Morgunblaðið - 02.02.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNTJLAÐIÐ Sunnudagur 2. febrúar 1958 Frá götuóeirðunum í Níkósía, höfuðborg Kýpur. í baksýn sjást tyrkneskir óeirðarseggir, sem kasta grjóti að brezkum hermönnum. ENN ER FRIÐUR ROFINN Á KÝPUR UM jólin síðustu var svo friðsælt á eyjunni Kyp- ur, að hinn nýi land- stjóri fór í skemmtigöngu urn götur höfuðborgarinnar, Níkósia, gekk um hinn þrönga markað og rabbaði við fólkið í makindum. Sir Hugh Foot ákvað vegna kyrrðarinnar að sleppa úr haiJi um 100 pólitískum föngum. — Kvaðst hann mundu gefa fleirum frelsi síðar. Svo flaug hann snöggvast heim til Bretlands og ræddi við stjórnina um aukiö frjálsræði og jafnvel sjálfstæði Kýpur. Varla var mánuður liðinn frá hinum friðsælu jólum á Kýpur, þar til allt var aftur komið í öngþveiti. Astandið var jafnvel verra en það hafði áður verið, morð og götubardagar, og brezk herlögregla beitti kylfum og táragasi. Bretar stilla til friðar Astandið á Kýpur er þó mjög að breytast. Aður áttu Bretar þar í höggi við sameinaða frelsis- hreyfingu Grikkja, sem beindi árásum sínum gegn hinu brezka hernámsliði. Nú gegna Bretar'fremur hlut- verki þess sem stillir til friðar. Gríska frelsishreyfingin er orð- in sundruð og innbyrðis bar- dagar milli hinna ólíku arma hennar. Og þegar svo er komið hefur tyrkneski minnihlutinn notað tækifærið og efndi harn i liðinni viku til mikilla götu- óeirða í borgunum Nikosia og Famagusta. Sundrung Grikkkja í fyrstu skulum við víkja nokkrum orðum að hinni grísku sundrungu. 1 EOKA, frelsishreyí ingu Grikkja á Kýpur hafa allir flokkar tekið þátt. Þó hafa hægriflokkarnir og kirkjuvald- ið verið þar öflugastir undir forustu þeirra Grivas og Makari- os erkibiskups. Fyrir tæpu ári slepptu Bret ar úr haldi einum helzta for ingja kommúnista. Var hann þá sjúkur maður, haldinn af berklum og fékk hann að fara til sjúkrahúsvistar í Bret- landi. Þar mun honum hafa batnað, en svo mikið er vist að hann sneri heim til Kýpur fyrir tveimur mánuðum. Er svo að sjá, að við endurkomu hans hafi Akel — eða komm- únistaflokkur eyjarinnar — farið að styrkjast og hóf flokkurinn nú sundrungar- stefnu, þar sem hann telur hana nú vænlegri til fylgis- auka. Vegna þessa hefur komið til allmargra árekstra milli EOKA sem enn er meginfrelsishreyfing Kýpur og Akels, sem hefur nokk urn styrk að baki sér, þar sem talið er að hún ráði yfir verka- lýðsfélögunum. Þá gerðist það þann 20. jan. sl. í þorpinu Lyssi um 30 km frá Nikosía, að nokkrir grimuklædd ir og vopnaðir menn frá EOfO\ börðu að dyrum á skrifstofu verkalýðsfélagsins. Þeir kröfðust þess, að nafngreindur maður, Michael Petru, ritari verkalýðs- félagsins, kæmi út, hann hefði móðgað EOKA. Michael Petru kom út, en fleiri komu með honum og rimma hófst fyrir frani an félagshúsið, sem endaði með því að einn hinna grímuklæddu manna greip til byssu sinnar cg eftir andartak lá Michael liðið lík á strætinu. 1 þessum tæ er einn brezkur lögregluþjónn. Hann telur að það hafi ekki verið ætlun hinna grimuklæddu pilta að myrða manninn. Þeir hafi ætlað sér að lumbra svolítið á honum. En þegar mótspyrnan varð öflugri en þeir héldú, urðu þeir hræddir og gripu skotvopnin. Þessi atburður hefur aukið mjög sundrunguna milli EOKA og AKEL. Stendur í rauninni yfir milli þeirra al- ger borgarastyrjöld, með lik- um hætti og var milli neðan- jarðarhreyfinganna ELAS og EDES á stríðsárunum. Þar eru að líkindum framin hermdar- verk, sem enginn fær að vita um. En Englendingar