Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. febrúar ’56 MORGVTSBLAÐIÐ 11 Hvert er stefnt? F R Á upphafi íslandsbyggðar hafa hlunnindi ýmiss konar verið talin til höfuðkosta býla, sem þeirra hafa notið, þar á meðal ekki hvað sízt lax- og silungs- veiði, enda nálega einu hlunn- indi jarða, sem ekki liggja að Sjó, eða njóta ítaka, svo sem all- mjög tíðkuðust til forna á þeim tímum, sem kirkja og klerka- vald réði miklu, svo og arftaki þeirra — hið erlenda konungs- vald á íslandi. Snemma hefur borið á að deilur risu út af veiði í ám og vötnum, má þar benda á bardaga Hrollaugs og Ingimundarsona o. fl. Hefur því þeim er lagasmíð- ina önnuðust þótt þurfa að lögin tækju til þessara hluta, sem ann- arra, enda hægt að finna ákvæði um samveiði ásamt skipting afla, og drög til friðunar í Grágás. Það sætir því sízt undrun, þótt á þessum lagaflóðstímum séu sett æ ofan í æ lagaákvæði um lax- og silungsveiði, ýmist með nýjum lagabálkum eða breyting- um á lögum, eða jafnvel breyting á breytingu á lögum, enda mun svo komið, að á liðugum tveim áratugum — frá 1932 — hefur lögum um þessi efni verið breytt eða þau endursamin eigi sjaldn- ar en 14 sinnum. Ætla mætti að eitthvað hefði miðað í áttina við allar þessar endurskoðanir og vafalaust má telja að svo sé. — Ýmis ákvæði hafa skýrzt og betur er séð fyrir friðun göngufiska og að þeir komist á hrygningarstöðvar, en áður var. Ber að viðurkenna Slíkt og þakka, því að annars yrði sagan hálfsögð, en slíkur sögumáti er lítið betri en ýkjur einar. k n. Á því herrans ári 1955 lauk ein Btórnefnd störfum. Hafði hún unnið að endurskoðun laga um lax- og silungsveiði Árangur af starfi hennar varð frumvarp til nýrra laga um þau efni og var það lagt fram á síðasta alþingi. Eigi fékk það afgreiðslu þar og rnun því liggja fyrir þessu þingi; hver svo sem afdrif þess verða. En eigi virðist með öllu óeðlilegt þótt einhver utanþings veiðieig- andi segði um það álit sitt áður en það fær þinglega afgreiðslu. Þegar í stað skal viðurkennt, að til er í frumvarpi þessu það er til bóta horfir og skýringar gleggri en í eldri lögum. Þó mun sumum sýnast agnúar óþarflega margir og stefnan er auðskilin. Skal það athugað nokkru nánar. f öðrum kafla 2. gr. 4. málsgr. segir að stangaveiðirétt megi skilja frá landareignum um til- tekið árabil, allt að 10 árum. — Aftur á móti eru í 3. gr. þau ákvæði, að veiðiréttindi er skilin hafa verið frá landareign áður en lög þessi taka gildi, skuli inn- leysanleg, líklegt er af orðalagi að hér sé átt við heilar ár, sem leigðar eða keyptar hafa verið. Hvernig verkar nú þetta? Ekki myndi fjarri lagi að hér sé verið að innleiða gömlu ítökin á ný. Sá er þó munur, að nú eru það ekki klaustur og kirkjur, sem ítökin eignast, heldur efn- aðir kaupstaðabúar, því alltítt er að þeir festi kaup á ýmsum góð- jörðum þessa lands og þá ekki sízt þeim er veiðirétt hafa. Hér er þeim gefið færi á að skilja Veiðiréttinn frá, ef þeir leigja eða selja jarðeignir sínar. — Að vísu ekki nema 10 ár í einu nema leyfi ráðherra komi til, en myndi það ófáanlegt? Þá er í VIII. kafla 41. gr. á- kvæði um stofnun fiskiræktarfé- laga. Þau verka þannig, að örfáir menn geta stofnað slikt