Morgunblaðið - 17.11.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. nóv. 1953 Bréf sent MEbl.: Nokkrar hugleiðingar um drsþing F.R.Í. Minninffarathöfn nm bisk- haldin á Isafirði ö upmn ÍSAFIRÐI 16. nóv. — í gær var haldinn í ísafjarðarkirkju minn- ingarathöfn um biskupinn yfir íslandi herra Sigurgeir Sigurðsson, en hann þjónaði Eyrarsókn og síðar ísafjarðarsókn í samfleytt 21 ár, eða þangað til hann var vígður biskup 1939. í S.L. viku hefi ég árangurslaust verið að búast við að blöðin birtu einhverjar fréttir frá 6. ársþingi Frjálsíþróttasambands íslands, sem haldið var með mikilli leynd 31. okt. og 1. nóv. síðastliðinn. Samkvæmt lögum sambandsins ber að boða til þingsins með minnst tveggja mánaða fyrirvara og þar tekið fram að því aðeíns sé það löglegt að löglega sé til þess boðað. Nú hefi ég heimiid fyrir því að fyrrverandi stjórn hafi ekki til- kynnt aðilum FRT um þingið fyrr en í öktóber og ekki hafði hún heldur fyrir því að minnast á það í neinu dagblaðanna, ekki einu sinni sama dag og það hófst. Fæ ég því ekki betur séð en að þingið sé ólöglegt með öllu og því ekkert undarlegt að núver- andi stjórn FRÍ eða þingforset- inn, telji heppilegast að grafa það í djúpi þagnarinnar. Vegna hinna fjölmörgu frjáls- íþróttamanna um land allt og unnenda þessarar greinar tel ég þó rétt að skýra hér frá því helzta sem fram fór á þinginu frá mínum bæjardýrum séð, hver veit nema það hafi þau áhrif að forráðamenn sambandsins vakni af dvalanum og sendi blöð- um þingfundargerðina svona eft- ir dúk og disk. í fráfarandi stjórn FRÍ voru þessir menn: Bragi Kristjánsson form., Brynjólfur Ingólfsson varaform., Lárus Halldórsson bréfritari, Guðmundur Sigurjóns son gjaldkeri, allir úr Reykja- vík og Bogi Þorsteinsson fund- arritari, úr Keflavík. Var öll stjórnin mætt á þinginu, að und- anteknum Boga, sem mun hafa verið erlendis. Hins vegar var aðeins mættur um helmingur Reykjavíkurfulltrúanna og hlut- fallslega enn færri utan af landi. Hlýtur hin slælega boðun þings- ins að hafa átt sinn þátt í því, enda óafsakanlegt að minna ekki á þingið í blöðum eða útvarpi daginn fyrir eða sama daginn og þingið hófst. K7 FUNDIR Samkvæmt skýrslu fráfarandi stjórnar, hafði hún ihaldið 27 fundi á starfsárinu, eða 41 fundi færra en stjórnin þar á undan, sem hafði að vísu 2 mánuðum lengra starfstímabil. 2 nefndir voru starfandi á veg- ur stjórnarinnar. Dómara- og laganefnd, sem hélt 13 fundi, og útbreiðslunefnd, en ekki var þess getið, að hún hefði haldið fundi. í skýrslunni var þess getið, að Gunnari Huseby hafi, fyrir frum- kvæði stjórnarinnar, verið veitt keppnisleyfi á síðasta sambands- ráðsfundi í lok október (eftir áð allri keppni var lokið!) Hins veg- ar láðist stjórninni að geta þess í skýrslunni, að það var hún, sem vann það óþurftarverk (skv. boði framkvæmdastjórnar Í.S.Í.), að taka af Huseby keppnisleyfið á miðju sumri með þeim afleið- ingum, að hann gat hvorki tekið þátt í Meistaramóti Reykjavíkur né Meistaramóti íslands. Er það að vissu leyti mannlegt af stjórn- inni, að fyrirverða sig fyrir það afrek. OLYMPÍUKVIKMYND Enn segir í skýrslunni að stjórn in hafi keypt kvikmynd frá Ólympíuleikunum 1952 og sýnt ' hana á Akureyri. (Hvenær skyldi Reykvíkingum gefast kostur á að sjá hana?) Ennfremur er þess getið, að varaformaður FRÍ hafi samið frjálsíþróttakaflann í Ár- bók íþróttamanna eins og