Morgunblaðið - 31.12.1953, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.12.1953, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. des. 1953 (KISVI VERZLUN AR AFKOM A vor byggist mest megnis á þessu þrennu: aflamagninu, markaðs- möguleikunum og verðlaginu. I>essi þrjú meginatriði eru hvert háð sínum sveiflum. Það fer í aðalatriðum eftir eðli þessara sveiflna, hvernig verzlunarár- íerðið er hverju sinni. Mikil afla- brögð, góðir markaðir og hag- stætt verð hafa fjörgandi áhrif á allt efnahagslíf landsins og gagnstætt. Með þeim framleiðslutækjum, sem íslenzkur útvegur hefur til ■umráða, má sjálfsagt við hagstæð ustu náttúruskilyrði og aflabrögð framleiða um hálfa*milljón tonna af fiski, en niðurstaða undan- farandi fimm ára sýnir, að fram- leiðslu.magnið er miklu minna, eða að meðaltali um 350 þús. tonn á ári, þótt miðað sé við svo til fulla nýtingu tækjanna. Aflamagnið takmarkast einnig af því fjármagni, sem útgerðin liefur yfir að ráða. Sé fiskaflinn Eitir Helga Bergssozi skriistoiu- stfóra Verzlunarrúðs íslausdls mánuðina jan.—sept. 1949- athugaður, sézt þetta enn bi Ár Tonn % 1949 287.176 100 1950 257.723 90 1951 329.878 114 1952 274.750 96 1953 295.430 103 Um aflabrögð líðandi árs ' er það að segja, að þótt þau séu talsvert meiri en árið 1952, þá eru þau síður en svo sérlega hag- stæð. Sé litið á annað atriðið, þ. e. markaðsmöguleikana, er rétt að hafa það hugfast, að skömmu fyrir s. 1. áramót voru söluhorf- urnar á einni stærstu útflutnings vörunni — hraðfrysta fiskinum — all uggvænlegar. Þetta var þeim mun alvarlegra, þar sem brezki ísfiskmarkaðurinn var oss lokaður og slæmar horfur á, að breyting yrði þar á, en hins veg- ar höfðu engir nýir markaðir opnast. Hvað saltfiskinn áhrærir, var vitaö, að allmiklar birgðir af hon um lágu óseldar niðri á Ítalíu, sem mundu síðar torvelda frek- ari sölur þangað. Um aukna möguleika til sölu á saltfiski t'l annarra landa var enn allt í ovissu. Á hinn bóginn var vitað, að horfur fóru batnandi- á sölu skreiðar og var því hafizt handa á skreiðarframleiðslu af meira kappi en dæmi voru til áður. Þannig voru skreiðverkuð 75 þús. tonn af slægðum fiski fram til sept. loka eða rúmlega fimm- falt magn uitQanfarandi árs. Batnandi horfur Er leið að áramótum 1952 rof- aði all verulega til með því, að þá opnuðust möguleikar á sölu til Austur-Þýzkalands á hrað- frystum fiski allt að 7 þús. tonn- um og öðrum 7 þús. tonnum snemma árs 1953. Að vísu fylgdi sá böggull skammrifi, að' við- skipti þessi voru hrein vöru- skipti og flestar þær vörur, sem Austur-Þýzkaland bauð, voru eingöngu neyzluvörur, og þar að auki sömu tegunda og við þurf- um að kaupa í vöruskiptum frá öðrum jafnvirðiskaupalöndum, án möguleika fyrir oss til end- ursölu til þriðja lands. Á þessu varð þó nokkur breyting síðar. Þegar á allt er litið, eru þessi viðskipti þó hagstæð. .Mjðttð við jan./nóv. hefur verið 'flutt út£jjfil Austur-Þýzkalands fyrir 26.6 millj. kr., en sá útflutningur nam aðeins 5.6 millj. kr. árið 1952. Önnur stórvægileg tíðindi létu skammt eftir sér bíða. í kjölfar viðræðna, sem áttu sér stað á fundi um efnahags- samvinnu Evrópulandanna, hóf- ust við æður urn viðskipti milli íslands og Sovétríkjanna í Moskvu síðla sumars. Þessar viðræður leiddu til þess, að viðskiptasamband það, sem ver.’