Morgunblaðið - 02.02.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. febrúar 1958 MORGTJlSBLAÐlh 3 Úr verinu -- Eftir Einar Sigurðsson - Togararnir Tíðin hefur verið skapleg þessa viku, sunnan og suðvestanáttir með éljagangi á köflum. Skipin hafa haldið sig á sömu slóðum og áður, eru ekkert .far- in að fara suður fyrir land, en nokkur skip hafa reynt fyrir sér út af Jökli. Á miðunum er urmull af allra þjóða skipum. Afli hefur verið sæmilegur og góður hjá nokkrum skipum, aðal lega þeim, sem hafa verið fyrir austan Djúp. Virðist fiskur eitt- hvað vera að ganga á miðin, og orðið þannig seinni fyrir en í fyrra. Lyfta nú aukin aflabrögð undir vonir manna um, að rætast ætli úr með vertíðina. Röðull, sem var við Grænland, fékk þar fullfermi á 5—6 sólar- hringum og er á útleið með afl- ann. Jón Þorláksson var á útleið og kominn 150 mílur suðaustur af Vestmannaeyjum, er vél skips- ins bilaði, einn strokkurinn, svo að snúa varð skipinu við til Reykjavíkur, þar sem það land- aði aflanum. Öll Reykjavíkurskipin sigla nú með aflann á erlendan markað nema Klettsskipin. Hafnarfjarð- ar- og Akureyrarskipin hafa einnig landað eitthvað í heima- höfn. Fisksölur erlendis s. I. viku Akurey .... 130 t. DM. 108.000 Neptúnus .. 210 t. DM. 136.000 Fisklandanir s. I. viku Askur .......... 212 t. 14 daga Jón Þorláksson .. 130 t. 12 daga Reykjavík Tíðin hefur verið óhagstæð þessa viku, fyrst norðaustan stór- viðri og- síðan suðvestanátt með lélegum sjóveðrum. Afli hefur verið sama og eng- inn. 2 bátar hafa stundað veiðar með ýsunet og fengið frá engum afla og upp í 2 lestir. Einn bátur hefur róið með línu á djúpmið, og hefur aflinn hjá honum verið 2Vz—5 lestir í róðri. Tveir minni bátar reru með línu í fyrradag grunnt út af Sandgerði og fékk annar 2 lestir og _ hinn 5 lestir, mest stútung. Útilegubátar hafa engir komið inn í vikunni og koma sennilega ekki fyrr en á morgun, fóru út á þriðjudag. Keflavík Landlega var á mánudaginn, en róið flesta hina dagana, en þó ekki almennt fyrr en eftir miðja vikuna. Afli hefur verið afar rýr, al- gengast 2—4 lestir fram yfir miðja viku, en í fyrradag var að- eins glaðara, og komst þá afl- inn upp í 6V2 lest, almennast 4—5 lestir. Yfirleitt er róið 2Vz—3 tíma út, þó voru bátarnir einn dag- inn á grunnmiðum, og var afli þá svipaður. Aflahæstu bátarnir í janúar: Guðm. Þórðars...... 123 t. (ósl.) Báran ............... 121 - — Ól. Magn............105 - — Bjarmi ........... 95- ( sl. ) Hilmir ................ 92 - — Geir ................. 102 - — Júl. Björnsson .... 99 - — Helgi Flóv.......... 93 - — Heildaraflinn í janúar er 1833 tonn (ósl.) og 491 tonn (sl.) sam- tals 2.324 tonn. í fyrra var afl- inn á sama tíma 975 tonn (ósl.) og 945 tonn (sl.). Sennilega er nú kominn aðeins meiri afli á land en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir það að nú er 17 bátum færra. Hæsti báturinn í janúar 1957 var með 97 lestir (sl.). Akranes Afli hefur verið með fádæm- um lélegur þessa viku, 2—6 lest- ir í róðri, algengast 4 lestir. Yfirleitt er langsótt og verið við IV2 sólarhring í róðrinum. Er aflinn keiluborinn. Einn dag vikunnar var róið á grunnmið, og var aflinn þá 2—5 lestir. Netjabátar fá ekkert, komizt hæst upp í 1 lest og suma dag- ana aðeins nokkra fiska. Aflahæstu bátarnir í janúar: ■ Sigrún .... 