Morgunblaðið - 14.11.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1952, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. nóv. 1952 11111111111111111111111111111111111 ii iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ii iruiii ii iiiniiii n ii imiiiiiiiiuii ii ii ii ii iii ii iiii ii 11111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii (H ii n H iii i ii miii'.riiiii^ ADELAIDE Skáldsaga eftir MARGERY SHARP ■ iiiii niiiimn iii 111111111111 iii iimiiiiiiiimiiimiitiiiiii ii iii iim iiiminniimi 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iii iiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmimiii” Framhaldssagan 61 gerðu það. Eftir augnabliks um- hugsun hljóp Dodo upp tröpp- urnar og barði að dyrum. „Sonja'1. Ekkert svar. Dodo leit yfir öxl- ina á unga manninn, sem svaf ráðri. Hún vildi ekki vekja hann. Hins vegar hafði henni líka verið kennt það, að ekki væri hægt að fara án þess að kveðja húsráð- endur. Dodo opnaði dyrnar lítið eitt. „Sonja, ertu vöknuð?“ Það brakaði í rúminu og Sonja svaraði dimmri, svefnþrunginni röddu. „Hver íjandinn er þetta?“ „Það er ég, Dodo“. „Drottinn minn dýri, ert þú hérna ennþá?“ „Þú sagðir að ég gæti gist hérna“, sagði Dodo og hló. „Og ég er reyndar ekki sú eina, sem gisti .... Ég veit bara ekki hver hann er“. „Drottinn minn dýri“, sagði Sonja aftur. „Fæ ég aldrei frið fyrir þessum gestum“. Dodo fannst þetta ekki ókurt- eisi, en aðeins mjög fyndið. „Ég er að fara út að fá mér morgunverð. Á ég að koma aft- ur?“ „Gerðu bara eins og þér sýn- ist“, sagði ungfrú Trent. Dodo lokaði dyrunum. — Hún hafði fundið á sér að Sonja var ekki ein í svefnherberginu. Sum- ir hefðu áreiðanlega orðið mjög hneikslaðir. Áður fyrr hafði Dodo skáskotið augunum á nátt- föt Robins í óhreina tauinu hjá Sonju. „Ætlar þú að giftast hon- um?“ hafði hún spurt. „Æ, nei“, sagði Sonja og geispaði. „En ég hef ekki hugsað mér að þurfa að bæ!a niður kynhvatir mínar“. Upp frá þessu lærði Dodo að ótt- ast niðurbælingu á kynhvötum eins og móðir hennar óttaðist skarlatssótt. Og hún hélt vand- iega leyndu, hve óreynd hún var persónulega í þessum málum. Hún tók handtösku sína og fór út. Það var hressandi að koma út í svalt morgunloftið. Reykinn iagði beint upp í loftið úr reyk- háfnum á kránni. Það var kyrrt október-veður. Dodo andaði djúpt að sér. Þá tók hún eftir því að það voru fleiri en hún sem nutu morgunblíðunnar. Við dyrnar á brúðuleikhúsinu stóð gömul, hnarreist kona, föl yfirlitum með fannhvítt hár, eins og kórónu um höfuðið. Dodo virti hana fyrir sér. Hún vissi hver hún var. Allir, sem vöndu komur sínar í Rritannia Mews, þekktu frú Lambert. — Allir báru virðingu fyrir henni og um leið stóð mörgum stuggur af henni. „Hún er öll frá viktoríu- tímabilinu“, sagði fólk, „stíf eins og staur. En brúðuleikhúsið er listrænt .... það er ekki hægt að neita því. Diaghileff sjálfur hefur komið þangað“. Fólk varð því að sætta sig við frú Lambert hvort sem því líkaði betur eða verr. Því þegar hún kvartaði um hávaða og læti, þá tók húseig- andinn alltaf hennar málstað. — Hún hafði meira að segja látið reka vesalings Drogo út úr númer 10, þegar hann var uppvís af eit- urlyfjanautn. Þetta flaug Dodo í hug þar' sem hún stóð þarna og virti hana fyrir sér, og hún setti