Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. ágúst 1952 Li Efdur lagður í Sámsstaða- hlöðuna - Tjóni afstýrt \ Gol! úllit með kornuppskeru, \, segir Kiemenz tilraunasljóri. AÐFARANÓTT laugardags s.l. gerðist sá furðulegi og óhugnanlegi p.tburð^ur að Sámsstöðum í Fljótshlíð, að gerð var tilraun til þess, að Jkveikja" í hinni miklu kornhlöðu, sem Klemenz Kristjánsson til- jl'eunastj'óíi reisti þar á nýrækt sinni neðan við þjóðveginn. Fjósajnaður að Sámsstöðum er var við gegningar um kl. 6 um imorguninn var þess var að eldur var í hlöðunni. Vakti hann hús- liónda shjin og var Klemenz kominn að hlöðunni að vörmu spori Vueð menn sina til þess að slökkva eldinn. »:ldí k var á tveiivi 1 feTÖBUM í HLÖÐUNNI Sem betur fór var eldurinn ekki mikill og var slökktur án þess að.,.verulegar skemmdir hefðu orðið. En er að var kom : ið voru tvö eldsupptökin, ann- * að í klgfa, sem notaður er við heymjölsgerð. Samtimis logaði eldur í hrúgu af pokum sem notaðir höfðu verið undir hey- mjöl. Það bjargaði hlöðunni, að engin eldfim efni voru þar sem cldur hafði verið lagður að, pokarnir t. d. rakir, svo eld- svæðin náðu ekki saman áður en að var komið. ' Ekkert fannst í hlöðunni er gat Ibent til þess hverjir hafa verið þar að verki. en heimafólk hafði ekki gengið um hlöðuna síðan kl. S daginn áður. j Er Mbl. hafði tal af Klemenz pagði hann að hann hefði skýrt iýslumanni Rangæinga frá Íkveikjunni og rannsókn er hafin maunu. ^ILADAN ÓLÆST 1 Klemenz skýrði svo frá, að hlaðan hefði verið ólæst um nótt- ina og hefði svo verið síðan hey- annir hófust fyrir alvöru. En Ítann sagði eins og var, að þetta Íærí óvarlegt af sér, að hafa hlöð- na ólæsta á næturþeli, þar sem Jiún er rétt við fjölfarinn þjóð- feg- ÍEFTIRSPURN EFTIR iHEYMJÖLI VAXANDI ■ A þessum tíma árs er vitaskuld þkki um að ræða neinar korn- birgðir þarna. Eins og kunnugt er hefur Klemenz á undanförnum árum haft þarna all mikla hey- mjölsgerð. Er mikil eftirspurn eftir heymjöli hans. Býst hann við að hann muni alls framleiða 25—30 tonn af heymjöli á þessu sumri. Til heymjölsframleiðslu notar hann snemmslegið hey og há, því tún þau, sem hann slær til þessarar heyvinnslu slær hann hvað eftir annað, jafnvel fjórum sinnum á ári sama blettinn, og ber tilbúinn áburð ríflega á milli slátta. Heymjölið er notað til kúa- og hænsnafóðurs og selt hér í 'Reykjavík nú á kr. 1.80 kg. Er það nokkru dýrara en maís, að tiltölu við fóðurgildi. GOTT ÚTLIT MEÐ KORNUPPSKERU Er blaðið spurði Klenjenz hvcrnig útlitið væri með korn uppskeru í ár, sagði hann, aff þaff væri gott, þrátt fyrir hiff kalda vor. Lítur kornið ágæt- lega út á ökrunum. Byggið verður sennilega fullþroskaff fyrri hluta september og hafr- arnir upp úr miðjum septem- ber. En eins og undanfarin ár þrosk ast það fyrr úti á Rangársandi en heima á Sámsstöðum. Það sem af er ágústmánuði hef- ur veðráttan verið hlýrri heldur en í júlímánuði, en júlímánuður var í sumar heldur kaldári heldur en í fyrra, þurrkarnir