12 sj.f. 88 t. (ósl.) Reynir .... 11 — 76 - ( sl. ) Höfrungur .. 12 — 63 - — Sigurvon .. 12 — 58 - — 14 bátar eru byrjaðir með línu og 3 með net. Heildaraflinn í janúar er 530 t. (423 t. 1957) í 119 sjóferðum (109 sj.f. 1957). Við helmingur er mið- að við óslægt. V estmannaey jar Veðrið var umhleypingasamt þessa viku og slæm sjóveður og ekki róið nema 4 dagana. Nú eru 60 bátar byrjaðir róðra með línu og nokkrir handfæra- bátar. Aflinn hjá línubátunum var al- gengast 4—6 lestir á 35—40 stampa, þó höfðu nokkrir bát- ar meiri afla og þá helzt þeir, sem lögðu línuna á 80 og 90 faðma dýpi, en þá var aflinn aðal lega langa og keila. Handfæra- bátar komust upp í 7 lestir yfir daginn. Stærsti róðurinn í vik- unni var hjá Gullborgu, 14 lestir. í fyrradag var fyrsti dagurinn, sem ýsan var minna en helming- ur af aflanum. I janúar tóku frystihúsin á móti fiski, sem hér segir: ísfél. Vestm..........491 t. Fiskiðjan ........... 490 - Vinnslustöðin ....... 490 - Hraðfr.st. Vestm. .. 482 - Aflahæstu bátarnir í janúar: Gullborg .......’..... 102 t. Snæfugl SÚ ........... 96 - Víðir SÚ.............. 93 - Bergur ............... 92 - Síðastliðinn sunnudag kom til Eyja nýr bátur, Reynir VE. 15. Var hann smíðaður í Strandby í Danmörku. Er hann 72 br. lest- ir að stærð með 320 ha. Völund- vél. Er báturinn mjög fallegur og búinn öllum nýjustu tækjum, svo sem radar, dýptarmæli og asdik og sjálfvirkri stýrisvél. Eigendur bátsins eru Páll og Júlíus Ingibergssynir. 10 ár eru um þessar mundir frá því Vinnslustöðin tók til starfa eða í janúar 1948. Vinnslu- stöðin var stofnuð 31. des. 1946. Skráðir félagsmenn eru nú 96 og félagsbátar 40. Afmælishóf var haldið í gær- kvöldi fyrir félagsmenn og starfs fólk, og sat það fjöldi manns. Stóreignaskattur Um þessar mundir er verið að leggja síðustu hönd á álagningu stóreignaskattsins, sem samþykkt ur var í fyrra. Það má vera, að skattur þessi leggist ekki þungt á sjávarútveginn, þó mun þar komið við eins og víðar. Þótt miklar skuldir hvíli á útgerðinni og fiskverkuninni, eru miklar eignir, fastar og lausar, nauð- synjar hennar vegna rekstrarins. og þegar allt fasteignamat er margfaldað og vátryggingarverð skipa lagt til grundvallar skatt- inum, getur hann hitt illa þenn- an undirstöðu-atvinnuveg þjóð- arinnar, sem sízt mátti við blóð- töku. Að visu var reynt að létta nokkuð á þessum atvinnuvegi með því að veita honum veru- legan frádrátt, en einnar milljón króna eign fundin á þann hátt, sem stóreignaskattslögin gera róð fyrir er ekki orðin nein- fjárhæð, sem heitir. Það mun líka sýna sig, þegar til kemur, að stóreignaskatturinn verður heimtur af fjölda manns, sem aðeins eru taidir bjargálna. Slík skattheimta sem stór- eignaskatturinn hefur marghótt- uð áhrif í þjóðfélaginu, en hér skal aðeins drepið á nokkur atriði frá sjónarmiði útvegsins. í fyrsta lagi rýrir skatturinn rekstrarféð og lamar þannig getu manna til þess að endurbæta og auka framleiðslutælcin, en það er sérstaklega varhugavert, þegar um jafn mikilvægan atvinnuveg sem sjávarútveginn er að ræða, því auk hlutverks hans í gjald- eyrisöfluninni, er