Morgunblaðið - 02.04.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1957, Blaðsíða 16
16 MORCVTSBLAÐIÐ f>rlöjudagur 2. apríl 1957 ustan Edens eftir John Steinbeck gömlu, írsku konunganna, eins og raunar allir Irar gera. Ekki veit ég hvað olli því, að Samúel flutti burt úr gamla stein- húsinu og yfirgaf grænar lendur forfeðra sinna. Hann hafði aldrei neinn verulegan áhuga á stjórn- málum og þess vegna var það tæp- ast nokkur uppreisnarákæra, sem hrakti hann úr föðurtúnum sín- um. Og hann var strang-heiðarleg ur út í fingurgóma, svo að ekki gat heldur verið um nein afbrot að ræða. Heima hjá mér var hvíslað um það, að ástin hefði rekið hann að heiman, en ekki samt ástin til þeirrar konu, er hann gekk að eiga. En hvort um var að ræða endur goldna ást, eða hvort hann yfirgaf ættland sitt vegna harma svikinn- ar ástar, það veit ég ekki. Við kus- um jafnan að trúa því frekar að um hið fyrrnefnda hefði verið að ræða. Samúel var fríður maður og föngulegur, viðmótsgóður og glað- lyndur og það var ótrúlegt, að nokkur írsk stúlka hefði hrygghrot ið hann. Hann kom í Salinas-dal- inn hraustur og heilbrigður, á bezta aldri, fullur áhuga og at- orku. Hann var stór maður vexti og kraftalegrur, en samt var eitt- hvað fíngert við hann og þótt hann erfiðaði alla daga myrkranna á milli úti á ökrunum, virtist hann alltaf jafnhreinn og hirtnislegur. Hann var óvenjulega hagur og handlaginn, dugandi smiður, tré skeri og hann gat smiðað hina hag legustu hluti úr litlum málm- stykkjum og trékubbum. Hann fann sífellt upp nýjar og nýjar aðferðir við hin gömlu störf, sem betri voru hinum fyrri og hann leysti flest verk betur af hendi en aðrir. Það var aðeins eitt, sem hann lærði aldrei, alla sína ævi, og það var að græða fé, safna efnum. SHtltvarpiö Þriðjudagur 2. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 18,00 Útvarpssaga barnanna: — „Steini í Ásdal“ eftir Jón Björns- son; IX. (Kristján 'Gunnarsson yfirkennari). 18,30 Hús í smíðum III: Marteinn Björnsson verkfræð ingur talar um undirbúning hús- byggjandans. 18,55 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 19,10 Þingfrétt ir. 20,30 Erindi: Sálin er orðin á eftir (Séra Pétur Magnússon í Vallanesi). 21,00 „Vígahnötturinn Fjodor“. Þorsteinn Hannesson óperusöngvari flytur frásögn með tónleikum. 21,45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon kand. mag.). 22,10 Passíusálmur (38). 22,20 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Mort- hens hafa stjóm hans með hönd- um. 23,20 Dagskrárlok. □--------------------□ Þýðing: Sverrir Haraldsson □--------------------□ Aðrir menn, sem höfðu hins vegar hæfileika til auðssöfnunar, stálu hugmyndum Samúels, seldu þær og urðu ríkir, á meðan Samúel sjálfur hafði aðeins til hnífs og skeiðar og naumlega það. Ég veit hvað það var, sem beindi sporum hans í Salinas-dal- inn. Það var undarlegur staður fyrir mann, sem kom frá hinu græna górðurríki írlands. En hann kom um þrjátíu árum fyrir alda- mótin og hafði litlu konuna sína með sér, harðlega, einþykka, smá- vaxna konu, sem ekki var gædd hinni minnstu kímnigáfu. Hún var kona strangtrúuð og fylgdi fjölmörgum siðferðisboðum, sem dæmdu næstum allt það syndsam- legt, er gaman var að. Ekki veit ég hvar leiðir Samú- els og hennar höfðu legið saman í fyrstu, eða hvernig hann bað henn ar og kvæntist henni. Ég held að hann hljóti að hafa geymt mynd af annarri stúlku í hjarta sínu, því að hann var maður, sem virtist al- veg skapaður fyrir ástir og konan hans var ekki ein af þeim sem flíkuðu tilfinningum sínum. En allt um það, þá varð þess aldrei vart að Samúel Hamilton gengi til fundar við aðrar konur. Þegar þau Samúel og Liza komu í Salinas-dalinn, var búið að ráð- stafa öllu bezta jarðnæðinu þar, hinum frjósama dalbotni, fagur- grænu gróðu rblettunum á milli ás- anna og skóglendinu. En í útjöðr- unm var enn óunnið land jg Samú el Hamilton tók sér bólfestu uppi í efstu hæðadrögunum, autan við það, sem nú er King City. Hann fylgdi hinum venjulegu siðvenjum, mældi út sex hundruð ekrur lands handa sjálfum sér, sex hundruð ekrur handa konunni sinni og þar sem hún var kona ekki einsömul, þá mældi hann einn ig út sex hundruð ekrur lands handa barninu. Þegar fram liðu stundir, urðu börnin níu að tölu, fjórir drengir og fimm stúlkur og við hverja fæðingu var sex hundr uð ekrum lands bætt við jarðeign- ina, svo