Morgunblaðið - 17.03.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.03.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. marz 1955 MORGVTSBLAÐIÐ 11 ' - Aldmminning Framh af bls. 10 með mikilli kostgæfni, og hefir sonur Eyjólfs, sem var með föður sínum þar, lokið miklu lofsorði á störf hennar hjá þeim feðgum og hlýju hennar og alúð við hjúkrun þá, er hún veitti föður hans í banalegunni. Saga Eyjólfs er í flestu lík sögu margra annarra íslendinga úr alþýðustétt frá samtíð hans, sem barizt hafa áfram févana og ungir að árum, lítt studdir af öðru en eigin þrá og viljaþreki íil þess að brjótast áfram yfir torfærur atvinnuleysis og skiln- ingsdeyfðar 19. aldarinnar. Þráin til þess, að nema eitthvað sem gæti orðið þeim haldgott vopn í lífsbaráttu fullorðinsáranna, var sterk hjá mörgum, en úrkosti til að svala þeirri þrá áttu þeir fáa og smáa. En trúin á það, að guð hjálpi þeim, sem vilja hjálpa sér sjálfir, bjargaði mörgum gegnum rökkur og deyfð aldarfarsins. Sú trú var jafnan leiðarsteinn Eyj- ólfs Illugasonar, því komst hann klakklaust yfir torfærur fátækt- ar og harma, sem á vegi hans urðu. Bjartsýni hans, glaðlyndi, góðvild og fjölhæfni ávann hon- um traust og vinsældir allra, sem kynntust honum. Finnb. J. Arndal. — Poosikivi Framh. af bls. 9 Það mætti sennilega setja sjón- armið hans skýrast fram í eins- konar Voltaire-stíl: Ef Svíar væru ekki til í Finnlandi, væri brýn nauðsyn á því að „útvega“ þá. ★ TÍMABÆR HVÍLD Það rökkvar snemma hérna norður frá. Bak við háar glugga- J rúður forsetahallarinnar breytast i litbrigði rökkursins — bláleitt húmið verður dökkgrátt. — En í áheyrnarsalnum ljóma ljósin frá kristalskrónunum, bjart og örugglega. Bjarminn frá þeim lýsir upp vetrarríki Finnlands. Hér er staðsett ekki aðeins form- lega heldur raunverulega hjarta- hólf hinnar hrjáðu finnsku þjóð- ar, ramminn um hinn aldur- hnigna, fjölvísa herramann. Sagt er að í umræðunum um forseta- kosningarnar á næsta ári, hafi margar raddir viljað leggja það til málanna, að Paasikivi forseti yrði frambjóðandi í þriðja sinn. En jafnvel þó að hann sé óvenju- lega em, setur mannlífið sín tak- mörk. Joho Kusti Paasikivi verðskuld ar fremur nokkrum öðrum þá hvíld, sem orðin er tímabær. — Hann hefur verið föðurlandi sínu svo mikill og góður sonur, að mannlegur skilningur nær tæp- lega að skilja, hvernig slíkt gat orðið. Helgisagnir hafa þegar tek- ið að skapast um hann. Ég rís á fætur með lotningu, er forseti Finnlands gefur til kynna, að samveru okkar sé slitið. Hakon Stangerup. Kvæðomonna- félag Hafnar- fjarðar 25 óro í DAG er Kvæðamannafélag i Hafnarfjarðar 25 ára og mun ' minnast afmælisins með ■ skemmtisamkomu í GT-húsinu næsta laugardag. Hinn 16. marz 1930 voru, fyrir 1 tilmæli Benjamíns Eggertssonar, I 3 0 manns samankomnir á heim- ; i ili hans, Kirkjuveg 30, Hafnar- firði, í því skyni að ræða um stcfnun kvæðamannafélags. Varð | fólk þetta allt samhuga og sam- mála þar um. Telst því félags- j