Morgunblaðið - 03.08.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1952, Blaðsíða 2
f2 i__ MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 3. ágúst 1952 1 GÓÐIR GESTIR Norrænu búnaðarlrömuðirnir, sm sækja aðalfund bændasamtaka iorðurlanda, koma í kvöld . ..." - ■ - Hér á myndinni sést, er Hákon konungur, Ólafur krónprins og fjölskylda hans komu aftur til Oslóar að styrjöldinni lokinni. Kom þá glöggt í ijós hvílíkra vinsælda konungur nýtur með þjóð sinni. — Noregskonuitgur útlræður í KVÖLD er von hingað til borg- arinnar góðra gesta frá Norður- löndum, það eru fulltrúar frá JDanmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, alls 43 að tölu, sem koma liingað til að halda aðalfund bændasamtaka á Norðyrlöndum, og er ísland 5. aðilinn. Það er að sönnu engin nýlunda jnú orðið, að menn frá öðrum lönd um fjölmenni hingað til móta, vér eigum orðið það mikla sam- 3eið méð öðrum þjóðum um jmargt, að það þykir fátt merki- legt við það, þótt rafmagnsfræð- ingar frá Norðurlöndum efni hér til þings, eða orgelleikarar frá sömu löndum láti til sín heyra í beila viku. Vér Reykvíkingar er- um ekki uppnæmir fyrir slíku Jengur, en teljum það sjálfsagða jog eðlilega hluti. Hitt er fátíðara og í frásögur færandi, þótt það varði Reykvík- inga raunar ekki eins miklu, er f jölmennur fíokkur þeirra manna «r standa í fremstu línu um skipu lag búnaðarmála á Norðurlönd- Tim, kemur hingað í heimsókn og til að þinga uin mál sín — um búnaðarmál. Það er þetta sem nú skeður. Þessi heimsókn varðar islenzka bændur mestu. Hún er í,cim mikil ábending um það, að einnig þeir eru nú komnir svo í þjóðleið, að það berst út ;fyrir landsteinana hvernig „mörland- inn“ býr, hvernjg þeir haga störf lim sínum og standa sig í glím- vnni við að gera sér jörðina und- irgefna þjóðinni til arðs og far- eældar. Bændurnir búa ekki Jengur við einangrun eyiandsins fremur en aðrir þegnar þjóðfé- Jagsins, og vissulega er þeim Jiollt að mæla.sig á þann kvarða, er samskipti þjóða á milli marka’ til afkasta og verðlags. Af því Jiafa bændurnir margt að læra. í>ví bjóða þeir hina erlendu bún- aðarfrömuði hjartanlega vel- komná hingáð til lands, til funda og ferðalaga, til viðræðna og við- Jcynningar, og óska þess, að *nargt gott megi af heimsókn Jjeirra leiða. Þótt vér íslendingar séum um færra veitendur en þiggjendur við slíka samfuHdi, væhtum vér J)ess, óg vitum það, að hið glögga jgestsauga hins þjálfaða erlenda búnaðarmanns sér hér ýmislegt sem athygli vekur, auðvitað margt, sem miður fer, en einnig eitthvað, sem af má læra, þó ekki sé annað en það, að ganga úr ekugga um, að jafnvel hér við yzta haf, getur frjómold borið nppskeru og búskapur fætt fólk til hollnustu og þrifa. í því er eigi lítil staðfesting þess hvers virði landbúskapurinn er flest- tim þjóðum og á alþjóða vísu. Vér Reykvíkihgar látum öss beimsókn þessa eigi heldur ó- viðkomandi. „Hér lét hann toyggja landsins fyrsti faðir“ — bóndinn Ingójfur Arnarson. Vér erura stoltir af því að þessi borg var hin fyrsta bújörð landsins og hvernig þar hefir verið á Jialdið. Þótt búskapur sé nú eigi riema lítill þáttqr borgarlífsins, grær enn gras á Austurvelli, túni Ingólfs, og Reykjavík stendur, sem fjölmennasti bær landsins og sem höfuðborg þess, í traustum tengslum við búskapinn í land- inu og bændurna á bújörðunum. J>ess vegna bjóða Reykvíkingar Jiina norrænu búnaðarfrömuði velkomna hingað heim, til að balda þing sitt svo^ð segja í hlað varpanum þar sem hinn fyrsti bóndi landsins byggði og bjó. Sem einstaklingur, hvorki get ég né vil leggja svo frá mér pennann, að ég bjóði ekki í mín- -um bæjardyrum hina góðu gesti innilega velkomna, þótt orðin ein megni lítið. í mínum augum er það mikill viðburður, er menn eins og stórbændurnir Arne Ro- stad og Jon Sundby, fram- kvæmdastjórarnir Lars Spildo, K. Bonden, E. Bjelle og Einar Sjögren og pr.