Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. júlí 1955 MORGUTSBLAÐIÐ Reykjavlkurbréf: Laugardogur 23. júh lilfinnanlegyr —! feyrjnn hjáipað —- 600 Siisndr Fréttir af síldarafla Undanfarna daga hafa birzt óvenjumiklar fréttir af síldar- afla í samanburði við aflafréttir síðustu ára. Eftir því sem fiski- málastjóri, Davíð Ólafsson, hef- ur sagt blaðinu, er enn ekkert sem bendir á, að nokkur veruleg breyting hafi átt sér stað á sviði síldargangnanna. Að síldarskipin hafi nú fengið nokkurn aflaslatta stafar aðal- lega af því, að veiðiveður hefur verið bærilegt, á hinum norð- lenzku miðum, svo sjómenn hafa getað athafnað sig í bátum oftar en verið hefur á sama árstíma, á undanförnum árum. — Haldist sama hagstæða tíðarfaríð á mið- unum, geta menn gert sér vonir um að ýms síldarskipin geti bor- ið það mikið úr býtum er þau þurfa með, til að veiða fyrir kostnaði á vertíðinni. Breytist veður hins vegar til hins verra, getur orðið tvísýnt urn afkom- una. Og ekki er lengi að breytast veður í lofti, eins og kuimugt er. Svipuð og undan- farin ár Síldin hagar sér á þessari ver- tíð sem á undanförnum vertíð- um, að hún heldur sig langt frá landi en gengur ekki á grunn- miðin. Aðallega hefur hún veiðst undanfarna daga langt úti í hafi íyrir austanverðu Norðurlandi. Það fréttist í vor, áður en síld- arvertíð byrjaði, að ríkisstjórnin ætlaði að setja varðskipið Ægi á síld í sumar. Hefir hann fiski- fræðing um borð til rannsókna á hafinu og er ætlunin að athugað verði, að hve miklu leyti Ægir gæti stundað síldveiðar með hjálp Asdic-tækis og öðrum út- foúnaði, án þess að síldin væði. Blaðið spurði fiskimálastjóra, hvernig þeim tilraunum liði, og sagði hann að enn væri of snemmt að segja um það. Nú hafa nokkur síldveiðiskipin fengið sér Asdic-tæki, og fiski- málastjóri var ekki frá því, að þau, sem tækin hefðu, hefðu get- að aukið afla sinn með því að geta betur fylgst með sildinni í sjónum, er þau nota tæki þessi, t.d. þegar skipsmenn verða varir síldarinnar án þess að hún vaði, þá bíði skipin á sömu slóðum unz síldin kemur upp á yfirborð- íð. — En það er af síldaraflanum að segja, að þessi ganga af síld, sem nú er á miðunum, reyndist ó- venjulega feit eftir árstíma, svo hún hefur verið söltunarhæf allt frá byrjun vertíðar. En vegna þess hve síldin á þessu sumri var snemma feit og söltun byrjaði strax og veiðar hófust, þá hafa síldarverksmiðjurnar fengið sára lítið síldarmagn til bræðslu, og búast má við að þær beri mjög skarðan hlut frá borði eftir þessa vertíð, ef ekki verður breyting á. Eins og nú horfir við togast á velgengni og hrakfarir atvinnu- veganna, sem oft vill verða. — Bregði til norðanáttar, getur orð- ið tvísýnt um framhald veiðanna, en haldist sama áttin ríkjandi af suðri og suð-vestri, verða bænd- ur í meginsveitum landsins fyrir stórtjóni af rigningum og óþurrk- um. — Óþurrkarnir Sunnanlands hefur undan- farnar vikur verið úrhellisrign- ing dögum saman, svo segja má, að ekki hafi „þornað á steini". Hefur svipuð úrkoma verið um Borgarfjörð og Vesturland allt og eins á Vestfjarðarkjálkanum. — Sama eða svipað hefur tíðarfarið sér svipa oy á undaRförnym árm — Bending Skúla fógeta frá 1786 — Timburskorfurinn