Morgunblaðið - 28.11.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1953, Blaðsíða 2
MÖRGÚNBLAÐIÐ Laugardagur 28. nóv. 1953 Þfóðleikhúsið: 99 HARVEV 64 6ú LEIKHÚSIN hér, og þá einkum Ljóðleikhúsið, hafa að undan- förnu sætt harðri gagnrýni fyrir lélegt leikritaval. Hefur þeim mest verið fundið það til foráttu, að þau sýndu of mikið af létt- vægum gamanleikjum. Gagnrýni þessi á vissulega mikinn rétt á sér, en þó verða menn að gæta þess, er þeir fella dóma sína um leikritaval, að ekki verða allir gamanleikir lagðir að jöfnu. — Sumir eru efnislausir og einskis- virði, en aðrir geta verið góður ■og gildur skáldskapur, og leik- xænir í bezta lagi á borð við •öndvegisleikrit alvarlegs efnis. Er síður en svo ástæða til að leikhúsin sniðgangi slík leikrit. — Skopleikrit Holbergs og Moli- ér’s eru á öllum tímum gjald- geng og sumir þeirra gaman- leikja annarra, sem hér hafa verið sýndir, hafa haft sinn boð- skap að flytja. „Harvey“ er gamanleikur, sem ýmsir hinna „vandfýsnu“ munu sjálfsagt amast við og fjarri sé því að ég ætli að halda því fram að leikurinn hafi mikið skáld- skapargildi. En hann er leikrænn í fyllsta máta, og gefur því leik- endunum ágæt tækifæri til veru- legra leikafreka, en það út af fyrir sig er mikils virði. Leik- listin er sjálfstæð list og á því fullan rétt á sér enda þótt hún túlki ekki alltaf háleitar bók- menntir. Gamanleikur þessi hefur átt miklum vinsældum að fagna í Bandaríkjunum og víðar um lönd og höfundur hans hlaut fyrir hann Pulitzer-verðlaunin árið 1945. Auk þess lét einn af þekkt- xist'u bókmenntafræðingum og leikdómurum Bandaríkjanna þau orð falla um leikritið á sínum tíma, að það hefði verið annað athyglisverðasta leikritið sem sýnt var í New York leikárið 1944—45. Hitt var „The Glass Menagerie" eftir Tennessee Wil- liams. Leikurinn gerist nú á tímum, og allur á einum degi. Fjallar hann um miðaldra mann, El- vvood P. Dowd, að nafni, sem hefur stundað knæpur og vínbara borgarinnar um langt skeið ævi sinnar með þeim árangri, að hann hefur eignazt ósýnilegan vin og öaðskiljanlegan förunaut — hvíta kanínu — sem er 185 centimetra sláni. Systir Dowds, frú Simmons og dóttir hennar Myrtle Mae, búa hjá honum í húsi hans og hafa þær, sem geta má nærri, hin mestu óþægindi af þessari vinóttu Dows og kanínunnar, sem hann hefur gefið nafnið „Harvey“. — Verður það til þess, að frú Sim- mons ákveður að koma bróður sínum fyrir á geðveikrahæli. — Legar þangað kemur tekst svo illa til í fyrstu, að læknarnir taka hana fyrir sjúklinginn og loka hana inni í einum af klefum sjúkrahússins. Þessi misskilning- Ur leiðréttist þó eftir mikið vafst- "ur. Dowd kemur nú í sjúkra- húsið, þar sem þau eru stödd, frú Simmons og dóttir hennar og málfærslumaður þeirra. Er nú ákveðið að dæla í Dowd lyfi, sem Teynzt hefur óbrigðult við sjúk- •dómi þeim sem hann er haldinn af. En þegar læknarnir eru að húa sig undir aðgerðina, ber bar mann að garði er trúir frú Sim- mons fyrir því að hann hafi margreynt það að sjúklingar eins og Dowd verði allra manna naumastir á fé er þeir hafi feng- ið heilsu sína aftur. Við þetta hregður frú Simmons svo, að hún þvertekur fyrir að Dowd verði «prautaður. „Ef Elwood, Myrtle Mae og ég viljum hafa Harvey á Tieimilinu, þá er það einkamál okkar“, segir hún að lokum. Og þar við situr. í einu af dagblöðum bæjarins sá ég því haldið fram að leikritið „Harvey“ fjallaði ura lífslygina og hefði að því leyti dýpri merk- mgu. Virðist sem leikstjórinn, Iudriði VVaage og leikarinn, Lárus Gamaiikikur efiir Mary Qtase Leikst jóri; Indrrði Waage Frumsýning í fyrrakvökl Lífill bátur frá Húsavík . ' I > :l ferst — Mannbjörg