ð hafði milli landanm til ársins 1948, var tekið upp o.S nýju með þeim árangri, að gjörður var viðskiptasamningur urn vð- J pti að upphæð um xr. 105 millj. Með viðskiptasamningí þessum fengum við ýmsar veiga- miklar rekstrarvörur, sem við höfum hingað til ekki getað feng- ið í vöruskiptum. f þessu efni ber sérstaklega að geta um olíuna, en kaup á henni frá jafnvirðis- kaupalöndum eiga að gefa okkur möguleika,. er fram líða stundir, til að stórbæta greiðsluhallann við EPU-löndin. Gögn þau, er þegar liggja fyr- ir, virðast ótvírætt benda í þá átt. að frá Rússum geturri við fengið ýmsar neyzlu- og efni- vörur sem hingað til hefur orð- ið að greiða í „hörðum“ gjald- eyri. Vitað er og, að Rússum er hugleikið að miða viðskipti sín við jafnvirði á báða bóga, og fer það þá að sjálfsögðu eftir því, hvað hægt er og heppilegt gæti talizt að kaupa af Rússum, hversu mikið er hægt að selja þeim. Það er mikið og vandasamt verk, sem bíður íslenzkra kaup- sýslumanna, að nýta þennan stóra markað eftir föngum. Að sjálfsögðu hafa þessi við- skipti sem önnur sín takmörk, og það þeim mun fremur, sem þau byggjast á jafnvirðisviðskipt- um. f þeim, ekki síður en öðrum viðskiptum, verður að gæta fullr- ar fyrirhyggju. Takmarkalausar sölur á framleiðsluvörum okkar til landa, sem endurgreiða ein- göngu með neyzluvörum og tak- mörkuðum fjölda efnivara ■— fyrst og fremst efnivörum til neyzluvöruiðnaðarins — geta ver ið varhugaverðar, þegar til lengdar lætur, því með því móti erum við að umbreyta „hörð- um“ gjaldeyri í „mjúkan" og kalla yfir okkur nýjar kvantit- ativar og fjárhagslegar hömlur af hálfu annarra viðskiptalanda vorra. Auk þessa er nauðsynlegt að hafa það hugfast, að ekki aðeins af efnahagslegum heldur líka af öðrum ástæðum, t. d. á stríðstím- um, er það ohagstætt að tengja sölur ísl. afurða um of við einn markað. Þetta þarfnast engrar skýringar við, svo lærdómsrík hefur reynsla síðastliðinnar hálfrar aldar þegar orðið íslend- ingum. Þá ber sömuleiðis að geta tveggja markaða, sem hafa orð- ið þýðingarmeiri á þessu ári en -áður fyrr, sem sé: Nigeriu og Brazilíu. Nigeria er einn eftirsóknar- verðasti markaður, sem til er fyrir skreið og verður því sam- keppni að sjálfsögðu mjög hörð um hann. Um Brazilíu er það að segja, að á sama hátt og jafnvirðiskaupa löndin í austri hafa grundvallar- þýðingu fyrir hraðfrystihúsin, þá er Brazilía mjög svo ákjósanleg- ur markaður fyrir saltfisksfram- leiðsluna. Síðan togurunum voru allar bjargir bannaðar í Bretlandi, standa og falla togaraveiðar vor- ar með saltfiskverkun og fram- leiðslu skreiðar, þar sem ísfisk- markaðurinn í Vestur-Þýzka- landi er mjög takmarkaður og jafngildir vart meir en hálfs- mánaðar úthaldstíma ísl. togara- flotans á ári. En hraðfrystingin, hvað um þann möguleika? Hann er sjálf- sagt fyrir hendi, en eigi að hverfa að því ráði að hraðfrysta 8—10 daga gamlan ísfisk, verður lítið eftir af aðalsmerki íslenzk.a hraðfrysta fisksins, sem útlendir segja, að sé það, að hann sé fryst- ur fárra klukkustunda gamall Brazilía er stórt land og ríkt að náttúrugæðum. Miðað við nú- verandi aðstæður gætu Brazilíu- menn auðveldlega keypt megnið af saltfisksframleiðslu vorri.- En hér mæta oss sömu torfær- ur og í austurvegi. Saltfisksala til Brazilíu er háð gagnkvæmum vörukaupum og þá aðallega kaup um vorum á kaffi. Hér er annað óplægður akur fyrir ísl. kaup- sýslumenn. Á þetta hef ég bent áður í yfirlitsgreinum mínum, án þess að ég hafi orðið var stærri landvinninga. Ef útflutningur vor til Brazilíu á að geta aukist til muna þurfum vér að athuga vand lega, hvort ekki sé unnt að auka vörukaup þaðan. Eins og þegar cr tekið fram, var nokkurn veginn vitað, að draga mundi úr saltfisksölunni til Ítalíu. Sú varð