Morgunblaðið - 06.03.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.03.1954, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. marz 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 „Kvikmyndaprðin er stórbrotin 09 beillandi listagreinu Við höldum upp ú dúnurufmæli „Föður HoIbergs“ — með hlúfri Rabbað við Jon Júlíusson fíl. kand Á FYRRA ÁRI var stofnaðurhér í bæ kvikmyndaklúbbur sem hlaut nafnið Filmía. Var mönnum gef- inn kostur á að taka þátt í starf- semi hans, þ. e. a. s. horfa á þær kvikmyndir sem hér eru sýndar á vegum Filmíu. Var aðsókn þeg- ar mjög mikil a.8 sýningum félagsins, eins og mörgum mun kunnugt, og er ekki að sjá, að lát sé á vinsældum þeim ssm það hlaut þegar í upphafi. Er tiú svo komið, að hvergi nærri allir sem vilja komast að sýn- íngum félagsíns. ★ ★ ÉG HEFI beðið Jón Júlíusson fíl. kand. formann Fílmíu að fræða lesendur hlaðsins lítillega um Starfsemi hennar og þær myndir sem sýndar hafa verið á vegum ffélagsins og í ráði er að sýna þar. — f fyrra sumar, sagði Jón Júlíusson, komu nokkrir áhuga- menn um listir saman á rabb- ffund með það fyrir augum að athuga, hvort ekki væri jarð- vegur fyrir kvikmyndaklúbb hér á landi, en þeir eru með af- brigðum vinsælir í öðrum lönd- um. Varð það þá úr „að hleypa Filmíu af stokkunum", enda litum við svo á, að starfsemi hennar gæti stuðlað að bættum kvikmyndasmekk hérlendis og opnað augu almennings fyrir því, að kvikmyndagerðin er sér- stök listgí-ein, í senn heillandi og stórbrotin. JAN D’ARC — THE KII> En til þess að mönnum mætti verða þetta almennt ljóst jafn- « Chaplin og Coogan í The Kid. framt þvi sem þeir gætu notið þessarar listgreinar að nokkru, var nauðsynlegt að fá hingað listrænar úrvalsmyndir, bæði gamlar og nýjar. Gerðum við því samning við Det danske Film- museum, sem á eitt albezta safn listrænna kvikmynda sem til er í heiminum, og höfum við feng- ið þaðan nokkrar af þeim mynd- um er hæst ber í sögu kvikmynda listarinnar. Má þar einungis til nefna Jan d’Arc og The Kid, sem Filmía sýnir í næsta mánuði, ef allt gengur samkvæmf. áætlun. — Hafa byrjunarerfiðleikar ekki verið allmiklir? — Jú, að vísu. Þótt við værum bjartsýnir, óraði okkur aldrei fyr- ir að jafnmargir hefðu hug á að sitja sýningar félagsins og raun ber vitni. Af þessu hafa skapazt nokkurir erfiðleikar, sem við höfum þurft við að glíma og enn ekki ráðið bug á, en í ráði er að víkka út starfsemi félagsins, eins fljótt og unnt er, svo að sem flest ir fái aðgang að sýningum þess. Vakti það einmitt ffyrir okkur, þegar við hófumst handa um að koma Filmíu á fót, að starfsemi hennar næði til sem flestra, eins og ég gat um áðan. Af þeim sök- um höfum við einnig haft sýn- ingagjöldin eins lág og frekast er unnt. — Hvað er í ráði, að Filmía sýni margar myndir á sýningar- tímabilinu janúar-mai? — Sýningarnar á tímabilinu 1 eru 11 talsins, en myndirnar eru auðvitað talsvert fleiri, því að | oftast er sýnd fleiri en ein mynd á hverrj sýningu. FRÁ ÝMSUM LÖNDUM — SVÍÞJÓÐ — Já. Þú minntist á Jan d’Arc ^ áðan og The Kid. Mundirðu nú j ekki vilja fræða okkur dálítið meira um þær myndir sem Fiimía ætlar að sýna á næst- unni? — Ja, næsta mynd sem við sýnum heitir Fangelsi. Myndin er sænsk og er eftir einn þekkt^ asta leikstjóra Svía (þ.e.a.s, af þeim sem yngri eru), Ingmar Bergman. Hefur hann gert marg- ar myndir sem vakið hafa mikla athygli, s.s. Hets, Skepp till Indiland, Hamnstad og Törst. Ingmar Bergman