Morgunblaðið - 03.03.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1954, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. marz 1954 .assiiM&Mfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rítstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. t lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Þá skuld verðum við ú greiða UNDANFARIN ár hefur skóg- ræktin verið í sókn í landinu. — Undir forystu skógræktarstjóra og starfsmanna Skógræktarinnar, Skógræktarfélags íslands og skóg ræktarfélaga um land allt hefur merkilegt uppbyggingarstarf verið unnið á þessu sviði. Fjöldi einstaklinga hafa lagt hönd á plóginn og gróðursetn- ingu nýrra trjáreita og skóga framtíðarinnar hefur fleygt fram. Vissulega er hér um ánægju- lega þróun að ræða. Að því hafa verið leidd óvéfengjan- leg rök, að hér er ekki aðeins hægt að rækta skóga til prýðis og augnayndis heldur til nytja. Samkvæmt áætlun, sem gerð hefur verið, væri á 100 árum hægt að koma hér upp skógi, er fullnægði timburþörfum landsmanna. Þegar á þetta er litið verð- ur það auðsætt, að skógræktin er mikið og hagnýtt efna- hags- og hagsmunamál al- þjóðar. Á hverju ári ver þjóð- in um 50 miltjónum króna í erlendum gjaldeyri til kaupa og innflutnings á timbri. Það er sannað að við getum fram- leitt þennan við sjálfir og gert land okkar um leið mun byggilegra. ★ Hér er því ekki um neitt hé- gómamál að ræða. Skógræktin er snar þáttur í viðleitni þjóðar- innar til þess að verða sjálfri sér nóg í efnahagsmálum. landið., En við þurfum líka að bæta fyrir rányrkju liðins tíjna á landinu sjálfu. Það gerum við með aukinni ræktun og gróður- setningu nýrra skóga. Umfram allt þarf þjóðin að trúa á gróð- urmöguleika landsins. Hver ein- asti maður verður að þekkja þá staðreynd, að í löndum, sem liggja norðar en ísland og búa við jafn kalt eða kaldara loftslag vaxa stórskógar, sem gefa af sér stór- felldan og öruggan arð. Hversvegna skyldum við þá ekki getað ræktað hér slíka skóga? Hversvegna skyldum við ekki geta haft slíkan arð af okk- ar landi? Við getum þetta, ef við að- eins viljum það, og störfum af viti og framsýni að skóg- I ræktarmálum okkar. En við verðum auðvitað að gera okk- ' ur ljóst, að við erum að vinna i fyrir framtíðina. Það gerum 1 við raunar í öllum okkar störf- I um. Komandi kynslóðir njóta á einn eða annan veg flestra þeirra starfa, sem miða að því að gera landið betra og byggi- í legra. ' En aðalatriði þessa máls er, að skógræktin má ekki tef jast. Það má enginn afturkippur koma I hana. Til viðbótar kemur svo það sjónarmið, að þjóð, sem í margar aldir hefur rányrkt Iand sitt, beitt búpeningi sín- um á skóga sína og trjágróð- ur, á framtíðinni, stóraskuld ógreidda. Þessa skuld verðum við að greiða. ★ En því miður eru nú horfur á að nokkur afturkippur komi í skógræktarstörfin. Starfsemi skógræktarstöðvanna hefur auk- izt hraðar en fjárveitingar til skógræktarmálanna. Líkur eru til að nokkur samdráttur verði í uppeldi trjáplantna á komandi vori. Kemur jafnvel til greina að nýgræðslureitir verði minnk- aðir um allt að 30%. Frá þessu skýrði skógræktar- stjóri blaðamönnum s. 1. mánu- dag. Hér er vissulega um dapur- leg tíðindi að ræða. En þarf að stíga þetta spor aftur á bak í skógræktarmálunum? Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja vantar um hálfa rnillj. kr. til þess að unnt verði að halda starfseminni áfram samkvæmt áætlun. Þetta fé verð- ur að útvega. Hið opinbera, skóg- ræktarfélögin og einstaklingar, verða að leggjast á eitt um öflun þess. ★ fslendingar verða að gera sér það ljóst, að afturkippir, í skógræktarstarfinu einstök ár munu segja til sín á kom- j andi áratugum. Þessvegna mega engar gloppur koma í starfið. Þróunin verður að halda áfram með eðlilegum hraða, sem þó hlýtur að vera [ í samræmi við fjárhagsgetu! þjóðarinnar á hverjum tíma. ★ Við höfum gert víðtækar ráð- stafanir til þess að hindra rán- yrkju fiskimiðanna umhverfis Njálulesfur DR. EINAR Ólafur Sveinsson pró fessor hefur undanfarið lesið Njálssögu í útvarpið. Mun það allra manna mál, er á hann hafa hlýtt, að .'estur hans sé með þeim ágætum, að ekki hafi betri heyrzt fyrr né síðar. Fer þar saman frá- bær framsetning og djúpur skiln- ingur á efni og anda hins mikla meistaraverks. Það heyrist oft kvartað yfir dagskrá útvarpsins. Auðvitað er margt í henni, sem auðvelt er að gagnrýna. Og víst hljóta hinar ólíku kröfur útvarpshlustenda til dagskrárinnar að skápa um hana misjafna dóma. Jafnvel lestur fornritanna hefur orðið fyrir barði gagnrýninnar á liðnum ár- um. En það er mikill fengur fyr- ir þjóð, sem ann fornbókmennt- um sínum og telur þær í raun og sannleika einn af hyrningarstein- um frelsis síns og andlegs sjálf- stæðis, að eiga kost á slíkri túlk- un þeirra, sem þeim hefur verið boðin á Njálu í útvarpinu í vetur. íslendingasögurnar eiga ekki aðeis að vera til í bókaskápum á hverju íslenzku heimili. Þær eiga að lifa í hjörtum fólksins og á vörum þess. Hrynjandi Njálu á að bergmála í hugum þjóðarinn- ar og varna kámun móðurmáls hennar, halda íslenzkri tungu tærri og hreinni. Til þess að svo megi verði vill Rikisútvarpið leggja fram lið sitt. Þessvegna hefur það fengið hina færustu menn til þess að flytja íslendingasögur á öldum ljósvak- ans inn á hvert það íslenzkt heim- ili, sem vill veita þeim móttöku. Og hver vill úthýsa Njálulestri dr. Einars Ólafs Sveinssonar? Einginn, sem ann eyra sínu þess, að skynja hrynjándi málsins, finna þrótt þess og nema speki þeirra orða, sem höfundur Njálu leggur þeim persónum í munn, er hann leiðir fram á svið sögunnar. ★ VIÐ erum orðin þreytt á þess um bragðlausa hversdagsleik. Komið þið með listaverk sem við getum skilið. Þetta sagði Arnulf Överland í fyrirlestri sem hann nefndi ,,Tal- að frá Mímisbrunni“, er hann hélt í félaginu Norden, í Kaup- mannahöfn. — Það er eins og ástríðufull árás á menningu okk- ar, sem birtist að nokkru leyti í nýtízku ritháttum, frábrugðn- um því sem við höfum átt að venjast og einnig í fáránlegum hugmyndum listamanna sem eng- inn skilur, segir Berlingske Tid- ende. * ★—□—★ ★ Á OKKAR dögum, segir Överland, hrúgast rit upp í millj- ónatali, efi hin einstöku skáld týnast og finnast ekki aftur. Bæk- urnar eru lesnar og gleymdar eft- ir einn mánuð. Skáldsögurnar eru birtar í dagblöðum og vikuritum og í hverri viku hefur nýtt viku- rit göngu sína. En hvað um rithöfundana. Ekki hafa þeir efni á að leigja sér her- Ídra^tauó huerádacýó íedi bergi. í hæsta lagi hafa þeir ver- ið svo heppnir, að fá að búa hjá vinkonum sínum sem eru annað- hvort