Morgunblaðið - 21.11.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1953, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 21. nóv. 1953 ÍJÓJVIB OC ISMBID EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM tó Framhaldssagan 35 „Hvað vildi hann?“ „Kom til að vita hvort hann gæti ekki orðið einhvers vísari, trúi ég. Þaulspurði mig um Dave. Þeir eru farnir að leggja sig fram við leitina. Það er hættulegt, get i ég sagt þér. Hvað er í fréttum?" „Ekki neitt“, fullvissaði Reub-! en. „Við látum nokkra af piltun- j um rölta um gangstéttina úti iyrir tvo tíma á hverju kvöldi. j Eg hef verið með þeim í gær og ég þekki þessa spæjara á lykt- ■ inni. Mér hefur aldrei skjátlast í því á æfi minni. Ég get fullyrt að þar var enginn. Gamli maður- . inn er orðinn taugaóstyrkur. Þessvegna sendi hann mig. Hann viil ekki að þú notir siman —. ekki héðan. „Dettur ykkur í hug að ég sé fífl!“ sagði hún háðslega. „Hann vill ekki að þú komir aftur. En okkur langar samt alla til þess, en hann tekur ekki tillit til þess.“ • „Helzt vildi ég aldrei þurfa að sjá þessa óþverraholu oftar“, sagði hún með ákefð. „Enginn okkar er nógu hátt- settur handa þér“, sagði hann með niðurbældri beiskju. „En þú ert ein af okkur, Belle, þó þú lítir betur út“. „Eg hef andstyggð á ykkur öll- um“, sagði hún, „og allt sem minn ir mig á þennan stað.“ | „Reyndar get ég ekki láð þér það“, sagði hann hugsandi. „Ég get ekki skilið hversvegna gamli maðurinn heldur áfram að búa í þessari svínastíu. Hann á nóg til og gæti búið í Park Lane“. „Hvernig er Lem?“ spurði hún. „Hann kemur til ef hann held- ^ ur sér frá flöskunni. Læknirinn okkar sér um hann. Ég geri ráð fyrir að hann fái eitthvað að gera á sunnudaginn, nema við gerum út af við piltana í flýti.“ I „Þið ættuð nú ekki að verða í 1 vandræðum með þá“, sagði hún háðslgea. „Það er ekki sérlega drengilegt. Þið helmingi fleiri og allir með byssur og kylfur.“ ; „Það er ekkert drengilegt við bófaslagsmál“, svaraði hann ró- lega. „Enginn hefur haldið því fram, svo ég viti. Allt er miðað við að bera hærra hlut. Þú hefur hitt lávarðinn?“ „Já, ég hitti hann“. „Þú hefur sagt honum sög- una?“ Hún kinkaði kolli. „Já, ég sagði honum það. Að- eins minniháttar hnupl — þið tólf saman, óvopnaðir nema með kylfur, þú og Tim þorskur for- ingjarnir." „Og þú ert viss um að hann komi sjálfur." „Alveg viss.“ Hann brosti — meinfýsnu brosi. „Það verða endalok Davids Newberry lávarðar", sagði hann. „Fjórir okkar ætla að sjá um hann, og júðaprangararnir fá að halda aurunum sínum í þetta skipti. Við ætlum að flýta okkur burt og láta hina verða eftir til að slást.“ Hún horfði þungbúin inn í eld- inn. „Þetta er svívirðilegt“, tautaði hún. „Fjörutíu um einn mann.“ „Það er eina örugga leiðin“, sagði Reuben ákafur. „Hann sit- ur um okkur, það hefur þú sjálf heyrt hann segja — ætlar að upp ræta okkur. Við skulum sjá til eftir laugardagskvöldið. Og þú ert viss um að hann hafi gleypt við þesu og komi?“ „Hann kemur áreiðanlega", sagði Belle og horfði enn inn í eld inn, „nema ég stöðvi hann.“ Hann vatt sér að henni. Augue* hans voru eins og tveir rýtingar. „Hvað áttu við“, spurði hann — „nema þú stöðvir hann?“ „Það sem ég sagði“, svaraði hún rólega — „nema ég stöðvi hann?“ Eg er ekkert hrifin af morðum, eins og þú veist.“ „Það verður að ryðja Dave úr vegi“, urraði hann. „Eg vil ekki heyra neinn þvætting, Belle. „Þú segir margt í kvöld“, sagði hún. „Já, ég ætlaði að tala við þig“, játaði hann. „Fóstri sendi mig til að líta eftir þér. Hann hafði áhyggjur þín vegna. Ef nú sá tigni lávarður léti svo lítið að reyna að koma sér í mjúkinn hjá þér? Hvar værum við þá stadd- ir?“ „Hingað til hefur David ekki sýnt sig í neinu slíku“, svaraði hún. Hann kemur fram við mig eins og einn úr bófaflokknum Ég skal vera hreinskilin — það hefði getað verið betra fyrir hann að koma öðruvísi fram. Ég bað hann að koma hingað, og hann leit á mig eins og ég væri róni, sem byði kónginum inn upp á ölglas í kránni. Dave hefur ekki reynt að bjarga sér á þann hátt“. Hann laut alveg niður að and- liti hennar og augu hans skutu neistum. „Þú hefur ekki Ijóstrað öllu upp við hann?