þarna um að ræða undirstöðu undir atvinnu í öllum kaupstöðum og sjávar- þorpum landsins. í öðru lagi dregur slík skatt- heimta mjög úr viðleitni manna til að leggja fé sitt í eignir, þar sem hægt er að rýja þá gegnd- arlaust með fárra ára millibili. En að byggja hús eða kaupa skip er engu síður mikilvægt, ef ekki mikilvægara, en safna spari- fé. Sá einn er munurinn, að í fyrra tilfellinu ráðstafar ein- staklingur fé sínu sjálfur, en í hinu tilfellinu bankastjórar. Mikilvægi sparifjárins er hins vegar talið svo mikið, að það er haft algjörlega skattfrjálst. í þriðja lagi ýtir gegndarlaus skattheimta á eignir undir eyðslu manna, sem hugsa sem svo, að betra sé þó að eyða því, sem aflast, en láta það opinbera svelgja mikinn hluta af því. Ætlunin er að verja stóreigna- skattinum i hinu nytsamlegasta augnamiði, lán til íbúðabygginga, en það má mikið vera, ef það þykir ekki ofrausn, þegar til kemur, en sleppum því. Fátt er jafnánægjulegt á hinum miklu framfaratímum, sem verið hafa í landi voru, síðan styrjöldin brauzt út og fram á þennan dag, sem hinn mikli og góði húsa- kostur og hve almennt það hef- ur verið, að fólk hefur komið þaki yfir höfuðið á sér. En þáð má ekki gleymast, að allt hlýt- ur þetta að taka skjótan enda, ef gengið er of nærri útgerðinni. Og þótt margir vilji kenna hin- um miklu byggingarframkvæmd um um skortinn á sjómönnum og fólki til hagnýtingar á afl- anum, er þetta allt nauðsynlegt. Verst af öllu er að fara svo með fé, að ekkert sjáist eftir af því. Það á að skattleggja eyðsluna en ekki verðmætasköpun, hvort heldur um er að ræða fasteignir, skip eða sparifé. Enginn veit, hvar síldin leggur leið sína, . geta Norðmenn sagt um þess- ar mundir. Hafrannsóknarskip þeirra, „G. O. Sars“, sendi nú í vikunni fyrstu tilkynningarnar um, að síldin væri á leið upp að ströndinni og hefði farið í gegn- um hið svonefnda kalda belti og væri komin inn í heitan sjó. En þetta voru aðeins 7 litlar torfur, aðalmagnið lætur bíða eftir sér. Norðmenn eru samt enn vongóð- ir um, að síldin komi. Norskt verksmiðjuskip, „Havkvern“, verður á íslands- miðum í sumar og veiðir í snyrpu nót og vinnur síldina jafnóðum. Fyrsti þýzki gastúrbínutogarinn, „Sagitta", er farinn í jómfrú- ferð sína til Grænlands. Varpan er tekin inn að aftan. í skipinu eru danskar flökunar-, hausing- ar- og roðflettivélar. Skipið rúm- ar 45 lestir af hraðfrystum fiski — 1800 kassa — og 260 lestir af isfiski. Gastúrbínan er 1800 hest- öfl, og gengur skipið 15 mílur. Danir gera veiðitilraunir Danir eru í þann veginn að hefja nýjar tilraunir með flot- troll á einum báti. Ætla þeir að reyna að sameina kosti danska trollsins hins kanadiska (beitingu víranna) og þess sænska (kosti sænsku hleranna). Ensk skýring á aflaleysinu Brezkur fiskifræðingur gefur eftirfarandi skýringar á hvers vegna jafnlítið veiðist af þorski í horðurhöfum og raun er á: 1) Veiðin 1956 var mikil og Þorhergur Kristjánsson: er mesfur sem er beztur rr rr NIÐURSTAÐA mín í síðasta sunnudagsþætti varð sú, að eina leiðin til þess, að mannkynið kæmist frá þeim ógöngum, er nú blasa við, væri að sem flestir einstaklingar allfa þjóða tækju á móti Guði í Kristi. Nú veit ég vel, að ýmsir menn hafa