Morgunblaðið - 17.11.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLÁÐIÐ Þriðjudagur 17. nóv. 1953 Vokkrar f’ramíi. af bls. 6. til, svo og allar þær gróusögur, serh sú frétt leiddi af sér í blöð- um og manna á millum. Hefði framkvæmdastjórn ISI og sambandráði staðið nær að krefjast rannsóknar á því, hver það hafi verið innan stjórnar FRI, sem hljóp með þetta trúnaðarmál í Alþýðublaðið, að því er virtist í þeim aðaltilgangi, að sverta við- komandi menn opinberlega, án þess, að þeir hefðu tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. RÚSÍNAN Pn nú kemur rúsínan. A sama sambandsráðsfundi ISI er dóms- og refsiákvæðunum breytt þann- ig, að sérsamböndunum sé hér eftir heimilt að dæma íþrótta- menn óhlutgengisúrskurði þ. e. a. s. frá keppni um óákveðinn tíma. Er sú samþykkt því enn ein staðfesting á því, að stjórn FRÍ hafi ekki haft heimild til þess að dæma umrædda 3 Ólym- píufara. JIú skyldu menn ætla, að sam- bandsráð teldi lögin eiga að gapga jafnt yfir alla og sam- þyjikti því einnig að sækja þá forystumenn til saka, sem brotið hefðu dóms- og refsiákvæði ÍSÍ eins og þau voru 17. ágúst 1952. Nei. Sú varð ekki raunin. Þeirra brot var tailð skiljanlegt og það jafnvel þótt aðalhöfundur dóms- og refsiákvæðanna, sem sé Brynjólfur Ingólfsson, hefði setið í stjórn FRÍ 17. ágúst 1952 og átt sinn þátt í að fella umræddan dó'in. í þessu sambandi minntist framkvæmdastjórinn á nauðsyn þess, að sérsamböndin hefðu leyfi til að dæma menn frá keppni og harmaði um ieið, að málið skyldi ekki hafa verið til lykta leitt í byrjun. En hver skyldi hafa átt sök á því að málið hefur fengið svona hneykslanlega langa afgreiðslu? Á það virtist fram- kvæmdastjórinn ekki koma auga. Hjá hverjum er aðaisökin, ef ekki hjá fararstjóranum, Jens Guðbjörnssyni, sem hafði heim- ild til að refsa meðan á för stóð, þe m þátttakendum, sem hann tel ii hafa brotið settar reglur, en notaði sér ekki þá heimild? í rai ninni var tilgangslaust fyrir Je: s að lýsa sök á umrædda 3 m« in, löngu eftir að þeir komu he: fn, því að hafi þeir verið sekir, þá er hann jaínsekur fyrir að ha: a ekki refsað þeim. REGLURNAR Reglurnar um hegðun íþrótta- manna í utanferðum voru fyrst og fremst settar til þess að farar- stjári gæti haldið uppi reglu og agá meðan á för stæði, en ekki til þesfe að fararstjóri léti allt óátalið í ferðinni, en semdi svo einhverj- ar gróusögur um flokksmenn, þegar heim væri komið Þess vegna getur framkvæmda stjórn ISI alldrei unnið neinn sig- ur T þessu máli, þó svo að íþrótta dómstóll ÍSÍ fallist á að umrædd- ir menn hafi reynzt brotlegir. Se|ir mér hugur um, að einhverj ir fleiri eigi eftir að dragast inn í nialið, ef það héldi áfram. En íarl svo, þá er fararstjórinn jafn- brotlegur fyrir að hafa ekki kom ið Juga á brotin fyrr en eftir á, og itt þátt í því að 3 menn voru dæ ndir eftir að heim var komið, og þá^ neyðist framkvæmda- stjc rn ÍSÍ til að kæra heiðursfé- lag i sinn, Jens Guðbjörnsson til refí ingar!!! / nnars fæ ég ekki séð. hvernig iþrðttadómstóll ÍSÍ getur dæmt umrædda 3 menn fyrir fram- komu þeirra í umræddri för. Því samkvæmt regium þeim, sem i þeir undirrituðu, þá var farar- , stjóri einn dómbær á hegðun þeirra í förinni og var það hans að ákveða hvort brot þeirra værú þannig, að ástæða væri til að refsa þeim. Nú. er það staðreynd* að hann taldi ekki ástæðu til að refsa þeim meðan á för stóð, og þar með hefur hann sjálfur kveðið upp þann úrskurð, að framkoma þeirra á leikunum hafi ekki