varð HÚSAVÍK, 27. nóv. — í norðan ofviðrinu í gær varð enginn mannskaði, en sex tonna bátur héðan týndist. Áhöfninni, þrem niönnum, var bjargað yfir í annan bát. Þrátt fyrir slæma veðurspá í*------ fyrrakvöld reru bátar héðan al- ' Um Víking er það að segja aS mennt um nóttina. Munu sjó- ; jjann mUn hafa rekið til lands inn ! menn hafa talið, að þeir myndu meg Kinnarfjöllum og vonlaust Dowd (Lárus Pálsson) fyrir framan málverkið af honum og Harvey Pálsson hafi haft sömu skoðun. Þetta held ég að sé á mis- skilningi byggt. Hallast ég miklu fremur að skoðun John Gassners er hann lætur í ljós í formála fyrir Best Plays of the Modern American Theatre, en þar segir hann svo: „Harvey, with ifs charitable attitude toward a confirmed toper, reflected our congenial view of human frail- ty....“ Með öðrum orðum, — Dowd er ofdrykkjumaður og kanían Harvey ofsjón hans, — „delirium“ á háu stigi. En ef þetta er rétt, þá er ekki hægt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að leikur Lárusar Pálssonar sé byggður á algjörum misskilningi j á undirstöðuatriði leikritsins, því að hann gengur alveg fram hjá i þessari staðreynd í leik sinum. j Hann sýnir aldrei drykkjumann-) inn, hvorki í útliti né í fram- komu. Að því leyti er hann í engu frábrugðinn öðrum persón- um leiksins. Mætti þó ætla, að maður, sem lifað hefur um ára- tugi í iðjuleysi og óhófsdrykkju svo mikilli, að hann gengur með „kroniskt delirium”, bæri þess ein hver ytri merki. Og næsta ólík- legt er, að á slíkum manni sjáist ekki vín, eftir að hann hefur set- ið á vínkrá og drukkið hvert glasið á fætur öðru. Ég er ekki í vafa um að skiln- ingur Glassners er réttur og að leikritið hafi því í höndum leik- j stjórans og leikarans orðið i raun og veru allt annað en höf- undurinn hef ur ætlazt til. — j Hins vegar ber að geta þess að' út frá skilningi þeirra er leikur Lárusar afburðagóður, fógaður og nákvæmur út í æsar, fram- sögnin til fyrirmyndar og lát- bragð eðlilegt og viðfeldið. Arndís Björnsdóttir leikur frú Simmons, annað aðalhlutverk j leiksins. Er leikur hennar frá-' bær í einu og öllu og gerfið fram- úrskarandi gott. Arndís Björns- ’ dóttir hefur oft sýnt það að hún er mikilhæf leikkona, en í þessu I hlutverki hefur hún ef til vill sýnt mestan og tilbrigðaríkastan leik. Herdís Þorvaldsdóttir fer með hlutverk Myrtle Mae, dóttur frú Simmons og leysir það ágætlega af hendi. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikur Ruth Kelly, hina uhgu og glæsilegu hjúkrunarkonu. Guð- björg sómir sér vel í því hlut- verki og leikur hennar er prýðis- góður, einkum þó í átökunum milli hennar og Sanderssons læknis, er Baldvin Halldórsson leikur af góðum skilningi. Þá er leikur Regínu Þórðar- dóttur í hlutverki frú Chaurenet bráðsnjall og skemmtilegur. — Rúrik Haraldsson fer einnig eink- ar vel með hlutverk Marvins Wilson, hjúkrunarmanns og gerfi hans var sérstaklega gott. Haraldur Björnsson leikur Omar Gaffney, gamlan málfærslu mann og heldur sljóan, og gerir því hlutverki hin beztu skil. Indriði Waagé fer með hlut- ‘ verk Chumley’s yfirlæknis og Anna Guðmundsdóttir leikur konu hans Betty. Fara þau bæði ágætlega með hlutverk sín. — Þá leikur Klemenz Jónsson Löf- gren bílstjóra og fór vel með það hlutverk, og Þóra Friðriksdóttir þjónustustúlku, lítið hlutverk. Leiktjöldin hefur Konráð Pét- ursson gert. Voru þau hin smekk legustu. Karl ísfeld hefur þýtt leikinn. Leikhúsgestir tóku leiknum forkunnarvel og hylltu leikstjóra og leikara ákaft að leikslokum. Forseti vor og frú hans voru viðstödd sýninguna. Sigurður Grímsson. vera komnir að aftur áður en ofviðrið skylli á. VÉLIN BILAÐI Einn