Morgunblaðið - 24.11.1954, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.11.1954, Qupperneq 11
Miðvikudagur 24. nóv. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 11 — Benedikt Sveinsson Framh. af bls. 10 | sjálfstæðiskröfunum, en gegn andróðri stjórnarinnar og hennar , fylgismanna. Mest var um það vert, að nú hafði Landvarnar- flokkurinn, Þjóðræðisflokkurinn og Heimastjórnarmenn, allur sá hluti, er „Þjóðólfi“ fylgdi að mál- um, tekið höndum saman um fullkomnar og fastákveðnar kröf- ur fyrir þjóðarinnar hönd, er alls eigi skyldi frá víkja. — Fundur- inn var glæsilegur árangur þeirr- ar baráttu, er háð hafði verið síðan Alberti smeygði ríkisráðs- fleygnum inn í stjórnarskrána, og jafnframt undirstaða ins mikla úrslitasigurs, er unninn var á ,,uppkastinu“ sumarið eftir og að þeim frelsiskröfum, er jafnan síðan hafa verið bornar fram. Upp frá þessu voru flokkar þeir, er tillögum fundarins fylgdu, stundum nefndir einu nafni Sjálfstæðismenn eða Sjálf- stæðisflokkur, en ekki skipuðu þeir þó samstæðan flokk fyrr en eftir birting „uppkastsins" árið eftir.“ Svo hafði verið umtalað milli forustumanna Landvarnarflokks- ins að þeir skyldu ekki hafa sig frammi um of í ræðuhöldum á fundinum heldur gefa öðrum fulltrúum sem mest ráðrúm til að láta skoðanir sínar í ljós. Um kvöldið eftir fundinn héldu margir fulltrúanna með sér einka fund og voru Landvarnarmenn kjarninn í því liði, en áheyrend- ur margir, bæði fulltrúar og aðr- ir. Þar tók m. a. Benedikt Sveins- son til máls. Var honum ákaft fagnað áður en hann hóf mál sitt. Flutti hann hina snjöllustu ræðu. Var sem fornhelgar vættir hefðu gengið til liðs við hann til þess að gera orð hans sem áhrifamest. f ræðulok hylltu fundarmenn ræðumanninn og hamrarnir bergmáluðu af fagnaðarlátum, sem seint ætlaði að linna. Eftir Þjóðfundinn 1907 átti stefna Landvarnarmanna nær ó- skipt fylgi æskunnar í landinu. Enginn Landvarnarmanna var jafn dáður og Benedikt Sveins- son, svo mikið var mannvit hans, góðvild og glæsimennska. Málfar hans var óviðjáfnanlegt. Hann var að mínu áliti tvímælalaust bezti ræðumaður Landvarnar- xnanna. í ríkum mæli var harin gæddur tveim meginkostum ræðumennskunnar, mættinum til þess að sannfæra áheyrendur og viðkvæmu skapi, er hreif hugi þeirra. Stefna Landvarnarmanna hrós- aði sigri með stofnun lýðveldis á íslandi 17. júni 1944 á Þing- völlum. Þar talaði Benedikt Sveinsson síðast til þjóðarinnar og eru þessi lok ræðu hans: „íslenzk þjóð. Nú hefur rætzt aldanna þrá og glæsilegustu vonir stórskálda vorra og djörfustu leiðtoga. „Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna.“ Látum samhug þann og þjóðareining, sem endurheimt hefur lýðveldi íslands, festa sannhelgan þjóðaranda í brjósti vorrar frjálsu þjóðar, við ein- huga leit sannleika, drengskapar og réttlætis. Höfnum sundrung og hleypidómum. Engri fyrri kynslóð í landi voru hefur fallið slíkur arfur í skaut. Gleymum aldrei, að allur frami íslands að fornu og við- reisn þess á síðustu mannsöldr- um er af rót frelsis, framtaks og menningar sprottið. Gætum vand lega frelsis þjóðarinnar. Varð- veitum tungu vora. Hún er dýr- mætasta sverð þjóðarandans. — Geymum fornar minningar. Vör- umst víti forfeðra vorra, sundr- ung og síngirni, er komu frelsi voru á kné. Minnumst þess, að íslendingar voru á tímum hins fyrra lýðveldis