hafa því hlutverki að gegna að bera klæði á vopnin. Vonbrigði Tyrkja Á mánudaginn hófust í Nikó- sía, höfuðborg Kýpur, þriggja daga óeirðir og götubardagai. Það óvenjulega við þessa atburöi var að tyrkneskir menn stóðu fyrir þeim. En Tyrkirnir höfðu að jafnaði kyrrt um sig, meðan frelsishreyfingin efndi til götubardaga áður fyrr. Tilefni þessarar ólgu var, að Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, hafði dvalizt nokkra daga í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Á sunnudagskvöldið barst sá orðrómur til tyrkneska hverfis ins í Níkósía, að fullt samkomu- lag væri nú orðið í Kýpurmál- inu. Bretar hefðu fallizt á að skipta Kýpur milli Grikkja og Tyrkja. Þessu fögnuðu Tyrkir ákaflega. Nú yrðu þeir ekki ofur- seldir grískri stjórn á Kýpur. — Söfnuðust þeir saman á Atatúrk- torginu í tyrkneska hluta Nikó- sía. Var þar glaðværð og fögnuð- ur eins og á þjóðhátíð. Burt meS Foot. Við viljum Harding Á mánudaginn fengu tyrk- nesku íbúamir að vita að fregnin væri röng og algerlega úr lausu lofti gripin. Þeir hóp- uðust þá aftur út á strætin en í stað glaðværðar var komin grimmd og hefnigirni. Þeir fóru í stórum hópum um strætin, grýttu verzlanirnar, réðust gegn lögreglunni með stóla og húsgögn að vopni. — Lögreglan dreifði hópnuin með kylfum og táragasi, en vart hafði honum verið dreii't á einum stað fyrr en árásir hófust á öðrum stöðum. I tvo daga stóðu götuskærurn- ar og síðari daginn tóku Bretar fram skotvopn á nokkrum stoð- um þrátt fyrir loforð Sir Hugh Foots um að ekki skyldi beitt slíkri hörku, sem tíðkaðist á dög- um fyrirrennara hans, Hardings hershöfðingja. Er nú tilkynnt að 5 Tyrkir hafi fallið. Og nú er heróp Tyrkjanna: — Við viljum fá Harding landsstjóra aftur. „Þórunn lilla" er orðin stér FLE'STUM miðaldra Héykvíking- um mun enn í fersku minni, þeg- ar. fyrir u. þ. b. 14—15 árum, lítil telpa í hvítum blúndukjól, aðeins fimm ára gömul, kom fram á ýmsum skemmtunum og sam- komum hér í bænum og lék á píanó, gestunum til mikillar ánægju. Telpuhnokkinn var þá svo smávaxinn, að ekki sást á kollinn á henni upp fyrir hljóð- færið og mörgum nótnabókum var hlaðið undir hana í sætið til þess að hún næði með sínum litlu höndum upp á nótnaborðið. Þessi litla stúlka var Þórunn Jóhannsdóttir, dóttir Jóhanns Tryggvasonar, söngkennara og konu hans Klöru Tryggvason. En árin hafa liðið, og liðið hratt. Litla stúlkan er orðin gjaf- vaxta mær. Þórunn er fædd 18. júlí 1939. Hún verður því 19 ára næsta sumar. Hún hefur komizt mjög langt áleiðis á sviði tón- listarinnar og nýlega hefur hún hlotið merk verðlaun í London, en þar er hún búsett ásamt for- eldrum sinum að 100-Sunny Gordens Road, og heldur áfram að stunda tóniistarnám. Verðlaun þessi eru bronz-heiðurspeningur, sem ber nafn Miss Harriet Cohen, sferifar úp daglega lifinu AUSTURBÆJARBIÓ sýnir þessa dagana mynd um ,-,ævi valsakóngsins Jóhanns Strauss“. Velvakandi sá myndina í fyrra- kvöld og hafði gaman af. Þegar heim kom, fór hann að reyna að gera sér grein fyrir öllum þessum Straussum, en tónskáld með því nafni hafa sem kunnugt er verið nokkuð mörg. Niðurstaðan varð þessi: 1) Jóhann Strauss eldri fæddist í Vínarborg 1804 og dó þar 1849. Foreldrar hans voru gestgjafar, og Jóhann átti að verða bók- bindari, en sneri sér fljót- lega að tónlist- inni. Hann var bæði hljóm- sveitarstjóri og tónskáld. Hljómsveit Jóhann eldri hans naut slíkra vinsælda að hann réð til sín um 200 hljóð- færaleikara og skipti þeim hóp í minni flokka, svo