoru. Frv. uin varnarsamn- Inffinn orðKS að Iðgum \ FRV. um lagagiiði varnar- j samningsins var tekiö til þriðju umraeðu í gær í efri ■ deild, Fór fram nafnakall um ; það eftir kröfu kommúnista. , Var frv. samþ. með 12 atkv. gegn 3 atkvæðum kommún- | ista, en Páll Zóphoníasson greiddi ekki atkvæði. I Þar með er þetta frv. orð- ; ið að lögum. f --------------------■ Hedamaðurinn, sem slasaðist við Elliða- ár, látinn BOGI ÍSAKSSON, verzlunar- maður, sem féll af baki, er hest- lir hans hrasaði með hann inn á Elliðaárbrú s. 1. laugardag, lézt í Landsspítalanum í gærkveldi. Farið var með Boga í Lands- epítalann strax eftir slysið, og kom þá í ljós að hann hafði höf- uðkúpubrotnað. Hann komst aldrei til meðvitundar. Bogi var kunnur hestamaður. Hann var ókvæntur. Slálu 20 flöskum af áfengi í Tívolí I FYRRINÓTT handtók götu- lögreglan tvo menn, er urðu á vegi hennar, þar eð henni þótti þeir grunsamlega gildvaxnir. Á lög- Teglustöðinni fundust á mönnun- xim 19 flöskur af víni og tvær lengjur af sígarettum. Lögreglumennirnir voru í eftir- litsferð á einum bíla sinna, er jnennirnir urðu á vegi þeirra. Var lögreglubílnum ekið eftir Njarð- argötunni og er komið var að Hringbrautinni, var ekið fram á jmennina. Við yfirheyrslur hafa mennirnir Bkýrt svo frá, að þeir hafi stolið vínflöskunum og sígarettunum úr veitingahúsinu í Tívolí. Tólf flösk- ■ur voru af ákavíti, og átta af viskíi. Þeir voru með 19 flöskur Sneðferðis, sem fyrr segi-r, en sú tuttugasta fannst suður hjá Tí- volí. Loks stálu þeir í veitinga- húsir.u 13 krónum í peningum og ekki voru sígarettulengjurnar báð- ;ar fullar. Menn þeir, er hér voru að verki, hafa báðir lent í þjófnaðar- xnálum fyrr. Er annar þeirra .TJlrich Z. Hansen og hinn Einar Jóhannsson. Þeir sitja nú báðir í gæzluvarðhaldi. Viiiiæll ijónleikur í ilðasfa sinn 1 K.VÖLD sýnir Þjóðleikhúsið Imynd unaryeikina eftir Moliére í 32. og •Síðasta sinn_ Hefur þessi gamli gam- anleikur reynzt einkar vinsæil í svið setningu Óskars Borg. Stendur hann aðeins að baki Is- landsklukkunni og Pabba, hvað að- sókn snertir, þvú að nú hafa þegar séð leikinn yfir 16 þúsund manns. Leikhúsgestum hefur Verið það ó- Wandið ánægjuefni að sjá þau Lár- H3 Pálsson og Sigrúnu Magnúsdóttur fara með aðalhlutverkin i þessum fræga gamanleik, en frammistaða •annarra leikenda, eins og t. d. Bald- yins Halldórssonar í hlutverki Diafo irasar yngri, hefur og vakið verð- Bkuldaða eftirtekt. — önnur við- fangsefni kalla nú að og verður þess .vegna sýningin í kvöld allra síðasta sýning leiksins. Verður að grípa til frekari rafmagns- skömmtunar vegna vatnsskorts ? Söluikatfifrum- varpið afgreill III3. umræðu 1 GÆR fór fram í neðri deild atkvæðagreiðsla við aðra umræðu um frv. ríkisstjórnarinnar um framlengingu söluskattsins. Tillögur Gunnars Thoroddsens um að einn fjórði hluti söluskatts- ins renni í jöfnunarsjóð bæjar- og sveitarfélaga voru samþykktar að viðhöfðu nafnakalli með 16 atkv. gegn 14, en fimm þingdeild- armenn voru fjarverandi atkvæða- greiðsluna. Tillögur meirihluta f járhags- nefndar um að hætt verði að inn- heimta söluskatt af söluskatti voru samþykktar samhljóða og frumv. svo breyttu vísað til þriðju umr. Bæði fjármálaráðherra og for- sætisráðherra lýstu því yfir við atkvæðagreiðsluna, að þeir gætu ekki sætt sig við samþykkt breyt- ingatillagna Gunnars Thorodd- Fólk verður að spara rafmagn