upp hæðnislegan þóttasvip. Frú Lambert varð líka litið á hana. Svipurinn á Dodo breytt- ist strax. Frú Lambert lyfti hend- inni. Dodo kom nær og beið eftir því að yrt væri á hana. ' „Mig langar til að tala við ung- frú Trent“, sagði frú Lambert. „Því miður er það ekki hægt“, sagði Dodo með merkissvip. „Þakka yður fyrir“, sagði frú Lambert. ________, _ Dodo fannst hún hafa verið of dónaleg, og flýtti sér því að bæta við:_ „Ég á við að hún er ekki komin á fætur. Við vöktum dálítið lengi frameftir i gærkvöldi. Satt að segja er ég sjálf líka nýkomin á fætur“. Frú Lambert svaraði ekki en fór inn í anddvrið og settist niður við borðið með stóra bók fyrir framan sig. Vangasvipur hennar var beinlínis fallegur. Hárið á henni var fest upp í hnakkanum með spennum úr skjaldplötu. — Kjólkraginn féll þétt um hálsinn og náði næstum upp að eyrum. Dodo kom skrefi nær. „Yður finnst við auðvitað alveg óskaplegt fólk?“ sagði Dodo. j „Nei. Þið eruð aðeins illa alin upp“, sagði frú Lambert. Hún flutti fingurinn niður töludálk í bókinni fyrir framan hana á borðinu og skrifaði út- komuna fyrir neðan. Svo fletti hún. Dodo stóð yfir hepni dá- litla stund, en sneri síðan. burt. Hún var þó ekki komin út um hliðið, þegar dyrnar ópriuðust fyrir ofan leikhúsið og sjálfur GiJbert Lambert kom út. Hanrí var mjög magur, í köflóttum jakka og þröngum buxum með blóm í hnappagatinu og einglyrni fyrir öðru auganu. „Já“, kallaði frú Lámbert. „Vildirðu mér eitthvað?“ Rödd henr.ar var blíðleg og full. umhyggju. „Mig langar til að tala við þig. Á ég að koma niður eða kemur þú upp?“ „Ég skal koma upp“. Frú Lambert gekk upp tröpg- urnar, sem lágu utan á húsinu óg maðurinn hennar beið uppi. Dodo sá að hann opnaði dyrnar fyrir henni og lét hana ganga á undan sér inn. Hún sá að þau skíþtÚSt á orðum og hlógu bæði. Svo lok- uðust dyrnar á eftir þeim, og Dodo hélt áfram út um hliðið. Henni fannst þetta dálítið merki- legt fyrirbæri, því að allir vissu, að „viktorianskt“ fólk bældi nið- ur allar sínar hvatir og allir vissu, hverpig fólk varð af því. Og það var einkennilegt að þessi alþekkta staðreynd skyldi verða ótrúleg, þótt hún hefði horft á tvær gamlar persónur uppi á svölunum þarna.... „Þau hljóta að hafa yfirunnið allt slíkt“, hugsaði Dodo með sér, en varð þó ekki fyllilega ánægð. „Og brúðuleikhúsið hefur listrænt gildi. Það er ekki hægt að neita því. Diaghileff hcfur far- ið þangað sjálfur“. 2. kaíli. 1. Dodo gekk hægt heimleiðis frá járnbrautarstöðinni í Surbiton. Henni fannst sér aldrei liggja neitt á þegar hún var að fara heim. Þá gekk fram á hana ung- ur maður, Tommy Hitchcoch að naíni. Hann hafði líka verið með lestinni. Hann hafði farið með lestinni klukkan kortér yfir átta til borgarin’nar um morgunin að venju. Hann hafði fastar venjur um al!t. „Dodo!“ kallaði hann. „Ertu að koma heim? Hvernig stóð á því að ég sá þig ekki?“ Dodo sagðist ekki hafa ,.þug- mynd um það. „En sást þú mig ekki?