félag og þvingað fjölmennari hópa í það, sé ekki staðið fast á verði. Nánar tiltekið geta 4 af 18 eigendum að vatnasvæði, stofnað slíkt félag og þvingað hina sé slæm fundarsókn og ef um endurtekinn stofn- fund er að ræða, er fræðilegur möguleiki fyrir 2 menn að stofna félagið og öllum hinum skylt að vera með. Er þetta ekki fulllangt gengið, þótt fiskiræktarfélög séu án efa nytjasamtök? Skynsamlegri eru ákvæðin um veiðifélög, 66. til 68. gr. Þó er mjög vafasamt réttmæti þess að mönnum sé leyft að þvinga aðra með í félagssamtök nema rífleg- j ur nreiri hluti sé til staðar, enda ' hæpin von um gott samkomulag í félögum, sem þannig er stofnað til. í skýringum nefndarinnar er á það drepið að eigi sé áhugi fyrir j málinu, ef fundarsókn sé slæm. ! Ekki þýðir að segja þeim er þekkja annir bænda og afstöðu, slíka sögu. Félagsmálastarfsemi í sveitum er mjög erfið viðfangs sökum fámennis og anna og oft tilviljunum háð hvernig fundir eru sóttir og skipaðir. ! Gr. nr. 70 segir hvernig gera skuli arðskrá. Það er tvímæla- laust til bóta frá því sem verið hefur. Byggist það á þeirri ein- földu staðreynd, að réttara er að taka tillit til ákveðinna gjörenda svo sem landlengdar og veiði og uppeldisskilyrða, heldur en jafn götóttra plagga, sem veiðiskýrsl- i ur voru, ef þær á annað borð voru þá til alls staðar, enda alls ekki réttmætt að jarðir missi hlunnindi vegna ónógs skýrslu- halds og undandráttar. — Svo koma og til breytingar á ám og vötnum og þar með breytt veiði- skilyrði. í niðurlagi greinarinnar segir að félagsmaður, sem gengið þykir á rétt sinn geti krafizt mats. Gott er nú það, en spyrja mætti: Hvað er orðið af ákvæð- inu um endurskoðun arðskrár á 5 ára fresti og heimild matskröfu við það tækifæri, verði ekki sam- komulag? Endurskoðun arðskrár öðru hvoru ásamt kröfurétti til mats, er orðin eina leiðréttingarvon þess manns, sem knúinn hefur verið í þessi samtök og telur sig órétti beittan. Þá segir í lok 72. gr., að aldrei megi brjóta í bága við réttarákvæði eða réttindi einstakra manna. Enn segir í 76. gr. 4. málsgr., að breyting á sam- þykkt eða arðskrá skuli hljóta samþykki % hluta fundarmanna. Ekki heldur þar er einstaklingi leyft að biðja um mat þótt ýtr- asta nauðsyn beri til. Spyrja mætti að öllu þessu athuguðu, hvað orðið sé um „rétt arákvæði og réttindi einstakra manna“, spyrja hvað orðið sé af því lofsverða ákvæði stjórnar- skrárinnar, að vernda eignar- réttinn? III. Það fer nú að verða létt verk, ( að draga fram í dagsljósið anda * þessara væntanlegu laga og ! stefnu. Með því að fráskilja veiðiréttindi landeign skal efn- uðum kaupstaðabúðum gefinn kostur á að ná í sínar hendur veiðiréttindum sem víðast. Með ! atfylgi þeirra ásamt ströngum og lævísiegum iagagreinum, skulu svo þeir, sem ekki eru góðu börnin, þvingaðir í veiði- og fiski- I ræktarfélög, sem síðan leigi kaupstaðabúum veiðina, enda ekki eins fýsilegt að stunda neta- veiði eftir að hálf vikan er bönn- uð til þess (19. gr.) og fáir bænd- ur hafa tíma til að gutia við stangaveiði þó hún sé góð dægra- dvöl fvrir þá er fríanna njóta. Þá má segja að verkið sé full- komnað er bóndinn fær ekki að sækja bröndu í bæjarlækinn sinn, eða