ver- ið refsiverð. Hvað hann kann síðar að hafa sagt eða skrifað umræddum mönnum til áfellis, er honum sjálfum fyrir verstu og er þá að- eins viðurkenning hans sjálfs á því að hann hafi ekki gegnt sinni stöðu sem skyldi. Og enda þótt verndurum FRÍ — stjórnarinnar, tækist að merja það í gegn með 5 atkv. að áskorunin til fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ yrði ekki rædd til fulls á þessu þingi, þá vil ég ekki trúa því að óreyndu að íþróttadómstóll ÍSÍ sé þannig skipaður, að hann sjái ekki að umræddur málarekstur gegn þessum 3 mönnum, sem þegar nafa tekið út sinn dóm (þótt ó- loglegur væri), er tóm endileysa og mjög neikvæður fyrir íþrótta- hreyfinguna. Eins og allt er í pottinn búið væri réttast að vísa málinu frá vegna allra þeirra formgalla sem á því eru. Að öðrum kosti er nokkurn veginn öruggt að hér verður um nokkurs konar eilífðarmál að ræða, sem .engum kemur að gagni. KOSNINGAR Þegar tekizt hafði að koma til- lögu Reykjavíkurfulltrúanna fyr ir kattarnef var gengið til kosn- inga og urðu þær allsögulegar. Fyrst var kosið í frjálsíþrótta- dómstól. Hlutu kosningu: Lárus Halldórsson (úr stjórn FRÍ), Baldur Möller og Jóhann Jó- hannesson (tímavörður). Munu stuðningsmenn þessara manna hafa ætlað að sjá svo um að fyrr- verandi stjórn FRÍ yrði ekki hlunnfarin, ef málarekstur henn- ar yrði tekinn til dóms í frjáls- íþróttadómstólnum. í flýtinni var þess ekki gætt að Lárus var og er enn í stjórn FRÍ og því ó- hlutgengur í málumr sem snerta stjórnina auk þess sem Jóhann hefur ekki einu sinni landsdóm- araréttindi. Er það hálfgerð kald hæðni örlaganna að FRI, sem hefur um hálft hundrað lands- dómurum á að skipa skuli ekki geta kosið 3 þeirra í frjálsíþrótta- dómstól, en þurfi að grípa til manns, sem hefur hvorki héraðs- né landsdómararéttindi, einungis vegna þess að hann er hlynntur gerðum fyrrverandi stjórnar. — Þegar stjórnakosningin fór fram virtist allt komast í upplítusn. — Leitað hafði verið til ýmissa manna um að taka við for- mennsku eða vera í stjórn, en enginn fékkst til þess. Var því búist við að gamla stjórnin myndi fljóta áfram þrátt fyrir aðgerðarleysið. Á siðustu stundu drógu 2 af meðlimum fráfarandi stjórnar (form. og varaform.) sig í hlé og kváðust ekki ætla að gefa kost á sér. Var þá stungið upp á Lár- usi Halldórssyni, sem formanni, og hann kosinn þar sem engar aðrar uppástungur komu fram. ( Þegar kjósa átti 4 meðstjórn- endur var ekki um auðugan garð að gresja þar eð vitað var að all- margir, sem leitað hafði verið til vildu ekki gefa kost á sér. Var þá stungið upp á nokkrum mönn- um, aðallega Ármenningum og utanbæjarmönnum og fór svo að Ármenningarnir Guðm. Sigur- jónsson og Árni Kjartansson náðu kosningu ásamt Jóni .M. Guðmundssyni (Reykjaum í Mosfellssveit) og Boga Þorsteins syni (Keflavík), sem var fjar- verandi. f varastjórn voru kosnir Gunn- ar Sigurðsson (KR), Gísli Sig- urðsson (Hafnarfirði) og Kol- beinn Sigurðsson (Selfossi). Er því aðalstjórnin skipuð 3 utanbæjarmönnum og 2 Reykvík ingum, en varastjórnin 2 utan- bæjarmönnum og 1 Reykvíkingi. Frh. á næsta dálki • * ‘ ; > í c c a - >. Sleinberg Jénssofl söðiasmiSur 50 ára HINN góðkunni sölumaður, Steinberg Jónsson, Klöpp á Sel- tjarnarnesi, er fimmtugur í dag. Hann er fæddur á Dalvík 17. nóv. 1903 og ólzt þar upp. Sjó- mennsku stundaði hann fram yfir þrítugsaldur. Til Reykjavík- ur fluttist hann 1938 og hefur dvalið þar síðan. Það mun hafa verið árið 1941 sem Steinberg réðist sem sölu- maður til