og raunin á, og hefur útflutningur til þess lands til nóvemberloka ekki numið helmingi fyrra árs verð- mætis. F\rrir saltfiskframleiðsluna hef ur það því haft stórvægilega þýð- ingu, að Portúgal hefur að nýju gerzt kaupandi á ísl. saltfiski. Má til sanns vegar færa, að Portúgal hafi hlutfallslega verið eitt bezta viðskiptaland okkar á árinu gjaldeyrislega séð. Um markaðsmöguleika vora í | heild má því segja, að úr þeim hafi rætzt um fram vonir, þar sem tekizt hefur að selja þorsk- fiskframleiðslu ársins og hægt verður að hefja framleiðslu á árinu 1954 án þess að eldri birgð- ir standi í veginum. Verðlag helztu útflutningsvar- anna hefur haldizt tiltölulega ó- breytt frá fyrra ári. Þó gerði all- veruleg verðlækkun á skreið- inni vart við sig, er leið á árið, og voru jafnvel horfur á þ’/í um tíma, að hún yrði óseljanleg. XJr þessu rættist þó á þann veg, að afskipunin framlengist fram yfir áramót. Auka þarf útflutnings- verðmætið Hið aukna aflamagn ársins, í samanburði við aflamagn fyrra árs, hlaut að sjálfsögðu annað hvort að koma fram í birgðasöfn- un eða auknu útflutningsv°v5- mæti miðað við sama eða svipað verð. Sú hefur orðið raúnin, að útflutningsverðmætið jan./nóv. er um 30 millj. kr. hærra en í fyrra. Þessi hækkun á raunar einvörðungu rætur sínar að rekja til síldaraflans. Síldarsöltunin hefur orðið um 31 þús. tonn móti 13 þús. tonnum í fyrra, og vinnsla varð sömuleiðis talsvert meiri. Útflutningsverðmæti síld- arafurða annarra en lýsis og mjöls nam árið 1952 38.8 millj. kr., en til nóv. loka í ár 68.5 millj. kr., eða þeirri hækkun, sem orðið hefur á útflutningsverðmætinu. Ef til vill má draga þá ályktun af þessu og reynslu undanfarandi ára, að miðað við sama eða svip- að verðlag á fiski í alþjóðaverzl- uninni og nú er, þá verði mikl- um erfiðleikum bundið að-hækka útfluíningsverðmæti landsins nema síldveiði verði að nýju mun hagstæðari en s. 1. 10 ár. Sé þessi tilgáta rétt, verður naumast komizt hjá að gera ráð- stafanir til aukinnar framleiðslu fyrir erlendan markað, þar sem núverandi gjaldeyrisöflun getur ekki til lengdar staðið undir gjaldeyriskröfum landsmanna, og það jafnvel þótt hægt verði von bráðar að spara gjaldeyrisútlát til áburðar- og sementskaupa. Séu eftirfarandi tölur, sem sýna útflutningsverðmæti áranna 1948—1953, athugaðar, verður áðurnefnd getgáta enn raunhæf- ari. Tölur þessar eru sambæri- legar að því leyti, að þær eru umreiknaðar til samræmis við gengisbreytinguna 1950. Útflutningur jan./nóv: Ár 1948 661 m. kr. — 1949 481 — — — 1950 395 — — — 1951 638 — — — 1952 598 — — — 1953 627 — — Skipti maður tímabili þessu í tvo hluta, fyrir og eftir gengis- breytinguna, verður niðurstaðan sú, að með gengisbreytingunni hafi tekizt að koma útflutnings- framleiðslunni nokkurn veginn á sama afkastagrundvöll og árið 1948, en líti maður á þrjú síðustu árin, blasir sú staðreynd við, að ekki hafi tekizt að tryggja áfram- haldandi vöxt hennar, en það er undirstöðuatriði í þjóðfélagi, sem er í vexti og hefur þau efna- hagslegu séreiirkenni, sem ein- kenna íslenzkt efnahagslíf. Frá iðnaði og landbúnaði er ekki í bráð að vænta nokkurra þeirra breytinga, sem réttlættu stöðnun í útflutningsframleiðsl- unni. Á hinn bóginn má frekar gera ráð fyrir, að báðar þessar atvinnugreinar muni gera vax- andi kröfur til* gjaldeyris í sam- bandi við frekari tækniþróun i framtíðinni. Að sama brunni ber, þegar hin tiltölulega öra mannfjölgun í landinu er höfð í huga. GJALDEYRISÖFLUN OG GJALDEYRISEYÐSLA Á undanförnum árum hefur bilið