Morgunblaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLA&IÐ Fimmtudagur 13. jan. 1955 ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSAGA EFTIR A. /. CRONIN Framhaldssagan 25 lcine. „Opnið ekki, fyrr en ég segi til um það.“ „Farið varlega", hvíslaði hún. Þegar dr. Brúck, sem ekki þorði annað en að fá lánaðan sjúkravagninn, vegna óttans við skammbyssu Harkers, hafði gert allar ráðstafanir, óku þeir í skyndi aftur til lækningastofu hans. Skömmu síðar komu Hark- er og læknirinn út með Made- leine á sjúkrabörum, og settu hana inn í sjúkravagninn. Harker rétti Madeleine skamm byssuna. „Hafið auga með vini okkar. Hlustið á, hvað hann seg- ir, og ef hann reynir að gera eitt- hvað, hikið ekki, skjótið þá.“ Sjálfur settist hann við stýrið, en dr. Brúck sat við hliðina á lionum. „Nú vísið þér mér til várðstöðvanna", sagði hann. Við og við leit hann á hið ótta- slegna og ólundarlega andlit Brúchs. Var þessi auðmýkt aðeins yfirskyn? Þau voru aldrei of varkár, og sízt. núna, þegar þeim myndi ef til vill heppnast að kom ast yfir. Eftir fimmtán mínútur voru þeir komnir að hernámsmörk- unum. Þegar í stað kom austur- rískur vörður út úr varðskýlinu og Harker hvíslaði síðustu við- vörunarorðunum að dr. Brúck. „Góðan dag, herra læknir". Vörðurinn hafði þekkt Brúck. „Ég er með sjúkling, sem er handleggsbrotinn, mjög slæmt +ilfelli.“ Hann talaði geðvonsku- lega, en vörðurinn virtist ekki vera tortrygginn. „Ég þarf að fara með hann til Ratten “ „Bíðið augnablik", sagði vörð- urinn og fór inn í skýlið. Litlu síðar kom út rússneskur liðsforingi. „Hvað er að Brúck?“ spurði hann. „Sjúklingur, sem þarf að kom- ast strax á spítala", rödd læknis- ins var dálítið taugaóstyrk. „Get ég haldið áfram leiðar minnar?“ „Hafið þér nokkra pappíra’“ Hjartað í Harker hætti nærri því að slá, hann gaf Brúck oln- bogaskot. „En þér þekkið mig.“ „Mér þykir það mjög leitt, herra læknir. Við höfum einmitt n ú fengið tilkvnningu frá aðal- stöðvunum um það, að hleypa engum yfir, sem ekki hafa öll skilríki í lagi. Einhver tékknesk stúlka er að reyna að komast yfir hernámsmörkin, og þeir vilja ekkert eiga á hættu.“ Sigurbros kom á andlit lækn- isins, og enn fékk hann olnboga- skot frá Harker, um að hann skyldi ekki gefast upp. „Ef við komumst ekki til Raten er óvíst um líf sjúklingsins.“ „Það er ekki hægt að gera iieinar undantekningar“, sagði liðsforinginn. „Ég hef þegar snúið tveimur af okkar eigin bifreiðum við.“ Harker sá, að þetta var gagns- laust. Liðsforinginn fór nú að vcita honum athygli. Hann ók því næst aftur á bak, snéri við og li.élt síðan aftur til Mahlstorf. Heppnin var ekki með þeim, liugsaði hann biturlega, en það er of seint að iðrast eftir dauð- ann. Hann varð að hugsa, þau gátu nú ekki notað lækninn meira, en ef þau slepptu honum mundi hann strax segja til þeirra. Áður en þau komu inn í bæ- inn, fór Harker inn á mjóa hlið- argötu, sem lá fram með nokkr- um bóndabæjum, að stórum liesliviðarrunnum. Skýlið var ekjci upp á það bezta, en hann stánzaði bílinn þánnigr,’að hánn sæist ekki frá veginum, og því næst skipaði hann lækninum að fara út úr bílnum. „Þér ætlið ekki að gera mér mein?“ spurði Brúck og var nú mjög óttasleginn. ^ Án þess að svara fór Harker að leita aftur í sjúkravagninum, og að lokum fann hann það, sem hann var að leita að. | „Hvað ætlið þér að gera?“ spurði læknirinn. | ,Gefa yður skammt af yðar eig- in lyfi.“ Hann nam staðar fyrir aftan Brúck og ýtti baðmullar- hnoðra upp í nef læknisins. Nokkra stund veitti Brúck við- nám, en um leið og svæfingar- lyfið komst niður í lungu hans, í varð hann máttlaus og hné niður. Síðan batt hann lækninn á hönd- um og fótum með sárabindi og að lokum tróð hann sáragrisju upp í hann. „Ég mældi ekki skammtinn,. en ég held, að hann hafi fengið nógu mikið til þess að þagga niður í honum um stundarsakir.“ Því næst lyfti hann Brúck upp á öxlina á sér og setti hann langt inn í runnann. Nú reið á að vera fljótur að hugsa. Tíminn var naumur. Hann hafði séð fyrir Brúck og sjúkra- vagninum, en það var aðeins í stuttan tíma. Beggja mundi verða saknað og það mundi verða haf- in leit og fundið áður en dagur- inn væri á enda, eða jafnvel eft- ir fáar klukkustundir. Þau gátu ekki farið aftur á gistihúsið í bænum, það mundi vera hrein- asta sjálfsmorð. En þau höfðu ekkert borðað, og nú var það næsta viðfangsefnið að ná í mat. Það gæti verið, að hægt væri að fá eitthvað á bóndabænum þarna rétt hjá. „Bíðið hérna", sagði hann við Madeleine. „Ég verð ekki lengi.