Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1956, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. nóv. 1956 Náttúrulækningafélagsbúðin nýja i Hafnarfirði. (Ljósm. Ásgeir Long). Aukin sturfsemi Nútt- úrulækninguféiugsins Ný sölubúð / Hafnarfirði HAFNARFIRÐI: jHYRIR NOKKRU var opnuð ný verzlun hér í bænum, sem er * útibú frá Pöntunarfélagi Náttúrulækningafélagsins í Reykja- vik. Er hún þar, sem áður var verzlun Gunnlaugs Stefánssonar við Austurgötu. í hinni nýju verzlun, sem er hin snyrtilegasta i alla staði, eru á boðstólum — auk allra algengra matvæla — ýmsar þær vörutegundir, er Náttúrulækningafélag íslands beitir sér fyrir að fólk neyti. Má þar t.d. nefna brauð úr nýmöluðu heil- mjöli, margs konar grænmeti o.fl. MIKILL ÁHUGI RÍKJANDI Nú eru rúmlega þrjú ár síðan Náttúrulækningafélag Reykja- víkur stofnaði Pöntunarfélag og hefir það opna búð við Týsgötu í Reykjavík. En áberandi er, að starfsemi Náttúrulækningafélags ins hefir trygga félagsmenn í Hafnarfirði, sem vilja allt til vinna til þess að bætt verði heilsu farið — hollustan — af bættu mataræði. Augljóst er, að útsalan í Náttúrulækningabúðinni eykst jöfnum skrefum með hverjum mánuði, sem líður. Ekki aðeins hvað snertir Reykjavík og Hafn- arfjörð, heldur drífur pantanir að frá öllum landshornum. Sérstak- lega er lögð áherzla á að bakað sé úr nýmöluðu korni og pöntuð brauð í brauðgerðarhúsum, sem j bökuð eru úr slíku korni. Þetta er talinn grundvöllurinn að hollu fæði. En meira þarf til þess að almenningur hafi holla og al- hliða fæðu. Til dæmis fjallagrös- in, en þau eru aðallega fengin úr Þingeyjarsýslu, og sölin frá Stokkseyri. Auk þess er í búð- um Náttúrulækningafélagsins margs konar tegundir af jurtatei og baunum, ásamt öllu fáanlegu grænmeti, sem ræktað er hér á landi. Enn fremur skarfakálið, en það er aðallega á boðstólum á sumrin. Hins vegar er ekki selt sælgæti, gosdrykkir né tóbak. VINSÆLAR VÖRUR Það er vitanlega mikill feng- ur fyrir starfsemi félagsins að geta nú opnað snotra búð í þeim húsakynnum, sem áður verzlaði Gunnlaugur Stefánsson (Gunn- laugsbúð). — í Náttúrulækninga- félagsbúðinni hér og í Reykjavík er framkvæmdastjórinn Haraldur Guðmundsson, Suðurgötu 71, hinn viðkunnanlegasti maður og geðfelldasti. Hann hefir verið starfsmaður félagsins frá árinu 1953. Haraldur er manna kunn- ugastur hve náttúrulækninga- félags vörurnar eru vinsælar og það í öllum landshlutum. Segir hann frá því, að þegar pantanir berast honum víðs vegar að af landinu, þá geta menn ekki orða bundizt að segja starfsfólkinu frá því, hve vörur þessar reynast holl ar og hentugar, einkum þeim mönnum, sem eru orðnir bilaðir á heilsu. Með þvi að opna þessa búð í Haínarfirði, er það full- víst, að Náttúrulækningafélagið eykur viðskipti sín og þar með vinsældirnar. Því miður hefir borið á því upp á síðkastið, að nokkur þurrð sé á þeim vörum, sem Náttúru- lækningafélagið nauðsynlega þarf til að fullnægja eftirspurn- inni á ýmsum vörum, sem fást frá útlöndum. Sérstaklega stafar þetta af því að nokkur gjaldeyr- isskortur er til innkaupa á sum- um vörutegundum. En almenning ur, sem farinn er að meta til fulls heilsuhætti í mataræði, vill kljúfa þrítugan hamarinn til þess að fá þann holla kost, sem viðkomandi — ungir sem gamlir — hafa feng- ið reynslu af að stuðli að bættu heilsufari. Verzlunarstjóri í Náttúrulækn- ingafélags-búðinni hér er Ingi Ó. Guðmundsson, en auk hans vinn- ur þar Ólafur Vigfússon. Báðir ungir menn, sem félagið væntir mikils af. □----------------------□ KVEÐJUR OG ÁRNABAR- ÓSKIR Þar, sem ég á s.l. ári hætti öllum verzlunarrekstri 1 Hafnar- firði, þakka ég fyrir hönd Gunn- laugsbúðar allt traust, virðingu og vinsamleg viðskipti um mörg liðin ár. Þá vil ég einnig nota tækifærið og óska hinu nýbyrjaða