“ þrumaði hann. „Reyndu ekki að ógna mér, fíflið þitt“, sagði hún. „Ég hef sagt þér sannleikann.“ Hann beygði sig og það var eins og hann hefði töfrað fram hnífinn, sem glampaði á í hendi hans. „Ég er veikur fyrir þér — þú veizt það, Belle“, sagði hann. „Ég býst við að fá þig áður en líkur, en ef þú svíkur okkur, skalt þú fara þangað, sem hvorki er gift- ing, daður né neitt slíkt. Ég tala eins og mér býr í brjósti, skil- urðu“. „Já, ég skil þig, Reuben“, við- urkenndi hún. „Ef mér dytti í hug að giftast venjulegum bófa, værir þú víst ekki verri en hver annar. En það skal aldrei verða Ég get séð um mig sjálf.“ „Ég skal færa Tottie fréttirnar" sagði hann og tók upp bakkann. I dyrunum leit hann um öxl. Hann hélt á bakkanum eins og vanur þjónn. Hann var listamað- ur á sína vísu, og það vottaði jafn vel fyrir auðmýkt þjónsins í fasi hans. „Menn hafa áður lent í snör- unni vegna kvenna eins og þú ert“, sagði hann. „Þú ert sú kona, sem menn hætta öllu fyrir. Venju lega fá þeir þó vilja sinn áður en þeir fara til fjandans.“ Óhemjuleg reiði greip hana. Hún kastaði glasi eftir honum og það fór varla þumlung frá höfði hans. Hún elti hann titrandi af bræði fram í ganginn. Hann flýtti sér fyrir næsta horn og hló með sjálfum sér. XXV. KAFLI Störfunum var lokið, erfða- skráin undirrituð og vottfest. Hr. Alkinson þáði whisky og sóda- vatn, og lét nú ljós álit sitt með lögfræðilegum orðatiltækjum. „Ráðstafanir yðar, Newberry lávarður", viðurkenndi hann, „eru tvímælalaust lögmætar, og að vissu leyti sanngjarnar. Þér hafið gert ungfrú Sophy að aðal- erfingja, og skilið nafnbótina eft- ir, verð ég að telja, slippa og snauða. Clarence systursonur yðar verður að halda spart á, ef hann á að geta búið í Newberry." „Það á svo að vera“, sagði I David. „Ég hef heyrt á hann ( minnst og séð nokkrar myndir. Hann er of líkur systur minni til að mér geðjist að honum.“ Hr. Atkinson hóstaði. „Ungi maðurinn er ekki við- feldinn. Það er þó ekki það,'sem ég ætlaði að minnast á áður en ég fer. Síðan kynni okkar hófust á ný, Newberry lávarður", hélt hann áfram, „hef ég oft spurt yð- ur nærgöngulla spurninga, svo ég bæti einni við: Hversvegna þessi ákafi í að gera erfðaskrá?“ „Ég mun duga eða drepast nú eitt kvöldið, sennilega drepast“. „Ég vissi þetta“, sagði lögfræð- ingurinn hreykinn. „Ég sannfærð ist um það af framkomu yðar. a® þér ráðgerðuð eitthvað hættu- legt.“ „Kom ég upp um mig?“ „Ekki svo áberandi að aðrii hefðu veitt því athygli. En þér Uppi Pintu reisnm a eftir Tojo 18. að einum undanteknum, sem átti að láta þá vita, ef hætta væri á íerðum. „Mér hefir missýnzt,“ sagði Charles, þegar hann hafði litið á Philip. „Ég gat ekki betur séð, en það væri Philip, sem Villimennirnir höfðu bundið við einn staurinn ásamt félögum okkar. En það hefir auðvitað verið vegna myrkurs- ins,“ bætti hann við. „Geíið mér vatn,“ sagði Philip, þegar mennirnir voru komnir inn í herbergið til hans. James tók varlega undir herðar hans og höfuð og hellti nokkru af vatni upp í hann. Það kom í ljós, að Philip hafði verið stunginn með hníf í annan fótlegginn og í aðra öxlina. Hann hafði misst mikið blóð og var því allmáttlaus, að öðru leyti var hann ekki mik- ið særður. James og þeir féagar báru græðandi efni í sárin og bundu því næst um þau, svo að það hætti að blæða. Philip náði sér furðu fljótt, þegar hlúð hafði verið að honum, og gat hann talað við skipsíélaga sína. Hann sagði, að þegar James og þeir félagar höfðu verið um sólarhring í burtu, hefðu fyrrnefndir villimenn gert árás á skipið, og hefðu þeir, sem um borð voru, ekki getað var- izt néma um tvær klukkustundir. Villimennirnir hefðu ver- ið svo fjölmennir. — Þegar þeir komust um borð í Pintu, hefðu þeir drepið flesta skipverjana, en nokkra hefðu þeir haft á birott með sér lifandi. MARKAÐURINN Bankastræti 4 haldarar IHagabelti Höfum fengið mjög mikið úrval af brjósta- ■ höldurum og magabeltum við allra hæfi. Lífstykkjabúðin Skólavörðustíg 3 (Sérverzlun) Jarðarberja Hindberja S U L T A Matborg h.f. Lindargötu 46 — Simar 5424 og 82725 Ódýrir HATTAR HANZKAR MARKAÐURINN Laugaveg 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.