semur leik- rit sín og kvikmyndir í anda þeirrar iistastefnu sem nefnd hefur verið „40-talismi“ og mikið bar á meðal ungra listamanna í Svíþjóð á árunum 1940—’50. — Fangelsi vakti bæði aðdáun og vandlætingu, þegar hún var fyrst sýnd í Svíþjóð 1949: — Að- dáun fyrir myndræna uppfinn- ingarsemi, hispurslaust raunsæi í lýsingunni á vændiskonunni Birgitta-Caroline, þar sem Berg- man dregur upp hið jarðneska helvíti sterkum línum; vandlæt- ingu fyrir meðferðina á mann- félagsúrhrakinu. — Þið ætlið að sýna aðra sænska mynd á næstunni, er það ekki? — Jú, alveg rétt. Hún heitir Kerrusveinninn, er eftir Víctor Sjöström sem varð heimsfrægur fyrir myndirnar Fjalla-Eyvind, Ingemarssönerna og Kerru- sveininn (Körkarlen). — Mynd þessi er perla sænskrar kvik- myndalistar, er samin eftir skáld sögu Selmu Lagerlöv — og fjall- ar um ástina sem fyrirgefur allt og refsinguna sem ekki verður umflúin. Hún er þögul eins og mörg beztu snilldarverk kvik- myndalistarinnar. — Þess má og geta hér, að á árunum 1913—’23 var Svíþjóð stórveldi á sviði kvikmyndagerðar, er þeir Sjö- stöm og Stiller vöktu aðdáun fyrir hvevt verkið eftir annað. — Hvaða myndir eru eftir þá aftur? — Gösta Berlings Saga og Herr Arnes Pengar. Og svo vill ein- mitt til, að við sýnum sem auka- mynd með Kerrusveininum glefsur úr frægum sænskum myndum. Þar kemur m.a. fram hin heimsfræga leikkona Greta Garbo í Gösta Berlings Sögu. — Svo að við förum úr einu í annað, Jón; sumir hafa látið í ljós óánægju yfir því að sýning- arskírteini eru á nafn, þannig að enginn getur notað það nema handhafi. Hvernig stendur á þessu fyrirkomulagi? — Jú, svo er mál með vexti, að systrafélög okkar erlendis hafa sett okkur ýmis skilyrði sem við verðum að hlíta til þess að brjóta ekki í bága við gerða samn inga. Eitt þeirra er það, að skír- teini séu gefin út á nafn, þ.e.a.s. klúbburinn sé lokaður, ef svo mætti að orði komast. Það er þó ekki svo að skilja, að þetta sé neitt klíku- eða leynifélag, eins og einhver var að geta sér til á prenti ekki alls fyrir löngu! NAFNLAUSA MYNDIN ÞÝZKA — OG SMYGL — Jæja, þetta var nú aðeins ★ UNDAN FAF.IÐ hefur mikið veriff rætt og ritaff um heims- fræga leikritaskáldiff og snilling- inn Ludvig Holberg. Sérstakar hátíffasýningar hafa veriff á leik- ritum hcns og bókmenntafræð- ingar hafa rifjað upp ævi skálds- ins og störf. Ástæffan er, eins og flestum mun kunnugt, 200 ára á.rtíff Ilolbergs nú ekki alls fyrir Iöngu. Jt Hér á lancli hefur Holbergs einnig veriff minnzt og eru þrjú leikrit hans sýnd um þessar mundir bæði á vegum Þjóffleik- hússins, Leikfélags Reykjavíkur og Leikféla.gs Menníaskólanema. — Ivar Orgland, sendikennari, flutti nýlega háskólafyrirlestur um ævi og skáldskap Holbergs, og hef ég því beffiff hann aff fræffa lesendur blaðsins lítillega um hvort tveggja. ★—□—★ — Ilvaff getur þú sagt okkur um ætt Holbergs og ævi, Org- land? — Holberg var fæddur í Björgvin 3. des. 1684 og voru báðir foreldrar hans af norsku bergi brotnir. Faðirinn var her- maður, en ekki fetaði snáðinn í fótspor föðurins. — Holberg litli, sem var yngstur 12 systkina, segir frá því sjálfur, að hann hafi haft „allt frá barnæsku ó- venjumikla lestrarlöngun", og var hann því settur snemma til mennta. Fór hann í Latínuskól- ann í Björgvin og átti að taka þar stúdentspróf, en áriff 1702 brann mestur hluti gamla bæjar- ins (þar sem skólinn var), svo að Holberg var sendur til Kaup- mannahafnar, þar sem hann lauk