fyrirtæki, Náttúrulækningafé- lags-búðinni, sem tekið hefir Gunnlaugsbúð á leigu, alls vel- farnaðar með sölu á hinum nyt- sömu og lífsnauðsynlegu fæðu- tegundum, er koma í veg fyrir að menn missi heilsuna fyrir aldur fram. Veit ég, að þessi nýja búð mun sjá um sína, ekki síður eri hin gamla Gunnlaugsbúð. Vænti ég þess, að Hafnfirðingar kunni að meta slíka viðleitni sér til hag- sældar og aukinnar lifsgleði og vaxandi lífsorku, sem þar verður alltaf á boðstólum. Með vinsemd og virðingu Gunnlaugur Stefánsson. Aðalfundur Sjálfstæðis- félags Akureyrar AKITREYRI, 20. nóv. — í gærkvöldi hélt Sjálfstæðisfélag Akur- eyrar aðalfund sinn í Landsbankasalnum. Við þetta tækifæri gengu 56 menn í félagið. Formaður félagsins, Ámi Jóns- son, tilraunastjóri, minntist í upphafi fundarins frelsisbaráttu Ungverja, en fundarmenn risu úr sætum í samúðarskyni við hina hart leiknu þjóð. Samkvæmt tillögu stjómarinn- ar var Guðmundur Pétursson út- gerðarmaður kjörinn heiðursfé- lagi, en hann varð áttræður sl. laugardag. Að lokinni yfirlitsskýrslu for- manns og samþykktum reikn- ingum var gengið til stjórnar- kjörs. Ámi Jónsson tilraimastjóri var endurkjörinn formaður með meg- inþorra greiddra atkvæða. Þeir Kristján Jónsson ritari og Gunn- ar H. Kristjánsson gjaldkeri mæltust eindregið undan endur- kosningu. Eftirtaldir menn voru kosnir í stjóm auk formanns: Jónas G. Rafnar, Tómas Stein- SJÖ NEMENDUR Demetz hefir haft allmarga nemendur síðan hann kom til ís- lands og koma aðeins nokkrir þeirra fram á tónleikunum. Eru það þessir: Sigurveig Hjaltested, Eygló Viktorsdóttir, Sólveig Sveinsdóttir, Hjálmar Kjartans- son, Hjálmtýr Hjálmtýsson, Jón Sigurbjörnsson og Ólafur Jóns- son. Sumt þessara nemenda er þegar kunnt söngfólk, og mun marga fýsa á að hlýða. VILL STOFNA ÓPERUSKÓLA Demetz hefir i hyggju að stofna með tímanum óperuskóla hér á landi, þar sem nemendumir læri grimsson, Jóhannes Kristjáns- son og Gísli Jónsson. Varamenn: Gunnlaugur Jóhannsson, Karl Að ræðu Jónasar lokinni voru samþykktar tvær tillögur, sem bornar voru fram af frummæl- anda ásamt Helga Pálssyni og Guðmundi Guðmundssyni. Tillögurnar hljóða svo: „Aðalfundur haldinn í Sjálf ekki einungis söng, heldur og nauðsynlega leiktækni. Kvað dr. Urbancic ekki þar með sagt, að nemendur þyrftu ekki að sigla til frekara söng- náms, en nú væri algjör óþarfi fyrir byrjendur að eyða gjald- eyri í frumnám erlendis, þegar bæði ítali þessi og aðrir ágætir söngkennarar væru til hér á landi. Þá tók dr. Urbancic það og fram, að nemendurnir sem á föstudaginn kæmu fram, yæru alls ekki fulllærðir söngvarar, heldur komnir nokkuð áleiðis í þeirri göfugu list. Demetz hefir sungið víða á ítal- íu, var m. a. þrjú ár söngvari við Scalaóperuna í Mílanó. Friðriksson, Gunnar H. Kristjána son, Valgarður Þórður Gunnars- son. — Fulltrúaráð: Einar Krist- jánsson, Gunnar H. Kristjánsson. Valgarður Stefánsson, Karl Frið- riksson, Guðmundur Guðmunds- son, Tómas Björnsson. Endurskoðendur: Einar Kristj- ánsson og Páll Einarsson. Að kosningum loknum vont frjálsar umræður fram undúr miðnættL stæðisfélagi Akureyrar 19. nóv. 1956, telur óhjákvæmi- legt að Alþingi og ríkisstjóm- in beiti sér tafarlaust fyrir rá> stöfunum, sem tryggi halla- lausan rekstur íogaranna, þar sem að óbreyttum aðstaéðunt er ekki annað fyrirsjáanlegt cn að togaraútgerðin stöðviat vegna fjárskorts." Fyrri tillagan hljóðar svo: „Fundurinn telur að kapp- kosta beri að bæta aðstöðu togaraútgerðarinnar í landl til þess að vinna úr aflanun. í því skyni þurfi að útvega lánsfé nieð hagstæðum kjör- um þar sem afkoma togar- anna hefir verið það erfið a9 undanfömu, að ekkert fé hef- ir verið afgangs til nauðsyn- legrar fjárfestingar. Fundur- inn skorar eindregið á ríkis- stjómina að gera þegar ráð- stafanir, svo unnt verði að fullgera sem allra fyrst þau