afgreiðslu- eða skrifstofu- stúlkur, sem með miklum sparn- aði hafa efni á því einstöku sinn- um að taka þá með sér á einhvern samkomustað, þar sem þeir fá svo efni í nýja skáldsögu En viku blöðin krefjast þess að rithöfund- arnir skrif hraðara en þeir hugsa. ★—□—★ ★ AÐSTAÐA þessara nýju skálda, segir Överland, hafa skapað alveg nýjar bókmenntir Þessi meiningslausa samkeppni um viðfangsefni og vinsældir, hefur leitt til úrkynjunar á allri göfugri list og gert hana hlægi- lega, — hljómlistina að væli og málverk að vitfirringslegu rissi. XJeluahandi áhridar: Bolludagur — Sprengi- dagur — Oskudagur. ÞETTA eru skemmtilegustu þremenningar. Matgoggarnir og sælkerarnir lifa hátt í bollum og baunum — og krökkunum finnst feiknin öll gaman að lifa. Skræpulitir flengingavendir eru á lofti með miklum bægslagangi og gleðilátum — og í dag er svo frí í skólunum, svo að hægt er að gefa sig óskiptan að öskupok- um og öskuburði, sem alltaf er jafn bráðskemmtileg atvinna, einkum og sér í lagi, ef maður er svo heppinn að komast í tæri við einhvern, sem er verulegt mein- stríð í að fá á sig öskupoka — og þeir eru fleiri en við kunnum að ætla! Og svo munum við auðvitað að Öskudagur á sér sína 18 bræður, með sama eðli og lundarfari og hann sjálfur. Útmánuðirnir eru að vísu oft kaldir og hryssings- legir, en hvað um það er þó dag- inn farið að lengja blessunarlega og skammdegisfarginu að létta. Hvað um skíðalyftuna? TEITUR skrifar m.a. „Ég las pistil „Skíðamanns“ í blaðinu í dag (þriðjudag) og er I ég honum sammála í öllum aðal- atriðum. Mér finnst, að hinn góði Skíðaskáli ætti að ranka við sér og verða við tilmælum hans. — Það mundi mælast mjög vel fyrir meðal alls skíðafólks enda um beina nauðsyn að ræða. En mér datt í hug í þessu sam- bandi: hvað er orðið af skíðalyft- unni, sem var einu sinni þarna uppi frá? Væri mikill kostnaður eða önn- ur vandkvæði við að koma henni upp aftur? Feykilegur léttir og ánægjuauki, sem losar það, að minnsta kosti að nokkru leyti við strit það og erfiði, sem hver húrra niður á við hefur óhjákvæmi- lega að undanfara. Það væri undur þægilegt að geta stundum, þó ekki væri í hvert skipti, brugð ið sér í skíðalyftunni upp á brekkubrúnina. Vildi nú ekki Skíðaskálinn taka þetta til snarlegrar athug- unar um leið og hitt um skiðaút- búnaðinn, sem talað var í gær? Teitur“. Athugasemd við frímerkjagrem. LÖGFRÆÐINEMI einn, Jón Magnússon, hefur beðið mig að birta eftirfarandi í tilefni af grein Baldurs Ingólfssonar um frímerki, sem birtist hér í dálk- unum fyrir fáeinum dögum. Jón segir svo m.a.: „Baldur æskir breytinga á póstlögunum á þann veg, að fylgibréf póstsendinga yrðu eign viðtakenda. Það er vitað mál, að slíkt fyrirkomulag mundi ein- ungis verða til þess, að tugþús- undir notaðra íslenzkra frí- merkja mundi beinlínis fara í súginn árlega, því að þótt margir myndu nýta hin notuðu frímerki þá eru hinir samt mun fleiri, sem ekki gerðu slíkt og myndi þannig hinn islenzki frímerkjamarkaður stórlega dragast saman og þar af leiðandi einnig tekjur íslenzkra aðila af notuðum frímerkjum. Engin skylda. ÞESS má og geta, að póststjórn- inni ber engin skylda til að frímerkja eyðublöð (né heldur bréf), er hún notar í þjónustu sinni. Póststjórnin má og getur notað aðrar