Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 12
Veðurútiil í dag: SV-kaldi, þokuloft. Rigning eða súltl öðru hvoru. Ljúsmyndanir Mormóna á íslandi. Sjá bls. 6. Síiríiur orj Haraid Faaberg | áftu fegursta garðfnn HiN árlega verðlaunaveiting fyrir fegursta garðinn í Reykjavíkur- bæ fór fram í gær af hálfu Fegrunarfélagsins. Hefur verðlauna- veiting þessi fyrr farið fram á afmæli Reykjavíkurbæjar, sem er i eins og kunuugt er 18. ágúst. Garðurinn sem verðlaunin hlaut í ár við húsið nr. 66 við Laufásveg og er eign hjónanna Sigríðar og Haralds Faobergs. SILFURBIKAR AÐ EIGN Verðlaunagarðurinn er hinn fegursti á að líta, þar skiptast á rennisléttar grasflatir og prýðilegustu prúðblómarunnar, hirtir rrieð hinni mestu nostur- semi og smekkvísi. Garðurinn er bakgarður að nokkru, og ber að geta þess, að fremur munu slíkir garðar hafa þrifist sökum kuldanna fram eftir sumri. Verðlaunin,' er þeim hjónum voru afhent í hófi í Sjálfstæð- íshúsinu í gærkvöldi, er silfur- bikar til eignar, áritaður • frá Fegrunarfélaginu. AÖRIR IILUTU VIÖURKENNINGU Vísitaia framfærslu- kosinaðar og kaupgjaldsvísitaian óbreyitar KAUPLAGSNEFND hefur reikn að út vísitölu framfærslukostnað ar í Reykjavík hinn 1. ágúst s.l. I og reyndist hún 157 stig, miðað við grunntöluna 100 hinn 1. marz Prýðiiegaslur reykvískra garða Mynd þessi er tekin i gær af verðlaunagarðinum við Laufásvcg 66. Eigendur hans eru hjónin Sigríður og Harald Faaberg. — (Ljósm. Vignir). Bænum var skipt niður í sjö hverfi í tilefni af þessarri garða- verðlaunaveitingu og fékk einn garður í hverju hverfi skriflega viðurkenningu. Eigendur þeirra voru þessir: Vogarnir: Haraldur Ólafsson og frú, Nökkvavogi 62. Laugarneshverfi: Guðmundur Jónsson og frú, Otrateig ð. Túnin: Theódór Gíslason Og frú, Miðtún 15. Hlíðahverfi: Halldór Dungal og frú, Barmahlíð 13. Norðurmýri: Gunnar Hannes- Bon og frú, Miklubraut 7. Háskólahverfi: Jón Steffensen og frú, Aragötu 3. Sólvellir: Hilmar Stefánsson Og frú, Sólvallagötu 28. Skjólin: Jóhann Wathne og írú, Faxaskjól 4. DÓMNEFNDIN í dómnefndinni voru: Sigurð- ur Sveinsson, Jóhann Schröder og Sveinn Kjarval. 1950. Kauplagsnefnd hefur ennfrem- ur reiknað út kaupgjaldsvísitölu fyrir ágúst með tilliti til ákvæða 3. mgr. 6. gr. laga nr. 22/1950, og reyndist hún vera 150 stig. Vísitala framfærslukostnaðar og kaupgjaldsvísitalan eru báðar óbreyttar frá því sem áður var. sjóðandi valni GUÐBJÖRG Jónsdóttir, starfs- kona á Hótel Borg var í gær með fötu fulla af sjóðandi vatni, er henni varð fótaskortur og helltist vatnið yfir hana, svo að hún brendist illa einkum á fótleggj- um. Varð að sækja bifreið og var hún flutt á sjúkrahús, þar sem bundið var um brunasárin. Höfuðkúpo fiiii Keimir heim við frásöp Ijály FUNDIZT hefur skammt vestur af Hliðarenda í Fljótshlíð, höfuð- kúpa af manni. Engar aðrar leifar fundust hjá kúpunni, engin beinagrind. Gera menn sér í hugarlund, að þetta sé höfuðkúpan af Sigmundi hvíta Lambasyni, en samkvæmt frásögn Njálu hafði smalamaður frá Hiíðarenda höfuð