Morgunblaðið - 06.03.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.1954, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. marz 1954 Kvenarmbandsúx tapaðist á leiðinni frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar að Mjóuhlíð 8. Finnandi vin- samlegast geri aðvart í síma 81610. 50 þús. kr. í fyrirframgreiðslu upp í húsaleigu getur sá fengið, sem getur leigt í vor eða í sumar 1. fl. húsnæði með hitaveitu við fjölfarna aðal- götu. Húsnæðið er fyrir litla verzlun eða hreinlegan snyrtiiðnað og þarf að vera ca. 50 ferm.' Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m., merkt: „Ábyggilegur • —261“. ÍBIJÐ Óska eftir íbúð, 2 herbergj- um og eldhúsi. Get tekið að mér að mála íbúðina og standsetja. Tilboð sendist blaðinu fyrir 10. marz, merkt: „Barnlaus — 263“. Sem nýr Ford keyrður rúml. 6 þús., fæst í skiptum fyrir annan eldri, amerískan bíl eða nýlegan enskan. Tilgreinið númer og milligjöf. Tilboð, merkt: „Ford — 25“, sendist Mbl. fyrir þriðjudag. TAKIÐ EFTIR Rúmlega fertugur maður í góðri atvinnu, sæmilega efn- aður, vill kynnast stúlku eða ekkju sem félaga og ef vel semur, að stofna heimili. Fullt nafn og heimilisfang ásamt uppl. um ástæður sendist Mbl., merkt: „Heim- ili — 253“. Þagmælsku og drengskap heitið. Fúllegarheridur geta allir haít, þón unnm séu dagleg hússtörl og þvortai Haldið höndunum hvtt- / Kristján i i' kj? >n hæstarét.£..-L„: acur. Skrifstofutími H. 10- -12 og 1—5, Austurstræti 1. — Sími 3400. «• Tanner-systur — Stella og Francis Systur sem skemmt haía luindruð þúsunda manna „Karlrnaima- blaðið“ NÝTT mánaðarrit hefur hafið göngu sína og heitir það Karl- mannablaðið, sem Skúli Bjarkan er ritstjóri að. — í eftirmála þessa fyrsta heftis af ritinu segir ritstjórinn m.a. Ekki þó svo að skilja, að hér sé eingöngu um grínblað að ræða. Mun ritið flytja greinar og sögur í léttum dúr, en einnig ritgerðir um ýmis athyglis verð mál, sem helzt verða á döf- inni á hverjum tíma. Efnið verð- ur valið með hliðsjón af því, að ritið er aðallega ætlað karlmönn- um til lesturs, eins og nafn þess ber með sér. Erj þó kvenfólkinu engan veginn bannað að lesa það líka, enda ekki óhugsandi, að því gæti verið hollt að kynna sér hugðarefni karlmannanna frá þeirra sjónarmiði. í þessu hefti eru allmargar sögur og nokkrar greinar. Hefið er rúmlega 60 bls. að stærð. Rafmótorar fram- leiddir hér á landi SAMBAND íslenzkra samvinnu- félaga hefur fyrir nokkru byrjað framleiðslu á rafmótorum, og er það alger nýjung í íslenzkum iðn aði. Undanfarin ár hafa verið fluttir til landsins um 2000 raf- mótorar árlega, en nú er búizt við, að hin nýja rafmótoraverk- smiðja geti framleitt 600 mótora, og eru möguleikar til að auka það magn verulega. Hin nýja framleiðsla er starf- rækt af Jötni h.f. í húsakynnum við Hringbraut 119 í Reykjavík. Nauðsynlegt var að.ráða hingað til lands erlenda sérfræðinga til þess að stjórna framleiðslunni, og var ráðinn þýzkur raffræðingur, Joachim Brúss frá Berlín. Verksmiðjan tekur eins árs ábyrgð á öllum rafhreyflum, sem hún framleiðir. Moo í ónáð Viðtal við Tanner-systur EINS og getið hefur verið í fréttum eru staddar hér á landi um þessar mundir tvær brezkar söngkonur, Stella og Frances Tanner. — Syngja þær á hjómleikum Ráðningar- skrifstofu skemmtikrafta í Austurbæjarbíói. — Tíðinda- maður blaðsins hitti þær sem snöggvast að máli í fyrradag. Stella og Frances Tanner eru í raun og veru systur, fæddar og uppaldar í London. — Þær eru laglegar, smávaxnar og dökk- hærðar ungar stúlkur, Stella 25 og Frances 27 ára. Þær sungu fyrst saman þegar þær voru 1 barnaskóla, en opin- berlega ekki fyrr en eftir stríðið. — Síðan hafa þær komið víða við, bæði í Englandi og á meginlandi Evrópu. MEÐ DANNY KAY Á s.l. sumri