Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 22
66 MORGUNfíLA ÐIÐ Þriðjudagur 24. des. 1957 Geimferð til jólasfjörnunnar l .illmargir þátttakendur geta verið með í þessu skemmtilega geim- ferðalagi til Jólastjörnunnar. Nota á tening, sem menn kasta upp til skiptis, eins og í „Ludó“ og eiga leikmenn að flytja „skip“ sín á þá reiti sem teningurinn segir til um, en. mörg ævintýri bíða þeirra á leiðinni. Við eftirfarandi tölureiti gerist þetta: 4. Slæm byrjun — verður að byrja aftur. 10. Loftsteinn skemmir geimfarið — aftur til 6. 12. Fær meðvind — færist fram til 18. 22. Nauðlendir á Tunglinu — fær ekki að kasta í næstu umferð. 28. Fer af leið — færist aftur til 20. 31. Næstum drukknaður í mjólkurá — færist aftur til 26. 34. Fær fljúgandi disk í höfuðið — færist aftur til 32. 42. Lendir í Karlsvagninum — fær góðan byr og þýtur fram til 48. 45. Brennlr sig á norðurljósi — fær ekki að kasta næstu tvær umferðir. 50. Takmarkinu er náð, dvalizt um stund á Jólastjörnunnl og síðan lagt á stað heim aftur. Ef þátttakandi er til dæmis á reit nr. 48 og fær 4 á teninginn á hann að fara á sama reit aftur, en ef hann fær 2 (og lendir á 50) fær hann tvö auka- köst. Heimferðin gengur snurðulaust að því undanskildu að ef geimskipin lenda á tölureitunum 40, 30, 20 og 10, þá missir þátttakandi eitt kast. Sá vinnur sem fyrstur kcmur aftur til jarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.