vatnið, sem liggur við tún- fótinn, og horfa svo á alls konar lýð (bæði lélegan og góðan) leika lausum hala í vötnunum, sem faðir hans og afi sóttu lífs- björg sína í. Eins skal þetta verða þótt veiðimálastjóri segi í sínum athugasemdum, að veiði hafi orð- ið bændum og liði þeirra „ánægjuleg tilbreyting frá dag- Framh. á bls. 12 IHROTTIR Enska knalispyrnan Eftir 9 klnkkn- urslit í leihimm Á LAUGARDAG fór fram 5. um- ferð bikarkeppninnar, og tókst að útkljá 5 af 8 leikjum, jafnteflis- leikirnir 3 verða leiknir á mið- vikudag. Liðin 5, sem komust í gegn eru öll úr 1. deild, en í 2 leikjum hafa lið úr 2. deild mögu leika til að komast í 6. umferðina. Burnley og Chelsea léku á mánu dag og lyktaði leiknum með jafn- tefli 0—0 eftir framlengingu, og léku síðari að nýju á miðvikudag, og þá sigraði Chelsea 2—0. Fyrir þann leik ætlaði stjórn Chelsea að fá leiknum gegn Everton frest að vegna þreytu leikmanna þess félags, sem sigraði, enda leit þá út fyrir, að liðin mundu ef til vill leika áfram á fimmtudag, föstu- dag og ef til vill á laugardags- morgun til þess að skera úr um, hvort héldi áfram í keppninni. En úrslit fengust eftir 9 klst. bar- áttu eða 5 leiki, 3 framlengda, og er það algert met í sögu bikar- keppninnar. Leiknum gegn Ever- ton fékkst ekki írestað og því ekki að undra þótt Chelsea félli þar úr keppninni. Manch. Utd er nú óstöðvandi, sigraði Úlfana heima með 0—2, bæði mörk skoruð af miðfrh. Taylor. Huddersfield komst af botnriminni í 1. deild með því að sigra hið langþreytta uBrnley-lið með 1—0. Aston Villa hefur tekið neðsta sætið. í 2. deild heldur Sheff. Wedn. áfram að auka for- skotið, á meðan næstu keppinaut- ar bíta hver af öðrum. Á laugar- dag verða þessir leikir: Birmingham — Pourtsmouth 1 2 Burnley — Cardiff 1 Charlton — Blackpool 1 Everton — Bolton x Luton — Huddersfield 1 Manch. Utd — Aston Villa 1 Newcastle — Arsenal lx Preston — Manch.City 1 Sheff. Utd — Wolves 2 Tottenham — Chelsea 1x2 West. Brom — Sunderland 1 Bristol Citv — Leicester 1 2 Staðan í deildakeppninni er nú: Manch. Utd Blackpool Wolves Sunderland Burnley W.B.A. Bolton Manch Citv Portsmouth Newcastle Everton Chelsea Birmingh. Charlton Cardiff Luton Arsenal Preston Tottenham Sheff. Utd Huddersfld Oston Villa Leicester Bristol Ro’ Swansea Bristol C. Leeds Utd Port Vale Liverpool Nottm For 29 Fulham Stoke City Blackburn Lincoln •Z?**r*^ ' . i ■ Ein af skíðalyftunum í Are, þar sem ísfirðingárnir eyða sumarleyfi sinu. 4 Mirðingar við æfingar í Are „paradís skíðamanna44 # Taka sumarfríið að vetrinum FÓLK er nú farið að hugsa til sumarsins, og margir meira að segja farnir að gera áætlanir um hvernig verja skuli sumar- leyfinu. Við segjum hér frá þre- menningum, sem þegar eru farn- ir í sumarleyfi. Eru það ísfirð- ingar, sem fóru skömmu eftir áramótin út til Svíþjóðar, og hafa að undanförnu dvalizt í Áre í Norður-Svíþjóð við skíðaæfing- ar ásamt sænskum skiðamönnum undir tilsögn þarlendra þjálfara. L U J T Mrk St 31 18 6 7 63-42 42 30 15 6 9 65-46 36 30 14 5 11 68-53 33 29 13 7 9 62-65 33 30 12 8 10 43-38 32 30 14 4 12 44-45 32 29 13 5 11 55-40 31 29 11 9 9 52-49 31 29 13 5 11 59-65 31 30 14 3 13 67-48 31 30 11 9 10 43-45 31 