Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. apríl 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Um byggingarmálin, Verkfallið og lífskjörin AÞAÐ hefur áður verið bent hér í blaðinu, að meginástæða þess að margt láglaunafólk á erfitt með að láta laun sín hrökkva fyrir nauðsynjum, sé hús næðisskortur og þar af leiðandi há húsaleiga. Ríkisstjórnin hef- ur viljað ráða bót á þessum vand kvæðum, með því að gefa íbúða- byggingar frjálsar og auka lána- starfsemi til byggingafram- kvæmda. Er það að sjálfsögðu raunhæfasta úrræðið til þess, að bæta ástandið í húsnæðismálun- um og stuðla að lækkaðri húsa- leigu. Nú hefur það hinsvegar gerzt, að samtök verkamanna og lægst launaða iðnaðarfólksins í Reykja vík hefur tekið höndum saman við hæstlaunuðu iðnaðarmennina í bænum um baráttu fyrir stór- hækkuðu kaupgjaldi. Ef þær kröfur næðu fram að ganga hlyti af þvi að leiða mikla hækkun byggingarkostnaðar í landinu og þá einnig í Reykjavík. Þegar á það er litið, að kaup hækkun lægst launaða fólks- ins yrðí fljótlega að engu í höndum þess vegna hækkunar á verði landbúnaðarafurða og annarra nauðsynja, verður auðsætt, hversu fráleit bar- átta þess við hlið háttlaunaðra byggingariðnaðarmanna hlýt- ur að vera. Verkalýðurinn er í raun og veru að berjast fyr- ir því, að hækka byggingar- kostnað sinn og þar með húsa- leiguna, sem valdið hefur því mestum erfiðleikum á undan- förnum árum, og sem ríkis- stjórnin hefur lagt mikið kapp á að Iækka, bæði með auknu byggingafrelsi og vaxandi stuðningi við íbúðabyggingar. Hér er því vissulega um hörmu lega staðreynd að ræða. Á sama tíma sem ríkisvaldið reynir að bæta úr húsnæðisvandræðunum og lækka húsaleiguna lætur það fólk, sem í mestum húsnæðis- vandræðum á, hafa sig út í bar- áttu gegn sínum eigin hagsmun- um á þessu sviði. Svona sorglega skammsýnir geta menn verið, jafnvel þegar um er að ræða hin þýðingarmestu hagsmunamál þeirra. Því fer víðsfjarri að með því að benda á þessa staðreynd vilji Morgunblaðið gera tilraun til þess að etja saman verkamönnum og iðnaðarmönnum, sem bundizt hafa samtökum í yfirstandandi kaupdeilu. Það bendir aðeins á staðreyndir sem báðir þessir að- ilar verða að taka tillit til. Hin unga íslenzka iðnaðarmannastétt hefur unnið margt vel. Hún hef- ur á skömmum tíma orðið sam- keppnisfær við erlenda stéttar- bræður sína, að því er snertir hæfni til starfa og frágang verka sinna. En einnig hún verður að gera sér það Ijóst að ef hún spennir bogann of hátt í kaup- gjaldsmálum hlýtur það að bitna á henni sjálfri. Ef byggingarefni stórhækkar hér vegna verðfalls krónunnar hlýtur að draga úr inn flutningi byggingarefnisins. Af því leiðir minni byggingafram- kvæmdir í landinu og minni at- vinnu fyrir þá iðnaðarmenn sem í byggingaiðnaðinum starfa. Reykvískir iðnaðarmenn hafa sárbitra reynslu í þess- um efnum. Þeir muna t. d. að tiltölulega fá ár eru síðan, að innflutningur byggingarefnis var stórlega takmarkaður vegna gjaldeyriserfiðleika og greiðsluhallabúskapar þjóðar- innar. Þá skorti hér atvinnu fyrir byggingariðnaðarmenn. Aðeins örfáar íbúðir voru í byggingu í bænum. Húsaleigan hækkaði og ýmiskonar vand- ræði sköpuðust. Þessar staðreyndir muna og þekkja iðnaðarmenn í Reykjavík. Þeim ætti því síður en svo, að vera það keppikefli, að stefnt væri að nýju út í sama öngþveit- ið. En það er hiklaust gert með því verkfalli, sem nú stendur yfir. Hvorki verkamenn né iðnaðar- menn almennt vilja