árið á undan. Getið er meistaramótanna og hvar og hvenær þau hafi verið haldin, en að sjálfsögðu sleppt að minnast á hvernig þau hafi j verið auglýst og boðað til þátt- I töku í þeim, enda var það atriði víst ekki alveg samkvæmt sett- um reglum. Svipað má segja um keppni Reykvíkinga og utanbæjar- manna, sem var eina keppnin, sem stjórn FRÍ hafði allan veg og vanda af. Þá keppni stóð til að halda í júnímánuði, eins og árið á undan, en drógst svo von úr viti og var loks haldin í lok september, svo til fyrirvaralaust, þvert ofan í allar reglur. ENGIN SAMSKIPTI VIÐ ÚTLÖND Samskipti við útlönd voru engin á árinu, önnur en þau, að formaður FRÍ mætti á þingi nor- rænna frjálsíþróttaleiðtoga í Osló. Er þá upptalið það helzta, sem stjórnin kveðst hafa gert á starfs árinu, og verður að segja það eins og það er, að þetta starfsár er það allra aumasta í sögu frjáls- íþróttasambandsins. Má sam- bandið muna sinn fífil fegri, til dæmis, þegar unnust 2 lands- keppnir á sama ári, sendir voru menn á brezka meistaramótið og mörg Norðurlandamót o. s. frv. Margur hafði búizt við því, að stjórnin minntist eitthvað á mál Ólympíufaranna í þessari árs- skýrslu, sérstaklega, þár sem enn þá stendur í málarekstri út af því. En eins og varaformaður, Brynjólfur Ingólfsson, sagði á þinginu, þá var stjórnin að vona, að á það mál yrði ekki minnzt, og gerði sitt til þess að gefa ekki tilefni til umræðna um það. Enda kom það á daginn, þegar farið var að ræða þetta mál, að f rumkvæði nokkurra f ulltrúa Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur, að það virtist vera nokkurs kon- ar feimnismál stjórnar FRÍ. A. m. k. þorði hún hvorki nú né í fyrra að ræða það til fulls og fékk það tekið út af dagskrá með dagskrártillögu. Tillaga sú, sem fram kom á þessu þingi varðandi málið, var þó ekki hættulegri en svo, að hún fól í sér áskorun til fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ um að falla frá frekari málssókn í þessu hvimleiða máli, sem búið er að standa á annað ár, öllum til tjóns, og þá ekki sízt íþróttahreyfing- unni. Þeir, sem brugðist verst við þesari tillögu, voru varaformað- ur FRÍ, Brynjólfur Ingólfsson, og fyrrverandi formaður, Garðar S. Gíslason, sem báðir áttu þátt í hinum ólöglega dómi stjórnar FRÍ 1952 yfir 3 Ólympíuförum. Kváðu þeir ómögulegt að hætta við málið á þessu stigi, þar eð stjórn FRÍ hefði nýlega með hér- aðsdómi ÍBR verið vítt fyrir framkomu sína, og þá gæti litið svo út, sem hún hefði beðið ó- sigur í málinu. ★ ★ ★ EINKENNILEG AFSTAÐA Það merkilega er þó það, að umræddur héraðsdómur er að- eins staðfesting á því, sem fram- J kvæmdastjórn ÍSÍ og sambands- ' ráð úrskurðuðu í fyrra, sem sé, i að stjórn FRÍ hefði ekki haft | vald til að dæma umrædda þrjá | menn. Þess vegnakom það einnig I úr hörðustu átt, þegar fram- i kvæmdastjóri ÍSÍ, Hermann Guð mundsson, sem hélt langa vand- lætingarræðu á þinginu, taldi ó- | hjákvæmilegt, að málið fengi að ganga sinn gang, til þess, eins og 1 hann komst að orði, að koma í | veg fyrir, að settar reglur yrðu J brotnar í framtíðinni, meðan 1 framkvæmdastjórn ÍSÍ og sam- I bandráð hafa alveg hlíft stjórn FRÍ og fararstjóra Ólympíufar- anna við málssókn fyrir, að þeir aðilar fóru ekki eftir settum reglum. J Lýsir það einkennilegri rétt- I lætistilfinningu hjá umræddum aðilum, að þeir telja, að lög og reglur eigi aðeins að ná