prófi. ★ OF STUTTAR RÆÐUR Eftir stúdentsprófið fór hann aftur heim til Noregs og lagði um skeið stund á kennslustörf. Gerðist hann heimiliskennari hjá sóknarprestinum í Voss á Hörðalandi, auk þess sem hann aðstoðaði hann viff prestsstarfið. Var hann þá enn kornungur, að- eins 18 ára gamall. Ekki var hann í miklum metum sem kenn- ari og réði þar mestu um, hversu harður hann var í horn að taka. Kom þar að um siðir, að hann var rekinn úr starfinu. Til gam- ans má á hinn bóginn einnig geta þess, að hann náði fljótt útúrdúr. Hvað um aðrar myndir sem þið ætilð að sýna? — Þá er að geta þýzku mynd- arinnar: Nafnlausa myndin eftir Helmuth Kautner, sem án efa er einn snjallasti leikstjóri Þjóð- verja nú á dögum. Hefur hann hlotið mikla frægð fyrir ýmsar myndir sínar, s.s. Romanze in Moll og Film ohne Titel (Nafn-- lausa myndin), svo að tveggja sé getið. — En hvernig var það, var ekki einhverri mynd eftir hann smyglað til Svíþjóðar fyrir ekki ýkjamörgum árum? — Jú, alveg rétt. Káutner gerði nokkrar myndir á stríðsárunum og var Unter den Brucken meðal þeirra. Hún var eyðilögð í stríð- inu og er sennilegt, að hún hefði glatazt með öllu, ef Svía nokkr- um hefði ekki tekizt að smygla einu eintaki til Svíþjóðar. — Hvað getur þú annars sagt okkur meira um nafnlausu mynd ina? — Hún gerist í lok heim- styrjaldarinnar og fjallar um fólk sem stríðið hefur aðskilið, en hittist á ný í ringulreið ef(¥r- stríðsáranna. Þykir Káutner hafa tekizt vel upp í túlkun sinni á vandamálum glundroðatímabils- ins, þessara hörmungarára — sem þó eru ekki án allrar gaman- Frh. á bls. 11. öm snillinginn sem aieins einu sinni á ævinni komsí í færi við ásfína — og dó sem piparkarí! v - Ludvig Ilolberg. miklum vinsældum sem prédik- ari og kennimaður, — e. t, v. vegna þess hversu stuttar ræður hans voru! Um prestsstarf sitt segist hon- um sjálfum frá á þessa leið: „Á ungdómsárum mínum gagnrýndi prestur mig fyrir það, að prédik- un sem ég hélt fyrrr hann skyldi einungis taka 15 mínútur. En ég var hins vegar þeirrar skoðunar, að þegar búið væri að nema brott úr hans ræðum allar óþarfa end- urtekningar og bollaleggingar væru ræður okkar nokkurn veg- inn jafnlangar“! ★ ÁST OG ÆVINTÝRI Sumarið eftir hvarf Holberg svo aftur til Kaupmannahafnar, þar sem hann tók próf í heim- speki og guðfræði. Að því búnu fór hann í stutta heimsókn til Noregs, en lagði síðan land undir fót, hélt til Hollands og Þýzka- lands, en dvaldist þar aðeins stuttan tíma vegna fjárskorts. Veturinn 1705—’06 dvaldist hann í Kristjánssandi og lagði þar stund á frönskukennslu. Þetta var síðasti veturinn, sem hann var heima í Noregi. Svo virðist sem hann hafi kunnað þar vel við sig, — en hvað sem því líður má geta þess, að nokkrar líkur eru til, að þar hafi hann komizt í kynni við ástina í fyrsta og eina skipti á ævinni. ★ ÁFERÐALAGI Eftir dvölina í Kristjáns- sandi, hélt Holberg enn til fjar- Jægra landa: Englands, þar sem hann var (í Oxford) um tveggja ára skeið, Þýzkalands, Ítalíu og Frakklands, þar sem hann dvald- ist einnig í tvö ár. Þess í milli var hann svo í Danmörku, en þar settist hann loks að fyrir fullt og allt eftir 1716. ★ KÍMNI OG RAUNSÆI — Hvaff mundirffu segja, að væri drýgsta vegarnesti Holbergs heiman frá Noregi. Á ég þar eink um við norsk áhrif á leikritagerff hans? — Ef skýra ætti frá norskum áhrifum í leikritum Holbergs, hlýtur athygli okkar fyrst og fremst að beinast að Björgvin, þar sem hann dvaldist