er enn var leitað fii Noreo — Skógrækfaráhugi landfógefans gleym disf—Fræið bersf ekki yfsr hafið sé því ekki lsl skégarplðnfur í vor--BiTkikjarrið filvaSinn sfaður fyrirfrantfíðarskégana — Birkifrén á Mamörk er komu upp effir 100 ára svefn SÍLDARSÖLTUN Á DALVÍK ALLS er búið að salta 8,400 tunnur á Dalvík. Hafa um 100 stiilkur haft þar atvinnu við síldarsöltun frá því 8. júlí. Fjórir bátar eru gerðir út frá Dalvík á þessari vertíð. En sú söltunarstöð, semfengið hefur mestan afla til söltunar á landinu er Söltunarfélag Dalvíkur, er hefur fengið 4700 tunnur. verið á vestanverðu Norðurlandi, að því er búnaðarmálastjóri hef- ur skýrt Morgunblaðinu frá. En þegar kemur til Eyjafjarðar skiptir um og hefur heyskapar- tíð verið þar með eindæmum góð og spretta á túnum sömuleiðis. Sama er að segja úr Þingeyjar- sýslum og Múlasýslunum báðum og í öllum sveitum vestan við sanda í Vestur-Skaftafellssýslu hefur rigningartíðin haldist stöð- ugt eftir að sláttur byrjaði og tún voru fullsprottin. í uppsveitum Árnessýslu hafa menn með mikilli yfiriegu við hirðingu heyja getað á stöku bæ bjargað nokkru af illa þurr- um heyjum, en í Vestur-ísafjarð- arsýslu hafa bændur gripið til þess úrræðis, að setja allt það hey, sem þeir hafa losað, í vot- hey, þó að búast megi við að það verkist misjafnlega, þegar það er sett í votheystættur eða hlöður haugblautt af túnunum í úr- hellisrigningu. Úrlausn væri það fyrir bændur í svona tíðarfari ef þeir gætu notið einhverra leiðbeininga frá færum og glöggum mönnum, sem hafa tækifæri til að athuga og rannsaka hvernig líklegast væri að þeir gætu bjargað verðmæti heyjanna í slíku tíðarfari. í vetur fékk blaðið nokkurn fróðleik um heyverkun frá At- vinnudeild Háskólans. Var það helzt að heyra á þeim gætnu mönnum, sem þar starfa, að margir íslenzkir bændur mundu trauðla gera sér grein fyrir, hve heygæðunum hrakaði eftir því i hve töðum er lengi haldið á tún- unum óslegnum. Viðbúið sé að fullsprottin taða sé meira og minna rýrð að upp- runanlegu fóðurgildi sínu. Sérstaklega var sú umsögn eft- irtektarverð er þar kom fram, að ornuð taða, sem kann að hafa ríkan ilm, geti tapað allt að því helmingi af fóðurgildi sínu við slíka verkun. Nærri má geta um marghrakta töðu, hve mikið hún missir af fóðurgildi sínu til mjólkurfóðurs. Þeir, sem hafa með höndum að leiðbeina bænd- um í hvívetna ættu að stinga við fótum og gera gangskör að því, að hér á landi yrði framkvæmd- ar sem nákvæmastar rannsóknir á heygæðum yfirleitt, hvernig bændur ættu að haga sér, til þess I að bjarga heyjum sínum úr ó- þurrkunum með sem minnstu fóðurefnatjóni. Til þess að slíkar leiðbeiningar komi að notum, verða bændur að vita sem bezt skil á því hver eru fóðurgrösin á ræktuðu landi þeirra. Því mið- ur er enn nokkur misbrestur á þekkingu sumra bænda á því sviði. Forskriftin ófullnægjandi ÁRIÐ 1786 ritaði Skúli Magnús- son fógeti ritgerð í rit Lærdóms- listarfélagsins eftirtektarverða grein, er hann nefndi „Um tré- vöxt á íslandi", þar sem hann hvetur landsmenn sí'na til að taka upp ræktun greni og furu- skóga. Hann byrjar grein sína með þessum orðum: „Þegar neyðin hafði loksins þrýst íslandi til að hugsa eitt- hvað til sjálfs