lil hitunar. Ræif við Ingóif Ágúfison verkfræðing. RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur hefur tilkynnt almenningi að svo geti farið, að taka verði upp enn frekari skömmtun á rafmagni, þannig að hverfin verði straumlaus á kvöldin í eina klukkustund. Er þetta vegna þess, hve aflþörfin eykst ört og vegna þess hve lítið vatn er orðið bæði í Sogi og Elliðaánum. — En verkfræðingar Rafmagnsveitunnar telja að með því að almenningur spari raf- magn og þá sérstaklega notkun rafmagnsofna, þá muni sennilega verða hjá slíkri viðbótaskömmtun komizt. ORKUÞORFIN 4 OG VÉLAAFKÖST Ingólfur Ágústsson verkfræð- ingur, sem hefur m. a. með hönd- um að fylgjast með starfsemi Sogs Elliðaár- og eimtúrbínustöðvar- | innar, skýrði Mbl. svo frá í sam- -tali.í gærkvöldi, að aflþörfin hefði orðið 36.000—38.000 kw í síðasta kuldakasti, en aflgeta í fyrrnefnd- um stöðvum nemur alls 27.000 kw ! undir eðlilegum kringumstæðum. Með hinni daglegu rafmagns- jskömmtun verður aflþörfin 30— 32000 kw, en mismuninum er náð Happdrætli um jólatrén! á þann hátt að lækka spennuna til viðbótar. Þetta er um suðu- tímann árdegis. — Á kvöldin er aflþörfin 30—32.000 kw og hefur verið hægt að mæta henni með því að lækka spennuna. Því eru þó eðlilega viss takmörk sett, um slíka spennulækkun, m. a. vegna rafknúinna heimilistækja, t. d. kæliskápa og olíukyndingartækja. EYKST UM 300—500 KW 1 gærkvöldi var aflþörfin 30.000 kw, en á laugardagskvöldið um 32.000. — Ingólfur sagði, að við hverja gráðu undir þriggja stiga hita, mætti reikna með 300—500 kw aukningu aflsþarfarinnar. MINNKANDI VATNSMAGN „Gullfaxi“ kom í gærmorgun með talsvert af jólatrjám og grenigreinum frá Kanada og verða þetta einu erlendu jólatrén, sem hér eru á boðstólum að þessu sinni. — Ekki var fullráðið í gær, hvernig sölu þeirra yrði hagað ,en Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri, hefir bent á þá tilhögun að efnt yrði til happdrættis vegna þess, hve trén eru fá í samanburði við hína míklu eftir- spurn. — Allir þeir, sem hafa hug á að fá hlutdeild í þessari send- ingu, keyptu miða í happdrættinu, en þeir einir fer.gju tré, sem hlytu vinning .Ef ágóði yrði af happdrættinu umfram kaupverð trjánna, yrði hann látinn renna til cinhverrar góðgerðarstarfsemi, t. d. Veírarhjálparinnar. — Myndin hér að ofan er tekin af Gull- faxa í gær, er afíerming trjánna fór fram. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Báfaábyrgðarfélag Ym.eyja Þá skýrði Ingólfur nokkuð frá því, hvernig vatnið í Sogi hefði stórlega minnkað. Við mælingar vatnsins í fyrradag kom í ijós, að það var 82 rúmmetrar á sek., sem verður að teljast mjög lítið, þegar miðað er við meðal rennsli undan- farinna ára, sem er um 114 rúm- metrar á sek., en var í nóv. s.l. 91 rúmmetri. — Hefur vatnið minnkað stöðugt í allt sumar og vetur, úr 105 rúmm. meðal mán- aðarrennslis í maí, að afstöðnum vorleysingum. ELLIÐAÁRSTÖÐIN í Elliðaánum er nú svo iítið vatn, að stöðin er ekki höfð í sam- bandi nema á suðutímum árdegis og á kvöldin. Þá er eimtúrbínu- stöðin starfrækt nótt og nýtan dag, til að létta á Ljósafossstöð- inni, en á næturnar er vatni safn- að eftir því, sem unnt er. Eins og sjá má af þessu, sagði Ingólfur, er ástandið í þessu máli alvarlegt og hætt við að grípa verði til skömmtunar á rafmagningu á kvöldin líka — ef fólki-ð tekur sig ekki saman um að fara sparlega með