heldur meiri nú en þá. iSérstök tegiund smásíldar veiðist í Isafjarðardfúpi í ÚSAFIRÐI — Talsvert hefur verið um síld í ísafjarðardjúpi það sem jscm af er þessum mánuðiv:Er þar aðeins um mjög smáa síld að ræða. fllefur hún verið brædd, en virðist mjög mögur, svo að lítið lýsi {íæst úr henni. inningartaíla ú elzta hús Reykjavíkur UM NÓN.BILIÐ í: gærdag lokuðu verzhinarmeiinimir Silli & Valdi matvöruverzlun sinni i Aðalstræti 10, í stundarfjórðung. Ástæðan íi! þeirrar lokunar vor einstök, þ-,í í gær, 18. ágúst, átti Rcykja- víkurbrer 136 á.-a afmæli og í því tilefni lét Reykvíkingafélagíð sctja niHmú.fgartöílu á elzta bús hæjarins. Þetta bús cr oinmitt núverandi n-.atvönuverzlun Silla & Valda, og á sér langa og við- bui ðarrika sögu að baki og e-r eir.mitt 200 ára gamalt. £ÍLD í ÖLLU DJÚPI Þegar Sólborgin kom frá Græn I jandi um síðustu mánaðamót, jurðu skipsmenn v þess varir, að ‘fiamfelld síld virtist verá í sjón- úm í nokkru dýpi allt frá Deild og inn undir Hnífsdal. Síðan hefur uíldar orðið vart víða um ísafjarð prdjúp og álíta sjómenn að meiri bg minni síld séjí'öflu djúpinu. HVALFJARÐARNÆTUR EKKI NÓGU SMÁRIÐNAR i krí:' bátar hafa verið á síld- yeiðum, tveir frá Bolungarvík og .einn frá ísafirði.’Hafa þeir notað svokallaðar 'Hvalfjarðarnætur, áem eru all smáriðuar/ Samt ánetj ast síldin og stafar það af því, að þún er svo lítil, að jafnvel Hval- fjarðarnæturnar eru ékki nógu smáriðríarjfeSíldin i djúpinu er tvískær, aðeins 12—13 sm. Er álit sumra, að þetta sé sérstök smá- jsíldartegund. j Alls munu nú komin a land um 3 700 mál af smásíld á ísafirði. Er búið aS bræðá um 500 mál af því, fen svo var síldin mögur að þar af fengust aðeiffs 3 tunnur af lýsi. — Jón Páll. hlenzkum rilhöfundi boðin ókeypis rivö! í Svíþjóð RITHÖFUNDAFÉLAGI íslands hefur borizt bréf frá Sambandi sænsku samvinnufélaganna, þar sem það býður íslenzkum rithöf- undi til þriggja vikna dvalar í námsheimili þess „Vár gárd“ í Skerjagarðinum sænska, dagana 8.—2. september n.k. Boðið tekur ekki til ferðakostnaðar fram og aftur, en dvalarkostnaðUr allur á heimilinu er ókeypis, Er þetta í annað sinn, er sænska sambandið býður íslenzkum rithöfundi til dvalar í Svíþjóð. Þeir rithöfundar, sem hefðu hug á að þiggja þetta góða boð, þurfa að snúa sér til formanns Rithöfundafélags íslands, Sigurð- ar Grímssonar, fyrir 25. þ.m. I5ÆÐA VH-H.IAI VS Er mannfjöldi hafði safnazt saman i Aðalstrætinu i gærdag og umferðin stöðvaðst, sté Vil- hjálmur Þ. Gíslason, skólastióri fram á stéttina, nær horni húss- ins, en á því hékk tjaldsveipuð taflan olómum skrýdd. Töfluna hefir Ágúst Hakonsen gert, en Þorsteinn Hjálmarsson, húsgagnameist. cetti upp. Flutti Vilhjálmur stutta ræðu, þar sem hann rakti tildrög þeirr- ar athafnar, er þarna skyldi fram merk hús þangað upp eftir, er þau yrðu að vikja af lóðurn sín- um fyrir nýjum, stærri bygg-1 ingum og koma þannig upp stóru o% skemmtilegu byggðanverfi við Árbæ. F.innig fór hann noKkrum orðum um hinn væntanlega