Jóh. Karlssonar & Co., og var hann hjá því firma í 2 ár. Síðan hefir hann stundað „sölu- mennskuna“ við stöðugt vaxandi vinsældir og traust viðskipta- manna sinna, og er nú einn þekktasti sölumaður landsins. Steinberg hefur ekki safnað auði upi dagana. En í þess ríkari mæli hefur hann það sem hvern góð- an dreng má prýða, líkamlega og andlega glæsimennsku. Eng- um, sem ekki þekkir. harm, myndi detta í hug að þar færi fimmtugur maður. Þróttur hans og fjör er svo frábært, að það er miklu líkara að þar sé 25 ára, en ekki 50 ára gamall maður, enda allra manna glaðlyndastur. En þó dylzt eng- um alvaran og ábyrgðartilfinn- ingin, sem á bak við býr. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þessum góða dreng ágæta viðkynningu og góð við- skipti undanfarin 10—12 ár. Það er ómetanlegt fyrir hvern sölumann — og fyrirtæki hans — að vinna traust viðskipta- manna sinna, en það veit ég að Steinberg hefur tekizt í starfi sínu. Ég er viss um, *að þeir verða margir, sem hugsa til Steinbergs á þessum merkisdegi í lífi hans, og vilja þakka honum góða við- kynningu, drengskap hans og hjálpfýsi og óska þess um leið, að mega njóta viðkynna og við- skipta við hann sem lengst. Lifðu heill Steinberg og til hamingju með daginn. Itaupmaður. Kalt var á prestsetrunum en hjartahlýiu naut étj hjá sókinarbörnieit^m Sr. Roberf iack hugsar fi! presfskaparáranna í Heydölum og Grímsey Stevenson til Kairo LUNDÚNUM—Stevenson, sendi- herra Breta í Kairo hefur dvalizt í Lundúnum undanfarna mán- uði vegna lasleika. Nú hefur sendiherrann hrestst og heldur nú aftur til Kairo. Með allri virðingu fyrir utan- bæjarmönnunum virðast starfs- skilyrði hinnar nýju stjórnar ekki sem ákjósanlegust, því að samkvæmt lögunum á stjórnin að hafa aðsetur sitt í Reykjavík. En kannski er óþarfi að hafa neinar áhyggjur af því, þar sem þingið er ólöglegt og hlýtur því að verða að halda annað þing á næstunni. Og fari svo, að annað þing verði haldið, væri óskandi, að það yrði betur auglýst en þetta þing, og þar verði kosin styrk stjórn, sem hefur einhverja mögu leika á því að rífa frjálsíþrótt- irnar upp úr þeim öldudal, sem þær eru komnar í, svo að þær geti aftur skipað þann heiðursr sess meðal íslenzkra íþrótta, sem þær eiga skilið. Reykjavík 9. nóv. 1953, Þingfulltrúi. I DAG fer héðan áleiðis til Kanada séra Robert Jack fyrrum prestur í Grímsey, ásamt konu sinni Guðmundu Sigurðardóttur. Séra Róbert verður prestur V-íslendinga í Riverton. Bað hann Morgun- blaðið fyrir eftirfarandi grein. Þá bað hann blaðið að færa vinum og kunningjum þeirra «• hjóna beztu kveðjur og árnað- arcskir. EINS og mörgum er kunnugt, hefi ég verið ráðinn prestur til íslenzks safnaðar í Vesturheimi og er nú á förum. En áður en ég kveð þetta fagra og góða land, langar mig til að kveðja og minn- ast á ýmislegt, sem vakið hefur athygli mína á prestskaparárum mínum hér á íslandi. Ég vil þá taka það sérstaklega fram, að ég hefi haft mjög mikla gleði og ánægju af því að hafa starfað með fólkinu í mínum tveim prestaköllum, fyrst austur í Breiðdal á Heydölum og síðan norður í Grímsey. