Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 12
56 MORCVTS BL AÐIÐ Þriðjudagur 24. des. 1957 IAÚT TIL A Með NOKKRUM dögum eftir að Rúss ar skutu Sputnik á loft og þetta fyrsta gervitungl þaut eins og eldibrandur kringum jörðina, hitti ég Gísla Halldórsson verk- fræðing á gangi niðri í Austur- stræti. — Jæja, Gísli, sagði ég. — Er- indin þín um geimferðir eru byrj- uð að rætast, þótt útvarpshlustend urnir ættu bágt með að trúa þeim. En segðu mér nú, — hvernig held urðu að heimurinn líti út eftir 100 ár? — Því er erfitt að svara, sagði Gísli. — Þó mun mega fullyrða, ef næstu 20 ár líða án hrikalegr- ar kjarnorkustyrjaldar, að veröld- in árið 2057 verður allt önnur og betri en sú veröld, sem við nú lif- um í. Hún mun taka þvílíkum breytingum, að engan mann, sem lifir í dag getur órað fyrir þeim öllum. Fyrst og fremst verður það veröld meiri auðæfa og minna brauðstrits. — Annars er þetta skemmtilegt umhugsunarefni, hélt Gísli áfram. Það varð úr, að við skyldum rabba um það eina kvöldstund, ef vera mætti að einhverjir lesenda Morgunbiaðsins hefðu gaman af. Aldrei verður búið að finna alll upp Áður en við tökum að spá 100 ár fram í tímann, skulum við líta um öxl til ársins 1857 Hvernig í- mynduðu spámenn sér árið 1857, að heimurinn myndi líta út, eftir 100 ár ÁNNO 1957? Sérhver spámaður, bversu fram sýnn sem hann vill vera, lifir þó í hugmyndaheimi síns eigin tíma. Árið 1857 voru gufuvélin og loft- belgurinn tæki framtíðarinnar. — Menn sáu fyrir sér risavaxnar verksmiðjur rísa upp og spúa kol- svörtum reykjamekki upp í loftið, eimknúnar járnbrautarlestir brun andi eftir teinum með reykjar- strókinn kembdan aftur af sér. — Heimur framtíðarinnai virtist þá vera hinn biksvarti skítugi heimur kolanna. Notkun olíu, benzins og rafmagns var þá óþekkt. Árið 1857 tiðkaðist það nokkuð, að menn ferðuðust með loftbelgj- um og gátu þá stundum komizt hratt yfir, ef þeir náðu hagstæð- um vindum. Enn stóðu menn þó ráðþrota uppi gegn því vandamáli, hvernig ætti að knýja loftbelginn áfram móti vindinum. Benzin hreyflar voru þá ekki til. Spámaður ársins 1857 átti ekki einu sinni til hugmynairnar, hvað þ.'. að hann ætti orð cg hugtök til að lýsa þeirri þróun sem nú hef- ur orðið. Maður með '’ugsunarhátt þeirrar aldar, gat ekki einu sinni ímyndað sér flugvél, hvað þá þrýstiloftsflugvél eða ddflaugar. Kvikmyndir, grammófónar, raf- magnsperur, tilheyrðu heldur ekki . . . Við komum til Keflavíkurflugvallar. — Ilér gefur heldur en ekki á að ííta. Röð af rennilegum eldfiaugum. hugarheimi hans, hvað þá útvarp- ið, sjónvarpið eða kjarnorkan. Þó voru til á öllum tímum snillingar, nefnum einn, Leonardo Da Vinci, sem sáu aldir fram í tímann. Slíkt ei-u undantekningar. Oss sem lif- um í dag er — eins og flestum — svo farið er við ætlum að rýna fram í tímann og gerast spámenn, að okkur órar ekki fyrir, — við höfum ekki hugræna möguleika til að ímynda okkur, — fjölda upp- finninga, sem verða gerðar á næstu öld. Hér komum við að þeirri stað- reynd, sagði Gísli Halldórsson verk fræðingur, að það