lengst af, eins og fyrr getur. Björgvin var á þessum tíma stærsti bær Nor- egs. Hún var í nánustum tengsl- bæja, — einn mesti verzlunar- um við umheiminn allra norskra bær á Norðurlöndum; þar var því fjölbreytt viðskiptalíf, and- stætt þurru bókastagli og and- leysi Latinskólans og því vel til þess fallið að vekja djúpa raun- sæiskennd í sál hins unga, en næmgeðja menntamanns. Þar varð hann snemma fyrir miklum áhrifum af raunsæju lífsviðhorfi I Björgvinjarbúa og fékk megna ímugust á smámunasemi og ein- strenginshætti í menningarmál- um. Skýtur þessu viðhorfi hans oft upp í leikritum háns, s. s. í Erasmus Montanus. Auk þessa hefur Holberg tvímælalaust kynnzt mörgum leikritapersónum sínum í Björgvin, og þá ekki sízt þjóninum Henrik, þessúm fjör- mikla, gáskafulla og andsvars- góða galgopa, sem enn í dag ærsl- ast um götur borgarinnar. — Þá er þess loks að geta, að hin þekkta kímnigáfa Björgvinjar- búa er snar þáttur af lyndiseink- unn Holbergs sjálfs. , *. ( ★ I DANMORKU — Hvaff svo um dvöl hans i Danmörku? — Segja má, að Danmörk hafi veitt Holberg ýmislegt þaff sem hann fór á mis við heima í Nor- » egi. Þar komst hann í nána snert- ingu við háskólalífið, varð sjálf- ur prófessor í sögu og skrifaði nokkur allmerkileg sagnfræðirit; varð hann einnig auðugur mjög og hlaut barónstitil. — í Dan- mörku komst hann og í kynni við nýtt umhverfi sem á margan hátt var ólíkt því er hann átti að venjast. Er vafalaust, að and- stæður hins gamla og nýja um- hverfis hafi tendrað þann neista sem falinn var í brjósti skálds- ins, magnað tjáningarþörf hans og skáldskaparþrá. Þess ber einnig að geta, að stofnun leik- húss í Kaupmannahöfn 1722 örv- aði hann mjög til leiklistargerð- ar, og á næstu fjórum árum samdi hann hvorki meira né minna en 26 gamanleiki, sem flestir voru jafnóðum sýndir í Kauþmannahöfn. Meðal þessara gamanleikja eru beztu verk hans. s. s. Jeppi á Fjalli og Erasmus Montanus. Á þessum árum sendi hann einnig frá sér Æffikollinn og Hviklynda konuna, sem álitið er, að sé hans fyrsta leikrit. ★ „FAÐIR HOLBERG“ — Hvaff viltu segja okkur um erlend áhrif á Holberg? — Ekkert leikritaskáld hafði eins mikil áhrif á Holberg og franska gamanleikritaskáldið Molére Af honum lærði hann margt. Eirtkum hafði Moliere áhrif á val viðfangsefna hans, og margt er líkt með þeim mann- gérðum sem þeir fjalla báðir um í leikritum sínum. Þá hafði hann og náin kynni af frönskum harm- leikjaskáldum, Corneille og Rac- ine, grísku fornaldarskáldunum, ekki sizt þeim Menander og Ari- stófanes og ítölskum gamanleikj- um, sem mjög voru í hávegum haíðir á hans dögum. — En segffu mér aff lokum Org- land, hafa ekki áhrif Holbergs á síffari tíma bókmenntir verið geysimikil og víðtæk? — Jú, svo umfangsmikil, að 6- mögulegt er að gefa tæmandi yfirlit um þau efni í stuttri blaða- grein. En eitt er víst: Holberg er bæði faðir norskrar og danskrar leiklistar og hefur vegna áhrifa sinna fengið heiðursnafnbótina: Faffir Holberg. Sýnir það nokk- uð það álit sem hann nýtur enn í dag, og hið veglega hlutskipti hans sem leikritaskáld, braut- ryðjandi og ekki sízt, — sérstak- ur persónuleiki. — Leikrit Hol- bergs eru enn jafnlifandi og þau voru fyrir 200 árum, — og getum við ekki tekið undir með norska blaðamanninum sem nýlega sagði svo hnittilega um skáldið: „I to hundre ár har baronen ligget i sin grav; í gár feiret vi hans död med á le“. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.