fremstir um bók- menntir og mesta siglingaþjóð þeirra tíma, sem landafundir þeirra og landnám vestan At- lantshafs sýna og sanna. I Þjóðarstofninn er hinn sami. Setjum því merkið hátt. Göngum hugrakkir fram í fylking frjálsra þjóða. Storma og ánauð stóðst vor andi I stöðugur sem hamraberg. Breytinganna straum hann standi sterkur, nýr á gömlum merg. Heimur skal hér líta í landi lifna risa fyrir dverg. j Þróist lýðveldi vort til ævar- andi dáða í frjálsum og batnandi heimi." Voru þetta fögur kveðjuorð Benedikts Sveinssonar til þjóðar sinnar. Ari Arnalds. 80 ára: Arni Arnason fyrrv. dómkirkjuvörðnr F Y R I R rúmu ári varð Árni kirkjuvörður fyrir sjúkdóms- áfalli, svo að hann varð að láta af störfum. En því verður ekki gleymt, að hann hefur starfað með sannri trúmennsku. Á liðnu hausti voru 40 ár frá því að Árni tók við kirkjuvarðarstarfinu. Þar var trúr og skyldurækinn maður á sínum stað. Árni hefur á þess um árum verið við allar messur og helgiathafnir í gömlu kirkj- unni, sem hann elskaði sem það heimili, er ætti kröfu til allra starfskrafta hans. Á þeim stað hafa menn verið vottar að alúð- arstarfi hans. Þar hafa menn kynnzt honum á gleði og sorgar- stundum. Oft hef ég haft tæki- færi til þess að sjá, hvernig starfað hefur verið, og glaðst af að veita eftirtekt starfsþreki Árna, rósemi hans og stillingu. Það má með sanni segja, að hann hefur ekki talið á sig erfið- ið, en unnið einn það verk, sem hæfilegt hefði verið að fela græskulausri kímni. Enda eru gáfur hans góðar og tilsvörin skemmtileg. Við, samstarfsfólkið hans við dómkirkjuna, fögnum því að hafa mörgum, því að svo mörgu var j fengið jafnágætan mann og son- að sinna í kirkjunni, að oft varð ur hans er í hans stað, en samt Árni að vinna fram á nótt og hugsum við oft með þakklæti ganga árla dags að þeim störfum, Qg eftirsj á um gamla kirkjuvörð- sem ekki mátti slá á frest. Menn inn> sem nú hefir ]átið af störf. gengu að því visu, að kirkjan um. Minning hans er fyrir margra væn opin a tilsettrx stund og að Muta sakir sérstæð gieymist þa væn allt svo vel undirbuio,! . . að heilög hátíð gæti hafizt. *Sem ‘ Bókhaldari Útgerðarfyrirtæki í grennd við Reykjavik, óskar eftir ungum og röskum bókhaldara. — Tilboð legg- ist inn á afgr. blaðsins fyrir n. k. laugardag, merkt: „Bókhaldari — 69“. [ Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur BAZAR í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 29. þ. m. klukkan 9 e. h. Margt ágætra muna. Komið og gerið góð kaup. NEFNDIN í ■ E SKRIFSTGFUR vorar verða lokaðar vegna jarðarfarar frá klukkan 12 til kl. 4 í dag. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Matsvein vantar strax^á línubát frá Hafnarfirði. Uppl. í síma 9165. Hvernig tókst að gegna þess- um skyldustöi’fum? Var nokkurn tíma komið að lokaðri kirkju? Hafði gleymzt að kveikja á ljós- unum? Gátu menn ekki fundið, að þeir voru boðnir velkomnir á heilagan stað? Það eru margar minningar tengdar við kirkjuna og það eru fjöldamargir menn, sem hugsa um kirkjuvörðinn með hlýjum þakkarhug. Oft hef ég undrazt og dáðst að hávaða- lausum dugnaði Árna. Man ég einn páskadag á hernámsárun- um. Þá voru 6 guðsþjónustur í kirkjunni, safnaðarmessur og messur fyrir útlendinga. Þá stoð- aði ekki að sofna á verðinum. Allt náði þetta fram að ganga árekstralaust. Um áratugi hefur Árni starfað