verður aldrei búið að finna upp allt. Hver ein- asta uppfinning fæðir af sér hundr að nýjar hugmyndir. Stórkostleg tæknileg bylting — Á komandi 100 árum, hélt Gísli áfram, verða, að minni hyggju, miklu meiri bivytingar á hugsunarhætti mannkynsins, en á nokkrum 100 árum, sem á undan hafa farið. Það, sem veldur þessu verður einkum stórkostleg tæknileg bylt- ing, sem smám saman nær til alls mannkyns, nýtt djúpskyggni er vísindamenn opna jafnt inn í hin ar smæstu sem stærstu víddir, frá heimi atomkjarnans til himin- geimsins. Um leið og sultarbaráttunni er iétt af milljónum manna og skól- arnir opnaðir börnum og fullorðn um, sem áður urðu að fara þeirra á mis, gefst miklu fleiri mönnum er. áður tækifæri til að helga sig vísindum, tæknifræði og iistum og má því búast við æ örari framför- um. Afkomendur vorir sem lifa ár- ið 2057 á íslandi, munu miklu tæknimenntaðri en vér erum í dag. Þeim verður það beinlínis nauð- synlegt vegna allra þeirra tækja, sem þeir munu nota í daglegu lífi, tækja sem við þekkjum alls ekki í dag. Þeim mun finnast lítið til þess koma að ferðast með eldflaugum álfa á milli með örskotshraða. — Margir þeirra munu eiga bifreið- ar, sem fara jafnt í lofti sem á láði og legi. Aðrir munu skjótast landa á milli á einkafiaugum og allar vegalengdir munu þykja miklu styttri en nú er. Fjölmargar geimstöðvar munu ganga umhverfis jörðina í föstum : sporbaugum og hafa m. a á hendi það hlutverk að endurvarpa frétt- ' um og lifandi myndum um allan | heim. Verða fréttir þessar á ýms- um málum í senn og auðvelt fyrir i almenning að fylgjast með f jarlæg j um viðburðum um leið og þeir ger- ast. Sjónvarpsviðtökutæki verða þá komin á hvert heimili á Islandi. Verða myndirnar litmyndir. Þá verður og komið sjónvarp og viðtæki við hvert símatól, þann ig að viðtalendur sjá hvor ann- an og jaf'ivel alla sem í viðkom- andi herbergi eru, meðan þeir ræð ast við. mun gagnkvæmur skilningur þjóða á milli fara vaxandi. Sjálfbyrg- jngsháttur og þjóðernisrembingur hlýtur þá að eiga erfitt uppdrátt- ar nema hjá frumstæðum og illa gerðum eða heimskum mannfé- lögum. Meðal sæmilega greindra þjóða verður æ erfiðara að hefjast til valda á lýðskrumi einu saman eða mannfyrirlitningu og valdbeit- ingu. íslendingurinn, sem árið 2057 les um það í gömlu blaði, að íslenzk stjórnarvöld gerðu Banda- ríkjamönnum að skyldu að reisa rafskjöld utan um sjónvarp sitt í Keflavík til þess að beina geisl- anum frá landinu á haf út, svo framförum sem standa fyrir dyr- um. Er t.d. ekki þegar hægt að sjá fyrir, að menn muni geta ferðast til annarra hnatta? — Jú, ég er sannfærður um að innan 100 ára getum við ferðast til annarra hnatta. Síðar meir ef til vill til annarra sólkerfa. En nú- tímamaðurinn getur ekki ímyndað sér allan þann fróðleik sem upp- götvast mun í þeim ferðum, né þann skilning sem af honum leiðir. Yfirleitt eru uppfinningar fram tíðarinnar okkur nútímamönnum lokuð bók, þó að leitast sé við að leysa ýmis stórlega þýðingarmikil verkefni. Þannig er nú stór hópur vísinda manna í Kettering-stofnuninni