stofnunin þá framkvæmd. Þó var i ekki fyrr en á næsta fundi viku I s;ðar, kosin stjórn og samþykkt lög félagsins og því gefið nafnið: Kvæðamannafélag Hafnarfjarð- ar. Skráðir, sem stofnendur, voru 13 manns. En nú eru félagar um 80. Fyrsti formaður félagsins var Guðmundur Illugason. En núver- ' andi formaður er Hannes Jóns- . son ffá Spákonufelli og hefur i hann verið það óslitið frá því 1937 utan eitt ár. Aðalupphafsmaður að félags- stofnuninni var, eins og fyrr get- ur, Benjamín Eggertsson, og var hann sifellt með einlægan áhuga fyrir framgangi þess. Einnig for- maður þess um skeið, eða þar til heilsa hans brást fám árum eftir félagsstofnunina. Ekki er ólíklegt að ýmsir muni nokkuð óljóst hver sé aðal- tilgangur slíks félags sem hér um ræðir. En í stuttu máli má segja hann fyrst og fremst þann, að viðhalda, þeirri um aldaskeið mikið viðhöfðu heimilaskemmt- I un, að fara með rímur, einstakar vísur eða hvers konar vísnaflokka undir gömlum rímnalögum (stemmum). En þessi sérstæða eign íslend- inga, rímurnar og rímnalögin, sem á köldum og skuggalegum þrengingatímum þjóðarinnar, oft hafa orðið til að ylja og lýsa um hrifnæma hugarheima, virðast nú æ meir og meir verða að þoka fyrir hinu fjölmarga, sem býðst í skemmtanalífi nútímans. Um það þýðir ekki að sakast. En hitt er oltkur kvæðafélögum leyfilegt að leitast við að viðhalda sem lengst lífrænni þekkingu meðal, þó ekki sé nema nokkurra kvenna og karla, á þessum hugstæða arfi formæðra okkar og feðra. — Og helzt að láta hann halda lífi enn fram til niðjanna. Skal það því að siðustu borið fram sem bezta afmælisósk til fé- lagsins, að þvi mættu bætast hald góðir kraftar, ekki hvað sízt frá yngri kynslóðinni. Verið velkomin að leita inn- göngu í félagið. J. H. WEGOUfcl ÞVOTTAEFIMIÐ Vélstjóra vantar strax á netjabát frá Hafnarfirði. Uppl. í síma 9165. Smáíbúðarhús ■ ■ • við Heiðargerði, er til sölu. — Húsið er 5 herbergi, ■ eldhús, bað og þessh. — Uppl. gefur Kvöld- 0£ eftirmiðdags- iíJÓLAR Garðastræti 2. Sími 4578. AÐAL- FUIMDUR verður haldinn í Tjarnarcafé uppi, þriðjudag 22. marz kl. 1,30 stundvislega. FUNDAREFNI: Aðalfundarstörf o. fl. STJÓRNIN S/gnð skeggbroddana! Fáið yður fullkominn, langvarandi — auð- veldan og þægilegan rakstur. MENNEN-rakkrem veitir yður þessar óskir og ánægjustundir, auk þess endist rakblaðið yður lengur með MENNEN-rakkremi. MENNEN rakstur er mjúkur og haldgóður. — Notið því ávallt MENNEN-merkið við raksturinn. Rinso 0 væ r áva/t - Sá árangur, sem þér sækist eftir, verður að veru- leika, ef þér notið Rinso — raunverulegt sápuduft. Rinso kostar yður ekki aðeiils minna en önnur þvottaefni og er drýgra, heldur er það óskaðlegt þvotti og höndum. Hin þykka Rinso froða veitir yður undursamlegan árangur og gerir allt nudd þarflaust, sem skemmir aðeins þvott yðar. og kostar^&ur minna EGILL SIGURGEIRSSON, hrl. Austurstræti 3 — Sími 5958 Óskaðlegt þvotti og höndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.