sin, fóru menn strax að tala um viðar- og timburekluna, hver næst og ásamt með fólksfæðinni, er einn hinn stærsti og þyngsti skortur þessa lands. Þá var fyrst spurt: Hvaðan rekatimbrið væri? Hvort höndlunin og vanmáttur ís- lenzkra hefðu því nær að engu gjört á þeim stöðum, hvar það í fyrri öld var, og í annan máta, Undanfarnar vikur hafa eindæma óþurrkar haldizt á Suðurlandi og víðar um sveitir landsins jafn- vel allan tímann írá því sláttur hófst svo til vandræða horfir fyrir bændur og annað heyskaparfólk. Mynd þessi er tekin heima við bæ í Túni í Flóa. Hey það sem liggur í smásætum þar var slegið þ. 29. júní, en ekki vannst tími til að ganga fullnægjandi frá því til þess að það færi vel með sig í rigningunum einkum þegar þær eru svo langvarandi sem raun er á. Vatnsaginn í túninu er orðinn svo mikill sem mörgum öðrum á þessum slóðum að síðslægjan er orðin svo vaxin, að ef vel væri þá væri búið að slá hana. Voru bændurnir farnirað slá á milli sátanna með orfi og ljá, því ekki er hægt að koma þar við sláttuvél vegna heysátanna sem fyrir eru. En alls staðar glittir í polla í túninu. I hvort greni og furuskógar gætu 1 ekki tekið gróðri og rækt á ís- landi, eins og í Noregi. Til að reyna þetta fengu menn 1752 forskrift og fræ frá Kóngs- bergi. Og líka svo annað fræ seinna nokkrum sinnum frá Noregi. En sökum þess forskrift þessi var mjög svo ófullkomin, fræið ekki rétt með farið, og til- raunin jafnan öfugt gerð, í ótil- hlýðilegri jörð hefur við það svo lítið sem ekkert áunnizt". Þetta sagði Skúli Magnússon. Timburskortur var á 18. öld tilfinnanlegur og er enn Síðan ritar hann þessi alhliða umhyggjusemi framfaramaður nákvæma lýsingu á því, hver að- ferð væri vænlegust til árangurs, ef reynt skyidi að sá þessu fræi í íslenzka jörð sem fengið yrði frá Noregi. Menn taki eftir að j ritgerð Skúla Magnússonar er frá árinu 1786, sama árinu og Reykja vík fékk kaupstaðaréttindi. Þá var eymd íslendinga svo mikil að hún hefur trauðla verið meiri á öllum þrengingar og niður- lægingartímum þjóðarinnar. Eft- ir því sem hinn ágæti fógeti greindi frá í ritgerð sinni neydd- ist þjóðin til að hugsa um sjálfa sig, og eigin þarfir og rak þá augun í timburskortinn, sem eitt mesta mein lands og þjóðar. En þó tvennir séu tímarnir frá því 1786 er það einkennilegt að enn lifa íslendingar við tilfinnanleg- an timburskort þar eð innflutn- ingurinn á timbri nemur aðeins hálfum teningsmetri á mann sem er talið lagmark, er siðmenntuð þjóð getur búið við. Nærtækast að leita til Noregs Eðlilegt var, að þegar menn voru neyddir til að hugsa um sjálfan sig og sínar þarfir varð þeim hugsað til skóganna norsku er döfnuðu í ættlandi þeirra Noregi, greni og furu skóganna þar sem forfeður okkar sóttu timbur sitt til bygginga og ann- arra nota. Skúli Magnússon hugsaði sem svo, að rekatimbrið eitt nægði íslendingum skammt og því beindist hugur hans til Noregs, er hann fór fyrir alvöru að hugsa, hvernig ætti að bjarga þjóðinni frá hinum tilfinnanlega timburskorti. Tilraunir Skúla gleymdar að mestu Þó hann hafi ekki, svo vitað sé, lagt stund á grasafræði eða veðurfræði hefur glöggur skiln- Framn. a bls. i*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.