það. Það eru einkum rafmagnsofn- arnir, sem við viljum að fólk noti sem allra minnst og helzt ekki neitt, á þeim tímum dagsins, sem mest er álagið. Rafamngsveitan mun í lengstu lög forðast að taka upp kvöld- skömmtunina, en það er raf- magnsnotendanna að koma til móts við okkur, sagði Ingólfur Ágústsson að lokum. endurgreiilr 25% IðgjaSda BÁTAÁBYRGÐARFÉLAG Vestmannaeyja hélt aðalfund sinn s. 1. mánudagskvöld. Félagið tryggir eingöngu báta, sem gerðir eru út frá Vestmannaeyjum og eru þeir 64 að tölu. Tryggingarupphæðin er um 13 millj. kr. Ársiðgjöldin námu 650 þús. krónum, en tjóna- bætur á árinu (1950) 92 þús. kr. — Á fundinum var ákveðið að endurgreiða tryggjendum 25% iðgjalda ársins og leggja í fasta- sjóð 180 þús. krónur. Er sjóðurinn þá orðinn nær 1 milljón króna. Félagið starfar nú óháð öðrum tryggingarfélögum, en endur- tryggt er hjá Samábyrgð ísl. fiski skipa 50% af áhættunni. Fékk • Jóhann Þ. Jósefsson, alþm., því framgengt á Alþingi 1950, að fé- lagið starfaði sjálfstætt. Stjórn félagsins skipa nú: Ár- sæll Sveinsson, formaður, Jónas Jónsson, form. Útvegsbændafé- lags Vestmannaeyja og Karl Guð mundsson, skipstjóri. Varamenn eru Jón Sigurðsson, hafnsögumað ur og Jóhann Sigfússon, fram- kvæmdastjóri. Hafnfirðingar unnu Keflvíkinga S.L. SUNNUDAG fór fram bridge keppni í Alþýðuhúsinu í Hafn- arfirði milli Hafnfirðinga og Keflvíkinga. Lauk henni með sigri hinna fyrrnefndu, sem unnu á 1„ 3., 4. og 5. borði. (Spilað var á 5 borðum). Nýlokið er keppni í 1. fl. hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar. Efst varð sveit Guðm. Atlasonar ög önnur sveit Péturs Auðunssonar. Oðlast þær rétt til að keppa í meistaraflokkskeppninni. Þá hefst firmakeppnin í kvöld, og hafa 48 firmu tilkynnt þátt- töku. — P. Eldhúfumræðurnar í kvöld N' f KVÖLÐ kl. 8.15 hefjast eld- húsuinræSur við 3ju umræðu fjáriagafrumvarpsins á AI- þingi. Röð stjórnmálaflokkanna verðnr sem hér segir: Alþýðu- flokkur, Kommúnistaflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflekkur. Fyrir hönð Sjálfstæðisflokks ins talar i kvöld Ólafur Thors atviimumálaráðherra og e. t. v. einhverjir fleiri. ------------------ 1 Um 200 hjálpar- beiðnir hafa borizf Vetrarhjálpinni VETRARHJALPINNI hafa nú þegar borizt um 200 hjálpar- .. beiðnir, þótt skrifstofan hafi ekki verið opin nema í tvo daga. ; • Eftir þessu að dæma, má telja fullvíst, að nú berist mun- fleiri beiðnir um aðstoð en í fyrra, en þá voru þær 570, og úthluta þarf til miklu fleiri. — Þess er því þörf, að bæjarbúar bregðist vel við sem fyrr, og styrki Vetrarhjálpina. Ágætir hljémleikar kirkjukórs Sauðárkróks SAUÐÁRKRÓKI, 2. des.: — Kirkjukór Sauðárkróks, hélt hljómleika í Sauðárkrókskirkju 1. desember, undir stjórn Eyþórs Stefánssonar. ' Á söngskránni voru lög eftir innlenda og er- lenda höfunda. Einsöngvarar voru: Sigurður P. Jónsson og Svavar Þorvaldsson, en undirleik annaðist frú Sigríður Auðuns. Hljómleikarnir voru vel sóttir, og þótíu takast mjög vel, enda varð kórinn að endurtaka mörg lögin. — Jón. , ------------------- d Vegir ieppast, en 1 orðnir færir aftur J AKUREYRI, 11. des.: — í gær voru nær allir vegir um Eyjafjörð orðnir tepptir vegna fannkomu og erfiðlega gekk með flutninga. í dag var aftur á móti kom.Y þýðviðri hér nyðra, þannig að vegir byrjuðu að opnast aftur þegar í dag. , _.j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.