í Bandarikjunum, að rannsaka eig- inleika blaðgrænunnar og það hvernig hún fer að því að breyta sólarorkunni í fæðu. Takizt mönn- um að skilja tiJ fulls þessa aðferð náttúrunnar, sem mér finnst ekki ólíklegt, þá þýðir það stórfellda byltingu. Það verður þá hægt að búa til fæðu svo að segja úr loft- inu. Aðrar mjög veigamiklar rann- sóknir á frumunum fara nú fram og má geta þess að íslendingur, próf. Lárus Einarsson, er talinn einn færasti sérfræðingur á því sviði. Það er athugun á frumskil- yrðum lífsins. Við vitum þegar, að lífið virðist samtvinnað eða sýni- legt í formi eggjahvítuefna og mjög flókinna og margbreytilegra sýra, eða enzyma. Vel má vera, að þriðja skilyrði lífsins sé svo ein- hver utanaðkomandi geislaorka Það er ekki óhugsanlegt að vís- indamönnum takist, í náinni fram- tíð, að skapa nýju lííi þróunarskil- yrði á hreinan efnafræðilegan Vegna þessaia öru samgangna og miklu almennu fréttaþjónustu, sem nær um víða veröld, mun mála kunnátta og almennur fróðleikur aukast. Vegna hinnar almennu og auknu menntunar og velmegunar Við íorum til hinnar fögru rauðblikandi stjörnu Aldebaran í rúm- lega 50 ljósára fjarlægð. að landsbúar gætu eigi notið sjón varpsins, mun furða sig á slikri hneigð tii einangrunar og jafn- framt á því, að þjóðin skyldi mögl unarlaust láta bjóða sér þetta. — Mátti þá ekki á sama hátt bann- færa kvikmyndir og bækur eða ferðalög til útlanda? kynni hann að hugsa. Honum mun finnast þjóð in hafa verið barnaleg að ýmsu leyti, trúgjörn og vanþroska og of töm á að láta smala sér í hópa. Nokkrar uppfinningar í aðsigi sein valda gerbyllingu — Já, það er ekki ólíklegt sem þú segir, Gísli, að eftir 100 ár noti menn ýmis tæki sem við þekkj um ekki í dag. En er þó ekki nú þegar hægt að gera sér einhverja grein fyrir ýmsum meiri háttar hátt. Slík uppfinning gæti þýtt byltingu. Geimferðir munu einn- ig færa út kvíar mannlegrar þekk ingar. Þegar við hefjum ferðir til annarra reikistjarna og annarra sólkerfa, þá eru líkur til að við finnum líf á öðrum jörðum. Ef við hugleiðum það augnablik, að sólkerfi okkar er aðeins eitt af 40.000.000.000 sólkerfa í vetrar- brautinni og vetrarbrautin aðeins ein af 100.000.000 eða jafnvel }: ísund milljónum vetrabrauta sem sjást í stjörnukíkjum og s<=m hver inniheldur álíka mörg sólkerfi og okkar vetrarbraut, þá fer að verða meira en hæpið að efast um Hf í öðrum sólkerfum. Miklu líklegra er, að líf sé til á milljónum jarða eins og okkar um víðan geim. En auk þess er hugsanlegt að þróazt hafi líf við allt önnur skilyrði og byggt úr öðrum efnum eins og i. d. kisil- samböndum, þar sem hiti væri svo mikill að kolefnissambönd þau sem okkar líffæri eru byggö úr, myndu brenna til ösku. — Éf við kynn- umst slíku lífi á öðrum hnöttum, mun það vissulega auðvelda okk- ur að skilja hina stóru gátu lífs- ins. Kenning Einsteins um tímr og rúm Ein merkasta og jafnframt ein furðulegasta framkvæmd vísinda og tækni á næstu 100 árum, held- ur Gísli áfram, mun verða við- leitni til að færa sér í nyt afstæð- iskenningu Einsteins