hraðfrystihús, sem nú eru i smíðum“. Job. í FYRRADAG og í gær voru fáir bátar á síldveiðum, en mokveiði var hjá þeim. Hæsti bátur á Akranesi í gær, en þaðan fóru 19 bátar í róður, var Bjarni Jó- hannvsson með tæplega 370 tunnur, en þar var alls landað 1 gær um 2700 tunnum. f gærkvöldi var róið úr öllum verstöðvum. í gær mun söltun Faxasíldar alls hafa verið orðin um 90.000 tunnur, en söltunarsamningar heimila söltun á um 155.000 tn. Nemendatónleikar ítalsks söngkennara á fösfudag UNDANFAREÐ ár hefir starfað hér á landi ítalskur óperusöngv- ari Vincenzo Maria Demetz að nafni og kennt söng. Hyggst hann efna til tónleika með 7 efnilegustu nemendum sínum á föstudagskvöldið í Gamla Bíói. Demetz hefir starfað í samráði við dr. Urbancic sem leikur undir á tónleikunum. Skorað á ríkissfjórn að bœta aðstöðu togaranna AKUREYRI, 20. nóv. — Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi ræddi Jónas G. Rafnar um horfur í efnahags- og aV vinnumálum þjóðarinnar og þá stöðvun margs konar framkvæmda, sem þegar væri komin á, svo sem í frystihússmálunum. shrifar úr daglega lifinu UNDANFAREÐ hefur Tjarnar- bíó sýnt prýðilega kvikmynd frá Ungverjalandi. Nefnist hún Erkel og fjallar um frelsisþrá urig versku þjóðarinnar, sem í mynd- inni er prýðilega túlkuð í gull- fallegum tónverkum. Gullfalleg mynd KVIKMYND þessi er gjörsam- lega laus við allan pólitískan áróður, sem er mikill kostur á einni kvikmynd, en rekur hins vegar á skýran og skilmerkilegan hátt frelsisbaráttu Ungverja fyrir rúmri öld, árið 1849, er þeir börð- ust við heri Rússakeisara og Kossuth varð frelsishetja fyrir frækilega framgöngu sína. Mörg og gullfalleg ungversk tónverk eru í myndinni, en ungverska tónlistin er þýð, hugstæð og heillandi, þrátt fyrir þann djúpa þunglyndisblæ, sem yfir henni hvílir. Sýnd aftur? MYNDIN er prýðilega leikin og vel að flestu gerð. Því mið- ur var hún minna auglýst en skyldi og er því hætt við að hún hafi farið fram hjá mörgum, sem góðum kvikmyndum og tónlist unna. Mér hafa borizt margar óskir um að Tjarnarbíó taki myndina til sýningar aftur, en sýningum lauk um helgina, og kem ég þeim óskum hér með á framfæri við forstjóra Tjarnar- bíós. Engin innstæða. ARNI skrifar: „Það er orðið mikið mein hve illt er nú orðið að greiða skuldir sínar með ávísunum. Mörg eru þau fyrir- tæki orðin, sem alls ekki taka ávísanir vegna þess að svo marg- ar falskar ávísanir hafa verið gefnar út. Hafa því mörg fyrir- tæki þá reglu að taka aðeins við ávísunum af mönnum sem þau gjörþekkja að ráðvendni og heið- arleik. Allir, sem við viðskipti hafa starfað, þekkja þessa sögu. Það gengur jafnvel svo langt, að menn, sem gefið hafa út falskar ávísanir og fá síðan upphring- ingu frá fyrirtækinu eða bank- anum, eru svo bíræfnir að þeir hafa ávísanahefti frá fleirum en einum banka og vísa þá á ann- an banka, gefa út aðra falsk* ávísun og öðlast með því þriggja daga frest. Skerðir viðskiptaöryggi AUÐVITAÐ er þetta lögbrot og sviksamlegt athæfi. En yfir- leitt mun ekki vera kært út at slíkum daglegum ávísanasvikum í viðskiptum manna, heldur létt á því tekið. En ef þetta heldur öllu lengur áfram er hætt við atl það skerði mjög viðskiptaöryggi og einnig það hagræði, sem menn hafa hingað til haft af því að geta greitt skuldir sínar hvar sem er með ávísunum. Slysið við Þórshöfn AÐ lokum vil ég svo minna le»- endur þessara dálka á söfnun þá, sem hafin er að undirlagi Guðrúnar Brunborgar, til ung» mannsins, sem missti báða fæt- urna í hinu hroðalega bílslysi við Þórshöfn. Sjúkrakostnaður hans er mik- ill og hann þarf að fá sér gervi- fætur. Því er full ástæða til fyrir þá sem aflögufærir eru að láta eitthvert fé að hendi rakna. Morg unblaðið tekur fúslega við fram- lögum og kemur þeim til réttra aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.