hans í höndum og varpaði því Vaiur Reykja- ! víkurmeisfari VALUR er nú öruggur sigurveg- ari á Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu. Sigraði hann Víking í gær í kappleik á íþróttavellinum með 4 mörkum gegn 1. Valur hef- ur þar með unnið öll hin félögin. í dag kl. 7.30 fer fram síðasti leikurinn og berjast Fram og KR þar um annað sætið. Geís! tæknin upp? Fnn srníið við með járnskipi ENN hefur orðið að snúa við með skipshlutann stóra rrieð brota- járninu, sem ætlunin var að draga til Englands. Stór dráttarbátur, sem lagður var af stað með skipshlutann í eftirdragi varð að snúa ■við er hann var korninn suður fyrir Reykjanes. FYRSTA UPPGJOF f Fyrir um það bil hálfum mán- tiði var gerð fyrsta tilraun til að draga járnskipið til Englands. Lagði 800 hestafla dráttarbátur af stað með skipið í eftirdragi. En dráttarbáturinn gat ekki valdið svo þungum drætti. Hafði hann næstum rekið upp á Þormóðs- sker, er eftirlitsskipið Þór kom til bjargar. OG SÚ ÖNNUR Að þessu sinni var sterkari dráttarbátur fenginn frá Eng- Iandi, ,,Oceanus“ með 2800 hest- afla orku. Lagði hann fyrir nokkru úr höfn frá Reykjavík. En er hann var í fyrradag staddur nokkuð fyrir sunnan Reykjanes, kom ólag á dráttarvírana, svo járnskipið skekktist í drætti. Aleit skipstjóri dráttarskipsins ekki vogandi að leggja svo í ferð- ina yfir Atlantshafið, en sneri við til Reykjavíkur. STENDUR f JÁRNUM Kom hann aftur með járnskip- ið inn á ytri höfnina í Reykjavík í gærdag kl. 3. Var skipinu þá lagt við dufl á Viðeyjarsundi. Ovíst er, hvað verður um skipið, því að skipstjóri dráttarbátsins setur það að skilyrði fyrir drætti skipsins, að brotajárnið verði búlkað að nýju, umhlaðið þannig að skipið þyngist að aftan en létt- ist að framan. En slíkt hefur nokk uin kostnað í för með sér og má því segja að það standi í járnum með því hvort járnskipið verði dregið til Englands. Gulifoss gerir Jafnfefli „GULLFOSS“ keppti nýlega við „Lagarfoss" " í knattspyrnu- keppni þeirri, sem nú fer fram á vegum Sjómannadagsráðs og varð jafntefli, 1:1. Þá er Lágar- foss hæstur að stigum í keppn- inni og hvað sigurstranglegastur. ira ser. VÍGASAGA TSJÁLU ' Njála skýrir svo frá, að Sig- mundur hafi verið frændi Gunn- ars á Hlíðarenda. Var hann að Hlíðarenda um vetur, þegar Hall- gerður eggjaði hann á að drepa Þórð í Þórólfsfelli, skjólstæðing Njáls á Bergþórshvcli. En Njálssynir hefndu þcss vígs. Segir Njála frá því að Sig- mundur og félagi hans Skjöldur hafi staðið upp snemma morg- uns. Leituðu þeir stóðhests um hlíðina og fundu hann meðal tveggja lækja, þegar Njálssynir komu að þeim. Tókst þar bardagi, sem lyktaði í stuttu máli með því að Sigmundur og Skjöldur féllu. Skarphéðinn hafði höggið höfuð af Sigmundi. Sá hann þá smalamann frá Hlíðarenda skammt frá. Fékk hann honum höfuð Sigmundar og bað hann færa Hallgerði. Smalamaður tók við höfðinu, því hann þorði ekki annað, en er þeir skildu kaataði hann höfðinu frá sér. FANNST VIÐ JARÐRASK ÝTU Sú litla staðháttalýsing í Njálu hæfir staðnum þar sem