um tíma og rúm. Samkvæmt þeirri kenningu virðist sjálft rúmið hafa þann eiginleika að styttast, ef farið er um það með miklum hraða, mið- að við t. d. jörðina. En jafnframt tekur tíminn að renna hægar, ef borið er saman við klukku á jörð- inni. Hugsum okkur t. d. að við færum með eldflaujf til hinnar skæru stjörnu Sirius, sem liggur í 8,6 ljósára fjarlægð. Það er sú fjarlægð, sem farin er á 8,6 árum með hraða ljóssins — 300.000 þús. km. á sekúndu. Allt að því slíkum hraða mætti ef til vill ná með geimfari, sem knúð væri kjarn- orku er hagnýtt væri til fram- leiðslu á geislun rafhlaðinna agna, sem þeytast aftur úr c’dflauginni með hraða Ijóssins. Hugsum okkur þá að með þessu tæki færum við til Sirius og aft- ur til baka til jarðarinnar. Á tíma mæli jarðarbúa hafa þá liðið um það bil 18 ár. En í sjálfri eldflauginni verð- um við ekki varir við, að svo lang ur tími hafi liðið. Þegar hún þýt- ur áfram nærri því með hraða ljóssins, fara armbandsúr áhafn- arinnar að ganga hægar en áður og jafnframt verður hjartsláttur og öll starfsemi likamans ef til vill 70.000 sinnum hægari, án þess að við farþegarnir verðum þess varir. Það myndi til dæmis taka okk- úr 145 „ólarhringa að linsjóða eitt egg, mælt á jarðneska klukku! Og þegar við kæmum til baka úr fyrstu ferðinni væru á okkar klukku aðeins liðnar fáeinar klukkustundir. Okkur brygði því í brún, þegar við kæmum aftur til jarðarinnar og fréttum það, að 18 ár væru liðin siðan við lögðum af stað og að fólk væri búið að borða 6570 hádegisverði, meðan svo skammur tími leið fyrir okkur í eldflauginni, að okkur þótti ekki einu sinni taka því að fá okkur mat. Þetta er óhugguleg tilhugsun fyrir matmenn! — Ég hef heyrt minnZt á þetta áður, Gísli. En hitt er annað mál, að ég efast um, að menn geti nokk urn tíma skilið þetta lögmál. Það virðist brjóta svo algerlega í bága við alla rökrétta hugsun. — Kenningarnar um það, að jörðin væri hnöttótt og snerist, fengu heldur ekki á sínum tima góðan byr. Þær þóttu ekki samrým ast lögmálum ríkjandi rökfræði, — og samt snerist hún! Þessi kenning Einsteins hefur þegar fengizt sönnuií með nokkr- um tilraunum. Hitt viðurkenni ég, að jafnvel þótt hún sé sönnuð, verð ur manninum erfitt að „skilja“ hana. Hún felur í sér fjórðu vídd- ina, það er vídd tímans. Við getum tekið sem dæmi, að við höfum skordýr eða einhverja bjöllu, sem aðeins skynjar tvær víddir, lengd og breidd. Við leggj- um tvær slíkar bjöllur á glerplötu og þær geta skynjað hvor aðra. En nú tökum við aðra bjölluna og leggjum hana á aðra glerplötu rétt undir hinni. Þá hætta þær að skynja hvor aðra, af því að þær geta ekki greint þriðju víddina, hæðina. Samt halda þær áfram að vera til. Alveg eins getur verið að mann inum sé farið. Okkur er það eðli- legt, að skynja aðeins þrjár vídd- ir. Við getum að visu sannprófað ac fjórða víddin er til og hefur áhrif á okkur, en skilningarvit okk ar geta ekki greint hana. Getur mannsheilinn skynjað fjórðu víddina En Gísli Halldórsson heldur áfram:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.