“ ' Hann flýtti sér þangað og eftir nokkra erfiðleika, gat hann talið húsmóðurina á að selja sér brauð, smjör, ost og eplavín. Þegar hann kom aftur til Made leine, sagði hann: „Það getur verið, að einhver sæi sjúkravagn inn. Við erum öruggari þarna.“ Hann benti á hóp furutrjáa hin- um megin við bóndabæinn. Þau gengu meðfram skógar- runnunum og fóru yfir þrjá plægða akra, og í skjóli trjánna j snæddu þau máltíðina. Síðan sátu þau þögul dálitla j stúnd. Ef þeim hafði ekki tekist að komast yfir þrisvar sinnum, t þegar skilyrðin hefðu verið betri, ' hugsaði Harker, hvernig mundi þau þá geta það núna, þegar allir voru á hælunum á þeim. Tékk- nesk stúlka handleggsbrotin og klaufalegur amerískur verkfræð- . ingur með aðeins nokkra skild- j inga í vasanum, voru í felum í j skóginum röngu megin við her- I námsmörkin og með miskunnar- ' lausa lögreglu á hælunum, þetta ' var svo sem ekki glæsileg mynd. Hann leit á Madeleine, sem var þreytuleg en kvartaði ekki, hún treysti enn á hann. „Það er ekki úti um okkur enn“, sagði hann snögglega. „Nú skulum við ganga til Hofheim. Það er stórt þorp og nær hernámsmörkunum. Hann ] sýndi henni það á landabréfinu. | „Hvað tekur það langan tíma?“ , Hann reiknaði það út í skyndi. „Vegurinn er sex kílómetrar, en við verðum að halda okkur í skóginum. Ég hugsa nokkrar klukkustundir, ef heppnin er með okkur.“ | Svipur Madeleine breyttist og hún leit niður. „Það er ekki þess virði, Bryant", sagði hún skyndi- lega titrandi röddu. „Þeir ná okkur fyrr eða síðar.“ j Hann leit snögglega á hana. Hann hafði verið svo ákafur að koma henni í öryggi, að hann hafði gleymt því í augnablikinu, hvað hún hafði orðið að þola þessa síðustu daga. Hún hlyti að ! vera að því komin að falla sam- , an. * Það greip hann vorkunnartil- Jóhann handfasti ENSK SAGA 83 Þegar Saladín vissi að ég var þjónn Ríkarðar konungs, fór hann með mig afsíðis og talaði vingjarnlega við mig. • Hann spurði mig um Ríkarð konung, herra minn, og sagðist dást mjög að hreysti hans og veglyndi. j i „Ef að ég yrði að láta ríki mitt af hendi,“ sagði Saladín brosandi, „vildi ég heldur missa það í hendur „Melek Rík“,; en nokkurs annars konungs í heimi.“ i Þegar hann var farinn, riðum við aftur til hallar emírsins, sigri hrósandi. Eg flýtti mér að rúmi Núradíns og afhenti honum gullbikarinn, sigurlaunin. Hann rak upp fagnaðar- óp, settist upp í rúminu og sagði: i „Góhann, þetta er betra en öll læknislyfin hans Abdúl Afiz!“ i Eg hafði frá svo mörgu að segja um kappleikinn og um ósigur AI Adíls, að tunglið var komið hátt á loft eins og silfurskjöldur á dimmbláum himni áður en ég bauð Núra- dín el Avad góða nótt og skildi við hann ánægðan, svo á- nægðan. að hann skömmu seinna sofnaði og svaf lengi vær- um og endurnærandi svefni. XII. KAPÍTULI Um það, hvað Jóhann var sniðugur að dulbúa sig, til undrunar bæði óvinum sínum og vinum. Þegar fram liðu stundir, tók mér að leiðast fangelsisvist- in mjög og því meir, sem lengur leið og naut ég þó hinnar beztu meðferðar og mikillar virðingar þarna sem mér hafði verið kömið fyrír. 0Mumd hrærivélarnar komnar aftur Þeim fylgir: Hakkavél Sítrónupressa Kaffi og ávaxtakvörn Berjapressa Hnoðari Pískari Þeytari Dropateljari Yfirbreiðsla Verð kr. 2600.00. JUL Lji Austurstræti 14 — Sími 1687. Bílaklæðningar I ■ ■ Höfum opnað klæðningaverkstæði í hinum nýju húsa- ■ ■ ■ kynnum vorum að Brautarholti 20. Tökum að okkur klæðningar á öllum gerðum bifreiða. S m m Onnumst einnig viðgerðir og klæðningar á sætum. ■ m 3 a, r ■, Höfum á að skipa I. flokks fagmönnum. ! Columbus h.f. Brautarholti 20 — sítnar G46Ö og 6660. :i Innihurðir — Utihurðir Blokkhurðir Höfum nú margar gerðir og stærðir. Smíðum einnig eftir pöntun. Stuttur fyrirvari. Verð: Blokkhurðir, undir málningu kr. 200.00—215.00. ---- --- gljáburð kr. 275.00—300.00 Útihurðir úr furu.............kr. 475.00—500.00 Trésmíðaverkstæðið, Austurbrún 29. Laugarási.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.