milli gjaldeyrisöflunar og gjaldeyriseyðslu verið brúað með lánsfé og óafturkræfum fjár- framlögum. Síðari möguleikinn er ekki lengur fyrir hendi, og iánsfé, sé það fáanlegt, krefst áukinnar útflutningsframleiðslu í einni eða annarri mynd, þar sem lán — afborganir Og vextir - verða ekki greidd nema með vöruútflutningi viðtökulandsins, Til þess að brúa bilið í fram- tíðinni eru oss ýmsar leiðir fær-< ar, svo sem: aukning útflutnings-: ins, aukning frakttekna, annað hvort beint eða óbeint, sparnað- ur í innflutningi og ýmsum duld- um greiðslum. Af þeim leiðum, sem hér hafa' verið nefndar, er aukning út- flutningsins sú geðfeldasta og um leið eðlilegasta, og að þessu verð- ur að stefna í von um meiri og betri árangur en reynsla þriggja s. 1. ára hefur sýnt. EINII/EF Í TFLI TNINGS- FRAMLEIÐSLA Á það hefur verið bent oftar en einu sinnj af ýmsum, hve”su einhæf íslenzk útflutningsfrrm- leiðsla sé, og að gera þurfi ríð- stafanir til að auka fjölbreytni útflutningsins. Hér er úr mjög vöndu að ráða. Af ísl. útflutningsframleiðsh. nni koma 94—98% frá sjávarúlveg- inum. Meðan svo er verðu út- flutningurinn óumflýjanlega ein- hæfur. Tegundum sjávarafurða hefur vissulega fjölgað á undan- förnum árum með nýjum vinrslu aðferðum, en hinar nýju fram- leiðsluvörur hafa flestar tiltölu- lega lítil áhrif til hækkunar heildarútflutningsverðmætisins. Á þessum vettvangi hefur áð- ur verið á það bent, að það sé óeðlnegt og rangt að laysa jslnzk- an landfcúnað svo úr öllvm eðli- legum alþjóðlegum markaðs- tengslum, að hann sé fyrirfram gerður ósamkeppnisfær á erlend- um markaði. Innlend verðmynd- un á neyzlumjólk er allt annars eðlis en innlend verðmyndun á dilkakjöti, þar sem mjólk verður naumast nokkurn tíma útflutn- ingsvara, en dilkakjöt hefur ver- ið og á að vera útflutningsvara frá íslandi. Að vísu hefur verið hörgull á dilkakjöti fyrir innlendan mark- að og af þeirri ástæðu einni ekki verið knýjandi þörf fyrir útflutn- ing. Nú eygja sjálfsagt margir þann möguleika, að framboð fari fram úr eftirspurn, og þá getur orðið erfitt að afla útflutnings- markaða. Flestar kjötframleiðslu þjóðir, með vel skipulagða er- lenda markaði, álíta þá svo til jafnnauðsynlega heimamarkaðin- um, þ. e. a. s. kasta þcim ekki fyrir borð nema í ítrustu neyð. A,ð því verður að stefna með nýjum ráðum, að íslenzkur land- búnaður verði aftur hafinn í sinn forna sess að vera útflutnings- atvinnuvegur að meiru en nafn- inu til. Á þessarri öld ráða og ráðunauta er kominn tími til, að bændur fái kjötframleiðsluráðu- nauta — menn með sér-þekkingu á kröfum erlendra kaupenda. SKIPTING ÚTFLUTNINGSINS Skal nú rakin með nokkrum orðum sú breyting, sem örðið hef- ur á samsetningi útflutningsins á árinu. Einkar athyglisvert er, að útflutningsmagnið hefur minnkað verulega, þótt verðmæt- ið hafi aukizt um nær 30 millj. kr. Stafar magnbreytingin fyrst og fremst af hinni breyttu ráð- stöfun. aflans. Þrátt fyrir mjög svipað aflamagn hefur minna farið til saltfisksverkunar og frystingar, en verkun skretðar hefur aukizt úr 14 þús. tönnum I 75 þús. tonn, og fullverkuð skrei'ð hækkað úr 2170 tonnum í 5520 tonn eða um 154%. Eins og þegar hefur verið tek- ið fram, varð síldaraflinn mun meiri en árið áður, og kemur þetta í ljós í útflutningstölum ársins. Þannig hefur útflutning- ur á saltaðri og frystri síld auk- izt um 10 þús. tonn og á lýsi og olíum um talsvert á 8. þús. tonn. Athyglisvert er það, að út- flutningur tveggja afurðateg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.