stuðla að því, að verulega dragi úr þeim hús- næðisumbótum, sem nú standa yfir. En það eru engu að síður til menn, sem endilega vilja að svo fari. Það eru kommúnist- arnir. Þeir vilja ekki, að nú- verandi ríkisstjórn takist að greiða fram úr húsnæðisvand- ræðunum og lækka húsaleig- una. Þvert á móti berjast þeir hiklaust fyrir áframhaldandi húsnæðisskorti og hækkun húsaleigunnar. Með þessum mönnum eiga hvorki iðnaðarmenn né verka menn samleið. Með þeim á enginn samleið, nema sá, sem vill leiða vandræði. kyrrstöðu og upplausn yfir þjóðfélag sitt. ALMAR skriíar: HUGLEIÐINGAR UM VERZLUNARFRELSIÐ UNDANFARIÐ hefur margt ver- ið ritað hér og rætt um verzlun- arháttu þá, er vér íslendingar áttum við að búa á tímum ein- okunarinnar og þróun verzlunar | ; og viðskipta í landi hér frá því j er verzlunin var gefin frjáls fyrir , 100 árum. Hallgrímur Sigtryggsson flutti um þetta efni erindi í útvarpið sunnudaginn 3. þ. m. Er margt1 gott um þetta erindi að segja.! Það var fróðlegt og mæta vel j samið og stóð um það sízt að baki öðru því, sem um efnið hef- ur verið ritað og rætt um þessar mundir. En sá var ljóður á er- indinu, að undir lokin, er ræðu- maður tók að tala um hlut kaup- félaganna og Sambands íslenzkra samvinnufélaga að þróun frjálsr- ar verzlunar í landinu, þá var sem hann þrútnaði allur út af lítt skiljanlegu oflæti og varð ekki annað ráðið af orðum hans, eins og reyndar annarra „samvinnu- manna“, sem um mál þetta hafa rætt, en að Fjölnismenn, Jón Sig- urðsson og aðrir þeir, er fremstir stóðu í baráttunni fyrir verzlun- arfrelsinu, hefðu verið sanntrú- aðir samvinnumenn! Að slíku fjarstæðuhjali er vitanlega bros- að, en þó fylgir því sú alvara, að þar kemur fram hvað gleggst sá blekkingaráróður, er samvinnu- átuarpimi Éaóta uilm L óí menn hafa haldið uppi um ára- tugi sjálfum sér og SIS til dýrð- ar. — Því verður að vísu ekki neitað, að Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur um langt skeið haft mikil og örlagarík áhrif á verzlun landsins, en hversu holl þau áhrif hafa verið, þykir mörgum orka mjög tví- mælis og telja að þau hafi sízt miðað að því að efla hér frjálsa verzlun, enda fjöldi bænda og búaliðs vegna skulda verið þræl- bundnir þessu risafyrirtæki um öll viðskipti, líkt og átti sér stað áður fyrr, er danskir einokunar- kaupmenn voru hér allsráðandi, þó að með nokkrum öðrum hætti sé. „NÓI“ LEIKFÉLAG Reykjavíkur flutti í útvarpið að kvöldi þessa sama dags leikritið „Nóa“, eftir franska rithöfundinn André Obey, i ágætri þýðingu Tómasar Guð- mundssonar, en undir stjórn Lárusar Pálssonar. Leikfélagið sýndi leikrit þetta í vetur við góða aðsókn og mikinn fögnuð áhorfenda, enda er leikritið prýðilegt skáldverk og afbragðs- vel samið. Á yfirborðinu er það VeÍvaKandi áhrifar: sigruð ÞÆR merkilegu fregnir voru birtar í gær í Bandaríkjunum', að að miklar og ýtarlegar tilraunir með nýtt bólusetningarefni gegn lömunarveiki hefðu gefið mjög góða raun. Nú er um ár liðið síðan fyrst ar opinberlega tilkynnt að banda rískur vísindamaður hefði fundið bólusetningarefni, sem telja mætti líklegt til að vinna bug á þessum ægilega sjúkdómi. Nokkr ar tilraunir höfðu þá þegar farið fram og virtust gefa góða raun. En vísindamennirnir ætluðu nú að gera úrslitatilraunina. Hún var í því fólgin að bólusetja hundruð þúsunda og milljóna manna í vissum héruðum lands- ins. Var síðan ætlunin þegar mænuveikifaraldurinn gengi yfir um sumarið að bera smitun