29 11 8 10 46-50 30 30 12 6 12 50-43 30 30 13 4 13 63-61 30 30 13 4 13 43-54 30 30 12 5 13 51-47 29 29 9 9 11 39-49 27 31 11 5 15 49-53 27 29 10 4 15 36-45 24 29 9 5 15 41-52 23 30 8 5 17 36-66 21 30 5 10 15 33-57 20 L U J T Mrk St 31 14 11 6 70-44 39 31 16 4 11 76-56 36 30 15 5 10 ,69-53 35 30 15 5 10 58-55 35 30 15 4 11 66-51 34 28 14 5 9 48-44 33 30 11 11 8 42-39 33 28 13 6 9 67-46 32 29 14 4 11 50-48 32 31 14 4 13 63-59 32 28 14 3 11 50-42 31 29 13 5 11 59-49 31 28 12 6 10 51-40 30 Þau eru hér á myndinni talið frá vinstri: Birgir Valdimarsson, Haukur Sigurðsson og Marta Guðmundsdóttir. Nú hefur Stein- þór Jakobsson, sem keppti á Olympíuleikunum, bætzt í hóp- inn. Kosta þau sig öll sjálf til fararinnar — sem sé — vinna vel á sumrin — og taka „sumarfríið" að vetrinum. Munu þau að lík- indum keppa á íslandsmótinu, sem haldið verður á ísafirði um páskana, og gaman verður að sjá úrslitin — þar sem olympíufar- arnir, Svíþjóðarfararnir, Holm- enkollenfararnir — og þeir, sem heima sátu leiða hesta sína sam- an. ísfirðingarnir láta mjög vel yf- ir dvölinni í Áre, enda er staður- frá Svíþjóð og víða að úr heim- inum til æfinga: Allt snýst um skíðamenn, — að stjana við þá er aðalatvinnuvegur þorpsbúa. í Middlesbro Rotherham Bury Barnsley Doncaster West Ham Notts Co Plymouth Hull City 29 11 6 12 49-56 28 26 9 8 11 40-49 26 29 9 8 12 54-66 26 31 8 10 13 34-56 26 28 8 9 11 51-67 25 28 8 8 12 52-47 24 31 8 7 16 44-61 23 31 7 6 18 38-63 20 29 6 3 19 32-66 15 þorpinu eru 11 stór og fullkomin gistihús. í dásamlegum brekkun- um eru fullkomnar dráttarbraut- ir, sem ná allt frá þorpinu og marga km. upp í fjöllin. Þeim, er ann skíðaíþróttinni leiðist ekki £ Áre. Úr félagslífinu: KR-ingar tefla MIKILL skákáhugi hefur lengi verið hjá knattspyrnumönnum KR, en eftir sigur Friðriks í Hastings og einvígið um Norð- urlandameistaratitilinn hefur hann blossað upp að nýju. — Sunnudaginn 12. febr. tefldi Ar- inbjörn Guðmundsson fjöltefli á 35 borðum við félaga úr knatt- spyrnudeild félagsins. Vann hann 27 skákir, gerði 5 jafntefli og tapaði 3 (84.3%). Þeir, sem unnu hann, voru Gunnar Guð- mannsson, Hannes Hall og Ing- ólfur Hákonarson. — Sá síðast- nefndi er aðeins 15 ára, en hinir eru kunnir knattspyrnumenn fé- iagsins. Áhugi á skáklistinni hefur einkum verið mikiil meðal drengja i 3. flokki, og hafa tveir stjórnarmeðlimir deildarinnar teflt fjöltefli við þá, þeir Sig- urður Halldórsson ( + 14, —7) og Sigurgeir Guðmannsson ( + 13, ---5, -^3). Næsta fimmtudag teflir Guðbjörn Jónsson, hinn gamal- kunni bakvörður félagsins, við drengi úr 3. og 4. flokki, í Fé- lagsheimilinu. Skákmót IIMSK 1. UMFERÐ á skákmóti Ung- mennasambands Kjalarnesþings, var tefld á sunnudag. Úrslit urðu þau að UMF Afturelding í Mos- felissveit vann UMF Kjalnesinga með 3V2 vinning gegn V2, UMF Drengur i Kjós vann Breiðablik í Kópavogi með 2V2 gegn 114. — Næsta umferð verður n.k. mið- vikudagskvöld. — Skákstjóri er Haukur Sveinsson. Viálflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsgon GuSlaugur Þorláksson GuSmundur Pétursson Austurstr. 7. Simar 3202, *002. 'lkrifstofutími k) 10-12 og 1-5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.