tilhneigingu til þess að bera brigður á réttmæti þessarar stað- hæfingar. En þetta er ekki órök- studd fullyrðing mín. Reynsla allra okkar sannar það, að hinn guðlegi kærleikur er þess raun- verulega megnugur að umbreyta svo hjörtum þeirra, er heilir og óskiptir veita honum móttöku, að þeir hætta í raun og veru að lifa sjálfum sér, en lifa Guði í Kristi, með því að þjóna náunganum, taka að sér hlutverkmiskunnsama Samverjans, hvar sem færi gefst, gjöra sér það ljóst og breyta samkvæmt þeirri vitund, að þeir eru „fæddir til þess að fækka tárunum í veröldinni" Vér þurfum ekki að leita lengi til þess að koma auga á slíka menn. Vér minnumst þess. t. d. að lærisveinarnir fyrstu höfðu lengi vel sína „jarðligu skiln- ingu“ á mikilleik og tign, — alveg eins og vér svo margir, en svo fór þó áður en lauk, að þeir öðluðust hina „andligu spekt“ og fórnuðu lífi sínu í þjónustu Guðs ríkis. Og þeir eru ótaldir, sem í fortíð og nútíð hafa fetað í fót- spor þeirra. Vér þekkjum nöfn þeirra margra, þótt hinir séu að sjálfsögðu langtum fleiri, sem ókunnir eru og gleymdir mönn unum, því að kærleiksþjónustan lætur eigi mikið yfir sér, og sá sem ríkastur er að kærleika er stundum snauðastur að jarðnesk um auði og síðastur allra að mannlegum skilningi. En vér getum aðeins, til dæmis nefnt menn eins og heilagan Frans frá Assisi, sem eftir svall- sama æsku tók afturhvarfi og helgaði kærleiksþjónustunni allt sitt líf, eða kristniboða eins og David Liwingstone, er lét sér jafnannt um sálarheill og líkam lega velferð hinna óupplýstu svertingja. Og vér getum af sam tíðarmönnum vorum nefnt mann eins og Albert Schweitzer, sem hafnaði hinni glæsilegustu fram tíð, fé og frama til þess að fara og líkna þjáðum og hrjáðum frumstæðingum suður í Afríku, og þannig gætum vér haldið áfram að telja. En það er slíkum mönnum, sem raunverulega hafa af alvöru reynt að lifa kristindóminum, og komizt svo langt, að þeir hafa nálgazt það mjög í ýmsum atrið- um „að vera náunga sinum Kristur" — það er slíkum mönn- um öllum öðrum fremur að þakka, að vér þrátt fyrir allt og allt höfum leyfi til þess að vera svo bjartsýnir á manneðlið, að ekki sé ástæða til þess að ör- yfir meðallag, og virðist aflinn 1957 af þeim sökum vera minni en hann raunverulega er. Þótt aflinn 1957 sé 15% minni en 1956, er hann samt aðeins 7% minni en 1955. Hér er að sjálf- sögðu átt við brezka togara, mun- urinn er enn meiri hjá íslenzk- um. 2) Eftir stríðið hafa aðeins verið tvö góð klakár (1948 og 1950) af þorski. Skýrir þetta ef til vill hinn góða afla 1956 og minnkandi þorskafla síðan. 3) Síðastliðin 10 ár hefur meðalhitinn í sjónum verið iy4°C minni en árin eftir 1930, en þá voru góð aflaár. 4) f fyrra var mikill hreyfing norður á Vestur-Spitsbergen- straumnum með þeim afleiðing- um að margra áliti, að þorsk- stofninn hafi færzt lengra norð- ur á bóginn. Þá telja vísindamenn ekki frá- 1 leitt að hin beinu áhrif aukinna • veiða geti átt nokkurn þátt í J minnkándi aflamagni, þ. e. of- veiði. vænta. Slíkir menn hafa stað- fest hina fornu kenningu, að mað urinn sé skapaður til samfélags við Guð. Ef aðeins nógu margir lifðu í samræmi við það og opn- uðu líf sitt fyrir áhrifunum að ofan, þá væri framtíð