bátanna Víkinkur, sem á voru þrír menn varð fyrir vél- bilun, svo alvarlegri að ekki varð neitt að gert. Verðrið var gott og bjart þegar þetta óhapp henti bátinn. Annar bátur héðan frú Húsa- vík, formaður Þormóour Kristj- ánsson, einnig sex lesta, var nær- staddur. Bátarnir voru þá staddir vestur undir Kinnarfjöllum, und an svonefndum Haug. VÍKING RAK AÐ LANDI Um hádegið, er Grímur var að ljúka við að draga línuna var farið að hvessa. Er hann kom Vík ingi til hjálpar, var hann kominn allnærri landi. Um klukkan 2 síðd. lagði Grímur af stað til lands með bátinn. En veðrið hafði farið ört versn andi og kominn stórsjór og blind- hríð. Eftir 3 klst. hafði bátunum lítið sem ekkert miffað áfram, en dráttarvírinn slitnað fjórum sinnum. Voru bátarnir nú báðir komnir í yfirvofandi hættu. Er vírinn slitnaði í fimmta sinn var ákveðið að bjarga mönnunum af Víkingi, en sleppa bátnum. MÖNNUNUM BJARGAÐ Skipverjum af Víkingi skyldi bjarga með þeim hætti, að er Grímur renni meðfram bátnum, skyldu þeir’stökkva yfir í bátinn. Þetta tókst mjög vel þegar í fyrstu atrennu. ÓLAG Á BÁTINN Vegna hríðar áttu skipverjar mjög erfitt með að átta sig, en þaðan sem þeir voru og til hafn- ar hér er venjulega um einnar klst. sigling. Bátnum sóttist ferð- in seint vegna dimmu og kominn var stórsjór. Fékk báturinn á sig ólag og braut rennuna og sópaði veiðarfærum fyrir borð. — En um kl. 10 um kvöldið kom bát- urinn hér inn á höfnina með þá skipbrotsmennina af Víkingi sem voru þeir Sigurbjörn Ó. Kristjáns son formaður og Arngrímur Guð- mundsson og Friðfinnur Kristj- ánsson. að honum verði bjargað. IPB fagnaður Ileim- dallar 1. desember FUS Heimdailur efnir til full- veldisfagnaðar í Sjálfstæðis* húsinu að kvöldi 1. des. — Efnisskrá verður að vanda fjölbreytt og auglýst í blað- inu á morgun. Sem kunnugt er hefur fullveldisfagnaður Heim dallar verið afarf jölsóttur, enda hin bezta skemmtun, og eru því Heimdellingar hvattir til að tryggja sér miða í tíma. stúdenia 1. des. STÚDENTAR minnast 1. desem- bers að venju, og hefjast hátíða- höldin með guðsþjónustu í kap- ellu Háskólans kl. 11 f. h. Sr. Jó- hann Hannesson prédikar, en sr. Þorsteinn Björnsson þjónar fyrir altari. Kl. 1.15 e. h. safnast stúdenl r saman við háskólann og ganga skrúðgöngu á Austurvöll. Kl. 2 flytur Jóhann Sæmundsson p: ó- fessor ræðu af svölum Alþingis- hússins. Síðar um daginn verður sam- koma í hátíðasal Háskóláns og hefst hún kl. 3.30. Formaður Stúdentaráðs, Björn Hermanrs- son, stud. jur., flytur ávarp, Pét- ur Sigurðsson, háskólaritari, flyt- ur erindi og prófessor Guðmund- ur Thoroddsen ræðu. Ingvar J ón- asson leikur einleik á fiðlu r.reð aðstoð Jóns Nordals og Jóhann Konráðsson syngur einsöng með undirleik Karls Billich. Um kvöldið halda # stúdentar hóf í Þjóðleikhússkjallafanum. Þar syngur Guðmundur Jóncson einsöng og Lárus Pálsson les upp. í hinum gamla Miðbæjarskóla eru skólastofurnar bjartar Fundur með Malenkov? WASHINGTON, 24. nóv. — Dulles sagði í dag, að honum þætti sennilegt, að Churchill mundi vilja ræða á Burmuda- fundinum um ráðstefnu með Malenkov hin rússneska. — NTB i ÞÓTT Miðbæjarskólinn sé 53 ára gamall, er hann hinn vistlegasti. Var skólinn byggður af hinum mesta stórhug og forsjálni. Hann var vígður 19. okt. 1898. Árið 1907 var nýrri álmu bætt við skólahúsið. Fyrir nokkrum árum fór fram gagngerð viðgerð á skólahúsinu. í nokkrum stofun eru enp gömul skólahúsgögn, þ.e samföst bórð og bekkir, en : hverju ári er nýjum húsgögnun bætt við, en gömlu borðin lögi til hliðar. Skólaborðin og stól arnir, sem sjást á myndinni eri íslenzk framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.