sjúk- dómsins í þessum bólusettu hér- uðum saman við það sem gerðist annarsstaðar. Nú eru niðurstöður rannsókn- arinnar fyrir hendi f hitum sum arsins barst lömunarveikin eins og endranær norður eftir í hin- um óbólusettu héruðum, en þar sem tilraunin var gerð mátti sjá geysilegan mun. Þar var mikið skarð brotið í Ijá dauðans. Nú þegar hafa hin nýju bólusetning- arefni bjargað lífi margra manna og forðað öðrum frá lömun og sárri neyð. Og stærri vonir eru bundnar við það, því að svo virð- ist sem þessu mikla sjúkdómsböli hafi verið bægt frá, lömunarveik- inni, sem valdið hefur hruni framtíðarvona svo margs ungs fólks. Að afloknum páskum. ÞÁ eru páskarnir um garð gengn ir og allt komið í hversdags- horfið á ný. í aðra röndina erum við fegin þótt okkur í hina finn- ist hálf súrt í broti að sjá á bak öllum hátíðis- og hvíldardögun- um, er við höfðum hugsað til með svo mikilli velþóknun. En það er nú sama, vinnan og skyldu- störfin, hversu þjakandi og leið- I inleg sem okkur kann að virðast þau stundum, þá eru þó þau ein- mitt það, sem gefur lífinu inntak sitt og gildi, það finnum við bezt þegar við einhverra hluta vegna verðum að leggja árar í bát í lengri eða skemmri tíma — vegna veikinda eða annarra vandræða. Þá finnum við bezt, hveps virði vinnan er okkur, hve nauðsyn- leg hún er til að halda við lífs- þreki okkar og lífsgleði. — Frí- , og hvíldardagarnir eru svo eins og hvert annað krydd í tilveruna, sem við engan veginn vildum fara á mis við og þannig verður lífið sambland af vinnu og leik, hvíld og striti — og er það ekki bezt svo? Breytt út af venjunni. SVO virðist sem Reykvíkingar hafi átt fremur rólega páska í ár. Bæði var að veðrið var held- ur leiðinlegt og margir sem ella hefðu brugðið sér eitthvað út úr bænum í bifreið sinni sátu heima vegna benzínskorts af völdum verkfallsins. Ef til vill hefir það einmitt verið vegna þes, að hinir ýmsu skemmtistaðir bæjarins skeyttu nú minna um helgihald þessara hátíðisdaga en hingað til hefir verið venja. Þannig kom það mörgum einkennilega fyrir sjónir að dansað var og drukkið á veitingastöðum á skírdagskvöld og fram á aðfaranótt föstudagsins langa og var hávaði og ólæti’ á götum úti þessa nótt svo mikill að mörgum fannst nóg um. Fólk kunni því illa. SAMA máli gegndi um laugar- dagskvöldið fyrir páska, þá voru veitingastaðir og dansstað- ir opnir eins og um venjulega helgi. Fólk kunni þessu yfirleitt illa, þótt eflaust hafi nógu marg- ir orðið til að fylla þessa skemmtistaði. En er ekki nóg um dans og drykkju og gleðskap, þótt ekki sé breytt út af þeirri venju að halda bænadagana heilaga í ró og friði — og sömuleiðis laugardagskvöldið, aðfaranótt páskadagsins? Öll kvikmyndahús og leikhús voru lokuð frá og með fimmtudegi til annai’s í‘ páskum, svo sem venja hefur verið hingað til. Gátu ekki hinir skemmtistað- irnir setið á sér? Á svamli í Tjörninni. BÆJARBÚI skrifar: „í vetur, þegar ís var á Tjörn- inni voru reknir niður staurar í ísinn á dálitlu svæði til að af- girða vök, sem myndazt hafði í svellið og slysahætta þótti af. Var það góð og sjálfsögð ráð- t £•— 'T V .1 - v'> stöfun á sínum tíma. En svo komu þíður og regn og allur ís og vak- ir voru þar með úr sögunni og fyrrnefndir staurar þarflausir. Ég gekk þarna fram hjá fyrir nokkrum dögum og sá, að þarna svömluðu þeir samt enn í vatn- inu til lítillar prýði. Væri ekki ráð að taka þá nú í burt — og geyma þar til þörf kann að verða fyrir þá næst