gos-1 brunn, er félágið hyggst að .uoma upp í Tjörninni. ADRIÍ? RÆBUM'ENN Þá rakti Vilhjálmur Þ. Gísla- son nánar sögu hins gamla húss í Aðalstræti 10, en eigendur þess, Vilhjálmur Þ. Gíslason heldur ræðu við afhjúpun minningartöfl- urmar á verzlunarhúsi Silla & Valda, Aðalstræíi 10. Það er elzta húsið í bænum, 200 ára að aldri. Að baki Vilhjálmi stendur stjórn iieykvíkingaíéíagsins, borgarstjórinn og fleira stórmenna. — (Ljósm. Vignir). fara, gat um starfsemi Reykvík- ingafélagsins, afmælisdag þess og vék síðan nokkuð að sögu þessa gamlanúss. Þá gekk xram framkvæmdastj. Reykvíkingafélagsins, Hjörtur Hansson, og afhjúpaði hann minningartöfluna. Á hana er letrað: Elzta hús Reykjavíkurbæjar Eitt af húsum ,,ínnréttinga“ Skúla Magnússonar landfógeta 1752 Reykvíkingafélagið 1952 REYKJAVÍK HYLLT Tók þá Vilhj. Þ. Gíslason aftur til máls og bað mar.nfjöldann að hrópa ferfallt húrra fyrir Reykja víkurbæ í þeirri von að hann mætti blómgast og vaxa í anda stórhugar, dugnaðar og menn- ingar, Var hið hressilegasta tek- ið undir þessi orð Vilhjálms. ÞRIDJA HTJSIÐ MEÐ TÖFLU Að athöfninni í Aðalstræi lok- inni bauð stjórn Reykvíkingafé- lagsins borgarstjóra, sendiherra Dana, blaðamönnum o. fl. til kafíidrykkju að Hótel Borg. Hjörtur Hansson bauð gesti velkomna. Skýrði hann í stórum dráttum írá tildrögunum að starfi Reykvíkingafélagsins við að setja minningartöflur á gömul hús hér í bænum. Þetta er þriðja húsið, sem slík tafla er sett á. Hin húsin eru Dillons- húsið og Menntaskólinn. BYGGÐAHVERFID VIÐ ÁRBÆ Minntist xramkvæmdastjórinn og á framkvæmdir félagsins við Árbæ, en hann hefur félagið á leigu til fimm ára. Kom fram sú hugmynd að flytja gömul og verzlunarmennirnir tveir, voru þarna viðstaddir. Borgarstjórinn í Reykjavík þakkaði félaginu fyrir hönd bæj- arins þá ræktarsemi og minja- starfsemi, er það framkvæmdi með skiltagerðum sem þessum. Séra Bjarni Jónsson, sem er formaður félagsins, tók til máls síðastur og ræddi um framtíð- arhlutverk Reykvíkingafélagsins. Að loknum ræðu hans og borg- arstjórans var Reykjavík og fé- lagið hyllt með húrrahrópum, SAGA AÐALSTRÆTIS 10 Hér fer á eftir saga hússins Aðalstrætis 10 í stórum dráttum og hefir Árni Óla tekið hana sam- an: ELZTA IIÚSIÐ í REYKJAVÍK Það var hinn 4. janúar 1752, að .konungur gaf jarðirnar Reykjavík og Örfirisey ásamt 10.000 ríkisdölum til þess, að ,,innréttingunum“ yrði komið upp. Skúli Magnússon var þá ytra og hóf þegar undirbúning að því að reisa hér verksmiðjubæ. Sendi hann skip hingað um vorið með byggingarefni og kom sjáifur út til að hafa eftirlit með öllu. Er talið að þá um sumarið hafi verið reist ao minnsta kosti tvö vönduðustu timburhýsin, sitt hvoru megin við Aðalstræti. Ann- að þeirra var íbúðarhús forstjór- ans og stóð þar sem nú er Aðal- stræti 9. Hitt var vestan megin götunnar og var kallað „Fabriqu- bus 2“. Voru þar íbúðir undir- íorstjóra innréttinganna og bók- haldara. Vcnjulega var þó húsið nefnt „Kontor og Magazinhus". Það