til virkra íþróttamanna en ekki sjálfra for- ystumannanna. Var næsta broslegt að heyra ræðu þá, sem framkvæmdastjóri ÍSÍ héit um þetta mál, því að enda þótt hann færi rétt með að- alatriði forsenda málsins, þá lýstu ályktanir hans svo mikilli blindu á kjarna málsins, að furðu gegnir um svo mætan mann. Hann sagði t.d., að á sambands- ráðsfundi ÍSÍ, haustið 1952, hefði verið staðfest það álit fram- kvaemdastjórnar ÍSÍ, að stjórn FRÍ hefði ekki haft vald til að dæma margnefnda 3 Ólympíu- fara, en þó hefði fundurinn litið svo á, að hinn ólöglegi dómur stjórnar FRÍ væri skiljanlegur þar sem svo stult væri síðan dóms- og refsiákvæði ÍSÍ gengu í gildi — eða 8 mánuðir!!! HVERJIR MEGA BRJÓTA REGLUR? Samkvæmt þessum „rökum“ ætti það að vera enn skiljanlegra, að Ólympíufararnir 3 brutu sér- reglur þær, sem þeir skrifuðu undir, því þær voru þó aðeins hálfsmánaðar gamlar, er þeir töldust hafábrotið þær!!! Samkvæmt upplýsingum fram kvæmdastj órans var samþykkt á umræddum fundi sambandsráðs að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ (því ekki stjórn FRÍ?) að kæra þá Ólympíufara, sem reyndust hafa brotið af sér til íþróttadóm- stóls. Að áliti framkvæmdastjórn ar ÍSÍ og samkvæmt skýrslu far- arstjóra og flokksstjóra (það var ekki verið að hafa fyrir því, að kynna sér málstað nema annars aðilans!) — reyndust hinir „brot- legu“ vera 3, eða hinir sömu og stjórn FRÍ hafði „ranglega" dæmt!!! Þessa 3 menn kærir svo fram- kvæmdastjórn ÍSÍ hinn 11. nðv. 1952 fyrir héraðsdómi IBR, enda þótt henni sé vel kunnugt um, að þeir séu þá búnir að taka út hegningu fyrir meint brot með dómi stjórnar FRÍ, 17. ágúst 1952, dómi, sem stjórnin hafði þó ekki haft vald til að fella! Er þá líka ótalin sú hegning, sem Ólympíufararnir hafa tekið út vegna æsifrétta þeirra um dóminn, sem birtust í Alþýðu- blaðinu áður en stjórn FRÍ hafði fyrir því að tilkynna mönnunum sjálfum um dómsniðurstöðuna, hvað þá heldur um hvað stæði Framh. á bls. 10. BISKUPS MINNZT Kirkjan var þéttskipuð og stóð mannfjlödinn út úr dyrum. — Sýndi það glöggt þær miklu vin- sældir, sem hinn látni kirkju- höfðingi naut meðal sóknarbarna sinna. Minningarathöfnin hófst með því að kirkjukórinn söng sálm undir stjórn Jónasar Tómassonar, organista kirkjunnar. Þá las sókn arpresturinn, séra Sigurður Kristjánsson, ritningarorð og kirkjukórinn söng sálminn „Lýs milda ljós“. Einsöng söng frú Her dis Jónsdóttir. Þá flutti sóknar- prestur ræðu og minntist hins látna biskups og kirkjuleiðtoga. Að ræðunni lokinni lék Jónas Tómasson kveðjulag frímúrara á kirkjuorgelið, en biskupinn var stofnandi frímúrarastúkunnar á ísafirði. Síðan söne kvennakór Maríubæn eftir Pál ísólfsson undir stjórn Jónasar Tómasson- ar. MINNTIST FÉLAGSSTARFA BISKUPS Þá flutti aldavinur biskupsins, Elías J. Pálsson, kaupmaður, ræðu og minntist sóknarprestsms og hinna fjölþættu starfa hans hér á ísafirði og þess framlags, sem hann hefði lagt til félags- mála hér vestra. En hann hafði verið m.a. aðalhvatamaður og stofnandi Karlakórs ísafjarðar og Sunnukórsins á ísafirði og formaður þeirra um langt skeið, auk þess, sem hann var stofnandi fjölda annarra félagasamtaka svo sem Prestafélags Vestfjarða, KFUM og K, Rotaryklúbbs ísa- fjarðar, stúkunnar Vöku. Eftir þessa ræðu söng Karla- kór ísafjarðar sálminn „Víst ertu Jesú kongur klár“ undir stjórn Ragnars H. Ragnars og að lokum söng