aA hin fræga og ágæta hljómsveit Jóhanns Strauss gat leikið á nokkrum stöðum í einu! Jóhann eldri samdi aðallega valsa, sem eru fullir af lífi og leikandi fjöri. Tón smíðar hans báru langt af allri dansmúsík, sem áður hafði verið samin og þarf engum blöðum um það að fletta, að hann var mikill listamaður enda eru verk hans enn leikin, þ. á. m. Radetzky- marsins og þeir valsar, sem einu nafni hafa verið kallaðir „Donau- lieder" 2) Sonur Jóhanns eldra var Jóhann Strauss yngri, og um hann fjallar kvikmyndin, sem nú er sýnd í Aust- urbæjarbíói. Sá yngri fædd- ist árið 1825, auðvitað í Vín, og þar dó hann 1899. Faðir hans vildi ekki, að neitt af börn um sínum yrði Jóhann yngrl tónlistarmenn, svo að Jóhann yngri lauk prófi í tækniskóla og gerðist bankaritari. En hann hafði stundað tónlistarnám í pukri og hvarf brátt að starfi föður síns. Hann stjórnarði m.a. um margra ára skeið sumartón- leikum í Petropaulovski-garð- inum í St. Pétursborg, eins og þeir vita sem myndina hafa séð. Jóhann Strauss mun talinn föð ur sínum ehh fremri sem tón- skáld. Gáskinn í völsum hans hef ur fyrir löngu lagt undir sig heim inn og allir kannast við:Dóná svo blá, Sögur úr Vínarskógi og Listamannalíf. Jóhann yngri samdi einnig margar óperettur. Leðurblakan hefur verið sýnd hér í Þjóðleikhúsinu og Sígauna- baróninn nýtur einnig mikillar hylli. Landi okkar Nanna Egils- dóttir hefur sungið í þeirri óper- ettu í Þýzkalandi nýlega og hlot- ið lof fyrir. Einn af aðdáendum valsakóngs ins var annað mikið tónskáld, Jóhannes Brahms. Kona nokkur kom eitt sinn til hans og bað hann um rithandarsýnishorn. Brahms tók því vel, ritaði á blæ- væng hennar upphafsnóturnar úr Dóná svo blá og bætti við: „Því miður ekki eftir J. Brahms." 3) Josef Strauss, yngri bróðir Jóhanns þess, sem síðast var nefndur, var arkitekt að mennt- un, en sneri sér sem fleiri úr fjölskyldunni að tónlistinni, varð hljómsveitarstjóri og samdi valsa. 4) Edvard Strauss hét einn bróðirinn. Hann var svo ungur, þegar Jóhann eldri, faðir hans, dó, að hann gat óáreittur snúið sér að tónlistinni í bernsku og síðar fékkst hann við hljómsveitar- stjórn og valsagerð. 5) Richard Strauss (1864— 1949) var hins vegar af allt annarri fjölskyldu. Hann fæddist í Múnchen þar sem faðir hans lék á horn í óperuhljómsveitinni, og tók að semja lög, þegar hann var 6 ára. Síðar samdi hann bæði söngleiki (Salome, Elektra, Der Rosenkavalier, Die Frau ohne Schatten, Adriane auf Naxos), sinfóníur og ýmis minni verk. í Sinfónia Domestica lýsir hann fjölskyldulífi, þar heyr- ir maður m.a. í krakka í baði, og einn af fegurstu söngv- um sínum samdi hann, meðan hann beið eftir því að konan hans kæmi hattinum rétt á kollinn! 6) Oscar Strauss er svo einn tónlistarmaðurinn enn. Hann fæddist 1870 og hefur samið fjöldann allan af óperettum svo og tónlist fyrir kvikmyndir. Ekki veit Velvakandi, hvort hann er skyldur nokkrum af þeim mönn- um, sem taldir hafa verið hér að ofan, en hallast að því, að svo sé ekki. — Oscar þessi mun hafa setzt að í Bandaríkjunum, en hvergi finnast upplýsingar um það, hvort hann er enn á lífi. Þórunn Jóhannsdottir átta ára gömul og eru veitt ungum listamönnum, án tillits til þjóðernis. Þórunn Jóhannsdóttir hefur hlotið mikið lof fyrir frammi- Þórunn Jóhannsdóttir eins og hún er nú stöðu sína á sviði tónlistarinnar og er það öllum íslendingum gleðiefni. Enn seint mun minn- ingin um „litlu stúlkuna" mást úr hugum vina hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.