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorg sóknarbarna minna, ég hefi fundið hlýju og kærleika þeirra í hvívetna, og ég verð að játa það nú, að ég fer frá gamla íslandi og íbúum þess með söknuði. Það er ávallt sárt að slíta vináttuböndin. Ég get sagt með sanni, að í heild hafi dvöl mín á þessu landi verið eins og heil æfi í lífi ævin- týraskálds, yndislegur tími og reynsluríkur. Ég hefi oft verið spurður, hvort ég útlendingur- inn frá stóru borginni Glasgow, hafi kunnað við mig sem sveita- prestur í útkjálka hérlendis, og hvort mér hafi ekki fundizt það erfitt að þjóna fólki, sem er upp- alið á allt annan hátt en ég sjálfur. f andlegum skilningi hef- ur mér aldrei fundist það erfitt, en ytri aðbúnaður og aðstæður gjörðu mér ókleift að njóta mín að fullu. Ég er einkabarn for- eldra minna, uppalinn i Skot- landi, í fallegu húsi fyrir utan Glasgow. Ég hlaut góðan lærdóm á skóla, sem er viðurkenndur um allan enskumælandi heim. En foreldrar mínir „dekruðu" ekki við mig, og það kom mér vel, þegar ég mætti þeim frumstæðu skilyrðum, sem ég varð að búa við öll prestskaparár mín. í Heydölum var tryggara á vet- urna að hátta undir sæng í svefn- poka og gæta þess til viðbótar að hafa hlýtt höfuðfat, vegna roks og kulda á prestsetrinu sjálfu. Ég man að það var vatns- dæla í kjallara hússins, en óþarfi var, að minnsta kosti í úrkomu, að sækja vatn niður. Það var bali, sem stóð í stofunni, og þeg- ar rigning var, fyltist hann á ör- stuttum tíma, svo óþéttir voru veggirnir, gluggarnir og þakið. Ég sótti um lagfæringu á hús- inu, en mér var synjað í hvert skipti. ftíil Árið 1947 skipti ég um presta- kail og leið mín stefndi norður til Grimseyjar. Grímsey er yndis- legur staður sérstaklega á sumr- in, en veturinn er langur og kald- ur, og þess vegna er illt að búa á slíkum stað við slæman húsa- kost. Prestsetrið í Grímsey er versti hjallur, þar sem hvorki var vatnsveita né frárennsli. En hvað var það, hélt ég, ég var ungur og hraustur, og „á mis- jöfnu þrifast börnin bezt“, og ég trúði því þá, að ekki myndi vera langt að bíða þess, að hinir mætu menn, sem sitja í Reykjavík og stjórna prestssetursbyggingum þaðan, gerðu eitthvað fyrir mig, það hlaut að vera. En lítið sem ekkert var gjört. Sannleikurinn er sá, að þegar ég skrapp til lands yfir hafrót og brimþungan sjó og heimsótti góðan kunningja minn í norðlenzkum dal, öfundaði ég kýrnar hans að hafa svo hlýtt og gott húsaskjól. Já, okkur var oft kalt í Miðgarðarhjallinum, í bústað émbættismanns Gríms- eyinga. Þáð snjóaði inn í húsið, og þau 6V2 ár, sem ég bjó þar, var sífellt vond lykt í íbúðinni alla, sökum þess, að ekkert fjós var, og ég varð að hýsa kýrnar í kjallaranum. ffiá Aðbúnaðurinn að prestssetrum mínum á íslandi var þannig, utan húss og innan, að ég fór á mis við öll nútíma þægindi. Tilfinn- anlegast er að þurfa að horfa upp á konu sína og börn sín búa við slík lífsskilyrði og heilsu þeirra þar með stefnt í voða, Og þegar litið er til þess, hve útkjálkarair eyðast, ættu þeir, sem með völd- in fara að gjalda varhug við að búa svo illa í haginn fyrir þá fáu embættismenn, sem vilja leggja á sig erfiðleika og óþæg- indi strjálbýlisins. Því að þegar embættismennirnir eru farnir, eyðast byggðir. Kalt var á prestssetrunum, en hjartahlýju naut ég hjá sóknar- börnum mínum og unaður frá fegurð landsins, miðnætursól og fuglakvaki mun fylgja mér hvert sem ég fer. Þess vegna er yndis- legt að hafa fengið tækifæri til að vera prestur á íslandi, þrátt fyrir allt. Ég mun ávallt taka undir með skáldinu Stefáni G. Stefánssyni, sem segir: Yfir heim eða himinn, hvert sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðarlönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnis skín. Robert Jack. Sólvallag. 74, Barmahlíð 6. Sími 3237. Hreinsum og pressum fatn- að á tveim dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.