með gleði og áhuga, og aldrei hef ég heyrt æðruorð, þó að margir kölluðu til hans og krefð- ust skjótra aðgerða. Trúr í starfi og ágætur í samstarfi. Þess vegna hefur hann verið vinur starfs- fólksins alls við kirkjuna. Ég var starfsbróðir hans í 37 ár og met vináttu hans mikils, og það ber öllum saman um, sem með hon- um hafa verið í kirkjulegu starfi, að þar sem Árni er hafi þeir kynnzt greindum, gáfuðum manni og góðum dreng. Spyrj- um prestana, organista og söng- fólk, spyrjum alla, sem með hon- um hafa starfað, spyrjum hina j mörgu, sem hafa átt tal við Árna j á þeim stundum, er þeir þörfn- uðust góðra leiðbeininga. Svarið verður áreiðanlega jákvætt og því munu honum margar góðar óskir berast á þessum afmælis- degi. i Fögru dagsverki er lokið, og góðurn minningum skal svarað með þakklæti og árnaðaróskum. Ilefur Árni nú vanheilsu vegna fengið lausn frá störfum, en son- ur hans tekið við kirkjuvarðar- starfinu. Fer vel á því, að þetta veglega starf gangi að erfðum. j í dag heldur Árni hátíð með íjölskyldu sinni á Miklubraut 16. | Árnaðaróskum mínum fylgir sú bæn, að Guð blessi kærum vini æfikvöldið. Bj. J. Á ÁTTRÆÐISAFMÆLI Árna dómkirkjuvarðar minnast hans margir með þakklæti, þó sáu það engir betur en samstarfsfólk hans við dómkirkjuna af hvílíkri prýði hann rækti störfin, og bar margt til þess. Hann elskaði kirkjuna sína, orðheldni hans brást aldrei, góðvild hans náði til allra, sem til hans leituðu, hin fölskvalausa góðvild, sem hann kryddaði oft Við biðjum honum blessunar á áttræðisafmælinu. Jón Auðuns. Jólaíré LandgræðsliisjóSs með Cullfossi SEM kunnugt er, hefur Land- græðslusjóður á undanförnum árum flutt inn jólatré og grerii- greinar og hefur Landgræðslú- j sjóður af þessu nokkrar árlegar tekjur. I ár mun sjóðurinn erin. sem fyrr flytja inn allmikið magn af jólatrjám. — Kemur fyrsta sendingin með Gullfossi um næstu helgi. Ekki mun þó sala trjánna hefjast fyrr en naér dregur jólum og er þá von á seinni sendingunni. Úr íyrri sendingunni verður lögð áherzla á að afgreiða trén út á land sVo þau nái í tæka tíð til allra, en á því hefur orðið nokkur misbrest- ur undanfarin ár vegna þess hvé trén hafa komið seint. Landgræðslusjóður mun að sjálfsögðu kappkosta að flytja inn úrvals jólatré og þau sem keypt hafa verið eru ræktuð af heiða- félaginu danska. Aðalútsala verður sem fyrr að Laugavegi 7, en útsölumenn verða síðar um bæinn. Menn ættu að vera þess minn- ugir, að með því að kaupa tré af Landgræðslusjóði, þá leggja þeir veigamikinn skerf til skóg- ræktar í landinu. STULKA óskast til að annast móttöku gesta. Vinnutími kl. 12—5 e. h. Naust VESTURGOTU 8 Megrunarleikfimi Kvöldtímar byrja aftur í þessari viku. H E B A leikfimi-, nudd- og snyrtistofan Brautarholíi 22 — Sími 80860 U ppbob verður haldið við Svendborg í Hafnarfirði í dag og hefst kl. 1 e. h. Þar verða seld veiðarfæri o. fl. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, 23. nóv. 1954. Guðm. I. Guðmundsson. 3 /\ðstoðarráðskona og aðstoðarstúlku vantar í Kópavogshælið nýja 1. desember. — Upplýsingar gefur ráðskonan í síma 82785. Gott skriistofuhúsnæði ■ ■ ■ • 1—2 herbergi í eða við Miðbæinn, óskast strax eða sem ■ ■ • fyrst. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 28. þ. m. merkt: jj kí : „S. V. — 65“. i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.