Sunnukórinn bæn undir stjórn Jónasar Tómassonar. — Mikill alvörublær hvíldi yfir samkomunni allri. Tíu ungir málarar síiia í Listvina- salimm í LISTVINASALNUM við Freyjugötu getur fólk skoðað næstu daga vatnslitamyndir og olíumálverk eftir 10 unga mál- ara. — Verður salurinn opinn daglega frá kl. 2—7. Þessir listmálarar eiga mynd- ir í salnum: Kjartan Guðjónsson, Hrólfur Sigurðsson, Karl Kvar- an, Pétur Friðrik, Valtýr Péturs- son, Örlygur Sigurðsson, Sverrir Haraldsson, Sigurður Sigurðsson, Hafsteinn Austmann og Bjarni Jónsson. Myndir þkr sem þsssir ungu listamenn hafa þarna til sýnis eru til sölu og er verðið eðlilega allmargbreytilegt. Véhtjórafélag Keflavíkur 1$ ára KEFLAVÍK, 16. nóv. — Vélstjóra félag Keflavíkur hélt hátíðlegt 15 ára afmæli sitt s.l. laugardag með hófi í Ungmennafélagshús- inu. Formaður félagsins, Bene- dikt Jónsson, flutti ræðu. Því næst flutti formaður skemmti- nefndar, Guðmundur Magnússon, ávarp. Þá flutti Ragnar Guðleifs- son, bæjarfulltrúi, ræðu. — Því næst var skemmt undir borðum. Var m.a. sýndur gamanleikur með skemmtikröftum úr Reykja vík. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. — Ingvar. 25 ára afmæli FÍS FÉLAG ísl. stórkaupmanna hélt hátiðlegt 25 ára afmæli félagsins með fagnaði að Hótel Borg s.l. föstudag. Afmælisdagur félagsins er 25. maí, en af ýmsum ástæðum var ekki haldið upp á afmælið fyrr en nú. Formaður félagsins, Karl Þor- steins ræðismaður setti liófið, sem hófst með borðhaldi, en aðrir ræðumenn voru stórkaupmenn- irnir Eggert Kristjánsson, Egill Guttormsson og Arent Claessen svo og viðskiptamálai'áðherra og borgarstjóri, sem voru boðsgestir félagsins. í tilefni afmælisins höfðu stór- kaupmennirnir Arent Claessen, Garðar Gíslason, Hallgrimur Benediktsson og Ólafur Johnson verið kjörnir heiðursfélagar og voru heiðursskjöl þeirra tilbúin, en allir heiðursfélagarnir voru fjarverandi nema Arent Claessen. Skjölin voru mjög vönduð, gerð af Stefáni Jónssyni téiknara. Háskaleg hélka á Holtavörðuheiði FURNAHVAMMI, 16. nóv. — Hingað komum við í kvöld eft- ir mjög erfiða ferð yfir Holta- vöruðheiði, 17 manns í fimm bílum. — Tveir þeirra eru frá Akureyri, en þrír frá Blöndu- ósi. Ferð okkar suður yfir Holta- vöruðheiði hófst í morgun kl. 6 að bílarnir lögðu af stað frá Blönduósi. Bílarnir komust nokk uð upp í heiðina. en þar urðu þeir að snúa við. Þar uppi var á fárviðri og stórhríð. Bílarnir komu að símstöðinni við Hrúta- fjarðará um hádegi Þar var beð- ið áetkta fram til kl. 4,30 að lagt var á ný upp á Holtavörðu- heiði. — Heiðin var mjög erfið yfirferðar ekki fyrir það hversu snjóþung hún er, heldur vegna hálku. Á hálkan rót sína að rekja til þess að snjóýtur hafa aldrei verið sendar í vetur til að skafa snjóinn af, sem svo blotnaði í gær. Óskandi væri að vegamála- stjórnin léti vinna það verk í dag. — Hér í Fornahvammi mun hópurinn gista í nótt. —J. Á. Surprise með rúml. 209 tonn af karfa HAFNARFIRÐI. — Togarinn Surprise kom af karfaveiðum í gær með rúmlega 200 tonn. Hann var rúma viku á veiðum. Júní er væntanlegur af karfa- veiðum í dag. — Togarinn Maí, sem liggur á ytri-höfninni, færð- ist nokkuð til á legunni í óveðrinu í fyrrinótt og gær. Færðist hann nokkuð nær landi. Þó er hann ekki talinn í hættu. — Ekki urðu neinar teljandi skemmdir af óveðrinu hér í bæ. — G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.