innheimtuaðferðir en frímerkjaaðferðina fyrir þá þjónustu, sem hún innir af hendi sbr. ástimplanir með stimpilvél- um, sem í vaxandi mæli eru not- aðar hér í Reykjavík, svo að ekki sé nú farið út fyrir landsteinana. Vinsamlegast. — Jón Magnússon“. Öll sæla er gleði hins góða, hún gerir að höll hvert kot, án hennar er auður hismi og hreysi hvert konungsslot. (Einar Benediktsson). Betri er náhúi í nánd en bróð- ir í fjarlægð. Það er ekki nóg að þessi list fái góða dóma. Listamaðurinn sjálf- ur verður að vita hvað hann er að gera. Þau málverk sem vekja mesta athygli nú á dögum, eru geysistór að flatarmáli, litum mis þyrmt á hryllilegan hátt og all- ur frágangur þeirra svipaðastur því að þar hefðu vitfirringar ver- ið að verki. Mest af þessum mál- verkum eða klessum, er illa gerð eftirlíking af málverkum Picasso, en hann er orðinn vellauðugur maður vegna þess að hann hefur auðgast á fávizku fólksins. Spillingin er orðin slík, að nú fáum við að heyra hljómlist án tóna, málverk án lögunar og lita og ljóð án meiningar. ★—□—★ ★ ÖVERLAND var harðorður um það, hvernig hinni sönnu gömlu list í Noregi væri stungið undir stól. Við höfum mælska rit höfunda, sagði hann, en enginn þeirra getur haldið huga okkar j við það efni sem þeir bera á borð fyrir okkur. Rithöf undar eru orðn ir iðnaðarmenn sem hugsa aðeins um að afkasta nægilega miklu, en hugsa ekki eins mikið um gæði þess sem þeir skrifa. Bók- menntir okkar eru ekki til leng- ur, þær eru dauðar fyrir fullt og ailt. En það á eftir að koma rit- höfundunum í koll og reyndar allri menningu landsins. Blöðin eru alltaf að stækka og alltaf eru nýir rithöfundar að bætast við. Það eru fleiri og fleiri sem lesa og fleiri og fleiri sem skrifa. En það er einmitt þetta sem gerir ástandið svona alvarlegt. ★—□—★ ★ EF einhversstaðar bólar á út- breiðslu menningarmála, þá bregzt þj óðmenningin. Það ætti að vera áhugamál okkar allra, að beina huganum að því að bæta þetta ástand og leiða þá villureif- andi lesendur á réttar brautir. En ef við sýnum þjóðinni málverk eftir Picasso og Eliot erum við að svíkja okkar eigin menningu, sagði Överland. Sr. iónas Gíslason kosinn form. slysa- varnadeildarinnar Vonin, Vík í Hýrdal VÍK í MÝRDAL, 1. marz. — Aðalfundur slysavarnadeildar- innar Vonin, >í Hvammshreppi í V.-Skaft. var haldinn í Vík sunnudaginn 28. febr. s.l. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru kosnir fulltrúar á þing Slysa- varnafélags íslands. Á undan fundi flutti Ragnar Þorsteinsson, bóndi á Höfða- brekku, erindi er hann nefndi „Hamingjan og heilsurækt". Eftir fundinn var kvikmynda- sýning. I stjórn deildarinnar fyrir yfir- standandi ár voru kosin, formað- ur, séra Jónas Gíslason, ritari Óskar Jónsson, bókari og gjald- keri Jóna Bárðardóttir, skrif- stofustúlka. — Meðstjórnendur voru kosnir Ragnar Þorsteins- son, bóndi á Höfðabrekku, Jón Sveinsson, bóndi að Reyni. — Fundurinn var fjölsóttur. — J. Hætfuleg sýki geisar í Græulandi EINKENNILEG veiki kom upp á Grænlandi fyrir nokkru síðan. Sýkin lýsir- sér þannig að fólkið fær höfuðverk, blóðnasir og mátt leysi. Veikin virðist vera mjög smitandi og hafa tveir Grænlend- ingar látist af henni. Læknar eru ekki ennþá fullvissir um hvaða sýki hér sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.