mannkyns- ins örugg. Ef hins vegar nógu margir hafna Guði og hugsa um það eitt að lifa sjálfum sér, þá glatar mannkynið gæfu sinni og vér fáum helvíti á jörðu. Nú eru þeir víst margir, sem álíta, að unnt sé að fara ein- hverjar aðrar leiðir til þess að tryggja hagsæld og heill mann- anna. Það hefir verið bent á ýmislegt í þessu sambandi. Á vorum dögum mun sú af slíkum kenningum eiga einna mest fylgi, er telur, að unnt sé að skapa þjóðunum og mannkyninu öllu hamingju og heill með því einu að gjörbreyta stjórnarfyrirkomu lagi þjóðanna og framkvæmd þjóðmálanna í heild. En reynslan hefir þegar rækilega sýnt, að þetta er tálvon ein og blekking, enda er hér ekki byggt á þeim forsendum, sem einar geta tryggt farsælt og fagurt mannlíf, — þeim að uppbyggja og umbreyta sjálfum manninum. Það verður að ganga frá grunninum, áður en farið er að reisa húsið, og grund- völlurinn, sem lagður verður hér er aðeins einn. Það er aðeins eitt vald til, sem sterkara er en synd mannsins, sjálfshyggja hans og eigingirni. Sá máttur er kærleik- urinn, sem leitar ekki síns eigin. Já, valdastreiturnar, efnis- hyggjan og önnur asklokssjónar- mið hafa leitt og hljóta ávallt að leiða óhamingju og böl yfir heim- inn. Sá, sem er á valdi þessara afla er því í þjónustu niðurrifsins og dauðans. — Hinn sem tekur á móti Guði í Kristi og þá um leið hinum fórnandi kærleika, hann á það raunar ekkert víst, að hon- um hlotnist elska frá mannanna hendi eða veraldargengi í venju- legum skilningi. Sá, sem birti oss þennan kærleika og einn hefir lifað hann til hlítar — „Hann stóð einn við yzta myrkrið svarta og með síðu stungna inn að hjarta stungna blindni sinnar samtíðar" Og þó er það staðreynd, sem ekki verður mótmælt með rök- um, að enginn þeirra, sem menn- irnir hafa sæmt virðingarheitinu „hinn mikli“ — enginn þeirra, sem jörðin hefir borið hefir skilið eftir sig varanlegri og gifturíkari spor en einmitt hann. Allt hið fegursta og bezta í vorri ófull- komnu menningu getum vér rak- ið til hans bæði beint og óbeint. Þeir, sem síðan hafa af ein- lægni og alvöru reynt að feta í fótspor hans, hafa að vísu margir mátt reyna það, að „Guðsmanns líf er sjaldan happ né hrós heldur tár og blóðug þyrnirós“ En þrátt fyrir það eru einmitt slíkir menn eins og logandi kyndlar á ferli mannkynsins, þar sem svo margt er ömurlegt og öðru vísi en skyldi. — Þeir eru það vegna þess, að þeir voru í þjónustu kærleikans, sem hreykir sér ekki upp, heldur byggir upp, —þeir voru í þjónustu lífsins. Vér mennirnir erum í raun- inni allir börn, sem ætlað er að vaxa frá óviti til vits, frá blekk- ingu til veruleika, frá jörðu til himins. En vér megum aldrei gleyma því, að til þess að þessu vaxtarmarki verði náð, verðum vér að kunna að taka á móti þeim mætti, sem einn getur vöxt inn gefið. Fyrir tæpum 2000 árum var sagt um ungan svein austur í Gyðingalandi, að „hann óx og styrktist, fullur vizku, og náð Guðs var yfir honum“ — Innst inni viljum vér allir vaxa að vizku og náð, — það er eðli heil- brigðs manns, að hann vill vera vaxandi maður, en minnumst þess í framsókn vorri, að — „rétta stefnu siglir aðeins sá, sem hið góða mestu ræður hjá".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.