ófessor Wester- mark, koma hingað. Ég efa ekki að önnur rúm eru einnig vel og ágætlega skipuð í för þessari, enda er þar um um að ræða fieiri góðfræga og stórmerka búnaðar- frömuði, en því nefni ég þessa menn fyrst og fremst, og bið þá sérstaklega velkomna og konur þeirra, þær sem eru með í för- inni, að þá þekki ég bezt og á þeim mest að þakka gestrisni, góð ráð og fyrirgreiðslu, bæði fyrr og síðar, nær það jafnt til mín og ' konu minnar og ófárra manna annarra hérlendis, er ég hefi vísað á vit þessara höfð- ingja, með óskum um aðstoð á •einn eða anr.an hátt. Ekki hafa þeir bilað þegar á þá var treyst um' slíkt. Vel mega t.d. merkir sunnl. bændur muna þær mót- tökur er Arne Rostad bjó þeim í Osló 1948, sem þáverandi iormað- ur Bændafélags Noregs. Slíkum gestum er gott að fagna, og öll- um þeim er fylla flokk þeirra. Veri þeir allir velkomnir. Árni G. Eylands. Junkers-verksmiðj- urnar slarirækiar. áný KASSEL — Hinar þýzku Junkers vélfluguverksmiðjur eru nú staf ræktar á ný og hefur frændi Adenauers kanslara, Kurt Aden- auer lögfræðingur, verið skipað- ur forstjóri þeirra. Framleiðsla vélflugna hefur enn ekki verið leyfð, en vonir standa til að bann gegn vélflugna framleiðslu Þjóðverja verði af- numið jafnskjótt og friðarsamn- ingarnir við Vestur-Þýzkaland hafa verið Jullgiltir. Fyrst um sinn verða því aðeins smíðaðar vélar og tilfæringar sem þarf til vélflugusmíði. Aðalverksmiðjurn- arn voru á sínum tíma í Dessau sem eru á rússneska hernáms- svæðinu og því verða gömlu véla verksmiðjurnar í Kassel endur- nýjaðar með vélfluguframleiðslu íyrir augum. Lifði af 44,000 volla. rafstraum STOKKHÓLMI — 27 ára gam all sænskur raffræðingur Don Cunningham að nafni var á dögunum lostinn 44,000 volta rafstraumi þar sem hann var við vinnu sína á Saitsjöbaden, skammt frá Stokkhólmi. Er það 200 sinnum sterkari straumur en í rafmagnsstóln- um bandaríska. Það þykir í frásögur færandi að Cunning- ham komst lífs af úr þessari eldraun. 40 þús. úllendmpr á Óiympíuleikunum HELSINGFORS, 2. ágúst. — Um 40 þús. útlendingar voru I Hels- ingfors, þegar flest var í sarh- bandi við Ólympíuleikana. Við opnunarathöfnina voru 17 þúsund ir útlendinga á Ólympíuleikvang- inum. Á leikunum voru 1243 blaða- menn frá 70 löndum, 165 útvarps- menn og 160 ljósfnyndarar. — NTB Frarah. af bls. 1 hann var þá kvæntur náfrænku sinni, Maud prinsessu, dóttur Edwards VII Bretakonungs og Alexöndru drottningar, dóttur Christians 9. Danakonungs. —= Höfðu þau frændsystkinin lengi unnazt hugástum. Þegar hér var komið sögu höfðu þau eignazt son, sem heitinn var Alexander í höfuð ömmu sinni. Carl prins tók málaleitan Norð- manna hógværlega en sétti það skilyrði, að þjóðaratkvæði yrði látið fram fara. Af ýmsum ástæð- um voru norskir stjórnmálamenh mótfallnir þjóðaratkvæði og vildu láta Stórþingið kjósa kon- unginn, en í þessu var konungs- efni ósveigjanlegur. Fór svo, að þjóðaratkvæði var látið fram fara, og var þá yfirnæfandi meiri hluti með konungskjörinu. Þeg- ar Carl prins frétti um úrslitin, sendi hann forseta Stórþingsins þessi skilaboð: „Með leyfi Hans Hátignar konungsins, afa míns, ætla ég að taka konungskjöri í Noregi, taka mér nafnið Hákon og gefa