að hún varð alls sex þús- und og sex hundruð ekrur. Ef landið hefði verið til einhvers nothæft, þá hefði Samúel getað orðið ríkur maður. En beitilöndin voru hrjóstug og þurr. Þar sást hvorki lækur né lind og moldarlag yfirborðsins var svo þunnt, að hin tinnuharða möl stakkst upp úr grassverðinum. Jafnvel beitilyng- ið átti erfitt með að vaxa þar og gróa og eikurnar voru kræklótt- ar og visnar af vatnsskorti. Jafn- vel í góðu árferði var beitin svo rýr, að kýrnar misstu holdin og rásuðu eirðarlaust fram og aftur í leit að æti. Frá beru og hrjóstrugu ásunum sínum hafði Samúel hið bezta út- sýni til vesturs og þaðan gat hann horft yfir hinar frjósömu jarðir í botni dalsins og gróðurríku gras- lendurnar meðfram Salinas-fljót- inu. Samúel reisti íbúðarhús sitt með eigin höndum og hann kom sér einnig upp bæði þreskilofti og smiðju. Hann sannfærðist brátt um það, að jafnvel með sextíu þús und ekrum hins þurra lands, hér uppi í hlíðunum, gæti hann ekki aflað sér og sínum nægilegs lífs- viðurværis. Þess vegna neytti hann nú, sem oftar, handlagni sinnar, bjó sér brunnborunarvél og boraði brunna fyrir fólk, sem hafði verið honum heppnara í jarðavali. Einnig fann hann upp og smíð- aði þreskivél og með hana fór hann frá einu býlinu til annars, neðar í dalnum, og þreskti það korn, sem ekki vildi vaxa á hans eigin landareign. Og í smiðjunni hvessti hann plógjárn, gerði við herfi, logsauð gamla hjólöxla og járnaði hesta. Menn flykktust til hans úr öllum áttum með verkfæri og tæki, sem þeir báðu hann að lagfæra og bæta. Þar að auki höfðu allir hina mestu skemmtan að því, að heyra Samúel segja frá heiminum, utan dalsins og hugmyndum sínum, skáldskap og heimspeki, sem að mestu var mönnum óþekkt í Salin- as-dalnum. Hann hafði djúpa, hreimsterka rödd, sem hljómaði vel, bæði í söng og tali og enda þótt hreimurinn væri ekki fullkomlega írskur, þá var samt eitthvað í málfari hans, er hann talaði, — hljóðfall og hreimur — sem hinir fátöluðu bændur dalsins löðuðust að og þóttu þægilegt að hlusta á. Þeir höfðu líka með sér viskí og þegar vandlætingarfull augu frú Hamil ton gátu ekki fylgzt með þeim, úr eldhúsglugganum, tóku þeir sér drjúgan teyg úr flöskunni og tuggðu grænan villianís, til þess að deyfa viskílyktina. Það kom varla sú stund dagsins, að ekki stæðu þrír til fjórir menn um- hverfis smiðjuna og hlustuðu á sleggjuhögg Samúels og alúðlegt rabb hans. Þeir kölluðu hann sann an snilling og tóku sögurnar hans heim með sér, en það var furðu- legt hversu mjög þær misstu gildi sitt á leiðinni, því að þær voru á- vallt sínu lakari, er þær voru end- ursagðar heima í eldhúsum þeirra sjálfra. Samúel hefði getað grætt stór- fé á brunnborunartækinu, þreski- vélinni og smiðjunni, en hann var ekki gæddur hæfileikum kaupsýslu mannsins. Viðskiptavinir hans, sem sjálfir áttu fátt peninga, hétu 1 BABY er einasta borðstrauvélin sem stjórnað er met fæti og því hægt að nota báðar hendur við að hagræða þvottinum. BABY ER AFKASTAMIKIL Vegna fótstýringarinnar verður þrýstingurlnn melrl en á handstýrðum borðstrauvélum. Jfekla Austurstræti 14 — Sfml 1687 Slœður Litir: silfurgrátt, ljósblátt, lillablátt og svart. Einnig hvítar slæður fyrir fcrmingartelpur. DDÝRI M A R KAÐ URINN ..... I ! i ■■■■■ Templarasundi 3 — Sími 80369 M A R K Ú S Eftir Ed Dodd Miðvikudagur 3. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Við vinnuna: Tónleikar af plötum. 18,00 Ingibjörg Þorbergs leikur á grammófón fyrir unga hlustendur. 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Öperulög (plötur). 19,10 Þing- fréttir. — Tónleikar. 20,30 Dag- legt mál (Arnór Sigurjónsson rit- stjóri). 20,35 Erindi: Ferðafélagi til fyrirheitna landsins (Sigurður Magnússon fulltrúi). 21,00 „Brúð kaupsferðin". Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur stjórnar þættinum. 22.10 Passíusálmur (39). 22,20 Upplestur: Elínborg Lárusdóttir rithöfundur les kafla úr óprent- aðri sögu. 22,35 Létt lög (plötur). 23.10 Dagskrárlok. 1) Láki veit nú að lögreglan er á hælum hans, vegna þess að hann skaut á Indíána-Jóa. Hann lætur Anda ganga bundinn með sleðan- um. 2) Hann hvetur hundana allt hvað af tekur og lætur keyrið riða á þeim. 3) En að því kemur, að hundarn ir eru orðnir ærir af barsmíðinnl, — Hví ekki að lóta þennan stóra hund hjálpa til við dráttinn? segir Láki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.