höfuð- kúpan fannst, — milli tveggja lækja. Höfuðkúpan fannst s. 1. sumar, er jarðýta var þar að verki við að jafna hóla og slctta fyrir túni um 10 mínútna gang fyrir vestan Hlíðarenda. Skýrir Heigi EHendsson, bóndi á Hlíðar- enda Mbl. svo frá, að land það hafi áður tilheyrt Illíðarenda, svo ekki sé ólíklegt að stóðhrossa frá bænum hafi áður mátt leita þar. , KÚPAN IIJÁ FORNMINJÁVKRÐI Það fannst aðeins höfuðkúpan. Scgist Helgi bóndi hafa leitað að öðrum leifum en ekki fundið. Höfuðkúpan hefur varðveitzt vel og fylgir henni kjálkinn og fimm tennur. Var fornminjaverði þegar fengin höfuðkúpan, en ekkert hef- ur, að því er Helgi segir, verið aðhafst meir um rannsókn á staðnum þar sem höfuðkúpan fannst. SÖmUNARGAGN Ýmsir fræðimenn, sem fjaliað hafa um fornsögu og bókmenntir íslendinga hafa lýst yfir þeirri skoðun að Njálssaga sé að mestu leyti skáldskapur, sem litla stoð eigi í raunveruleikanum. Á síð- ustu árum hafa þó hvað eftir annað verið að finnast, fornleifar, sem sanna marga atburði, sem getið er í Njálu. Er þessi höfuð- kúpa enn eitt sönnunargagnið? örsiit getrauna- ij ieikjama ÚRSLIT leikjanna á 10. getrauna seðlinum urðu sem hér segir: KR — Valur 1—5 2 Valur — Víkingur 4—1 1 Halsingborg — Malmö 1—1 x Djurgárden — GAIS 1—5 2 Elfsborg — Degerfors 1—2 2 Götaborg —AIK 5—3 I IFK Malmö — Norrköping 0—3 2 Örebro — Jönköping 2—4 2 AB — Esbjerg 2—4 2 Frem — B-I909 2—2 x Odense — Skovshoved 1—1 x Köge — B 93 1—3 2 VATIMSBERINIM FYRIR „ALÞÝÐUDÓMSTÓr? ÞAD HEFIR verið til umtals undanfarið í bæjarstjórn Reykjavíkur að stofna til sér- stakrar nefndar, er heita skuli Listavcrkaráð. Mun nefnd þessarri ætlað það hlutverk, að aðstoða bæjarstjórnina og bæta upp listasmekk hennar, þegar þau mál koma fyrir, hvort hafna skuli eða þiggja þati listaverk, er bænum cru boðin til kaups og uppsetn- ingar á almannafæri. Borgarstjóri skýrði frá þessu í gær í samsæti Reykvíkinga- félagsins, í tilefni umræðna, er þar fóru fram um hinn margumtalaða ,Vatnsbera‘ Ás- mundar Sveinssonar mynd- höggvara og hvort og hvar hann skyldi látinn standa í borginni. Kvað borgarstjóri það algerlega ótækt, að pólit- ísk samkunda scm bæjar- stjórnin, f jallaði um slík mats- atriði og smekksatriði í list- málum sem það, hvort hafna skyldi einhverju listaverki en taka öðru. Tíl þess væri hún ekki kjörin og ckki ætlazt til þess, að siíkt væri í verka- hring hcnnar. Rætt hefur verið um stofnun slíkrar Listaverkanefndar við Vilhjálm Þ. Gíslason og hefur hann tjáð blaðinu, að enn sé ekki aíráðið hverjir eigi þar sæti, en vafalaust verði það fuiltrúar listamanna, auk fuli- trúa bæjarstjórnarinnar. Hlut- verk ráðs þessa myndi vera að skera úr um hæfni hvers kon- ar iistavcrka, höggmynda og málverka, til þess að koma fyrir almenningssjónir á veg- um Reykjavíkurbæjar. Mun þessi ,aiþýðudómstó!l í listmál um vafal. taka til starfa innan nokkurra mánaða og yrði þá eitt fyrsta málið, er fyrir hartn kæmi, að ákveða örlög áður- nefnds „Vatnsbera".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.