syni mínum nafnið Ól- afur. — Guðs náðar og blessunar biðjum við. kona mín r.orsku þjóðinni. Sæmd hennar og heill munum við héðan af helga líf okkar“. Þetta gerðist 18. nóvem- ber. Viku síðar, 25. nóvember 1905, sigldi danska konungs- snekkjan Dannebrog norður Oslóarfjörð og hafði uppi hið forna 6kjaldarmerki Magnúsar berfætts, „rauðan skjöld og lagt á með gulli leó“. Við Dröbak stigu konungur, drottning og son ur þeirra um borð í norska her- skipið ,,Heimdal“, og þar tók ríkis stjórn Noregs á móti þeim, en Michelsen, forsætisráðh., mælti m.a. þetta: „Aftur skal konungur vor Norðmanna vera einingar- tákn gróandi þjóðlífs í sjálfstæðu landi. Þar mun koma, að ein og söm skal hans þjóðrækni og vor. Hægt og hlýtt mun vaxa þjóð- rækhi konungs vors, meðan hann rækir sín virðulegu störf af trún- aði við land og lýð. Því samgrón- ari sem hann verður þjóðlífi síns lands að fornu og nýju, því ríku- legri blessun skulu þjóð og kon- ungur upp skera“-. Norskur kon- ungur var aftur seztur að ríki eftir sex alda bið. Daginn eftir vann Hákon VII eið sinn að stjórn arskránni. Vorið eftir var hann krýndur með hátíðlegri viðhöfn í hinni fornu Ólafskirkju í Nið- arósi. Hákon konungur hefur nú set- ið lengst að ríkjum allra Noregs- kor.unga, að undanteknum Há- koni gamla, sem tekinn var til konungs barnungur. Á þessum árum hefur hann ríkulega efnt þau hejt, er hann gaf við valda- töku sína, og vel hefur hann lát- ið rætast hin spámannlegu orð Michelsens, forsætisráðherra, því að hann hefur verið einingartákn gróandi þjóðlífs í sjálfstæðu. landi. Trúlega hefur hann og haldið kjörorð það, er hann valdi sér 1905: Alt for Norge. Noregur hefur vaxið að sæmd og velmeg- un, þrátt fyrir tvær heimsstyrj- aldir. í hinni síðari styrjöld barð- ist norska þjóðin heima fyrir og erlendis af hinni mestu hreystl og fórnfysi undir merki hinp gullna leós og forystu síns' virðu- legá þjóðhöfðingja. 7. júní 1905 lýsti Noregur yfir sjálfstæði sínu. 7. júní 1940 hlaut konungur aS flýja land, ásamt konungsefni og ríkisstjórn, en 7. júní 1945 kom konungur aftur heim úr útlegð- inni, og er það mála sannast, aði vaxið hafa bæði konungur og þjóð af þeirri heljarraun. Hálcon konungur er um flest svipaður þeirri mynd, sem Snorrl hefur dregið af hinum beztu kon- ungum Norðmanna. Hann er fríð ur sýnum og göfugmannlegur, í- þróttamaður, starfsmaður með af brigðum, hófsmaður í háttum og lítillátur við alþýðu manna. —• Maud drottning var og hin tígu- legasta kona, sem af öllu h.iarta hafði gefizt sinni nýju þjóð. Varð hún Norðmönnum hinn mesti harmdauði 1938. Ólafur konungs efni, sem kvæntur- er Mörthu, dóttur Carls Svíaprins, hefur ríku lega erft eðliskosti foreldra sinna og nýtur hylli og virðingar allra Norðmanna. Næstur að ríkiserfð- um gengur Haraldur sonur hans. Hákon konungur er afkomand? hinna fornu Noregskonunga, 22. maður frá Magnúsi Hákonarsyni lagabæti en 6. maður frá Frið- reki 5., er var konungur Noregs og Danmerkur. í móðurætt er hann 4. maður frá Carli 14. Jó- hanni konungi Noregs og Sví- þjóðar, hinum fræga Bernadotte marskálki. Þykir hann sameina I ríkum mæli starfsemi og skyldu- rækni dönsku konungsættarinn- ar og gáfur og hugkvæmni hinna franskættuðu Svíakonunga. Svo sem vænta má, þykjast Norð- menn mjög af hinum giftudrjúga konungi sínum, er þeir hafa bor- ið gæfu til að hafa bæði til frægfS ar og langlífis, B. G. j Hákon konungur og Ólafur krónprins í Norður-Noregi á flótta undan innrásarher Þjóðverja 1940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.