“ „Augsýnilega ekki“, sagði Dodo. Þrátt fyrir kuldaleg tilsVör hénnar, slóst hann í för með henni, rétt eins og hann væri henni mjög nákominn. Figinlega voru þau líka trúlofuð. En stu.nd- um, sérstaklega þegar hún hafði verið hjá Sonju Trent, velti Dodo því fyrir sér, hvernig það hafði eiginlega viljað til. Fyrir Tommy var það þó einfalt og augljóst mál. Hann hafði orðið ástfang- inn af fallegustu stúlkunni í Sur- jbiton og hafði gengið lengi á eftir ^henni með grasið í skónum. Þau (ætluðu að gifta sig um vorið, og ihonum fannst það mjög eðlilegt ’að Dodo vildi nota tækifærið áð- ur, að fara sem oftast til kunn- jíngjanna inni í London, þar seni hún mundi sennilega ekki háfa Jeins góð tækifæri til þess þegar hún væri gift og ráðsett. „Hefurðu verið að verzla?“ spurði Tommy. „Nei“, sagði Dodo., „Jú, -é.g leit í búðarglugga. Mér þykir leitt að ég skyldi ekki koma auga á þig. Ég hlýt að hafa verið niðursokk- in í hugsanir inínar“.' Bröi höttur snýr affur eftir John O. Ericsson 52. Sjálfir erum við aðeins fáeinir nienn, en við leggjum okkur alla fram. Við vorum heppnir í nótt. Tveir af okkar örgustu óvinum féllu okkur í hendur — samt er enn ekki kominn tími til að refsa þeím. Vitið þið eftir hverjum ég er að bíða? Eítir Litla-Jóni og bróður Tuck, Nú heyrðust hröð skref náigast eftir grasvellinum. Einhver ruddist inn í hópinn og hrinti öllum frá, sem fyrir honum voru. Það var hinn stórskorni bróðir Tuck, sem nú kom í Ijós og LitlLJón á eftir. Báðir voru þreytulegir útlits. ■ — Heyrðu, Hrói, sagði munkurinn og þurrkaði svitann af enninu með handárbakinU. Var sem mér heyrðist, að þú værir að spyrja eftir tveimur hraustum drengjum? Nú, já, við tókum þessa þrjóta og lúbörðum þá þangað til þeir gátu ekki gengið. Ég held að aðra eins útreið hafi þeir aldrei á ævj. sinni fengið áður. Glóparnir uppi á varnarmúrnum reyndu að skjóta á okkur, en við földum okkur á bak við c-ik. Þegar við vorum búnir að liggja þar nógu lengi, lögð- um við af stað og fundum sporin eftir ykkur. Nú erum við hingað komnir, og nú spyr ég: Eruð þið með höfðingjann yíir skrílnum með ykkur? — Já, það erum við, sagði Hrói hlægjandi. Peyinn, sem þú talar um, stendur hérna mitt á meðal okkar, og Stork hinn kloflangi iíka. Breitt bros uppljómaði skeggjað andlitið á munkinum. Litli-Jón var iíka glaður í bragði. Munkurinn neri saman höndunum af gleði. _ _ ___ , THE ANGLO-5CELANDIG SOCIETY ^róti óliemmtipismdiLr félagsins verður haldinn í Sjálfstæðishiisinu í kvold kl. 8,45 e. h. stundvíslega. Félagsmenn, sem ekki hafa endurnýjað skírteini sín og nýir félagar, vitji þeirra og gestakorta í skrifstofu Hilm- ars Foss, Hafnarstræti 11 (sími 4824). — Húsinu verður lokað kl. 8,45 og ekki veittur aðgangur utan þeim, er tryggt hafa sér skírteini eða gestakort fyrir fundinn. — Félagsmenn! Fjölmennið stundvíslega og takið með ykkur nýja félaga og gesti. Stjórn ANGLÍA Verzlunarmaður Ungur maður óskast til afgreiðslu- og flciri starfa strax. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardagskvöld, merkt: „Ábyggilegur —218“. Kfötseyðisteniitigar Kraftmiklir, nærandi og bragðgóðir. Heildsölubirgðir. H. ÓBafssoii & Hemliöft Símar 2090—2790 og 2990. Langholtsskólinn Börn, sem eiga að stunda nám í skólanum, komi í skólann laugardaginn 15. nóv. n. k., sem hér segir: 12 ára börn (fædd 1940) kl. 9 11 ára börn (fædd 1941) kl. 10 10 ára börn (fædd 1942) kl. 11 9 ára börn (fædd 1943) kl. 13 8 ára börn (fædd 1944) kl. 14 7 ára börn (fædd 1945) kl. 15 f M £ 'Y1 • ■ *: #i ;l;#' ; >il . i Kennarafundur kl. 17. *! f # i i 4 Skólastjórinn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.