kom bandaríski kvikmyndaleikarinn Danny Kay til Englands og fóru Tanner-syst- ur með honum í ferðalag um allt England og Skotland. — Yngri systirin Stella, er álitin einhver bezta grínsöngkona Englendinga og þykir hún slaga hátt upp í sjálfan Danny. — í þeirri ferð sungu þær yfirleitt ekki fyrir færri áheyrendur en 3000! — Þær systurnar hafa sungið á fjölda mörgum skemmtistöðum og leik- húsum í London. Þá hafa þær farið tvisvar í söngferðalag til Hollonds, ''til Parísar og Þýzka- lands, og ráðgera að fara þangað aftur. Tanner-systur hafa sungið inn á fjölda margar plötur, „The Creep“, heitir nýjasta platan, sem er metsöluplata í Englandi nú. — Þá hafa Tanner-systur oft kom- ið fram í brezka útvarpinu og einnig í sjónvarpi. ÖNNUR GIFT — HIN UNGFRÚ Eldri systirin, Frances, er gift ritstjóra brezka hljómlistarblaðs- ins Melody Maker, Patrick Brand en Stella er enn ógift. Þær systur hafa áhuga á góðum bókum, — Frances þykir skemmtilegt að sauma föt á sjálfa sig, — og Stella hefur yndi af ballett. HEITARA HÉR EN í LONDON — Við tókum með okkur heil- mikið af nlýjum klæðnaði, sögðu þær brosandi, — við héldum, að hér væri kalt. En svo er miklu heitara hér en í London! — Hvað verðið þið lengi hér- lendis? — í ráði er að við dveljum hér í 2 vikur. Hér í Reykjavík fram að helgi, en svo förum við út á land, líklega til Akureyrar. — Hvernig fellur ykkur að syngja fyrir íslendinga? — Okkur finnst það mjög merkileg reynsla, en vegna þess að við þekktum ekki íslenzka áheyrendur áður en við komum, þá vissum við ekki hvað þeir meintu með því að klappa „allir í einum kór“. Við vissum ekki fyrr en í lok hljómleikanna, að þeir vildu fá eitthvað af lögun- um endurtekin. — Ætlið þið ekki að syngja eitt íslenzkt lag hér? — Jú, við erum að æfa það. Það er annars dálítið merkileg saga um það, hvernig við kom- umst yfir þetta íslenzka lag, sem heitir „Þú ert“, eftir Þórarinn Guðmundsson. — Svavar Gests var búinn að senda okkur nótur af íslenzkum lögum, en okkur líkaði ekki alls kostar vel við þau. En svo sagði maðurinn minn mér að hann ætti alltaf nokkrar islenzkar nótur og við fórum í gegnum þær og fundum þá þetta gamla íslenzka lag. Og það ætlum við að syngja. — Við gátum bara ekki æft okkur í framburðinum í London, því við þekktum engan sem gat sagt okkur hvernig ætti að bera orðin fram. Svo það varð að bíða þangað til við komum hingað. — Ef okkúr tekst vel upp með þetta lag, þá er ekki úr vegi að við syngjum það inn á plötu þegar til Englands kemur aftur, sagði Frances Tanner Brand að lokum. —A. Bj. EGGERT CLAESSEN o* GÚSTAV A. SVEINSSOIS hœstaréttarlögmenn. Þórahamri við Teniplarasund. Sími 1171. ’♦ ♦*«**♦ •** *** ♦*« HONG KONG 5. marz. — Orðróm ur er uppi um að Mao-Tse Tung sé um það bil að falla í ónáð í Kína austur. Er sagt var frá minningarathöfn um Stalin er þar fór fram, var hann nefndur síðastur af mörgum klíkuforingj- um kommúnista þar eystra. DAIMSLEIKUR REIÐFIRBINB^ í kvöld kl. 9. Hljómsveit Svavars Gests. Nýr dægurlagasöngvari kynntur, Jóhann Gestsson.- . Aðgöngumiðasala frá kl. 7. HLJÓMLEIKAR: TANNER SYSTUR K. K. SEXTETTIMN lilUIMIMHÖRPUTRlÓIÐ — Síðasta sinn. — í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,15. Aðgöngumiðasala í Músikbúðinni, Hafnarstræti 8 og Austurbæjarbíói. LX7) MARKtl Jfcrttr g| IMð (PO 1) Þegar Gyða kemur út í hest húsið, beygir hún sig niður til að taka upp boginn nagla. 2) Hún verður þess ekki vör að iinsan af kvikmyndavélinni dettur úr vasa hennar ofan í heyið. 3) Skömmu síðar kernur sólin undan skýjum og skín björt og heit yfir linsuna. Og brennigler linsunnar dregur sólargeislana saman með þeim afleiðingum að reykur fer að líða hægt og rólcga upp af heyinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.