er nú Aðalstræti 10, og er eina hús innréttinganna, sem enn stendur óbreytt að mestu. Þetta er elzta húsið í bænum og jafn framt annað af tveimur fyrstu timburhúsunum, sem risu af grunni í Reykjavík (ef kirkjan er sKki íalin). Þegar innréttingarnar lognuð- ust út af og hús þeirra voru seld. skömmu fyrir aldamótin 1800r keypti Petræus kaupmaður hús þetta og bjó í þvi um hríð. Var það þá jafnan nefnt Petræusar- hús. Árið 1807, seldi hann Geir Vídalín biskupi húsið í orðí kveðnu og fluttist hann þangað frá Lambastöðum. Upp frá því var það kallað Biskupsstofa. Af- sal fyrir húsinu félck Geir biskup ekki fyrr en árið 1822. Árið eftir andaðist hann, en ekkja hans, Sigríður Halldórsdóttir frá Hítar- dal, Finnssonar biskups, bjó þar til dauðadags 1846. Hjá henni átti Sigurður skáld Pétursson heima um hríð og í þessu húsi dó hann 1827. Á þessum árum hafði ekkert verið skeytt um viðhald hússins og þegar frú Sigríður féll frá, var það orðið svo hrörlegt, að það var ekki talið leigufært. Ástæðan til þess að það var ekkí rifið þá, mun vera sú, að þá þegar voru byrjuð húsnæðisvand- ræðin í Reykjavík. Martin Smith kaupm. fluttist um þær mundir hingað og varð feginn að fá inni í þessu húsi. Er líklegt að hann hafi látið gera eitthvað við það. Mun hann hafa búið þar þangað til hann fluttist í hús Stefáns landfógeta Gunnlaugssonar, sem hann keypti 1857. Síðan átti . Jens Sigurðsson kennari heima í þessu húsi þang- að til hann varð rektor latínu- skólans og fluttist upp í skóla- húsið 1868. Þá fluttist Kristjana .Tónassen, systir Geirs Zoega í húsið, bjó þar í mörg ár og hafði þar mat- sölu. Eftir hana bjó þar Matthías Jóhannesson kaupmaður, þangað til hann byggði húsið Aðaistræti 12, eftir 1880. Nú um fjölda ára heíir þarna verið verzlun og muna fæstir eft- ir því að þetta var einu sinni íbúðarhús. Helgi Zoega verzlaðí þarna í mörg ár, en Silli & Valdi hafa verzlað þar síðan 1925. Bálar landa síld i AKRANESI, 18. ágúst. — 11 bátar komu til Akraness síðast- liðinn laugardag með samtals 550 tunnur síldar. Svanur var hæstur með 134 tunnur. Á sunnudag komu 13 bátar með 820 tunnur samtals. Hæstir voru Heimaskagi með 106 tunnur, Ás- mundur með 80 og Keilir með 85 tunnur. Á mánudag komu 12 bátar með samtals 335 tunnur. Var Aðal- björg hæst með 53 tunnur og Eiríkur með 45. i Aliar þessar þrjár nætur létu bátarnir reka suður í Miðnessjó, Þjóðaralkvæða- greiðsla í Saar í hausf BONN — í tillögum Schumans, utanríkisráðherra Frakka, kvað gert fyrir því ráð, að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari fram í land- búnaðar- og iðnaðarhéruðuirt Saars í haust. Fá íbúarnir um það að velja, hvort héruðin falli tií Þýzkalands eða verði evrópskt* verndarsvæði. Adenauer, firsætisráðherra, viH. að þjóðkjörið þing fyrir Saar af-< ráði um framtíð landsins, Telja Þjóðverjar sig standai höllum fæti í Saar eins og er, þap eð þýzksinnuðu flokkarnir þric eru bannaðir, i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.