þegar Tjörnina leggur og girða þarf af hættulega vök? — Við skulum vona, að það verði ekki fj'rr en næsta vetur, en það er Ijótt að sjá þessi staura- tetur á reki og flækingi þarna i vatninu. — Bæjarbúi." MerRlS, Bem klæftir landið. Ijúft og notalegt, fullt af góðri kímni og skemmtilegum tilsvör- um, en á bak við orð og athafnir greinum við átök mannanna og vandamál lífsins, eins og þau gerast á öllum tímum og ails staðar. Leikstjórinn, Lárus Páls- son, hélt öllum þráðum í öruggri hendi sinni og leikararnir létu ekki sitt eftir liggja. Einkum var frábær leikur Brynjólfs Jóhann- essonar, er lék Nóa, — veiga- mesta hlutverk leiksins. UM DAGINN OG VEGINN HELGI HALLGRÍMSSON, full- trúi, ræddi mánudaginn 4. þ. m. um daginn og veginn. Kom hann víða við og flutti mál sitt vel og skörulega, sem honum er lagið. Minntist hann meðal annars á verkfall það ,sem nú stendur yfir og virðist fara harðnandi með degi hverjum. Gætti Helgi mjög hófs í ræðu sinni um þetta mikla vandamál og þjóðarböl og var vel á verði um að brjóta í engu hlutleysisreglur útvarpsins. —■ Varð hann því að sniðganga ýmis meginatriði málsins, svo sem þá athyglisverðu staðreynd, að verk- fall þetta er ekki háð af verka- mönnum einum, eða hinum lægst launuðu í þjóðfélaginu, heldur einnig af ýmsum samtökum fag- lærðra manna, en vitað er að margir þeirra eru með tekju- hærri mönnum í þessu landi, og eiga því enga eðlilega samstöðu með verkamönnum í þessari kjaradeilu. Þetta er öllum þorra verkamanna einnig ljóst og fer gremja þeirra dagvaxandi yfir þvi, að vera neyddir til að hafa menn þessa í eftirdragi í baráttu sinni, enda vita se mer, að það er málstað þeirra sízt til framdrátt- ar. Þá ræddi Helgi nokkuð um mælskulist og vöndun móður- málsins og benti í því sanibandi á að mikilsvert væri að eiga eiga geymdar á segulbandi radd- ir okkar ágætustu ræðuskörunga og orðhögustu manna, sem glæsi- legast hefðu borið tungu voru á vörum sér, svo sem hinn nýlátni þingskörungur og fyrrverandi forseti Benedikt Sveinsson. Þessi tillaga Helga er hin athyglis- verðasta og er þess að vænta að hafizt verði handa í þessu efni, ef það hefur ekki þegar verið gert, sem mig minnir reyndar að ég hafi eitthvað heyrt um. — Margt fleira ræddi Helgi um, sem vert hefði verið að minnast á, en rúmsins vegna verð ég að láta hér staðar numið. UPPLESTUR — T \ FfiA vpi« MIÐVIKUDAGINN 6. þ. m. las Magnús Á. Árnason, listmálari bókarkafla „Ævintýraferðir og landafundir“ eftir Vilhjálm Stef- ánsson, en þeir bræðurnir, Magn- ús og Ársæll Árnason hafa þýtt bókina. — Kafli sá, sem Magnús las var bæði fróðlegur og skemmtilegur, en þýðingin þótti mér ekki alls kostar góð. Þetta sama kvöld var fluttur þátturinn „Já eða nei“ og var hann skemmtilegur að vanda. — Var þetta síðari þátturinn, sem fram fór á Akureyri fyrir nokkru. — Kvæðamennirnir voru hinir sömu og áður, Guðmundur Sig- urðsson, Helgi Sæmundsson og Karl ísfeld. Stóðu þeir sig prýði- lega allir og létu marga snjalla botna fjúka. HÁTÍÐAR-TÓNLIST Á HÁTÍÐISDÖGUM þessarar viku gætti mest á dagskrá út- varpsins fagurrar tónlistar. Gat þar að heyra ýmis stórverk eða hluta úr tónverkum eftir mestu snillinga tónlistarinnar fyrr og síðar, svo sem 4. sinfoniu Beet- hovens, fiðlukonsert í c-dúr eftir Vivaldi, cellokonsert í d-dúr eftir Haydn, Missa Brevis eftir Buxtehude, þætti úr Mattheusar- passiunni eftir Bach og þætti úr Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.